Vísir - 05.01.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 05.01.1952, Blaðsíða 5
X.augardaginn 5. janúar 1952 V I S I R Eru flyðruveiðar síðustu ára einungis stundarfyrirbrigði ? Miunttsókniw* a nt&stu úman niMWijia shera úr nwn pað- Viðtal við Arna Friðriksson ■ íiskifræðing. Ungur ísiendingur, Áðal- steinn SigurSsson, er nú við fiskifræðinám við Hafnar- háskóla, en að því loknu mun hann taka við flat- fiskrannsóknum i hafinu umhverfis ísland. Vísir hefir nýlega átt tal við Árna Friðriksson fiski- árgangurinn frá 1939 (11 ára), fræðing um flyðruveiðar og þá frá 1937 (13 ára), 1936 (14 rannsóknir á flatfiski hér við ára) og 1935 (15 ára). land. En um þau mál fórust barst að landi og vitum við því ekki skil ;;á þyngd hennar upp úr sjó. í aflanum voru a. m. k. 16 ár- gangar, allt frá 6 vetra og yfir tvítugt. Sterkastur reyndist ár- gangurinp frá 1938, þ. e. 12 vetra fiskurinn, en hann nam meiru en'fjórðungi alls aflans, eða 27.4%. Næstur honum var Arna orð á. þessa leið: „Eitt af þeim verkefnum sem Fiskideildin hefir með hönd- um, eru rannsóknir á flatfisk- um, og þá ekki sízt flyðrunni. Það er kunnara en frá þurfi að segja að 25 s.l. ár hafa ís- lendingar hafizt handa um sér- staka utgerð til flyðruveiða. Eigi er kunnugt um hvenær útlendingar fóru fyrst að gera út til flyðruveiða í íslenzkum sjó, en fyrstir munu Skotar hafa verið einhverntíma á öld- inni sem leið. Hefst svo nýr þáttur þegar Bandaríkjamenn byrja að sækja hingað árið 1884, en ekki stóð sú veiði nema á annan áratug, og þótti hún þá ekki lengur svara kostn- aði. Yfirleitt hefir flyðrustofninn látið mjög á sjá undan veiðun- um, eins og stærðin á fiskinum sem veiðist, aldur hans og mergð ber gleggst vitni. Rann- sóknir á flyðru frá íslandsmið- um hafa nú verið gerðar um langa röð ára. Miklu af gögn- um til slíkra rannsókna var safnað hér á árunum fyrir heimsstyrjöldina, einkum úr Faxaflóa vegna fyrirhugaðrar friðunar flóans. Það hefir háð þessum rannsóknum mjög að vantað hefir sérfræðing til að sinna verkefninu, en nú standa vonir til að úr megi rætast, þar sem stud. mag. Aðalsteinn Sig- urðsson er stundar fiskifræði- nám við Hafnarháskóla, er að fullnuma sig í þessari grein. Hefir hann unnið úr þeim gögn- um, sem safnað hefir verið, einkum á Akranesi, til þess að fylgjast með flyðrustofninum í . viðskiptum hans við veiðarfær- iri. Skal nú í stuttu máli gerð grein fyrir helztu niðurstöð um. Verður rætt um árangur rannsóknanna frá 1950. Þá voru rannsakaðir 773 fiskar, sem aflazt höfðu á tímabilinu frá 17. maí til 17. júní á svæð- inu 115—136 sjómílur NNV- NV frá Akranesi. Stærð lúðunnar var all mis- jöfn, sú smæsta náði ekki 60 cm lengd, en tvær þær stærstu, sem rannsakaðar voru, voru yfir 2ja metra langar. Lang- mestur hluti aflans eða 73.2% var á milli 110—150 cm., en 43.2% milli 120—140 cm. Með- allengdin reyndist 136.63 cm. og mun meðalþyngdin hafa los- að 20 kg., en því xniður var <511 lúðan slægð þegar hún verið lélégri. Hins vegar veið ist mjög mikið af lúðustofnin- um á fyrstu þremur aldursár- um hans og hefir mér talist til að minna en 20. hver lúða, sem botnvarpan nær til, komist yf- ir 3ja ára aldur. Og þegar um er að ræða flyðru á aldrinum 1—3 ára, lætur það að líkum að veið- arfærin taki fyrst og fremst stærstu einstaklingana úr stofninum en þeir sem hægar vaxa hafa meiri líkur til að komast undan, og koma fram í veiðunum þegar árunum fjölgar.“ Ellefu til fjórtán vetra fisk- ur nam að samanlögðu nærri % hlutum aflans, eða 74.3%. Á þessum árgöngum hefir því aflinn aðallega hvílt, og er ó- hætt að segja að hefði þeirra ekki notið við, myndi eigi um neina flyðruútgerð hafa verið að ræða. Veiðin átti því rót sína að rékja til fáeinna sterkra árganga sem vissulega hafði orðið vart í ungfiskinum, eink- um í Faxaflóa á árunum rétt fyrir styrjöldina. í Faxaflóa, einkum sunnan- verðum, er jafnaðarlega megn- ið af flyðrunni, sem þar veið- ist, eða 95%, mjög ungt, aðeins 1—3 vetra, og er því fiski- mergðin þar mælikvarði á stærð eða styrkleika stofnsins nokkurum árum síðar, ef ung- viðið fær að vaxa. Kringum 1930 fengu rann- sóknarskip að meðaltali 8—9 smálúður á hverjum togtíma í Faxaflóa. Fimm árum síðar fengust aðeins 3—-4 fiskar með sömu fyrirhöfn, 1938 fengust 8, en 1939 fengust 45—46 smá- fúður að meðaltali á hverjum togtíma. Bendir þetta á óvana- léga sterka árganga rétt fyrir styrjöldina, mitt í allri niðúr- lægingu lúðustofnsins og mætti því e. t. v. spyrja hvort flyðru- veiðar síðustu ára séu annað en stundar fyrirbrigði, en úr því munu rannsóknir á næstu árum skera svo að ekki verður um villst. Fróðlegt er að athuga stærð lúðunnar eftir aldri, annars vegar þeirrar sem veiðzt hefir undanfarín tvö ár og hins veg- ar smálúðunnar í Faxaflóa. Það hefir nefnilega sýnt sig að hér ber talsvert á milli, 6 vetra gömul lúða úr Akranesaflan- um 1950 er kringum 70 cm. að lengd og ér. frekar lítil stærðar aukning frá ári til árs. Hins vegar er 3ja ára gömul lúða úr Faxaflóa þegar orðin um 50 cm. löng.. Smálúðan í Faxaflóa ætti því að vera miklu stærri en raun ber vitni þegar hún kem- ur í aflann á djúpmiðum 6 ára og eldri.ý Skýringin á þessari mótsetningu, sem virðist vera, er þó ekki langt undan og hún er tvíþætt. Annars vegar hefir það sýnt sig, að vöxtur ung- lúðunnar í Faxaflóa er meiri en þvínær hvar sem er annars staðar, én að sjálfsögðu á- skotnast stofninum á djúpmið- um fiskur annars stáðar frá, þar sém iviðgangsskilyrði hafa Sprengihætta af ábur&arverk- smi5junni. Á fnndi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær var enn rætt um væntanlega áburð- arverksmiðju og staðsetn- ingu hennar. Var samþykkt tillaga um, að fresta að ákveða stað- setningu hennar, þar til úr því yrði skorið, hvort mikil sprengihætta stafaði af lienni. Áður hafði bæjarráð sam þyklct að láta verksmiðjunni í té lóð á Ártúnshöfða, en nú liefir verið upplýst, að sprengiljætta stafar af slíkri verksmjðju. Hafa þrír verk- fræðingjar verið skipaðir i nefnd tfl þess að rannsalca þetta n{ál, þeir Ásgeir Þor- steinssoþ, Gunnar Böðvars- son og jóhannes Bjarnason, og skulú þeir semja álitsgerð um málið til hæjarstjórnar. Svíar eígnast Stellu Polaris Stella Polaris er nú órðin eign Svía, en var áður eitt feg- ursta skip Norðmanna. Snekkjan hefir verið í gagn- gerri viðgerð og klössun í Gautaborg, og verður fyrst um. sinn í ferðum til Vestur-Indía, en fer síðan í skemmtiferðir- um Miðjarðarhaf. (SIP). Rafmagnstakmörkun Hverfin eru: 1. hluti. Hafnarfjörður og hágrenni, Reykjanes. 2. hluti. Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hliðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugamesið að Sundlaugarvegi. Árnes- og Rangárvallasýslur. 3. hluti. Hlíðarnai', Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar norð-austur af. 4. hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabrautar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. 5. hluti. Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Melamir, Grimsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu. Vesturhöfnin með örfiris- ey, Kaplaskjól og Seltjarnames fram eftir. Álagstakmörkun dagana 6. jan.—12. jan. Sunnudag 6. jan. kl. 10.45—12.15 3. hluti Mánudag 7. jan. ld. 10.45—12.15 4. hluti Þriðjudag 8. jan. kl. 10.45—12.15 5. hluti Miðvikud. 9. jan. kl. 10.45—12.15 1. hluti Fimmtud. 10. jan. kl. 10.45—12.15 2. hluti Föstudag 11. jan. kl. 10.45—12.15 3. hluti Láugard. 12. jan. kl. 10.45—12.15 4. hluti Straumurinn verður rofinn skv svo miklu leyti sem þorf krefur. þessu þegar og að Sogsvirkjunín, i Trésmíðaverkstæði LANDSSMlfíJUNXAtt tekur að sér alls koriar viðgerðir á skipurn og bátum af öllum stærðum. Einnig allskonar nýsmíði og viðgerðir í þágu landbúnaðarins. Ennfremur smíðum vér teakhurðilr, leikfimisáhöld og f jöldamargt fleira. Model-verkstæðið tekur að sér allskonar modelsmíði. Verkefnin eru fljótt og vel af hendi leyst og fyrir fast verð, ef þess er óskað. LEITIÐ T I L B O Ð A H J Á O S S. mimimmmmiiiimiimmmmmimim

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.