Vísir - 10.01.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1952, Blaðsíða 2
V í S I R Fimmtudaginn 10. janúar 1952 Hitt og þetta Mælt er að Faruk konungur liafi selt frímerkjasafn sitt á uppboði í New York. Faðir hans, Fuad konungur, byrjaði að safna frímerkjuniun og mun l>að vera eitt hið merkasta í héimi, að undanteknum söfn- um Georgs Bretakonungs og Karols, sem eitt sinn var kon- ungur í Rúmeníu. Menn eru tregir á að trúa bví að það sé fjárskortur, sem hafi valdið því að Faruk seldi frímerki sín, því að hann er talinn einn af auðugustu þjóð- höfðingjum í heimi. Hann gef- ur líka aðra skýringu á þessu sjálfur: „Eg er fyrir skömmu kvænt- ur af nýju,“ segir hann, „og þess vegna sel eg safnið. Því hefir stundum verið flíkað að frímerkjasafnarar sé svo upp- teknir af söfnuninni, að þeir vanræki konur sínar. Það ætla eg ekki að láta henda mig.“ Fyrir nokkuru fór Winston Churchill í leikhús í Lundúnum og horfði þar á venjulegan skopleik. Milli þátta rakst hann á einn af vinum sínum, sem gat ekki á sér setið að segja við hann: „Mér þykir það dálítið skrí- ið, að þér skuluð geta haft á- huga fyrir leikhúsinu. Það vita þó allir að ævi yðar hefir verið svo full af æsandi atburðum og ævintýrum að leiksviðið blikn- ar við hliðina á þeim.“ „Kæri vinur,“ svaraði Chur- chill, „stundum verða atburðir lífsins svo áhrifamiklir að eg verð að fara í leikhúsið til að jafna mig.“ Prestur var á ferð með skjala- möppu undir handleggnum, en bófi einn hrifsaði af honum möppuna og hljóp á burt. Þetta var sannkallaður „Glæpur og refsing“. Því að ræninginn hafði ekki annað upp úr krafs- inu en ræður prestsins, sem hann hafði flutt það árið. Cíhu Mhhí Var.... Hinn 10. janúar 1922 birtist m. a. þetta í bæjarfréttum Vís- ÍS: .cíiJlJÍ M.s. Víkingur. Sú ‘frétt hefir gengið hér etaflaust um bæinn, að m.s. Víkingur væri ekki kominn fram úr Englandsferð, sem hann lagði í fyrir mörgum vik- um. Sem betur fer er þetta misskilningur. Skipið kom með kolafarm til Bíldudals 6. f. m. og fór þaðan áleiðis til Eng- lands 6. þ. m. hlaðið saltfiski. Kvenréttindafélagið ætlar að halda skemmtanir í Iðnaðarmannahúsinu 12., 13'. og 15. þ. m. til ágóða fyrir hús- tnæðranámskeið sitt og væntir félagið þess, að það sleppi við Ekemmtanaskattinn, með því, að • námskeiðin miða til „al- mennings heilla“. Skemmtanir félags þessa hafa jafnan verið orðlagðar fyrir gæði, og verða ekki síður góðar nú en áður ,' i Fimmtudagur, 10. janúar, — 10. dagur ársins. Sjávarföll. Árdegisflóð var kl. 4.15. — Síðdegisflóð verður kl. 16.35. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 15.20—9.50. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjud. kl. 3.15—4 og fimmtud. kl. 1.30—2.30. Næturvörður er í Lyfjabúðini Iðunni; simi 7911. Kveldvörður L. R. (Kl. 18—0.30) er Kristján Þorvarðsson, Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður L. R. (Kl. 24—8) er Björgvin Finsson, Lækna- varðstofunni, sími 5030. Happdrætti Háskóla íslands. Athygli skal vakin á auglýs- íngu happdrættisins í blaðinu í dag. Happdrættið biður viðskipta- menn sína að vitja númera Einna í dag, ella eiga þeir á hættu, að númerin verði seld frá þeim. Þetta á einnig við um þ.á, sem hlutu vinning í 12. flokki og hafa ávísun á vinn- íngsnúmerið. Verður ekki hægt að ábyrgjast mönnum það núm- er, sem ritað er á ávísunina, eftir daginn í dag. Glímuæfingar Ungmennafélags Reykjavíkur eru á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 20 í Miðbæjarbarna- skólanum. Glímumenn mætið á föstu- daginn. Rætt verður um áríð- andi málefni. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Rotterdam í gær til Grimsby UnAAyáta hk IS/9 Lárétt: 1 Logar, 3 lífvörð- ur, 5 kennd, 6 andi, 7 raf- Veita, 8 gælunafn konu, 9 fæða, 10 um tóna, 12 skóli, 13 barka, 14 vann eið, 15 á fæti, 16 stund- um á flík. Lóðrétt: 1 bílstöð, 2 ólæti, 3 hund Gunnars á Hlíðarenda, 4 gerir seglskip, 5 liðu nýlega, 6 lítil, 8 slæm, 9 söngrödd, 11 munna, 12. fundur, 14 fanga- mark. Lausn á krossgátu nr. 1518: Lárétt: 1 Týr, 3 BS, 5 bíl, 6 lút, 7 Ok, 8 þoka, 9 mók, 10 apar, 12 UP, 13 sál, 14 ans, 15 TL, 16 hag. Lóðrétt: 1 tík, 2 ýl, 3 búk, 4 staups, 5 bolast, 6 lok, 8 þor, j 9 mal, 11 pál, 12 ung, 14 AA. i og London. Dettifoss fer vænt- anlega frá New York 12. þ. m. til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Leith 7. þ. m. til Reykja- víkur. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Lagarfoss fór frá Rotterdam í fyrradag til Ant- werpen, Hull og Reykjavíkur. Reykjafoss og Selfoss eru í Reykjavík. Tröllafoss fór frá Reykjavík í nótt sem leið til New York. Vatnajökull fór frá New York 2. þ. m. til Rvíkur. Ríkisskip: Hekla fór frá Reykjavík í gærkvöld vestur um land til Húsavíkur. Esja er í Álaborg. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkvöld austur Um land til Þórshafnar. Skjald- breið og Þyrill eru í Reykjavík. Ármann var í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Skip S.Í.S: Hvassafell er í Stettín. Arnarfell er í Aabo. Jökulfell er á Akureyri. Flugið. Loftleiðir: í dag verður flog- ið til Akureyrar og Vestmanna- eyja. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, 'Hellis- sands, Sauðárkróks, Siglufjarð- ar og Vestmannaeyja. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.20 íslenzkt mál. (Bjarni Vilhjálmsson cand. mag.). — 20.35 Tónleikar (plöt- ur). — 21.00 Skólaþátturinn. (Helgi Þorláksson kennari). — 21.25 EinsöngUr: Visoria de los Angeles syngur spænsk þjóð- lög. — 21.45 Upplestur: Þor- steinn Ö. Stephensen les kvæði eftir Heiðrek Guðmundsson. — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Symóniskir tónleikar (plötur). Gunnþórunni Halldórsdóttur leikkonu var í gær fagnað forkúnnar vel í Þjóðleikhúsinu, er hún lék þar á 80. afmælis- degi sínum Vilborgu grasakonu í Gullná hliðinu. Henni barst fjöldi blómvanda 1 leikslok, en þá var hún hyllt af Þjóðleik- hússtjóra, Einari Pálssyni, for- mnni Leikfélags Reykjavíkur og Val Gíslasyni, form. Fél. ísl. leikara, en allir áhorfendur hylltu hana ákaflega að lokum. Síðan hélt Þjóðleikhússstjórn Gunnþórunni hóf í kjallara Þ j óðleikhússins. Bruninn að Úlfsstöðum. Skrifstofa Vísis tekur fús- lega við gjöfum til fólksins á Úlfsstöðum í Hálsasveit, en þar brann b. rinn til grunna fyrir skemmsl u, án þess að takast mætti að bjarga nokkru úr eld- inum- Flugráð. Á fundi sameinaðs þings í gær voru þessir þrír menn kosnir aðalmenn í flugráð: BergUr G. Gíslason, Þórður Björnsspn, Guðmundur í. Guð- munds on, af A-lista, með 38 atkv. B-listi kommúnista (Áki Jakobssón) hlaut 8 atkv. Flugfélag íslaads hefir írá áramótum lækkað fargjöld með Gullfaxa til K.hafn r.in 10% eöa svo. Nú kostar far.ið 1800 kr. (aðra leið- ina), 'éh éSar 1988 kr. Fargjöld fram og aftur kosta nú 3240 kr., en áður 3578 kr. Hafís fyrir Vestfjörðum. Fregnir um hafís út af Vest- fjörðum bárust Veðurstoíunni frá tveimur togurum um kl. 23 í gærkveldi. í skeyti frá b.v. ísólfi um þetta sagði svo: Hafísbreiða er fyrir öllum Guðrún Á. Símonar söngkona var meðal farþega á Gullfossi til Prestvíkur í gær, en hún hyggst dvelja á Eng- landi í vetur. Veðrið. Um 400 km. suður af Vestm,- eyjum er grunn lægð á hreyf- ingu austur eftir. Önnur lægð er norða'ustur af Nýfundna- landi á hreyfingu norðaustur eftir: — Veðurhorfur. Faxaflói: Norðan kaldi. Vaxandi með kvöldinu. Bjartviðri. Vestfjörðum frá Látrabjargi og norður úr. Næst landi er ísinn um Barðann, 20 mílur undan. Hitt skeytið var frá Harðbak. Þar sagði: fsbreiður hafa sést í dag i Víkurál um 45 mílur frá Blakknesi og að Barðagrunni 23 mílur út af Barða. Vegna mikilli símabilana á Austurlandi hafa engar veður- fregnir borizt þaðan síðan í gær, nema frá Egilsstöðum. — Þar var hæg norðaustanátt í morgun, snjókoma og dimm- viðri. — Norðanátt var ríkj- andi í nótt og morgun með snjó- komu á Norðurlandi, en bjart- viðri var sunnanlands.1 Frost. var talsvert í nótt víða, mest 15 stig á Síðumúla í Borgar- firði, en var komið niður í 7 stig kl. 8. Á Eyrarbakka voru 13 stig og Grímsstöðum 10, en. skeyti hafa ekki borizt frá Möðrudal. í Rvík var 9 stiga frost kl: 8 í morgun, en var komi niður í 4 stig kl. 9. iorgarbilastölin Vanti yður leigubíl, þá hringið í síma SI091 (úttiB nítjjiín niueinn) Borgarbílastöðin Auglýsingum í smáauglýsingadálka blaðsins er framvegis veitt mót taka í eftirtöldum vérzlunum: VOGAR: Verzlun Árna J. Sigurðssonar, Langholtsvegi 17' KLEPPSHOLT: Verzl. Guðmundar H. Albertssonar Langholtsvegi 42 LAUGARNESHVERFI: Bókabúðin Laugames, Laugarnesvegi 5( GRlMSSTAÐAHOLT: Sveinsbúð, Fálkagötu 2. SKJÓLIN: Nesbúð, Nesvegi 39. SJÓBUÐIN við Grandagarð. Daglblaðið VBSIR Vesturbæingar S iöfum opnað afgreiðslu í Garðastræti 3 í Verzl. Guð- rúnar Þórðardóttur. Þvottur — Kemisk hreinsun. Sækjum — Sendum. Símar 7260, 1670. Jar|arÍ9ir móðiir okkar og tengdamóSur, Ástríðafl* Eyjólffsdwáíui* fer írarn frá Kálfaíjarnarkirkju laugardaginn 12 ')au kl. 2. Blóm afbeðin, Bilferðir frá Fe?.v askrristofunni kl. 1. 9 GuðríSur Egill Kristiánsson, i Margrét Briem.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.