Vísir - 10.01.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 10.01.1952, Blaðsíða 8
IFI Fimmtudaginíi 10. janúar 1952 Voislítíð þykir nú orðið um björgun Flying Enterprise. Björpn Carlsens sg stýriraanns hans undirhúin. Ailar tilraunir, sem gerðar voru í gær, til þess að koma dráttartaugum í bandaríska flutningaskipið Flying Enter- prise, misheppnuðust, og varð að lokum að fresta þeim. Stormur var og sjógangur, þar sem Flying Enterprise var á rekiundan Lands End, og voru þeir Carlsen skipstjóri og fyrsti stýrimaður undir þiljum allan daginn. Komst ekki á talsam- band við þá fyrr en í gærkveldi. í>ar sem líkur eru minni en áð- ur, að skipið haldist á floti, er ákveðið, að Carlsen og stýri- maður varpi sér útbyrðis, ef sýnt þykir að skipið sökkvi, og hafa þeir góð björgunarbelti og annan útbúnað, til þess að halda sér á floti, unz þeim berst aðstoð. Hallinn á skipinu var allt að því 80 gráður í gær, en það rétti sig jafnan nokkuð. Á- formað er að festa taugar í skut skipsins, en ekki stefni, ef unnt verður að hefjast handa um að koma í það taugum á nýjan leik. Samkvæmt veðui-spá flota- málaráðuneytisins í gærkvöldi var búist við vestanátt og vax- andi stormi. Bandaríkj atundurspillirinn Willard Key og 3 dráttarbátar eru í grennd við Flying Eríter- prise. Kl. um hálftíu átti einn af fréttariturum brezka útvarps- ins tal við bandaríska tundur- spillinn, sem er í nálægð Flying Enterprise. Þar voru þá alls 4 skip á verði og einn björgunar- bátur, ef Kurt Carlsen og stýri- maðurinn á Turmoil skyldu neyðast til þess að varpa sér útbyrðis. Veður var slæmt, öldu gangur mikill og öldurnar allt að 20 fet á hæð. Líklegt þótti, að heldur mundi hvessa fram undir hádegi, en sennilega lægja um miðdegið. Ekkert hefir heyrst í Carlsen í 14 klst. Flying Enterprise var, er síð- ast fréttist, um 23 mílur suður af Lizardhöfða í Cornwall, syðsta höfða Englands, og rak með 1—3 mílna hraða á klst. Skipið heggur ekki mikið nú og veltur minna, enda mun sjór vaxandi í því, og er það mun þyngra í sjó en áður. Meiddist meira eia hún hélt \ fyrstu. í gær gaf kona sig fram við Rannsóknarlögregluna er taldi sig hafa orðið fyrir sendiferða- bifreið á Hverfisgötu þann 4. þ. m. Konan heitir Sveinbjörg Guðmundsdóttir til heimilis að Lindargötu 27. Slysið skeði rétt fyrir austan gatnamót Vatns- stígs. Stjórnandi bifreiðarinnar tel- ur sig hafa hemlað nokkru áður en slysið varð, en bifreiðin runnið á hálku án þess að láta að stjórn og lenti upp á nyrðri gangstétt, og á konuna sem þá var að komast upp á gangstétt- ina. Konan taldi sig í fyrstu lítið meidda, en síðar kom í Ijós að meiðsli hennar voru mikil og hefir legið lengst af rúmföt síðan. Meiðsli hennar eru aðal- lega fólgin í mari bæði á útlim- um og baki. Um miðjan síðastl. mánuð varð slys í strætisvagn sem ekur leiðina Njálsgötu—Gunn- arsbraut. Skeði slysið með þeim hætti að 9 ára gamall drengur, Jón Lárusson að nafni, rann til á gólfi vagnsins en ætlaði að verja sig falli en lenti þá með einn fingur hægri handar milli stafs og hurðar á afturhurð vagnsins með þeim afleiðingum að miðköggull fingursins brotnaði. í hinum fræga herforingjaskóla Frakka — St. Cyr, sem Napóleon stofnaði fer jafnan fram minningarathöfn þann 2. desember, en þann dag var orustan við Austerlitz háð. Hér sjást skólapiltar krjúpa við athöfnina. Reynt að ryðja Hval- fjarðarleiðina í dag. Unnið kappsamlega við opna vegi. Vonir standa til að unnt verði að byrja á áð ryðja Hvalfjarð- arleiðina í dag. Mun það verða allmikið verk, því að skáflar eru víða, auk þess sem snjóflóð hafa fallið á veginn mjög djúp, svo sem áður hefir verið getið. jÞjóðícikhúsið : Anna Christie eftir O'Neil frumsýnt á þrftjudaginn. Húsfyllir á öllum sýninpm á Gullna hliðinu. í næstu viku verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Anna Christie, eitt af öndvegis- verkum bandaríska skáldsins Eugene O’NeiI. Ekki er enn fullráðið hvaða dag vikunnar þetta verður, en væntanlega á þriðjudag. Leik- stjóri verður Indriði Waage, en Sverrir Thoroddsen hefir þýtt leikritið, sem er dramatískur sjónleikur og gerist á okkar dögum. Anna Christie hefir átt feikna vinsældum að fagna, þar sem leikritið hefir verið sýnt, og má vafalaust telja sýningu þess hér til hinna stærri við- burða á leiklistarsviði hér. Aðalhlutverkin eru í höndum Vals Gíslasonar, Rúriks Har- aldssonar og Herdísar Þorvalds- dóttur, en leikendur munu alls vera um 10. Lárus Ingólfsson hefir málað leiktjöldin. í kvöld verður 8. sýningin á Gullna hliðinu, en húsfyllir hef- ir verið á öllum sýningum til þessa, og færri komizt en vilja. Þykir flestum, sem séð hafa leikritið að þessu sinni, að vel njóti það sín með hinum nýja og fullkomna útbúnaði Þjóð- leikhússins. í kvöld munu þingmenn og sendiherrar erlendra ríkja vera boðnir á sýninguna. Kópavogur fékk rafmagn í nótt. í nótt var lokið við að gera við bilanir á rafmagnstaugum þeim, er flytja straum í Kópa- vogshverfið, og var straumnum hleypt á kl. 4. Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri tjáði Vísi í morgun, að fleiri staurar hefðu reynzt brotnir á Vífilsstaðalínunni en talið hafði verið, eða alls 39. Var lokið að reisa staurana og strengja víra á þá. Er þar með kominn straumur á Kópavogs- og Fifuhvammshverfi. . .Nú er einnig komið samband að Jaðri og Elliðavatnshverfi, en væntanlega kemst straumur í dag að Gunnarshólma og Sil- ungapolli. Er þá aðeins eftir að koma sambandi á að Lögbergi (Lækjarbotnum), en þar er illt að athafna sig í hrauninu. Lýðræðisslnnar sjálf- í Þróttí. kjörnlr Aðeins einn listi kom fram til stjórnarkjörs í vörubílstjóra- félaginu Þrótti. Framboðsfrestur var útrunn- inn í gær, og kom aðeins fram listi lýðræðissinna, en efsti maður er Friðleifur Friðriksson, formaður félagsins. Er listinn því sjálfkjörinn. Kommúnistar hafa alltaf boðið fram undan- farin ár. í gær var unnið hjá Kleifar- vatni, á Selvogsheiði og í Ölfusi og er Krýsuvíkurleiðin orðin greiðfær. Fært er Krýsuvíkur- leiðina að Sogsvirkjun. Enn- fremur var unnið austur í Holt- um í gær, en þar var orðið ófært. Upp í Hreppa hefir ver- ið ófært. Mjólkurbílar, sem höfðu dráttarbíl sér til aðstoð- ar, komust eitthvað upp í Bisk- upstungur í gær, en ófært mun vera fyrir bifreiðar um efri hluta Biskupstungna og upp- sveitir Árnessýslu yfirleitt. Færð vak orðin slæm suður með sjó og var unnið á vegum þar í gær. í gær og fyrradag var og unnið að því að ryðja snjó af vegum í Borgarfjarðar- héraði. Þótt mikið sé gert til þess að koma samgöngum í sæmilegt horf sumstaðar, voru horfur þó yfirleitt heldur batnandi í Bráðskemmíileg mynd í Nýja Bíó. Nýja Bíó sýnir bráðsmellna gamanmynd um þessar mundir og hefir hún „gengið“ frá ára- mótum. Er þetta „Bágt á eg með börnin tólf“, sem fjallar um heimilislíf, þar sem tólf börn eru í ómegð eða því sem næst, og geta menn gert sér í hugar- lund, að margt gerist þar skrít- ið. En beztu meðmælin með myndinni eru þau, að Clifton Webb leikur aðalhlutverkið. — Hann er tvímælalaust með skemmtilegustu leikurum nú. Slys á Kleppsvegi. Um hádegisleytið í gær varðt kona fyrir sendiferðabíl á Kleppsvegi og féll í öngvit, en meiðsli voru ekki talin alvar- legs eðlis. Konan, Guðlaug Kjartans- dóttir, til heimilis í skála 7 við- Háteigsveg, var að koma út úr strætisvagni, gekk fram fyrir hann en varð þá fyrir sendi- ferðabílnum. Bílstjórinn hemlaði og reyndi að afstýra slysinu, en bíllinn rann á hálku og slóst til, þann- ig að konan lenti fyrir honum, féll í götuna og missti meðvit- und. Hún var flutt í sjúkrahús, en að athugun lokinni var hún flutt heim til sín. — Valentiii® Framh. af 6. síðu. Rétt sæmilegur. Vanlentínó var enginn af- burða leikari — aðeins með- almaður á því sviði —- en bjó yfir einhverjum rómantísk- um „sjarma“, sem konur stóðust ekki. Hann var lág- vaxinn og iítill fyrir mann að sjá, en konur féllu í yfirlið við að sjá myndir af honum. Þegar liann var látinn, lá hann á likbörunum um tíma og gengu þúsundir kvenna gærkvöldi ef ekki fer að fenna i framhjá með gráti og kveini aftur að ráði eða skefur í braut- m. m. og enn í dag fara þær pílagrímsför að gröf hans. Bv. Þorkell máni kem- ur eftir tíu daga. lieyndist ágœtlega í fvjwíedaey* Dieseltogarinn Þorkell máni, sem smíðaður er í Goole, Bret- landi og Bæjarútgerð Reykja- víkur fær, fór í reynsluferð í fyrradag og reyndust vélar og allt annað í bezta lagi. í reynsluferð, er lagt á vél- arnar eins og hægt er, og fór togarinn með allt að 13% mílna braaða á klst., en hagkvæmasti iiraði skipsins mun vera 12.3 m. Þorkell máni mun verða til- búinn til brottferðar á mánu- dag eða þriðjudag næstkomandi og ætti hans að verá von hingað undir aðra helgi. Eins og áður hefir verið get- ið í Vísi er skipstjórinn Hannes Pálsson farinn utan fyrir nokkru og 1. og 2. vélstjórar, en þeir, sem eftir voru af skips- höfninni, sem verður á skipinu, fóru á Jóni Baldvinssyni, sem lagði af stað héðan í gær með ísfiskafla til Bretlands. Er nú aðeins eftir að afhenda einn af nýsköpunartogurunum, sem smíðaðir hafa verið í Bretlandi, fyrir íslendinga. Er það Gylfi sem fer til Patreks- fjarðar, og er einnig dieseltog- ari, smíðaður í Goole. Mun hann verða tilbúinn til afhendingar eftir mánuð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.