Vísir - 04.03.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 04.03.1952, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Þriðjudaginn 4. marz-1952 Wti og Piltur í Los Angcles va;- kæjður í'y)-ir hrossaþjófnáð, eh heitaði þeim áburði algerlega. ,,Það er satt, að eg tók hnakk- inn,“ sagði hann. „En hestin- um geðjaðist að mér. Hann eltir mig bara, af því að eg gef honum sykurmola.“ • Á árinu sem leið voru fram- leidd í Bandaríkjunum nærri 2009 milljónir para af sokkum. -• - ■ „Normal“-tímar virðast í nánd. New York Herald-Tri- bune skýrir frá því, að Banda- ríkjastjórn hafi fellt niður há- marksverð á beinagrindum risaeðla og sólúrum. Kvenrithöfundur spurði son sinn hvort hann vissi hvað orðið „hleypidómar" þýddi. Drengurinn. hugsaði sig um og sagði: „Eg held það sé það, að álíta að annar strákur sé skarfur, þegar maður þekkir hann ekki neitt.“ • Frá dögum Krists hafa um 40 milljarðar manna lifað ó jörðinni samkvæmt útreikn- ingum American Magazine. • Það var rétt fyrir jólin og verið var að sýna skrautlýst jólatré í dýrri verzlun. Þar var fjöldi af prúðbúnum áhorfend- um og í hópnum var kona ein fátæklega búin en hreinleg, ásamt fjórum litlum börnum. Þau horfðu stóreyg á dýrðina og móðirin hefir vafalaust hugsað um það, að annað jóla- tré myndu þau ekki geta horft á á jólunum. — En óvíst er að aðrir en hún hafi íengið ánægjulegri jólagjöf. Elzti drengurinn, skínandi í fram- an af sápuþvotti, sleit sig frá að horfa á jólatréð, leitt upp í andlit móður sinnar og sagði hástöfum: „Mamma, þú ert fallegri en jólatré!“ • Menn fara oft á mis við á- nægju af því að hún kostar ekki neitt. • Svissnesk úravcrksmiðja hefir smíðað klukku, sem aldrei þarf að draga upp. Það er mis- munandi hitastig dags og næt- ur, sem sér um að halda verk- inu í gangi. WmtrétúM t/ Cihu Mmi tíar. Eftirfarandi mátti lesa í bæjaffréttum Yísis hinn 4. marz 1927: Strandið við Kúðafljót. Skipstjórinn áf Eiríki rauða, Guðmundur Sveinsson, kom til Kirkj ubæj'arkl áustu rs á Síðu seint í gær, og í morgun barst skeyti frá. honuni (seint í gærkveldi) tii eigánda ákips- ins, Geirs Thorsteinsson. Segir þar, að allir hafi kornizt á land og séu héilbrigð; r. Skipið strandaði rétt austan .við Kúða- fljót. Þegar sJupstfori yfirgaf það, kl. 9 í gærmorgun, var það fullt af sjó óg stýrið brotið. Einnig ; var þá étjórnpaílur skipsins brotinn. Þriðjudagur, 4. marz, — 64. dagur ársins. Ungbarnavernd Líknar, Templarasudni 3, er opin þriðjud. kl. 3.15—4 og fimmtud. kl. 1.30—2.30. Reykvíkingur, hið nýja hálfsmánaðarblað, sem hóf göngu sína sl. föstu- dag, hefir hlotið svo góðar við- tökur hjá bæjarbúum, að blað- ið var uppselt á afgreiðslunni í gær, og aðeins lítið eftir af því hjá útsölum. Ritstjóri Reykvík- ings er Gísli J. Ástþórsson. Svar við skákþraut. 1. h2—h4, h7—h5, 2. Df2—f8. Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar er flutt í Hafnarstræti 20, efri hæð. Inn- gangur frá Lækjartorgi. Utvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Erindi: Áburðar- framleiðsla og áburðarverk- smiðjur. (Jóhannes Bjarnason verkfræðingur). — 21.00 Undir ljúfum lögum: Harmoniku- og sönglög. —• 21.30 Upplestur: „Gegnum úða fossins", smásaga eftir Friðjón Stefánsson. (Höf- | undir les). — 21.45 Frá útlönd- ^ um. (Axel Torsteinson). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (20). — I 22.20 Kamfhertónleikar (plöt- ur). Hjónaband. 1 Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Jóni Thorar- ensen ungfrú Inga Skarphéð- insdóttir, Sjávarborg, R.vík, og Magnus Friðriksson, Vestur- götu 33. — „Heima er bezt“, 2. hefti annars árgangs, hefir Vísi borizt. Að þessu sinni hefst ritið á minningargrein um herra Svein Björnsson forseta, en annars flytur það marg- háttaðan fróðleik og efni tiT dægrastyttingar, innlent og er- lent, en góðar myndir prýða það, bæði á kápusíðu og eins inni í því með texta. Ritstjóri er Jón Björnsson. Skákritið. janúa'r-'febrúpr hefti 3. árgang- ur'héfir blaðinu borizt. Á for- siðu ermynd af ’ Eggert Gilfer, en um þessar mundir stendur yfir Gilfermótið, -sem sérstak- lega var stofnað til í tilefni; sextugs afmælis þessa góð- kunna skákmanns. í Skákritinu eru skákfréttir af innlendum og ei’lendum vettvangi. Grein er. um Gilfer sextugan o. m. fl.1 Nýir bílasímar. Á bæjarstjórnarfundi sl.; föstudag var lögð fram um- gögn umferðarnefndar um er- ihdi Bifreiðafstöðvar Steín- dórs varðandi bílasíma. Bæjar- ráð samþykkti þá tillögu að biffeiðastöðinni verði veitt leyfi fyrir bílasíma á ho.rni EgiísgÖtu og Snorrabrautar, enda falli þá úr gildi leyfi bif- reiðastöðvarinnar fyrir bíla- sírria á móturii Miklubrautar, Mjóuhlíðar' og Eskihííðar. Pípulagningameistari. Bæjarráð samþykkti sl. föstu- dag að veita Guðmundi Finn- bogasyni, Mávahlíð 44, löggild- ingu til að standa fyrir pípu- lögnum í Reykjavík. Jazzklúbbur íslands ætlai’ að gangast fyrir kynn- ingarkvöldum einu sinni í viku, þar sem leikinn verður jazz eingöngu. Verður þetta á þriðjudögum, í fyrsta sinni í kvöld í Breiðfirðingabúð. Þess- ir jazzmenn leika í kvöld: Gunnar Ormslev (tenórsaxó- fón), Eyþór Þorláksson (gitar), Gunnar Sveinsson (vibrafón), Kristján Magnússon (píanö), Svavar Gests (trommur) og Jón Sigurðsson (bassi). Myndin að neðan er af Gunnari Orms- lev. Félag flugvaílastarfsm. ríkisins hélt aðalfund sinn föstudag- inn 29. febrúar sl. Fór fram stjórnarkosning og hlutu eftir- taldir menn kosningu: Björn Jónsson, form.; Bogi Þorsteins- son, varaform.; Friðrik Diego, ritari; Margrét Jóhannesdóttir, bréfritari og Gústav Sigvalaa- son, gjaldkeri. — Varamenn: Sigurður Jónsson og Stefán Guðjohnsen. Próf. Sigurbjörn Einarsson hefur Biblíulestur fyrir al- menning í kvöld k.l 8.30 í sam- komusal kritsniboðsfélaganna, Laugavegi 13. Veður á nokkrum stöðum. Vestur af Bretlandseyjum er alldjúp og víðáttumikil lægð, er hreyfist hægt austnorðaust- ur. Veðurhorfur: Suðvesturland og miðin: N hvassviðri eða stormur í dag, allhvass NA í nótt, léttskýjað. Faxaflói og miðin: N hvassviðri eða storm- ur og lítilsháttar snjókoma norðan til, en allhvass NA og léttskýjað í nótt. Veður.kl, 8 í morgun: Reykja vík N 9, —r-5, Sandur NA 6, -f-7, Stykkishólmur NNA 6, 4-6, Hvallátur N 6, Galtarviti NA 4, Hornbjargsviti NA 4, -:-6, Kjörvogur NNA 6, -4-7, Blöndu- ós N 7, -f-5, Hraun á Skaga NNA 6, -4-3, Siglunes NNA 7, -4-4, Vestmannaeyjar NNA 8í 4-4, Þingvellir N 8, 4-8, Kefla- víkurvöllur N 5, 4-6, Reykja- nesviti NNA 6, 4-6. Reykjavíkurbátar. Allir landróðrabátar voru á sjó í gær og öfluðu þeir yfirleitt vel. Einar Þveræingur var lægstur með 2110 kg., Steinunn gamla 8780 kg., Ásgeir 7320 kg., Dagur 10.020, Hagbarður 9000 kg., Græðir (er nýbyrjað- ur, en í han nvar verið að setja nýja Grenaavél) 7680 kg., Skeggi 6400 kg., og Svanur 8440 kg. í dag eru allir landróðra- bátar á sjó þótt veður sé all- vont. Útilegubátar, sem komu inn í gær og íyrrinótt voru með þennan afla: G.uðmundur Þor- lákur 16700 kg., Faxaborg 19000 kg’., Víðir 25350 kg., Björn Jóns- son 16690 kg. og Hafdís með 10.540 kg., en ekki 20 lestir, eins og sagt var hér í dlálkinum í gær. Vestmannaeyjar. Afli línubáta hefir verið rýr framan af vertíð, en var heldur farinn að glæðast í lok síðustu viku. Dragnótaveiði hefir verið frekar léleg það sem af er. M.s. Guðrún sem er netaveiðibátur fékk 18 lestir af fiski í fyrstu lögn, en það þykir góð veiði. Togbátar hafa ekki fengið neinn teljandi afla, en veiði þeirra var farin að glæðast í vikulok. þ. m. frá Hafnarfirði, Reykja- foss fór frá Hamborg 28. f. m. til Belfast og Reykjavíkur, Sel- foss fór frá Vestmannaeyjum í fyrradag til Leith, Bremen, Hamborgar og Rotterdam, Törllafoss er í New York, Fold- in lestar í London, fer þaðan væntanlega í dag til Reykja- víkur. VatnajökuII fór frá Gandia á Spáni að- faranótt 2. þ. m., .væntanlegur til Reykjavíkur um miðjan mánuðinn. Skipaútgerðin. Hekla fer frá Reykjavík um hádegi í dag austur um land í hringferð. Skjaldbreið verður væntanlega í Reykjavík í dag. Oddur er á Hornafirði. Skip S.I.S. M.s. Hvassafell er í Bremen. m.s. Arnarfell lestar gærur fyr- ir Norðurlandi, m.s. Jökulfell fór frá Rvík 9. f. m. áleiðis til New York. M.s. Katla M.s. Katla fór á mánudags+ kvöld frá Cuba áleiðis til Balti- moré og New York. Amerískir Nýlonsokkar með munstruðum hæl. Nýjasta tízka. Venslunin Snót Vesturgötu 17. Baraasokkar sport- ög uppháir nr. 1—10. Prjónasilki svai't og bleikt, tvíofið, 140 cm. breitt. II. T#FT Skólavörðustíg 5. Skip Eimskip. GUÖLAUGITR EíNARSSON Málflutningsskrijstofa Laugávegi 24. Sim) 7711,og 6573 Slétnabáiih Garðastraúr v - Sítói Brúarfoss fór frá Reykjavík 29. f. m. til London, Boulogne, Antwerpen og Hull, Dettifoss kom til Vestmannaeyja í gær- morgun, fór þaðan í gærkvöldi til Keflavíkur, Akraness og Reykjavíkur, Goðafoss fór frá New York til Reykjavíkur, Gullfoss kom hingað til Reykja- Víkur í gærmorgun frá Kaup- mannahöfn og Leith, Lagarfoss er í New York, kom þangað 1. UPPBOÐ Opinbert uppboð verður haldið á bifreiðastæðinu við Vonarstræti hér í bænum fimmtudaginn 6. marz n.k. kl. 2 e.h. og verða þar seldar bifreiðarnar R-4690 og R- 5202 eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og Magnúsar Thorlacius hrl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Vtt ttxittw li 1950 til sölu. Uppl. í sima 6181 eftir kl. 18 í dag og á morgun. Unnusti Hiinn, I ®e«ÍMr liofissoBB lézt i Vílilstaðahæli 3. marz. Jóna Þorstelnsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.