Vísir - 14.03.1952, Síða 7

Vísir - 14.03.1952, Síða 7
Föstudaginn 14. marz 1952 VlSIR /tarriQ!: ■ • ** Heiður og hefud GO virkjum aí hans hendi — og fá hann hengdan, eins og hann hefir til unnið margsinnis —“ Bellenger rak upp villidýrslegt öskur og stakk hendinni í barm sinn eftir skammbyssu sinni, en Twiley greip heljartaki wm úlnlið hans og mælti: „Hagaðu þér ,ekki eins og fífl, Arthur.“ „Slepptu mér, helvítið þitt.“ „Það verður nú ekki af því —“ Það kom til harðra átaka milli þeirra, en Sir Robert sat ró- legur og horfði á, eins og honum kæmi þetta ekkert við, og liyorki hreyfði hann hönd né fót eða mælti orð, er Twiley kom í veg fyrir að lokum, að Bellenger gæti gripið til vopnsins. „Þarna sérðu, kæri Bob,“ sagði markgreifinn, „hvernig það er að taka að sér svona heimskingja og hugléysingja.“ „Fari í helvíti, Twiley, ef þú ert ekki í bruggi með fantinum, þá er eg illa svikimi. Eg fer að skilja alit betur — en kannske ég geti séð um, að þú svíkir ekki vin oftar.“ „Og má eg skjóta því inn í, Twiley markgreifi,“ sagði Sir Robert, „að því fer mjög fjarri, að eg hafi — eins og þið fé- lagar orðið það, sigað lögregluhundunum á ykkur — eg hefi valið þá aðferð, að láta þorparann kveljast milli vonar og ótta, — eins og hann kvaldi þá, sem hann beitti þrælatökum sínum. En verði hann nú tekinn og hengdur, eins og hann hefir til unnið, mun eg vissulega ekki reyna að hindra það —“ Aftur bjóst Bellenger til að ráðast á hann og aftur greip Twiley hann, — en —’allt í einu, stóðu þeir báðir grafkyrrir og lögðu við hlustirnar, og störðu báðir í sömu áttina, en undra- fögur og skær barnsrödd ómaði í söng: Hjá álfum allt var ljósum lýst og litla stúlku bar þar að — Og svo kom Jane.......... XXXV. KAPITULI. Sam, hinn einmana maður. Ned og vinnumaður hans Tom voru að störfum á býlinu, en gamli Toop sat skammt frá bát, sem hvolft hafði verið, og horfði á þá félaga með eigi litlum fyrirlitningarsvip, einkum son sinn Tom. „Nei, nei,“ hvæsti karl allt í einu. „Og hverju ertu nú að neita, pabbi gamli,“ sagði Tom, fyrr- verandi sjómaður og Trafalgar-hetja. „Þegar eg segi nei, Tom, meina eg nei, og þar með búið, og hefi eg á ævi minni, og löng er hún orðin, séð mann handleika heygaffla eins og yklcur. Á mínum ungu dögum —“ „Þeir eru svo löngu liðnir, faðir sæll, að þú getur ekkert munað um það, faðir sæll, sem þá gerðist.“ „Ó-ekki — ætli eg muni ekki þegar eg var að berja úr þér prakkaraskapinn, drengur minn, og lagði þig á kné mér með leðuról í annarri hendi, en þá hafðirðu laumað froskum í rúm mðður þinnar, kappinn. Já, eg var ekki að hlífa þér, vel man eg það.“ „Og hafði eg til þess unnið,“ sagði Tom og kinkaði kolli. „En annars voru froskarnir ekki heimi ætlaðir — við Will vissum nefnilega ekki betur en að mamma yroi að heiman um nóttina, heldur hinum ágæta maka hennar — og um það hvernig á að handleika heygaffal, hver skyldi hafa kennt mér það, annar en þú?“ „Ó, já, víst gerði eg það, en svo strýkur þú og gerist sjó- H 5 á i i' . maður og_lerð að -ber.jast við Fransara,- og..gleymir, því, £env. eg hafði kérínt'þér. 'Ekki kárintmað plægja, óg ékki kanntu áð handleika heygaffal — eg skil ekkert í þér, Ned kapteinn, að þú skulir geta notast við þennan strák minn.“ „O-jæja, strákurinn hefir verið þér til sóma, karl minn.“ „Þú segir það, já, kannske, en ekki stenst hann samjöfnuð við bróður sinn William, sem féll í orustunni, nei, nei, og sei- sei, nei, — en hver kemur þarna ríðándi, svei mér, ef það er ekki —“ Ned og Tom litu í sömu átt og Toop gamli og sá mann koma ríðandi með líkfylgdarhraða, eins og Toop gamli sagði. „Hann er aldrei hress og kátur eins og hann áður var,“ bætti hann við. „Við verðum að vekja hann,“ sagði Ned og rak upp slíkt öskur, að vart mun annað eins hafa heyrst úr siglutré í grenj- andi roki. „Hæ, Sam, gamli félagi.“ Reiðmaðurinn svaraði engu, en leit upp og lyfti hendinni til merkis um, að hann hefði heyrt kallið. „Hann er daufur í dálkinn, jarlinn, í seinni tíð,“ sagði Tom af samúð. „Það er eðlilegt, hann hefir átt við mótlæti að stríða svo mikið, að hann hefir nærri bugast látið, hinn sterki maður. Eg ætla að ganga til móts við hann.“ Hann lagði heygaffalinn til hliðar og stikaði með sérkenni- legu þilfarsgöngulagi til móts við sinn gamla vin. „Jæja, Sam,“ sagði hann, er þeir höfðu tekist í hendur. „Hvernig líður þér?“ Sam tók nokkru þéttar í hönd félaga síns en vanalega og mælti: „Hún er farinpNed — án þess að segja eitt orð — og hún hefir tekið barnið með sér — og kvennalið allt, að undan- tekinni Önnu frænku. Höllin er eyðileg, og eg er einmanalegri í þessum auðnarlega geim en eg hefi nokkrurn tíma verið. Eg hefi engan við að ræða, nema vitanlega Önnú frænku — og hún er ekki eins opinská og hreinskilin við mig og hún var — virðist jafnvel forðast mig. Og þannig er þá komið, gamli félagi, að eg er kominn aftur til Willowmead, ef þú vilt „hífa mig á dekk“ — og eg get fengið gömlu kojuna mína aftur.“ „Hvort þú getur! Vertu velkominn, — þetta verður eins og í gamla daga áður en þú þurftir að burðast með jarlstign- ina. Og Kata verður glöð, vertu viss, og kannske ekki síður Deborah frænka — og við öll. Legðu því að félagi, þú ert kominn heilu og höldnu í höfn.“ Og þannig atvikaðist það þá, að jarlinn reið inn í húsagarð- inn á Willowmead og heilsuðu þeir honum vel, Tom og Toop karlinn, faðir hans. Svo leiddust þeir, Sam og Ned, heim að húsdyrum, en allt í einu heyrðist söngur mikill og hávaði, svo að Sam brá all- mjög, enda taugarnar í megnu ólagi. „Hvað var þetta?“ spurði hann. „Glamraði í bollum og diskum, drengur minn, það var allt og sumt — og kona, sem syngur við vinnu sína — hér er nefni- lega heimili, karl minn.“ „Jæja, gamli vin, það er gott að koma — heim.“ Er inn í eldhús var komið, en það var bjart og rúmgott, fagnaði Kata, sem furðaði sig nokkuð á ákvörðun Sams, þeim hið bezta. Aldrei hafði Sam séð hana fegurri en nú, enda varð vart í svip hennar öllum gleðinnar yfir að hún bar líf undir brjósti. Hún rétti Sam báðar hendurnar og rak honum svo rembings koss. „Þú kemur alveg mátulega, því að teið er til. Legðu nú á | boðrið meðan Ned sker' nokkrar sneiðar af svínslærinu — | bafðu þær ekki of þykkar, Ned — því að Deborah er úti með I barnið, Sam, og Nancý og vinnustúlkan eru úti að snúa — | ó, Ned, náðu í nokkur kálblöð, væni minn.“ | „Jæja, jæja, skipherra,“ sagði Néd og hló, „sú kann nú ! að skipa fyrir, svo að hlýtt sé — og ekki er harðneskjan, en j ákveðin samt. Jæja, Kata, Sam ætlar að vera hjá okkur um tíma. Þú segir henni allt af létta, Sam, það er alltaf gott við hana að rabba.“ Og meðan Kata skar sneiðar og smurði sagði Sam henni Boðskapur frá framliðnum.. Framh.' Liðþjálfi í útlendingaher- sveitinni, fæddur í Rúmehíu, skrifaði rannsóknarstofunni um einkennileg atvik í sam- bandi við andlát langömrnu sinnár. Sex ættingjar voru við- staddir er hún lézt og síðustu stundina sem hún lifði virtist hún vera með óráði. í óráðinu lýsti hún helför sinni í aðal- atriðum. Hún minntist á turn, sem væri rétt hjá kirkjugarð- inum. Væri verið að gera við hann og vinnupallar reistir umhverfis hann. Þá hrópaði gamla konan: „Það er skamm- arlegt að hlægja á svona augnabliki.“ Það er eftirtektar vert, að þegar kistu hennar var rennt niður í gröfina, tveim dögum síðar, rak verkamaður, sem. stóð á vinnupalli við turninri upp skellihlátur, skyndilega. í sundurlausu óráðshjali sínu var gamla konan líka að tala um svartan hund, sem elti lík- fylgdina og gerði syrgjendum ónæði. Þetta reyndist líka rétt. Svartur hundur kom að þegar jarðarförin hófst, gerði við- stöddum ama og leiðindi og elti líkfylgdina. Þetta er einkennilegur at- burður og gott dæmi um það hvernig vitneskja getur borizt úr undirdjúpum hugans, sem sumir kalla vitundarleysi, upp fyrir þröskuld þess, sem kallað er vitund. Rannsóknamenn þessir óska eftir sem flestum frásögnum um reynslu af þessu tagi. Telja þeir að það geti gefið nýjar bendingar um það hvernig hugur rhánnsins starfar og hvað hann sé í raun og veru. Þeir vilja nota sem áreiðanlegastar: aðferðir til þess að komast að því hvort þau öfl, sem kölluð eru sálræn, beri vitni um yfir- skilvitlegan anda, sem sé ekki algerlega dauðlegur. Slíkar rannsóknir á ósjálfráðri reynslu manna eru áríðandi leið til að ráða þessa mikilsverðu gátu. Dreymt fyrir morðárás. c & Suncuqhi: _ TAR7AIM — Fíllinn Svarti Malluk réðist gegn í sama mund renndi Tarzan sér af Nú héldu þeir, að þeir ættu alls Hann vatt sér undan spjótlagi, hóf borgarhliðinu, en Kohriinenn hrukku baki og snerist gegn hinum óðu kostar við Tarzan, en hann var einn stríðsmanninn á loft óg fleygði skefldir undan. stríðsmörinum. óhræddur. . • honum frá sér. . . s

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.