Vísir - 22.03.1952, Page 7
1
Laugardaginn 22. marz 1952
V I S I R
* fcj-é *;+ fcfca &'I<6 &<T4 &;«s >..«» *.■»***>;* >:■*
Jelfrey Farnol :
60
-‘ og nú duldist ekki lengur hvernig kom-
ið var.
Cecily kraup á kné yið hlið hans eg frá Jenuings köm og
Heiður og hefucS
EBfJí'íBíiT
GO
ffj 'HiJov
stappaði í sig atálinu og gekk létti- og kæruleysislega eftir
steinlögðum stíg heim að húsi inni í garðinum, og með brosi
á vör yrti harni á frú Jennings, er kom til dyra:
,,Frú Jennings, kona góð,“ sagði hann, „mig langar til þess
að fá leyfi til nokkurra mínútna viðtals við lafði Scrope —
það er mjög áríðandi, — treystið mér, — eg mun ekki tefja
hana lengi.“
Hvernig sem á því stóð hikaði nú þessi milda, viðkvæma
kona, sem mæta vel vissi hvern mann Twiley markgreifi hafði
að geyma, því áð Cecily hafði sagt henni frá honum. Ekki gat
hana grunað hvernig komið var fyrir honum. Hann var að vísu
fölari en vanalega, en hann bar sig vel og var alúðlegur og
broshýr, og framkoma hans með nokkrum glæsibrag, og ekki
gat hún séð þess nein merki á fötum hans, að hann væri sár,
og hafði hún því enga hugmynd um, að líf hans væri að fjara
lit. Hún bað hann ekki að hverfa á brott sem skjótast, heldur
gekk hún til hans, næstum með útbreiddan faðminn, til þess
að hugreysta hann. Hvers vegna? Ósjálfrátt lagðist það kann-
ske í hana, að eitthvað meira en lítið væri að, kannske vegna
þess, að hún hafði átt son, sem hafði lent á villigötum, og
dáið ungur, kannske vegna þess, að móðureðli hennar var ríkt
og henni fyrirgefningarþráin í brjóst borin.
„Herra minn,“ sagði hún, „eg held, að þér ættuð að koma
inn — eg bið yður að koma —“
„Frú mín,“ sagði hann með veiku brosi á vör, „þér eruð vin-
semdin sjálf Og hjartagæzkan — og eg þakka yður af grunni
hjartans. En 'egiheld, að mér muni líða betur héma úti í garð-
ifium. Hann ér mjög fagur á góðviðrisdegi sem þessum. Eg hefi
alltaf unnaðiblómum — þótt mér skildist það ekki fyrr en
núna.“
Svo gekk hann hægt og kæruleysislega að vanda að bekk í
garðinum og Kneig þar niður eins og hann væri úttaugaður
af þreytu. Það var sem mók hefði sígið á hann, er Cecily gekk
hratt í áttina til hans.
„Frú Jennings segir mér, að þér hljótið að vera veikur —
ó, já, eg sé, að svo muni vera. Hvað hefir komið fyrir? Hvað
er að?“
Það vottaði fyrir brosi á vörum hans, er hann svaraði:
„Ekkert, nema að dauðinn er kominn til þess að flytja mig
í sitt ríki — slíkt og þvílíkt gerist á hverjum degi um alla
jörðina. Þess vegna — vegna þess, að hann er kominn eftir
mér, áræddi eg að koma — til þess að gera játningu mína
fyrir konu, sem á hreina, fagra sál — bæta um fyrir það,
sem mér hefir á orðið — eftir því sem eg get, þótt tíminn sé
naumur. Mín er sökin, að Ralph yðar kom fram við yður af
hrottaskap. Eg hefði fúslega eyðilagt líf hans, til þess að fá
skilyrði til að vinna ástir yða.r. Mín er sökin, að þessi svívirði-
legu, nafnlausu bréf voru skrifuð. Mín er sökin, að barni
Wrybourne’s var rænt. Sök ber eg fyrir að brugga ill ráð og
taka þátt í tveimur morðtilraunum. En eg bið fyrirgefningar
fyrir það, að eg fekk ást á yður, sanna, heiðarlega ást um
það er lauk — og þetta, sem eg hefi sagt, er það bezta, sem
eg hefi gert á ævi minni. Eg .... á .... víst skammt ....
eftir .... og eg má ekki deyja hérna, og á .... þessari sein-
ustu stundu bið eg guð að blessa yður .... og Ralph .... og
eg óska yður guðs blessunar og hamingju .... allár ykkar
ævistundir. Nú .... verð eg .... að fara.“
Áður en hún gat brugðið við honum til aðstoðár reyndi
hann að rísa á fætur, en hann fekk sára hóstakviðu og hneig
niður, hver hrygluhóstinn kom af öðrum og blóð vætlaði út
leít á þær íií skiptis, þessár mildú, góðú kónúr og hvíslaði
brosándi:
,‘í>ið:mi£kúhhS<ömu englar —? þáð liggur við, að þið hafið
vakið í hug mínum trú um, að Himnaríki sé til, þótt hlið þess
séu mér lokuð.“
„Guð blessi yður,“ sagði frú Jennings, „guð mun vissulega
opna fyrir yður sem hverjum þeim, sem knýr á.“
„Þökk, kæra frú .... en eg vildi heldur, Cecily .... þessi
seinustu augnablik .... fá að njóta þiferrar sælu, að þér vefð-
uð mig syndugan örmum, ef þér gætuð miskunnað yður yfir
mig .... Cecily?“
„Já, já, víst get eg það,“ sagði hún og tárfelldi. „Þér eruð
óf ungur til að deyja. Komið þá í faðm minn, og eg bið til
guðs, að Hann taki sál yðar í sína arma.“
„Þér -— tárfellið, Cecily,“ sagði hann svo veikt, að vart
heyrðist — „yfir mér — eg .... er .... reiðubúinn . ... “
Orðin dóu á vörum hans og augun luktust.
• „Já,“ sagði hún og var spurnarhreimur í röddinni, eh það
lék aðeins veikt bros um varir hans — og svo sá hún, að
öllu var lokið.
XXXIX. KAFLI.
Standish kemur aftur.
Sam hafði náð sér í verkfæri, skóflu, garðskæri og skurðar-
hníf, og bjóst til að taka til starfa í rósagarðinum, sem kona
hans hafði svo miklar mætur á. Yfirgarðyrkjumaðurinn hafði
séð til ferða hans og 'gekk til hans og tók í hattbarðið, en hann
svitnaði af tilhugsuninni um dirfsku sína, að reyna að fá jarl-
inn ofan af ætlun sinni. ^
„Ef þér leyfið, lávarður minn, má eg spyrja, af hverju hafið
þér komið hingað með reku?“
Jarlinn, hinn beizklyndi, einmana maður, vonsvikinn mað-
ur, brást reiður við og svaraði:
„Til hvers heldurðu að eg hafi komið með þessi verkfæri,
asninn þinn, — nema til þess að vinna með þeim.“
„Ó, já, lávarður minn, vissulega,“ sagði hinn trúverðugi
auðmjúki þjónn, „en varla hérna.“
„Hver er það, sem ræður hér?“ spurði jarlinn reiðilega.
„O, það er nú eg, lávarður minn — hérna í garðinum, því
að fyrir þetta greiðið þér mér kaup, og þér vilduð ekki vera
í mínum sporum, herra, ef allt væri eyðilagt, þegar lafði mín
kemur heim.“
Jarlinn leit allt í einu til hússins, þar sem einu sinni var
heimili, og yglisvipurinn hjaðnaði, er hann mælti:
„Þér eruð, trúi eg, George Ash, yfirgarðyrkjumaður. Hve
lengi hafið þér starfað hér?“
„Alla mína ævi, herra minn.“
„Og hvað fáið þér mikið kaup?“
Sveittur og skjálfandi á beinunum nefndi garðyrkjumaður-
inn einhverja upphæð.
„Fjarstæða, sagði jarlinn, „það er hvergi nærri nóg fyrir
jafn einarðan og ákveðinn mann og George Ash. Þér skuluð
fá tveggja gínea kauphækkun-á viku. Gangið eftir því.“
Og burt stikaði jarlinn og skildi eftir verkfærin, sem George
Ash starði á eins og í leiðslu, já næstum eins og hann hefði
aldrei slík verkfæri séð alla sína garðyrkjutíð.
Það varð því heldur lítið úr því, að jarlinn gerðist garð-
yfkjumaður sér til dægrastyttingar, og er hann nú lagði leið
sina að hölhnni miklu, þar sem gleðin hafði verið rekin á dyr,
kom hann allt í einu auga á Harry Standish, sem gekk í móti
honum, með nýja’n hatt á höfði og gljáandi reiðstígvél á
fótum.
„Standish!" sagði jarlinn undrandi.
, „Eg kem yður sjálfsagt á óvænt, lávarður minn,“ sagði
Harry og nam, staðar og hr.eigði sig.
>• m WíWL
Feigðarhögg.
taka daginn snemma, er menn.
fóru í ferðalög. Var nú nesti..
tekið í skyndi, og að því búnu.
hélt Gottskálk leiðar sinnar.
í þessari sömu ferð beið<
Gottskálk bana með voveifleg-
um hætti sama daginn, sem.
hann ætlaði að leggja af stað-
frá Reykjavík. Frá þeim at-
burði segir svo í ísaföld mið-
vikudaginn 25. nóvember 1885:
„í gær varð það fáheyrða.
slys hér í bænum, að fegðamað-
ur einn, Gottskálk bóndi Giz-
urarson frá Sogni í Ölfusi,.
hlaut bana með þeim hætti, að
hann ætlaði að súpá á brenni-
Vínsflösku hjá samfylgdar-
manni sínum, en sá fékk honum,-
karbólsýruflösku í misgripum..
Hann drakk sem svaraði einui
staupi af karbólsýrunni, komst
út úr búðinni, þar sem þeir fé-
lagar voru staddir, heim S
íbúðarhús eitt við Hlíðarhúsa-
stíg og hné þar niður örendúiv
að þvi er læknir vottaði.“
Þegar þessi hörmulegu tíð—
indi spurðust austur, þótti auð—
sætt, að högg það hið mikla,.
er reið á gluggann á Reykjum*
á '• undan komu Gottskálks,
hefði boðað feigð hans og
dauða. (ísl. sagnaþættir og:
þjóðsögur Guðna Jónssonar).
‘ *
Svipuí1 Olafar ríku
Einu sinni, er síra Friðrikr.
Eggerz var að messa á SkarðL
á Skarðsströnd og sneri sér-
frá altari til þess að blessa yfir'
söfnuðinn, sér hann, hvar stend—
ur kona, mjög tíguleg og skraut-
klædd, á móts við stúlkuna, en,-
svo var nefndur innsti bekkur
í framkirkju kvenna megin.
Presti varð starsýnt á konu
þessa og sér, að hún er ekki þar-
úr sókn eða nálægum sóknum,
ehdá var búningur hennar ó—
líkur þátíðarbúningi kvenna.
Konan var skrautbúin mjög,
í íburðarmikilli samfellu með:
logagylltmn hnöppum neðan á.
ermunum, 12 á hvorri ermi, og
voru löng lauf á hverjum,
hnappi. Belti hafði hún um sig
miðja, gert af mikilli list, með
sprotum, er náðu henni allt til
í. & BtttFeufká s
TARZAIM
1095
Tarzan mistókst ekki sverðkastið
fregar en fyrri daginn, því að það
hæfði beint í mark.
Höfuðprfesturinn féll dauður niður
áðúr en hann fengi náð í handfangið
og ópnáð cidholið.
Tarzan hrópaði nú, að hver sá, er
reyndi að snerta hahdfangið skyldi
deyja á sama hátt.
„Takið Bettýu ofan af glóðarrist—
inni, áður en p’restarnir ná að snerta
handfángið,“ hrópaði Tarzan.
,1«