Vísir - 22.03.1952, Qupperneq 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIE
Vanti yður Iækni kL 18—8, þá hringið í
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er í Rvíkur Apóteki, sími 1760.
Laugardaginn 22. marz 1952
LJÓSATÍMI
bifreiða og annarra ökutækja er kl. 19,10—
j 6,00. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 15,20.
Vinna við sniðvél í Vinnufatagerðinni.
Eldur í Sæfojjörp.
Laust eftir kl. 3 í gær kom
upp eldur í vélarrúmi Sæbjarg-
ar, þar sem hún lá hér við
bryggju.
Eldurinn kom upp, er skip-
ur, en skemmdir urðu nokkrar,
einkum á leiðslum, og mun
skipið tefjast frá gæzlustarfinu
nokkra daga.
Eldurinn kom upp, er skip?
verjar sátu að kaffidrykkju, en
maður var í vélarrúminu, qg
varð eldsins þegar var. Var
hann búimi að tæm.a öll
slök^vitæki, er slökkviliðið kom
á vettvang, og lauk við að kæfa
eldinn. Þarna verður að nota
slökkvitæki, sem í er froða,
sérstaklega ætluð til þess að
kæfa eld, þar sem allt er löðr-!
andi í olíu. Má segja, að hér
hafi vel tekist, því að illa hefði
getað farið. T. d. er þarna gler-
rör, sem sýnir magn á olíutönk-
um, og hefði það sprungið er
hætt við að eldurinn hefði
breiðst út og valdið stórskemmd
um.
Það kemur sér vitanlega illa,
að Sæbjörg tefst frá gæzlustarf-
inu, pví að næstum daglega
þurfa einhverjir bátar á aðstoð
að halda, aðallega vegna vél-
bilana. Þannig dró Sæbjörg tvo
báta til hafnar í fyrradag, ag
tveir biðu eftir aðstoð í gær.
Viffsmefetagerðisí 20 ára:
til
i
VerksBni&iaEt er búis? m|ög
lísBBstsraasm fækjj&Bm.
VinnufatagerS íslands á um upp í Ameríku á fyrri stríðsár-
þessar mundir 20 ára starfsfcril unum og hefir þaðan breiðst út
að baki, en sá starfsferill er til Norðurálfunnar.
i Trieste.
í 12 klst. verkfalli í Trieste
í gær urðu nokkrar óeirðir.
Lögreglan skarst í leikinn. Um
60 menn voru handteknir.
ítalska stjórnin hefdr mót-
mælt handtökunum, enda voru
ýmsir þeirra, sem handteknir
voru, fremstir í flokki þeirra,
sem krefjast sameiningar Tri-
este og Ítalíu.
dag opnar próf. Magnús Jónsson minningai-sýningu á mal-
verkum Kristtjáns H. Magnússonar málara í Listamannaskál-
anum. — Pdyndin hér að ofan er af má'verki, sem er í eigu dr.
Hjalmar V. Norlings í Stokkhólmi.
merkur áfangi í iðnaðarsögu ís-
lands.
Vinnufatágerðin hefir frá
öndverðu kappkostað að afla
alltaf verið sam-
við hliðstæða inn-
Vinnufatagerðin á óskipta sér hinna fullkomnustu véla og
þróun að baki. Hún hefir stækk' efnis og um leið að halda verð-
að og dafnað með hverju úriáu inu á framleiðslunni niðri, enda
sem leið og hvorki kreppur,; hefir hún
gjaldeyrisvandræði, innflutn-
ingshöft né aðrir viðskiptaleg-
ir örðugleikar hafa megnað að
draga úr þróun þess. í dag hef-
ir fyrirtækið stærra húsrími og
fleira starfsfólk en nokkuru
sinni áður.
keppnisfær
flutta vöru.
Á undanförnum 20 árum hef-
ir verksmiðjan unnið úr dúk,
sem ná myndi frá Islandi vest-
ur í miðja Ameríku og tvinn-
inn, sem notaður hefir verið
Við stofnun Vinnufatagerð- jmyndi ná til tunglsins, eða um
arinnar ríkti að vísu næsta lít- '300 þús. km.
ICinverskt 1
il bjartsýni hjá málsmetandi
Verksmiðjuhúsið hefir 2000
Lovell, landvarnaráðherra
Bandaríkjanna, sagði á fundi
uíanríkisnefndar þjóðþingsins í
gær, að herlið frá Kína liefði að
undanförnu verið flutt suður
yfir landamæri Indó-Kína.
Bandaríkjastjórn hefði feng-
ið sannanir fyrir þessu. Þessir
liðflutningar væru ekki í stór-
um stíl, en miklir hergagna-
og birgðaflutningar hefðu átt
sér stað yfÍK landamærin.
í París var tilkynnt, að
stjórnin hefði engar upplýsing-
ar fengið um neina liðflutninga
frá Kína til Indókína.
í leikdómi, sem birtist hér í
blaðinu í gær, láðist að geta
þess að þýðing á leikriti Guð-
mundar Kambans „Þessvegna
aðilum og lánsstofnunum, en fermetra gólfflöt og hefir hún
fyrirtækið hefir á undanförn-. verið búin fullkomnustu vélura
um 20 árum sýnt og sannað að 0g starfsskiiyrðum fyrir fólk-
það stóð af sér alla vantrú í 13. Þar er tal- og músíkkerfi um
hverri mynd, sem hún birtist. allt húsið, matskáli og eldhús
Verksmiðja Vinnufatagerðar- Jfyrir starfsfólkið og vistlegar
innar er sniðin eftir amerískri setustofur.
fyrirmynd, enda er fatnaðar-1 Sveinn Valfells veitir fyrir-
skiljum við“, er gerð af Karli j vinnsla í þessari mynd fundin tækinu forstöðu.
ísfeld rithöfundi. Hefur þetta
ekki verið vandalaust verk, með
því að viðtölin byggjast mjög
á dönskum orðaleikjum, en
þýðingin hefur tekist svo vel að
allt fellur í eðlilegan farveg og
hvergi virðist hnökri né blá-
þráður. Karl ísfeld er málhag-
ur maður og smekkvís, — það
hefur hann sannað svo oft áð-
ur, — og ekki bregst
náðargáfan að þessu sinni. Þeir,
sem dá Kamban sem skáld og
ritverkum hans unna, mun
þykja mikill fengur að
þýðingu leikritsins.
K. G.
Maður hvarf, og hans var
leitað í hákarlamögum.
f.st leitin virðist ekki ætla að bara árangtis'.
Fyrr á árum voru hákarla-
veiöar rnikxð stundaðar hér við
land, en nú eru þær að heita
má úr sögunni.
Mun svo vera, að hákarla-
veiðar sé nú hvergi stundaðar
nema við írland, þar sem menn
sækjast mjög eftir lifrinni, og
af skiljanlegum ástæðum. Er
því ekki undarlegt, .þótt marg-
ir hafi rekið upp stór augu,
þ. gar fulltrúi fyrir sænskt
einkalögreglufyrirtæki köm
skyndilega til Panama í Mið-
Ameríku, og réð fjölda manna
til að fara á hákarlaveiðar.
Þeir áttu ekki að gera annað
við hákarla þá, sem þeir veiddu,
en að gægjast í magann á þeim,
aðgæta, hvort þar fyndist nokk-
pr ummerki þess, að viðkom-
andi hákarl hefði etið mann
eða mannshluta fyrjr
skemmstu.
Þannig var nefnilega mál
með vexti, að sænskur skipa-
eigandi, Gösta Videgaard að
nafni, var fyrir nokkru í Pan-
ama í viðskiptaerindum og
hvarf þar. Fundust föt hans 1
fjörunni fj'rir utan borgina, en
maðurinn hef-ir ekki sézt síðan.
Var talin hætta á, að hákarlar
hefðu etið hann, er hann lagð-
ist til sunds sér til hressingar.
Leynilögreglumaður fjölskyldu
Videgaards átti að ganga úr
skugga um afdrif hans, og' því
efndi hann til hákarlaveiðanna.
Síðan þegar til fréttist, höfðu
fiskimenn í þjónustu leynilög-
reglumanns veitt þrettán há-
karla af því tagi, sem ráðast
umsvifalaust á menn og eta, en
ekkert fannst í maga þeirra,
sem benti til þess, að þeir hefðu
prðið hinum sænska manni að
bana. . _• , :i, . j
í gærmorgun um sjöleytið
var brotizt inn í fiskbúð á Víði-
mel 35.
Brotin var rúða og síðan far-
ið inn um gluggann. Inni var
brotinn upp peningakassi, sem
í voru 40—50 krónur. Var það
hirt; annað ekki.
Silfurmilljónir
Alaska í Stjörnu-
*
a
Silfurmilljónir Alaska heitir
kvikmynd, sem Skúli Pálsson
forstjóri lætur sýna í Stjörnu-
bíó kl. 1,30 á morgun.
Skúli hefir sjálfur fjallað um
fiskrækt hér í allstórum stil,
eins og sagt hefir verið frá í
blöðum og útvarpi, og klakstöð
hans í Grafarholti þykir liin
merkilegasta. Myndin, sem sýnd
verSur á morgun, fjallar um
skylt efni: Laxveiðar og fiski-
rækt í Alaska, en aulc þess
verða sýndar smærri myndir.
Forsætisráðherra Ceylons
deyr af slysförum.
MÞtsti stí hestÍMthi
í morgun lézt í Kolombo á
Ceylon forsætisráðherra lands-
ins, Sir D. S. Senanayaka, af
völdum meiðsla.
Hafði hann riðið út sér til
’skemmtunar í gær, en dottið af
hestbaki og var fluttur rænu-
laus í sjúkrahús. Kom hann ekki
til meðvitundar, áður en hann
andaðist í morgun.
Forsætisráðherrann naut mik
illar virðingar í brezka sam-
veldinu, svo sem bezt kemur
fram af því, að Churchill gerði
þegar ráðstafanir til að senda
frægan lækni og hjúkrunarlið
með sérstakri flugvél austur til
Ceylon, ef það mætti verða
Senanayaka til til bjargar. Síð-
ar bárust fregnir um að honum
hnignaði svo ört, að ferðin yrði
sennilega til einskis og var þá
hætt við hana, en hún ákveðin
B
á ný, er enn bárUst freg'nir um,
að Senanayaka virtist eitthvað
að hressast. Var flugvél búin til
brottfarar og áttu tvær áhafnir
að fara með henni, til þess að
tafir yrðu sem minnstar, en 10
mínútum áður en hún átti að
leggja af stað, barst andláts-
fregnin til Lundúna.
Senanayaka kom fyrst við
sögu í miklum óeirðum, sem
urðu á Ceylon 1915 og var þá
varpað í fangelsi. Hann var
landbúnaðarráðherra 1930—47
og kom þá í framkvæmd mikl-
um endurbótum á landbúnaði
eyjarskeggja, en forsætisráð-
herra hafði hann verið frá 1947.
--------------*-------
Brezka stjórnin hefir ákveð-
ið að lána Ástralíustjórn flug-
stöðvarskipið Vengeance, sem
er af miðstærð.