Vísir - 28.03.1952, Side 7

Vísir - 28.03.1952, Side 7
V í S I R Föstudaginn 28. marz 1952 Hvað sem gerist nú og hvernig sem líðan þín er nú, muntu einhvern tíma verða mér þakklát. Guðmóðir þín, Anastasia. P.S. E£ þér finnst þetta bréf ruglingslegt, er það því að kenna hvernig allt er og hugurinn í uppnámi — og svo er það skrifað 1 mesta flýti. „Já, ætli þetta hafi ekki tilætluð áhrif,“ sagði hertogaynjan og kinkaði kolli, ánægð með sjálfa sig og gerðir sínar. „Hún hraðar sér heim — eins og hestarnir geta farið — og ef hún fær samvizkubit ætti það að hjálpa til að kæfa hrokann í sál hennar — og ekki mun af veita. Og svo flýgur hún í þessa sterku arma — og kossarnir, Harry, — — dáist þér ekki að tnér, Harry?“ „Það geri eg,“ sagði hann ákafur, „það veit sá sem allt veit, að eg dáist að yður.“ „Það geri eg líka,“ sagði hertogaynjan. XLIÍ. KAPITULl. Sam og Ralph sættast. Cecily segir tíðindi. Meðan hertogaynjan tuggði fjaðrapennann stikaði Sam í áttina til málverkasalarins, þar sem héngu málverk aí hin- um alræmdu fórfeðrum hans. Á leiðinni mætti hann Perkins, sem stundi því upp skjáífandi á beinunum, hvort ekki væri hyggilegra af honum að ganga vopnaður til móts við Ralph, og rétti honum byssu, en karlinn hafði í einfeldni sinni gripið til kindabyssu. Sam svaraði engu, hló hjartanl,ega og klapp- aði á púðruðu hárkolluna, og gekk inn í salinn, þar sem Ralph stóð og virti fyrir sér málverk af illilegum, brynjuðum her- manni, og var á myndina letrað: Japhet Scrope, lávarður, fiotaforingi. „Enginn getur efast um,“ sagði Ralph, er hann sneri sér við, „sem sér þessa mynd, að þú ert af Scrope-ættinni, — Sam.“ • „Hárrétt,“ sagði Sam og var eins þungur á brúnina og flotaforinginn, „en hafirðu komið til þess að berjast verður það að bíða, því að það er orðið meira en nóg um blóðsúthellingar.“ „Við hvern þremilinn áttu — Sam?“ „í fyrsta lagi var ráðizt á mig við' ittýlhu.tjömiria — þú hefir kannske frétt það?“ „Hvernig ætti eg að hafa frétt það?“ „Og nú nýlega var gerð tilraun til þess að myrða Sir Róbert Chlamers — þú hefir kannske ekki heldur frétt neitt um þetta?“ • „Nei, nei, þetta er furðulegt. — reynt að drepa Sir Róbert?“ „Var hann kannske vinur þinn?“ „Ó, nei. Eg hefi aldrei hitt hann.“ „En þú varst kunnugur vinum hans, einkanlega Twiley markgreifa.“ „Já, já, eg veit það, en eg fekk nóg af þeim kynnum — og hefi algerlega snúið við honum bakinu.“ „Og af hverju, ef mér leyfist að spyrja?“ „Af sömu ástæðu og eg nú kalla þig Sam, ef þú hefir þá tekið eftir því.“ • „Eg gerði það — og var hissa á því.“ „Vegna þess, — Sam — að eg kom ekki hingað í vígahug, heldur til þess að biðja þig fyrrigefningar, játa, að eg sé erki- asni og bölvaður óþokki í ofanálag. Eg held, að einhver bölvun hafi hvílt á mér.“ „Ó, já, sú bölvun, serp hvílir á Scrope-ættinni —“ „Já, sagá hennar er bæði löng og ljót —'kannské er ökkur meinað að vera öðruvísi en forfeðurnir — é8a éitthvaS ‘í Íík- iogu við þá?“ „Fjarri því, Ralph, því að — það hafa verið heiðarlegar undantekningar. “ „Ein eða tvær kannske.“ „En eg er að vona, að við verðum taldir í flokki þeirra — og að við getum hrist af okkur þessa bölvun ættarinnar. Hvað ségirðu um það, —- Ralph?“ „Kannske, Sam. Eg er að minnsta kosti staðráðinn í að reyna að hafa skjöld minn hreinan — Cecily vegna.“ „Veit hún, að þú hefir farið á minn fund?“ „Vitanlega, Sam. Þegar hún hafði sagt mér allt af létta urn þessi stefnumót ykkar og eg sannfærðist um, að hún sagði satt og rétt frá öllu, var ekki um neitt annað að ræða, en eg verð að játa, að eg sagði við hana, að eg mætti búast við að þú mundir ráðast á mig og hafa mig undir og ganga milli bols og höfuðs á mér, áður en eg fengi sagt eitt orð, því að þú værir hörkutól mesta. „Já, það er hann —“ sagði hún —“ „Sagði hún það?“ „Hún gerði það, — Japhet, eg meina Sam, en hún bætti við, „en undir niðri er hann blíðlyndasti og bezti maður, sem eg hefi fyrir hitt á lífsleiðinni, svo að þú skalt hætta að kalla hann „helvítið hann Japhet“ og byrja að kalla hann Sam, ein sog eg hefi alla tíð gert“ — og nú skilst þér kannske hvers vegna eg kalla þig Sam í annari hverri setningu." „Og Ralph, nú get eg þá spurt þig hvort axlarsárið sé gróið." „Svo má það heita.“ „Eg þakka þér af hjartans grunni fyrir að bjarga syni rnínum.“ „Það var leikur einn,“ sagði Ralph, drjúgur eins og strákur, sem þykir lofið gott, „en eg hefði þó ekki getað það, ef eg hefði ekki notið aðstoðar góðs vinar, flakkara, sem er menntamað- ur og hnefaleikakappi, — já,- hann barðist við Jessamy Todd, — eg er stoltur af að eiga slíkan vin.“ „HvaS heitir hann?“ „Tawno Loyel.: Fólk. af hans ætt ber þéf vel söguna — en flestum öðrum herramönnum illa, en skógarverðir þínir hafa þó ekki getað látið þá í friði upp á síðkastið. Og nú bið eg þig um að Lovelarnir verði ekki fyrir neinni áreitni.“ „Eg skal sjá um það, Ralph.“ „Þ&kka þér fyrir, þá hefi eg víst sagt það, sem eg ætlaði að segja, nema — hér er hönd mín, ef þú —“ „Vissulega vil eg taka í hönd þína, Ralph, en fyrst ber mér að afsaka öll mín ónot og illyrði í þinn garð á liðnum tíma. Og um Cecily þína, sem elskar þig qg þig einan, vil eg segja, að með fégurð sinni og hjartagæzku sigraði hún mig líka fyrir löngu, en þó á þann hátt, að öllum hefði átt að vera til góðs — og er nú orðið það. Og nú, Ralph —“ En nú, eins og ekki hefði þurft nema að nefna nafn hennar, birtist Cecily allt í einu, í reiðfötum og með fjaðrahatt á höfði, og var auðséð á því hve rykug hún var, að hún hafði riðið til Wrybourne Feveril í skyndi. „Hvað er þetta, ert þú komin?“ sagði Ralph og breiddi út faðm sinn móti henni. „Þú hefir grátið?“ „Ó, já, elsku Ralph, því að — ó, Sám — eg kom til þess að segja ykkur, að það var skotið á Twiley markgreifa — og hann er látinn, — hann dó í örmum mér og játaði allt á sig, að hann hefði skrifað nafnlausu bréfin — barnsránið — og með- sekt í morði, en eg veit, að hann iðraðist gerða sinna á dauða- stundinni, og þess vegna gat eg beðið til guðs á þeirri stund, er hann gaf upp öndina, að miskunsamur faðir vor allra tæki hann í sitt riki — og nú, ó, eg bið fyrir ykkur báðum, vinir mínir, að ykkur megi lærast að elska hvor annan — að vera bræður en ekki fjandmenn — og takist nú í hendur.“' Og með styrkum höndum greip hún um hendur þeirra beggja og lét þá takast í hendur og innsigla þannig sín í milli varan- legt traust og vináttu. ivwwwvvuyyvwvwvvvvvAF Pulrænai' frásagnir Konan í skipinu. Kemur mér strax í hug, að hér sé eitthvað óvenjulegt að birt- ast mér. En þar sem eg hafði heyrt talað um áður, að sæi maður eitthvað slíkt, mætti hann ekki líta af því, þá gaf eg mér ekki tíma til að heilsa, svo að eg gæti gengið úr skugga um, hvort þetta væri missýn- ing, og hafði eg ekki af hennr augun. Sá eg nú konu þessa mjögr vel. Hún var á að gizka rúm- lega tvítug, með móleit augu, mjög fögur, fagurt nef, og dökkjarpt liðað hár. Var hið: fegursta samræmi í andliti hennar, og var hún með fríð— ustu konum, er eg hefi séð; Þegar eg hafði virt hana veí fyrir mér og ekki litið af henni. í að minnsta kosti tíu mínútur, þá yrði eg á mennina í lúkarn- um og lít snöggvast af stúlk- unni, sem við það hvarf og sást- ekki síðan. Segja þá mennirnir við mig: „Á hvað varstu að horfa?“ — Eg lýsti sýninni fyrir þeim og spyr þá um leið, hvort þessi stúlka hafi sézt hér fyrr. Kváðu þeir svo vera. Sögðu þeir það vera munnmæli, er gengið hefði milli manna, að þá er skipið var byggt og því hleypt af stokkunum, hefði það fallið- á hliðina og dóttir eigandans orðið undir því og látizt. Varð svo þetta skip ekki gam- alt hér við land, en talið var, að innviðir úr því hefðu verið notaðir í annað skip minna, sem byggt var hér, og var það-' í almæli, að eftir það hefði þessi fagra stúlka sézt á því skipi. Eg hefi nú stöðugt stund--. að sjó á þilskipum í 51 ár, og er þetta eina enkennilega at- vikið, sem fyrir mig hefir kom- ið á þessum tíma. — Þess skalt getið, að það var aðeins í þetta eina skipti, sem eg kom um borð í skip þetta. (Frásögn Guðmundar Guðnasonar skip- stjóra. — Rauðskinna). BEZT AÐ AUGLYSAI VlSI 1100 M’Lunga haf ði þó ekki reiknað með kröftum og snarleik Tarzans', sem tók eldsnöggt í aðra hönd honum, svciiiaor nonum ynr oxi ser. i\u var það M’Lunga, sem lá marflatur á setingólfinu. I Þegar M’Lunga reis skjögrandi á fætur, greip Tarzan hann heljartaki, og herti áð. Tókst Tarzan að ná traustu taki undir hendur M’Lunga og aftur.fyr- ir hnakkann á honum. £ SúftCUfkS: w*

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.