Vísir - 29.04.1952, Side 5

Vísir - 29.04.1952, Side 5
Þriðjudaginn 29. apríl 1952 y I s i r 5 Yfir handritin á að byggja fyr> ir frjáls framlög þjóðarinnar. Þá er sómi vor gerður mestur. TiSísBsgci fovmanns Stúdentnféímfgs if.vékur* Æ9úls Áseg. 'Frsýf/fýmsonar. Á sunnudagskvöld flutti formaður Stúdentafélag Reykja- víkur — Páll Ásgeir Tryggvason fulltrúi — ávarp á kvöld- vöku félagsins, og bar fram þá hugmynd, að þjóðin öll stæði að samskotum til þess að reisa veglega byggingu yfir handritin, sem eru í erlendra þjóða höndum, en væntanlega verða endur- heimt áður en varir. •<* Vísir hefir fengið ræðu Páls Ásg. Tryggvasonar til birting- ar, og fer hér á eftir kafli sá, sem fjallaði um þetta mál: ,,.... Á þessu sumri má og gera ráð fyrir að til úrslita dragi í því eina deilumáli, sem vér eigum enn ósamið um við hina fyrri sambandsþjóð Dani — handritamálið. Hin réttarfars- legu sjónarmið vor íslendinga í því máli verða hér ekki rakin. Þau hafa áður verið reifuð svo sem bezt má verða, enda er gott til þess að vita, að þótt margt sé íslendingum betur gefið en samhyggja og eindrægni, þá hafa þeir um fátt staðið jafn fast saman að undanförnu sem þessi tvö mál, handritamálið og landhelgismálið, og svo mun enn verða. Því það er satt: íslendingar geta staðið saman þegar þjóð- arnauðsyn og þjóðarmetnaður býður, og hafa oftsinnis gert það. Um kröfur íslendinga til fulls sjálfsforræðis stóðu þeir allir saman sem einn maður á úrslitastund. Um aðrar rétt- mætar kröfur á hendur öðrum hefir gegnt líku máli. Yfirleitt hafa kröfur verið mjög hafð- ar uppi á undanförnum árum, og verðum vér varla um það sakaðir að hafa látið hlut vorn í slíkum efnum liggja í láginni. En nú vildi ég í öllu sak- leysi mega varpa fram eini spurningu: Gæti það ekki hugs ast, að oss hafi, þrátt fyrir alla þessa kröfupólitík — gleymst ein krafan og ekki sú veiga- minnsta: Krafan á hendur oss sjálfum. Þegar þess var krafizt af rík- isstjórninni, að hún leggði'hin- um íslenzku handritum til veg- legan samastað, þegar til þess kæmi, að þau yrðu flutt heim, þá gat hún að sjálfsögðu engu svarað til öðru en því, að hún teldi sér skylt að búa sem bezt og örugglegast að þeim. Enginn virtist hafa neitt við þetta að athuga eða gera sér það ljóst, að allt fé, sem dregið er úr hendi hins opinbera og varið er til óvæntra aðgerða, kemur að sjálfsögðu niður á öðrum frani- lögum, sem ríkissjóður þarf að geta innt af hendi til annarra nauðsynjamála, sem einnig er hástöfum krafizt. Engum virt- ist koma annað til hugar en að það væri nóg að krefjast alls af öðrum: handritanna af Dönum og hússins af ríkissjóði. Engin rödd heyrðist hreyfa því, að þá væri málstað vorum bezt borg- ið og sómi vor gerður mestur, ef byggt yrði yfir þessi endur- heimtu menningarverðmæti fyrir frjáls og óþvinguð fram- lög þjóðarinnar. En svo um daginn gerðist sá óvænti atburður, að íslending- ur, sem ekki hefir látið nafns síns getið, sendi Þjóðminjaverði 100 kr. í peningum og kvað upphæð þessa framlag sitt til jhandritasafnsbyggingar. Þjóð- minjavörður tók við fénu og birti þakkir til gefandans í blöð unum. En síðan hefir ekkert gerzt í málinu, og enginn, kunn- ur maður eða ókunnur, sent Árnasafni gjöf. Og þó verður Árnasafn á íslandi jafnan minn- isvarði his ókunna íslendings, íslendings þáttur hins sögu- fróða, minnismerkið um hinn ónafngreinda höfund íslenzkra snilldarverka. Nú er oss spurn? Er þjóð- inni ofvaxið að koma upp þessu húsi með frjálsum framlögum? Hús yfir væntanlegt Árnasafn þarf ekki að vera öllu stærra en venjulegt íbúðarhús. Mundi ekki bygging þess tryggð ef hver íslendingur legði fram sem svarar tíu krónum? Því sam- skot sem þessi þurfa að taka til allrar þjóðarinnar. Það er hinn almenni og eindregni þjóðar- vilji, sem öllu öðru framar á að sanna heiminum hinn siðferði- lega rétt vorn til hinna fornu og einstæðu menningarverð- mæta, og þess vegna varðar það mestu, að þjóðin öll, helzt hver einasti einstaklingur henn ar, votti hug sinn til þess máls með því að leggja sinn skerf, stóran eða smáan, til þeirrar byggingar sem á að verða tal- andi tákn um menningarlegan samhug og menningarvirðingu þjóðarinnar. En hvers vegna er þetta þá ekki gert? Mundi svarið ekki vera það, að íslendingar séu einatt seinir til viðbragðs og þurfi oft að láta ítreka- við sig sjálfsagða hluti, áður en þeir hefjast handa? Um vilja þjúð- arinnar til að leggja riokkuð á sig í þessu máli barf enginn maður að efast. Stúdentafélagið he.fi r áðitr látið sig handritamálið skipta. Nú vill það einnig leggja þess*- um þætti málsins lið og skorar á alla þjóðina að gera slíkt hið sama. Og hér ætti að vera hægt um viðbúnað. Hinn ókunni gef- andi, sem lagði til fyrsta skerf- inn, valdi þjóðminjavörð til þess að taka við framlaginu og hafa á hendi vörzlu þess, og á sama hátt mun öðrum gefenu- um óhætt að trúa þeim ágæta manni fyrir framlögum sínum. Á sumardaginn fyrsta ákvað stjórn Stúdentafélagsins að verja 1000 kr. úr félagssjóði í þessu skyni og hefir þessi upp- hæð verið send Þjóðminjaverði í dag. Er það trúa vor að eigi muni á löngu líða áður en nægi- legt fé hefir safnast í bygging- arsjóðinn. Hef jumst þvi handa, góðir ís- léndirigar. í þessu máli erurn vér allir samhuga. Sýnum það í verki. Látum samskotin ganga fljótt og greiðlega, án allra nefnda og áróðurs. Leggjumst allir á eitt. Byggjum hús yfir Árnasafn, hús íslenzkrar sögu, sem standi tilbúið að taka á móti hinum fornu þjóðardýr- gripum. Verum þess viss, að þá höfum vér um leið gefið sjálf- um oss og komandi kynslóðum verðmæta og eftirminnilega sumargjöf.“ Eins og Páll tekur fram, hafði ónefndur maður sent Þjóð minjaverði 100 kr., sem ganga eiga til handritabyggingar, en eftir að Páll flutti erindi siít, hafa þjóðminjaverði þegar bor- izt fleiri framlög frá ónafn-. greindum mönnum. Vilji fleiri taka þátt í samskotunum, mega þeir snúa sér til Þjóminjavarð- ar fyrst um sinn. Hér þarf ekki að hafa mörg orð um, því að þetta er málefni, sem hver íslendingur vill koma í höfn sem fyrst og bczt. Stefn- an hefir verið mörkuð, og leggi hver fram svo marga skildinga, | sem hann hefir efni og vilja til, er víst, að hér rís fljótlega glæsileg bygging yfir þjóðar- dýrgripi okkar. Og það á að vera metnaður okkar, að allir leggist á eitt, því að þá verður verkefnið auðleyst. Sjö fastar ágizkanir mí. íslenskir, enskur, norskir og sænskir leikir. Hér fara á eftir ágizkanir um úrslit í þessari viku. K.R. — Fram. — 2 í byrjun keppnistímabils er ávalt erfitt að benda á þá þætti, sem að gagni mega koma við ágizkunina. Benda má þó á úr- slit leikja þessara félaga frá í fyrra: Vormót 0—1, íslandsmót 1—2, Rvíkurmót 1—0 og Haust- mót 1—0. Liðin voru því mjög jöfn í fyrra í innbyrðis leikjum sínum. Einnig - má nefna að K.R. mun líklega vanta þá Berg Bergsson, Stein Steinsson og Ólaf Hannesson í þessum leik. Getur það orðið þungt á met- unum þegar segja á um úrslitin. Ráðlegt er að gizka á sigur Fram þ.e. 2. Valur — Víkingur — 1. Valur var betra félag í fyrra. Innbyrðis leikir félaganna fóru þá svo: Vormót 1—3, ís- landsmót 1—0, R.víkurmot 3—3, Haustmót 2—0. Æfinga- leikur fór fram milli þessara félaga í s.l. viku og sigraði Valur með yfirburðum. Ráðleg- ast virðist að gizka á sigur Vals þ.e. 1. Arsenal — Newcastle — 2. Urslitaleikur ensku bikar- keppninnar. Leikurinn er mjög tvísýnn. f síðustu leikjum sín- um í deildarkeppninni á laug- ardagirin, tapaði Arsenal fyrir Manch. Utd. 6—-1 (úti), en Newcastle vann Aston Villa 6—1 (heima). í síðustu leikjum deildarkeppninnar hafa margir aðalleikmenn Arsenal meiðst svo að þeir geta ekki verið með í þessum leik, en hafa verður þó í huga að Arsenal hefur á að skipa mjög sterku varaliði. Hinsvegar er ekki vitað' um nein stórmeiðsli á liðsmönnum Newcastle. Sigur Newcastle er líklegri en hafa verður 1 sem stóran möguleika þ.e. 2 (1). Þá eru leikir milli norsku liða (Hovedserien A- og B- deild). Árstad — Odd — 2. Odd er í efsta sæti í B-deild. Liðið vann 5 síðustu leiki sína á hausttímabilinu. Þá vann Odd (heima) 4—1. Ráðlegast er að gizka á sigur Odd þ.e. 2. Válerengen — Asker 2. Á hausttímabilinu stóð Asker sig betur en Válerengen. Asker hlaut 8 stig úr 6 leikjum en Válerengen 5 stig, einnig úr 6 leikjum. A. sigraði V. tvisar í fyrrahaust (í Hovedserien (1—0) og í Noregsmeistara- keppninni (1—0). Ráðlegast er að gizka á sigur Asker en hafa jafntefli sem moguleika 2 X- Víking — Brann. — 1. Á hausttímabilnu hafði Vík- ing hlotið 8 stig úr 7 leikjum en Brann 9 st. úr jafnmörgum. Liðin eru mjög jöfn. í haust sigraði Brann (heima) 3—2. Ráðlegast er að gizka á sigur heimaliðsins þ.e. 1. Örn — Skeid. — X- Bæði þessi lið eru neðarlega í B-deild. Örn er þó verr sett. Skeid vann í haust heima 4—2. Jafntefli er líklegustu úrslit, en hafa verður 2 sem möguleika X (2). þ. e. Lyn — Kvik. — 2. Á hausttímabilinu stóð Kvifc. sig mun betur en Lyn. Kvifc kom upp í B-deild í íyrravor. Leikur þessara liða í haust (Kvik heima) éndaði með jafn- tefli (1—1). Ráðlegt er að- gizka á sigur Kvik, en hafa þóc 1 sem möguleika þ. e. 2 (1). Strömmen — Sparta. — 1. Þetta eru tvö af beztu liðun- um í B-deild. í haust sigraði Sparta heima 3—2. Leikurinn. er mjög tvísýnn, en ráðlegast er- að gizka á sigur Strömmerv þ. e. 1. Leikir milli sænska liða (Alsvenskan). Degerfors — Djurgárden. — 2. Eftir hausttímabilið stóð- Djurgárden nokkru betur í keppninni, var í 4. sæti en Deg- erfors í 9. Leikur liðanna i haust fór svo að Djurgarden sigraði heima 2—1. Bezt mun. að gizka á sigur Djurgárden, ea hafa jafntefli sem möguleikat. þ. e. 2 (X). Elfsborg — Örebro. — 1. Eftir hausttímabilið hafði Örebro hlotið 11 stig og var í 8. sæti, en Elfsborg 6 stig og var £ 10 sæti. Fallhættan vofir yfir E. (en tvö neðstu liðin (af 12): falla á hverju vori). Liðið verð- ur að yinna þennan leik til aðt forðast fall. Líklegasta ágizk— unin er sigur heimaliðsins þ.e. 1. GAIS — Halsingborg. — X- í haust sigraði Hálsingborg: heima 2—1. Staða liðanna £ keppninni er svipuð. Leikurinn. er tvísýnn en jafntefli er lík- legasta ágizkunin þ.e. X- KVðEÆÞþahkar. SIÐASTLIÐNA DAGA hefir athygli Reykvíkinga beinzt frá vígstöðvunum í Kóreu að víg- stöðvunum í Reykjayík. Að vísu hafa nýtízku vopn lítt verið reynd á Reýkjavíkurvígstöðv- unum, sýklahernaður ekki verið nefndur, og engar umræður verið hafnar um fangaskipti. Á Reykjavíkurvígstöðvunum hef- ir verið um borgarastyrjöld að ræða og eru þar ungir og „efni- legir“ borgarar, sem hafa farið með ófriði hverir á hendur öðrum. Borgarastyrjaldir eru sem kunnugt er meðal skæð- ustu styrjalda, sem mannkyns- sagan kann að greina frá, og því sízt að undra, þótt uggur sé í friðsömum borgurum, sem vafalaust hafa slitið barna- skóm sínum upp til agna á- greiningslítið við nágrannana. ♦ Ekki er vitað með vissu hvaða ráðstafanir kunnj að verða gerðar, til þess að draga úr borgarastyrjöldinni. Þó hefir því verið fleygt, að lögreglan ætlaði að grípa til sérstakra ráðstafana, ef friður kemst ekki á. Hinsvegar er ekkert látið uppi um fyrirætl- anir hinna einkennisklæddu manna. Sýnilegt er, að víga- mennirnir eru miklir fyrir sér og sterkir, og munu, þegar tím- ar líða, verða forustumenn f í málefnum bæjarins, hvort sem þeir nota þá barefli eða brjóst- vit, til þess að hrinda áhuga- málum sínum í framkvæmd. ♦ Ekki er nema gott eitfc um það að segja, að Vest- ur- og Austurbæingar keppi um. ýmsa hluti. Hitt er jafneðlilegt, að þeir sem vilja hinum ungu efnismönnum vel, vilji ekki leyfa þeim að berja menn. grjóti. Hefir það þótt Ijótur sið- ur allt frá dögum þeirra Bjarka og Hjalta. ♦ Þess er þó skylt að minn- ast, að það hefir löngum. þótt sæmandi fræknum mönn- um að takast á við steina og sýna með því mátt sitt og meg- in. Með tilliti til þess gamla siðar færi vel á því, ef Vestur- og Austurbæingum yrði úthlut- að jafnstórum svæðum í Öskju- hlíð til ruðnings og skyldu hvorugir linna ruðningi sinum, fyrr en lokið væri eða hafa. hvers manns ámæli ella. ♦ Vafalaust myndu þessir dugmiklu bardagamema. ganga berserksgang við grjót- ruðninginn, en hæfilegt væri. að bærinn héldi þeim hópi, senx. fyrr lyki hlutverki sínu, veizlu að verkinu loknu, en þeir- myndu vafalaust sem fræknir sigurvegarar bjóða þeim, er- lytu í lægra haldi.að vera í kosti með sér við slíkt tækifæri. For- ustumenn vígamanna ræða.. væntanlega við bæjaryfirvöld- in um þetta mál og fá leyíi tit keppninnar. ■

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.