Vísir - 02.05.1952, Page 4

Vísir - 02.05.1952, Page 4
4 V 1 S I R Föstudaginn 2. maí 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. „Allar viidu mey jarnar eiga hann." Eins er með flotvörpuna nýju og Ingólf Vatnsdæling, sem allar meyjar vildu eiga, að fjöldi manns er kominn fram á sjónarsviðið, sem telja sig hafa átt hugmynd og frumdrætti að hlerabúnaði og víratengslum vörpunnar og öllu því, sem henni fylgir og fylgja ber. Vafalaust hafa sjómenn og útvegs- menn fylgst af áhuga með starfi þeirra hugvitsmanna, sem að . lokum fundu lausnina, og vafalaust hefur hún vafist fyrir möi'gum, sem sjósókn hafa stundað, þótt þeir reyndust slippi- fengnari en hinir. Jafnframt því, sem mjög er sózt eftir viður- kenningu eða umbun fyrir slíkar hugmyndir, hafa svo komið fram raddir um að flotvarpan gæti gengið um of nærri fiski- stofninum, þannig að hann gengi til þurrðar og hafa verið uppí raddir um það í blöðum. Vafalaust láta fiskifræðingarnir skoðanir sínar í Ijós varð- andi rányrkju vörpunnar, en leikmenn munu almennt telja að varpan hljóti að reynast að þessu leyti hættulaus, einkum ef hugvitsmönnum tekst að láta möskvana opnast betur, en tíðkast hefur við drátt botnvarpa. Samkvæmt skýrslum, sem birtust í Bretlandi á styrjaldarárunum, og vafalaust einnig samk'væmt reynzlu okkar sjálfra, virðist svo að þorskstofninn hér við land hafi þolað fyllilega alla þá rányrkju, sem hér fór fram á miðunum, en hinsvegar hafi aðrir fiskstofnar, svo sem flatfiskur og ýsa gengið mjög til þurrðar. Að því er flatfiskinn varðar má vafalaust skýra þurrð hans með því, að sífelldur ágangur togara á tiltölulega litlu veiðisvæði, hefur eyðilagt nauðsynlegan botngróður og jafnvel önnur lífsskilyrði fisksins, auk þess sem vörpurnar hafa sópað öllum botnfiski á braut á þessu svæði. Þegar tekið er hinsvegar tillit til að veiðisvæði togaranna er mjög takmarkað, en útsærinn víðari en allt landrýmið, sýnist auðsætt að veiðisvæðin svara ekki til túnanna í voru landi, séu þau miðuð við óræktina í heild. Fiskirannsóknir sanna að fiskistofnarnir dafna og lifa við ákveðin skilyrði í sjó, sem víðar er að finna en á sjálfum fiskimiðunum, og ætti stofninum því engin hætta að vera búin, þótt hin nýju veiðitæki reynist fisknari en hin, sem notuð hafa verið til þessa. Jafnframt ber þess að gæta, að frá og með miðjum mánuði verður landhelgin víkkuð á íslenzkum miðum, en það þýðir að fiskurinn fær rýmra friðland en hann hefur haft og ungviðið verður verndað frá tortímingu, verði landhelginnar gætt sem skyldi. Með varð- skipum og flugvélakosti má halda tryggilega uppi varðgæzlunni, enda er þess að vænta að engin linkind verði sýnd í því efni. Allar breytingar, sem byltingu geta valdið, njóta ekki al- ménns skilnings í fyrstu, en valda tíðast deilum. Öll nýmæli eru illa séð af sumum mönnum og jafnvel þeim, sem komist hafa til valda eða áhrifa. Við þessu er ekkert að segja, en fram- kvæmdin ein sker úr um reynzluna. Hæpið er að byggja af- komuvonir á hrakspám eða gyllingum, en hinn gullni meðal- vegur og raunsæi hentar athöfnunum bezt. Framboð Hannibals. A lþýðuflokkurinn mun nú hafa ákveðið að Hannibal Valdi- mai'sson skuli verða í kjöri á ísafirði, en líklegt er að af hálfu Sjálfstæðisflokksins verði Kjartan læknir Jóhannsson frambjóðandi. Svo sem menn rekur minni til hlaut Kjartan fleiri persónuleg atkvæði, en Finnur heitinn Jónsson við síðustu Aþingiskosningar, en Finnur flaut á þing á landslistaatkvæðum og sýndi það veilur í gildandi. kosningalöggjöf. Sá er munur á Finni og Hannibal, að Finnur var ótrauður baráttumaður gegn kommúnistum, bæði í héraði og utan þess, en Hannibal gerir gælur við þá er færi gefst, enda skylt skeggið hökunni. Mun hann gera sér vonir um að hljóta æðimörg atkvæði frá þeirri manntegund, en vel mætti hann minnast reynzlu herforingjans nafna síns, er liðskostur hans brást og það leiddi til falls. Alþýðuflokkurinn býr nú í sambýli við kommúnista í bæj- arstjórn ísafjarðar, og keppa þeir sameiginlega áð því að koma liöfðinu undir ísafjarðarkaupstað. Fara þeir með öll völd í kaup- staðnum sameiginlega, og ekki er þar ráðið ráð, nema því aðeins að fulltrúi kommúnista í bæjarstjórn leggi yfir það blessun sína. Þrátt fyrir það telur flokksstjórn kommúnista hér syðra ekki heppilegt að stuðla að sigri Hannibals, en hinsvegar mjög æskilegt að hann verði sér til minnkunnar í stjórn bæjarmál- anna. Hagur maruia vestra er mjög bágborinn og atvinna lítil í kaupstaðnum og óstöðug. Kommúnistar og Alþýðuflokkurinn hafa þar ekkert gert til að ráða bót á þessu, en hinsvegar varð ríkissjóður að hlaupa undir bagga, til þess að afstýra mestu óhöppunum. Æ5alfundur Sambands smásöluverzlana: Kaupmenn halda ekki er- lendri iðnvöru að mönnum. Sjö félötj er« mú í smsmbmmtSimu. Aðalfundur Sambands smá- söluverzlana var haldinn í Fé- lagshéimili V. R. s.l. mánudags- kvöld. Formaður sambandsins, Jón Helgason, flutti ítarlega skýrslu um starfsemi þess á s.l. ári. Hann rakti helztu viðfangsefni, sem stjórnin og skrifstofan hefðu unnið að á árinu og skýrði frá því, hvernig tekizt hefði að leysa þau. Samþykktar voru nokkrar breytingar á lögum sambands- ins. í sambandinu eru nú sjö sér- greinafélög og nokkrir ein- staklingar. Núverandi stjórn sambandsins skipa: Jón Helga- son, formaður, Kristján Jónsson varaformaður, Eggert Gíslason, Gísli Gunnarsson, Ólafur Þor- grímsson, Hendrik Berndsen og Páll Sæmundsson, en þeir eru tilnefndir af sambandsfélögun- um. Á fundinum var Gústaf Kristjánsson endurkosinn odda maður í stjórn sambandsins. Kaupmenn fagna auknu frjáls ræði í verzlun og viðskiptum. En þrátt fyrir það, að verzlunin er nú frjálsari en áður, vantar mikið á, að smásalar geti snúið sér til veggjar og dregið feld yf- ir höfuð sér. Þeir verða að vera sívakandi á verðinum. Starf þeirra er fólgið í lipurri og sann gjarnri þjónustu við fólkið. En til þess að inna af hendi þjón- ustustarf sitt til gagns fyrir land og lýð, er nauðsynlegt, að smásalan hafi góð skilyrði til starfs og þróunar. Þau skilyrði þarf hún sjálf að tryggja sér með því að efla samstarf og samtök stéttarinnar og halda merki frjálsrar verzlunar hátt á loft. Nokkuð var rætt um sam- vinnu við iðnrekendur og af- stöðu þeirra til smásala. í því sambandi fórust formanni svo orð: „Iðnrekendur hafa upp á síð- kastið mjög amast við innflutn- ingi fullunninna vara og deilt á kaupmenn, sem sakaðir eru um að halda innlendri fram- leiðslu til baka, en halda að fólki hinni erlendu. Það kann að vera að finna megi snögga bletti einhvers staðar, en um- fram allt eru það viðskiptavin- irnir, sem segja fyrir verkum. Kaupmenn vita það manna bezt, hvernig innlend fram- leiðsla hefir reynst. Sumt er ágætisvara og þolir alla sam- keppni, enda er það staðreynd, að ýmis iðnfyrirtæki hafa ekki þurft að draga saman seglin, þegar rýmkað var um inn- p flutning, heldur haldið velli og jafnvel aukið starfsemi sina. Islenzkur iðnaður á sannarlega fjölmörgum dugandi ágætis- mönnum á að skipa og efast ég ekki um, að hann á eftir að vaxa og eflast. En í skjóli haftanna risu upp ýmis iðnfyrirtæki, sem áttu vafasaman rétt á sér. Það tapa að vísu margar hendur at- vinnu við, að alls konar sauma- stofur verða að hætta. En hvort það er nokkurt þjóðhagslegt tjón, að húsmæður geti nú aft- ur sjálfar saumað flíkur fyrir heimilin, — það er önnur saga. Það er enginn vafi á því, að kaupmenn óska einskis frekar, en að geta átt vinsamleg við- skipti við heilbrigðan íslenzkan iðnað.“ Fundarmenn þökkuðu stjórn- inni góða forustu og vel unnin störf. (Frá Samb. smásöluv.) Bretar vilja aok- inn lanAúnai.- í Bretlandi hefir verið boðuð mikil hækkun á verðlagi land- búnaðarafurða. Voru þessi mál rædd í neðri málstofunni í gær og sagði landbúnaðarráðherrann, Sir T. L. Dugdale, að fyrir stjórninni vekti að með verðhækkuninni yrði lagður grundvöllur að mjög aukinni landbúnaðar- framleiðslu, og það væri engin ástæða til að ætla annað en að hún hefði aukist um 60 af hundraði miðað við það, sem nún var fyrir stríð, á árinu 1956. Attlee vildi umræðu um þetta mál, en fyrirsvarsmaður stjórn- arinnar Crookshank höfuðs- maður sagði, að væntanleg væri „hvít bók“ (opinber skýrsla) um þessi mál í heild, og væri því rétt að fresta umræðu þang- að til. Við atkvæðagreiðslur um einstaka liði heilbrigðislöggjaf- arinnar í gærkvöldi sigraðl stjórnin með aðeins 12—20 at- kvæða meirihluta stundum. ■ • ♦-------- Nýr menningarsjóður stofnaður í Svíþjóð. Eins og menn muna náði Gustav Svíakonungur óvenju- lega háum aldri. Nýi konungurinn, sem tók við völdurn eftir dauða föður síns í fyrra, verður sjötugur 11. nóv. næstk. í tilefni af 70 ára afmæli kon- ungs hafa Svíar ákveðið að stofna nýjan menningarsjóð og er heitið á helztu fulltrúa at- vinnu- og menningarlífsins að styðja málið. Þar eð Svíakon- ungur er kunnur menntamað- ur, verður honum falið að á- kveða, hvaða menningarstarf- semi skuli fyrst um sinn njóta góðs af sjóðnum. ♦ BERGMÁL ♦ Bústaðaskiptin. Bergmáli hefir borizt bréf frá einum lesenda um húsnæðis- málin, sem alltaf eru ofarlega á baugi, og ekki sízt um far- daga: „I þessum mánuði má helzt búast við því að bæjarbúar hafi bústaðaskipti, en yfirleitt má gera ráð fyrir að leigumálar um húsnæði gangi úr gildi 14. maí eða 1. október a. m. k. þegar um íbúðir er að ræða. Fyrir öll stríð og húsaleigulög var það mjög títt að fólk skipti um bú- stað um fardaga, en nú í nokk- ur ár hefir ekki jafn mikið bor- ið á því, og hefir þar einkum ollið að framboð á húsnæði hef- ir verið miklu minna en eftir- spurn. Hefir fólk því ekki að nauðsynjalausu farið úr því húsnæði, er það á annað borð hafði. Ýmislegt bendir til að skriður komist á flutninga um þessa fardaga, og bæjarbúar fái á ný að sjá hið gamalkunna fyrirbrigði, vörubíla hlaðna bú- slóð fólks, sem er á flótta úr einu húsnæðinu í annað. Það er bara hængur á að þessu sinni að færri fá húsnæði, en flytja úr því, og enginn nema eigand- inn getur gert sér grein fyrir því, hvert stefnir með búslóð- ina, hvort það er í nýtt húsnæði eða í geymslu þangað til úr raknar. Allir vilja selja. Ef dæma á eftir auglýsing- unum í dagblöðunum, þá er framboð á leiguhúsnæði mjög af skornum skammti, og geta menn þá velt fyrir sér hvort hyggilegt hafi verið að afnema húsaleigulögin, en að nokkru leyti kemur afnám þeirra til greina nú. Aftur á móti virðist ógrynni lítillia og stórra íbúða vera til sölu, og geta þeir hæg- lega fengið þak yfir höfuðið, sem nægilegt fjármagn hafa til þess að innan af hendi útborg- anir, sem ekki eru skornar við nögl. Húseiguir hafa hækkað. Auðvitað ræður hér reglan: Hver er sjálfum sér næstur. Og húseignir hafa hækkað mikið í verði síðan húsaleigulögin. voru sett. Þess vegna hugsa margir sér gott til glóðarinnar, sem tækifæri hafa til þess að losna við leigjanda úr íbúð, að njóta góðs af hagnaðnum. Þetta er ekki nema mannlegt, þótt það komi miklu raski á og mörgum illa. Niðurstaðan verð- ur því sú, að margur bæjarbú- inn verður í vandræðum um miðjan mánuðinn.“ — Eg þakka bréfið og dreg ekki í efa, að niðurstöður höfundar eru rétt- ar. — kr. Gáta dagsins. Nr. 111: Sat eg og át eg og át af mér. Át það, eg sat á og át af því. Svar við gáfu nr. 110: Tíminn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.