Vísir - 02.05.1952, Side 5

Vísir - 02.05.1952, Side 5
Föstudaginn 2. maí 1952 V I S I R Bústaðahverfisbúar stofna framfara- og menningar- félag. Stofnað hefir verið félag húseigenda í Bústaðahverfinu nýja. Félagið heitir „Garður“ og vorja stofnendur 120 að tölu. Samþykkt voru félagslög en þar segir svo um tilganginn að félagið vinnur að hverskonar framfara og menningarmálum fyrir hverfisbúa. í stjórn félagsins voru kosn- ir: Sigurjón Á. Ólafsson fyrrv. alþm. formaður, Eggert G. Þor- bjarnarson, Ellert Ág. Magn- ússon prentari, Guðlaugur Ein- arsson hdl., Guðm. Ásgrímsson verzlunarmaður. Á fundinum voru ályktanir samþykktar, varðandi lóðir, leikvelli og strætisvagnaferðir og var félagsstjórninni falið að vinna að framgangi þessara mála. | fe! Fé sleppt í A.- Skaftafellssýslu. Búið er að sleppa fé á flest- um bæjum í A-Skaftafelssýslu og er það óvenjulega snemmt. Afli hefir örlítið glæðst á línu, svo að aflahæstu bátar hafa komizt upp í 3 skippund í róðri. Hins vegar er nú sama sem enginn afli í net. Stórkaupmenn gefa 10 þús. kr. til Árnasafns. Aðalfundur Félags íslenzkra stórkaupmanna var haldinn miðvikudaginn 30. arpíl. Var gengið til venjulegra að- alfundarstarfa og var öll aðal- stjórn félagsins endurkosin en hana skipa: Egill Guttormsson formaður og meðstjórnendur G. Bernhöft, Karl Þorsteins, Sveinn Helgason og Páll Þor- geirsson. í varastjórn voru kosnir Jón Jóhannesson og Magnús Andrésson. Fulltrúar í stjórn Verzlunar- ráðs íslands voru kosnir Egill Guttormsson, Eggert Kristjáns- son og Karl Þorsteins. Á fundinum gaf formaður skýrslu um starfsemi félagsins og ýms mál þess. í fundarlok bar formaðurinn, Egill Gutt- ormsson, fram tillögu um að félagið gæfi 10 þúsund krónur í byggingarsjóð Árnasafns og var það einróma samþykkt. Bókabúðia* Reykjavíkur selja ritgerðina jr Utvarpsbaráttan eftir Jónas Jónsson. GIJLLFAXI Reykjavík - Kaupmannahöfn éé Farin verður aukaferð til Kaupmannahafnar miðviku- daginn 21. maí. Farþegár, sem hug hafa á að notfæra sér þessa ferð, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við afgreiðslit vora hið fyrsta. FLUGFÉLAG ISLANDS H.F. Rayon gaberdine ljósir litir kr. 75,00 metirinn. VERZL. Sendiferðabíll amerískur Ford til sýnis og sölu Lönguhlíð 21 frá kl. 8—10. Atvinna getur fyigt. Vantar 2ja—3ja herbei'gjajj íbtkö þann 14. maí næstkomandi. • Upplýsingar í sírna 81665. • %wvvvwvwuvwvwuww% r~ VATAVkWÍAPJWAWWVWWAVVVWWVtfWWy Skrautieg borð Hin skemmtilegu innskotsborð ásamt sófaborðunti komin aftur. G. Skúlason & Hlíðberg Þóroddsstöðum Lausar stöður 2 skrifstofustúlkur óskast til starfa í Bæjarskrif- stofunum, Umsóknir, þar sem tilgreind séu próf og fyrri störf umsækjenda sendist skrifstofu borgarstjóra fyrir 7. þ.m. Umsækjendur mega vera við þvi búnir, að sam- keppnipróf verði látið fara fram þeirra á milli um störfin. TíISc jiiitlitg um greiðslu almennra tryggingarsjóðsgrjalda o. fl. Hluti af almenna tryggingasjóðsgjaldinu fyrir árið 1952 féll í gjalddaga í janúar síðastliðinn, en hjá þeim sem enn hafa ekki greitt hinn ákveðna hluta gjaldsins, er gjaldið nú allt fallið i gjalddaga. Gjaldið verður í ár: Fyrir kvænta karla ....... kr. 577.00 Fyrir ókvænta karla....... — 518.00 Fyrir ógiftar konur....... — 385.00 Vanræksla eða dráttur á greiðslu tryggingasjóðs- gjaldanna getur varðað missi bótaréttinda. Skrifstofan veitir einnig móttöku fyrirframgreiðsl- um upp í önnur gjöld ársins 1952. Reykjavík, 29. apríl 1952. Tollstjóraski-ifstofan í Reykjavík. Kvöldskóli K.F.U.M. Nýlega er lokið 31. starfsári þessa vinsæla skóla, er starf- aði sl. skólaár í byrjenda- óg framhaldsdeild. Þessar náms- greinar voru kenndar: íslenzka, íslenzk bókmenntasaga, danska, enska, kristin fræði, upplestur, reikningur, bókfærsla og handavinna. Nemendur sóttu skólann eins og að undanförnu hvaðanæva af landinu. Við vorpróf hlutu þessir nemendur hæstu ein- kunnir: í byrjunardeild: Jórunn Bergsdóttir frá Hofi í Örævum (meðaleink. 9.3). í framhaldsdeild: Guðrún Skúladóttir og Ingibjörg Árna dóttir úr Reykjavík (báðar með meðaleink. 8.9). Voru þessum nemendum af hentar vandaðar bækur að verðlaunum fyrir góðan árang- ur í námi sínu. En einnig veitir skólinn árlega bókaverðlaun þeim nemendum sínum, er skara séiiega fram úr í kristn- um fræðum. Hlutu þau verð- laun að þessu sinni: Jórunn Bergsdóttir, sem hæsta einkunn fekk í byrjendadeild og Ingi- björg Árnadóttir, önnur þeirra stúlkna, er efstar urðu í fram- haldsdeild. En enskukennari skólans af- henti auk þess Guðrúnu Skúla- dóttur í framhaldsdeild verð- launabók frá sér fyrir frábær- an árangur fyrir enskunámið; hún hlaut í burtfararprófinu eink. 9.5 í ensku. Skólinn nýtur mikilla og al- mennra vinsælda um land allt. Þykir nemendum og aðstand- endum þeirra mikið hagræði að því, að þar skuli vera hægt að öðlast margvíslega, hagnýta fræðslu samhliða atvinnu sinni. Á því 31 ári, sem skólinn hefir starfað, hafa vinsældir hans farið sívaxandi, og skipta ■nemendur orðið þúsundum. Tilkynning frá Póst- og símamálastjórninni Ákveðið hefir verið, að koma á því fyrirkomulagi, að símnotendur í Reykjavík, sem óska símtals við símnotendur á Selfossi, Brúarlandi og í Hveragerði, geti náð beinu milli- liðalausu sambandi við þessar símstöðvar meðan þær eru opnar, með því að velja ákveðið símanúmer, en hlutaðeig- andi stöð afgreiðir síðan símtalið. Er þetta sama fyrirkomulag og verið hefir á símtala- afgreiðslunni milli Reykjavikur og Borgnarness síðan 11. febr. s.l. Símanúmer fyrrgreindra stöðva eru sem hér segir: Selfoss: 81994. Brúarland: 81997. Hveragerði: 81186. Borg- arnes: 81800. Símnotendur eru beðnir að skrifa þessi símanúmer á minnisblað símnotenda í simaskránni. Símtalareikningarnir verða eins og áður innheimtir í Reykjavík. — Þetta fyrirkomulag hefst frá og með fimmtu- deginum 1. maí 1952. JKVÖLnþahfw A ÞRIÐJUDAGINN skein sól í heiði frá morgni til kvöld, og ilmur vorsins barst að vitum manns, hvar sem komið var nærri gróðri jarðar. Þenna dag varð mér gengið fram hjá skóla einum hér í bænum. Á tröpp- unum var hópur unglinga og ræddu þeir um það, að ekki kæmi annað til mála en skrópa, því að í slíku veðri væri bara ekki hægt að vera inni. ♦ Ekki er mér kunnugt .um hvort úr skrópinu hefir orðið eða ekki, en víst er um það, að þessi dagur hlaut að lokka alla, og þá ekki sízt æskuna, út í góða veðrið. ♦ Þetta samtal unglinganna varð til þess, að eg fór að hugleiða, hvort það væri í raun og veru æskilegt að láta börn og unglinga ganga í skóla langt fram í maímánuð. Sumarið okkar er, sem kunnugt er, svo stutt og því eðlilegt, að æskan fái að njóta sem flestra sólar- geisla, sem það hefir upp á að bjóða. Það er heilsu og þroska unglinganna meira virði en nokkur bókalærdómur. ♦ Allir, sem hafa gengið í skóla, minnast þess, hversu litla löngun menn hafa yfirleitt til þess að einbeita sér að bóklegu námi, þegar vor- loftið heillar til útiveru. Er því mjög hæpið, hvort þekking sú, sem unglingar geta bætt við sig á fögrum vormánuði, sé þess virði, að þúsundir séu lokaðar inni, einmitt þann hluta dags-» ins, sem sólin skm glaðast. ♦ Á seinni árum hefir mik- ið verið rætt um aukna. verknámskennslu og eru þær umræður sprottnar af því, að ábyrgum skólamönnum er ljóst, að bóknámið sé ekki einhlítt hvað undirbúning fyrir lifið snertir. Verði alvara gerð úr því að hrinda verknámi í fram- kvæmd um gervalt landið, er ó- líklegt, að sú framkvæmd verði hafin nema í samráði við at- vinnuvegina, sem eiga að taka við æskunni að skólanámi ioknu. í því sambandi þætti mér' ráðlegt að athuga, hvort vinnu- veitendur gætu ekki veitt ung- lingum möguleika til að kynna- sér störfin, sem bíða þeirra og þá einkum á vorin, þegar allt- er að leysast úr læðingi, svo að löngun til athafna hlýtur að ' vakna hjá hverjum heilbrigð- um manni, ungum sem göml- um. íslendingar hafa löngum fyllt aska sína bókviti, meðan. dagur er stuttur og kvöldvök- ur langar. Þótt aðstaða okkar sé nú önnur og betri en áður var, er hæpið að hverfa frá . aldagömlum siðum með tillití til hvaða árstími .er notaður í þjónustu atvinnuveganna, en. þar hefir löngum verið heitið' á.alla sem vettlingi geta valdið frá því frost fer úr jörðu og' þangað til vetur leggur að á ný.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.