Vísir - 23.05.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 23.05.1952, Blaðsíða 1
42. árg. Föstudaginn 23. maí 1952 114. tbh Söguburður varðar við lög hjá Peron. B. Aires (AP). — Lögreglan tilkynnir, aS alimikiií hópur manna hafi verið handtekinn hér í borg. Mönnum þessum er öllum gefið.að sök að hafa breitt út flugufregn um stjórn Perons og væntanlegar fyrirætlanir hennar á ýmsum sviðum. Ofurefli V.- Evrópu, seffir MaMih. Einkaskeyti frá AP. New York í gær. Afvopnunarnefnd S. bj. er nú að ganga frá fyrstu skýrslu um störf sín. Á fundi nefndarinnar í gær flutti Malik ræðu og kvað vest- rænu þjóðirnar hafa 5 millj. manna undir vopnum í Evrópu, og hefðu þær helmingi meira lið en Rússar. Ekki nendi hann neinar tölur um herstyrk Rússa og þeirra þjóða í A.-Evrópu, sem þeir hafa neytt til fylgis við sig, en því hefir verið haldið fram í lýðræðislöndunum, að Rússar einir hafi 3 millj. manna undir vopnum. Svíar ættla að fjöl- menna til Helsinki. Meginþorri sænskra ferða- manna fer í sumar á olympisku leikana í Helsingfors. Húsrúm er af skornum skammti í höfuðtsað Finnlands og geta Finnar ekki hýst nærri alla Svíana, sem heimsækja þá. Þeir hafa því tekið það ráð, að senda farþegaskip með ferðamennina og láta þá búa um borð. Slysavarnafélag Svía lætur björgunarbáta fylgja farþegaskipunum, sem verða mismunandi traust og allhlað- in fólki, en siglingaleiðin ekki alveg hættulaus. Sennilega mun helikopterflugvél einnig verða eitthvað til aðstoðar. fVicGfflw freslár för sirnile Samkvæmt tilkynningu frá blaðafulltrúa E. J. McGaw hershöfðingja hefir brottför hershöfðingjans verið frestað fyrst um sinn. Var svo ráð fyrir gert, að McGaw legði af stað síðdegis í dag, og færi fyrst til Was- hington og Norfolk, flotastöðv- arinnar, þar sém Lynde McCormick flotaforingi hefir bækistöð sína. Seint í gær barst hinsvegar skeyti urn það, að McGaw skyldi fresta för sinni, unz honum bærust frekari fyr- irmæli, en nánari fregna af þessu er að vænta, bráðléga,; 1 ‘ Hér sást, hvernig bifreiðin var útíeikin, þegar henni hafði verið lyft upp á bryggjuna. Hún hefír stungizt á endann í botninn og oltið síðan á þakið. Var hún á hvolfi, þegar kafað var niður að henni. (Pétur Thomsen tók myndirnar). Ýtan skilin eftir við jökulröndina i gær. Fijúfjandi virhi fótrst tí jöhlinum 1943 « en atlir h&nenst nf í gær var farið með ýíuna, sem nota á við snjóruðning á slysstaðnum á Eyjafjallajökli, upp að jökuíröndinni og hún skilin þar eftir. Veður var þá svo óhagstætt á jöklinum, að ekki var viðlit að| halda lengra, en vonazt var til þess, að hægt yrði ef til vill að komast upp í dag. Frá jökul- röndinni, þar sem skilið var við ýtuna, eru um það bil 5 km. að flakinu. Leiðangursmenn hafa auk þess tvo bíla á skriðbeltum til umráða, svo að þeir eru fljótir að flakinu, þegar fært' er vegna veðurs. Leiðsögumað- ur er Páll Arason, en vegamála- stjórnin hefir lánað ýtustjór- ann. Menn munu nú vera að kom- ast á þá skoðun, að einhverjir áhafnarinnar hafi lifað árekst- urinn, hvað sem síðan hefir orðið af þeim, og er þá furðu- legt, að fregnum um þetta skuli ekki bera saman frá degi til dags. Leit er haldið áfram að þeim, er af kunna að hafa kom- izt, í undirhlíðum jökulsins. Flugslysið 1945. Vísir hefir frétt það, að haust- ið 1945 hafi fljúgandi virki far- izt á Eyjafjallajökli, á nær 'sama stað og Albatros-vélin. — Virkið kom þó ekki harðara nið ur en svo, að áhöfnin — 13 menn— komst af, og þegar rof- aði til yfir jöklinum, sáu flug- mennirnir ljós á bæjum í Fljóts hlíðinni. Lögðu þeir af stað nið- ur af jöklinum, og gengu á ljós- in, en einn*drukknaði í Mark- arfljóti. Russar mótmæla við Persa. Einkaskeyti frá AP. Teheran í morgun. Rússar hafa sent persnesku stjórninni mótmælaorðsendingu vegna þess, að Persar þiggja hernaðarlega aðstoð Banda- ríkjanna. Segir í orðsendingunni, að raunveruleg sé persneski her- inn undir stjórn Bandaríkja- manna, og sé því hér um óvin- samlega framkomu nágranna- ríkis Rússa í þeirra garð að ræða. — Aðstöðin er m. a. í því fólgin, að Bandaríkjamenn hafa sent sérfræðinga til endur- skipulagningar hers og lögreglu auk þess. sem herbúnaður er Dséttur. Yfir 100 þrýstilofts- flugvélar á ferB hér. Mikill fjöldi þrýstiloftsflug- véla kom til Keflavíkurflug- vallar á miðvikudaginn. Fóru þá um völlinn á annað hundrað véla á leið austur um haf. Sumar hcldu för sinni á- fram samdægurs, en aðrar héldu áfram í gærmorgun. Fór út af krikanum við • „hatteríið". Það válega slys vildi til við Reykjavíkurhöfn í gærkveldi, að bíl var ekið í sjóinn af Ingólfsgarði. Bifreiðarstjórinn, Friðgeir Sveinsson, gjaldkeri hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, drukkn- aði. Um tildrögin að slysi þessu er allt í mikilli óvissu. En lög- reglunni barst tilkynning kl. 9.10 í gærkveldi að bíll hefði farið í höfnina við Ingólfsgarð. Voru það 4 menn frá Ólafsfirði, sem stóðu um þetta leyti úti á Faxagarði og sáu að eitthvað hafði dottið í sjóinn í krikan- um framan við salthúsið gamla við Battaríið. Þar myndaðist fyrst mikil skvetta, en síðan sáu þeir hvar ljósleitur bíll — og að því að þeir töldu fólks- StuBningsmenn sr. Sjama. Sjálfstæðismenn og aðrir stuðningsmenn séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, við forsetakjörið. Þeir, sem hafa með höndum meðmælendalista, eru vinsam- lega beðnir að skila þeim í dag. Skrifstofa Sjálfstæðisflokks- ins í Sjálfstæðishúsinu veitir meðmælendalistum móttöku. — Sími 7100. Friðgeir Sveinsson. bíll — hvarf í djúpið. Lögreglan gerði þegar ráð- stafanir til björgunar, fékk hafnarbátinn og annan bát til björgunar og kafara frá vél- smiðjunni Héðni. Ennfremur var fenginn vindubíll frá björg unarfélaginu Vöku og loks kranabíll frá Eimskip til björg- unarstarfsins. Bíllinn var á hvolfi. Björgunarstarfið gekk all- ; seint og klukkan var nokkuð farin að ganga tólf þegar kaf- arinn fór niður og festi bönd á bílinn. Bíllinn reyndist vera ca. 12—15 metra frá kverkinni þar sem hann hafði farið í sjó- inn og mun hafa verið á 4—5 metra dýpi að því er talið var. Lá hann á hvolfi í sjónum. Klukkan var orðin rúmlega hálf eitt í nótt þegar bíllinn náðist á land. Framrúður í honum voru brotnar og bíll- inn nokkuð laskaður og skemmd ur að sjá, en enn er ekki vitað hve miklar skemmdirnar eru. Lík Friðgeirs heitins lá í aft- ursæti bifreiðarinnar þegar hún var dregin upp og var það' þegar flutt í líkhús er búið var að ná því úr bílnum. Áður en bíllinn hafði verið dreginn upp úr sjónum byrgði kafarinn bæði skrásetningar- merki hans til þess að ekki kvisaðist neitt á meðal fóJks hver maðurinn eða bíllinn var, en þarna var samankomimx mikill fjöidi forvitinna áhorf- ;nda og munu þeir hafa skipt mörgum hundruðum ef ekki þúsundum, því slysasagan kvis- aðist fljótt út um bæinn. Tildrög eru ókunn. Tildrögin að slysinu eru með öllu ókunn, því að sjónarvottar voru ekki aðrir — sem enn er vitað um — en þeir fjórmenn- ingarnir frá Ólafsfirði sem áður greinir og þeir sáu ekki til bíls- ins fyrr en hann var kominn í sjóinn. Hins vegar sáust för þar sem bíllinn rann fram af í kverkinni, og benda þau til að bíllinn hafi komið sunnan göt- una sem liggur frá Skúlagöt- unni meðfram gamla salthús- inu og út á Ingólfsgarðinn. Um leið og bíllinn hefir steypst, hefir hann brotið úr planka á bryggjubrúninni. Mun. eitt hjólanna hafa lent í planka- endanum og brotið úr honum. Friðgeir Sveinsson var 33 ára að aldri, fæddur 11. júní 1919. Hann var prúðmenni mikið og vel gefinn og stóð framarlega í ýmsum félagsmálum. Hann var kvæntur og lætur eftir sig 4 börn. KranabíII var notaður til þcss: að lyfta bifreiðinni upp að upp- fyllingunni, en síðan var hærri krani látinn taka við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.