Vísir - 23.05.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 23.05.1952, Blaðsíða 5
Föstudaginn 23. maí 1952 V f S I R 8 „Hringurmn" leggur fram 2,1 millj. króna til barnaspítala — sewn frd é iyrir'huyaðri síœkkun Landspítalans. Framkvæmdir Iief|así væntanlega á næsta ári. Kvenfélagið „Hringurinn“ í Reykjavík, sem landskunnugt cr fyrir starfsemi sína í þágu líknarmála, hefir á 10 árum safnað á 3. milljón kr. í barnaspítalasjóð sinn, og mun mcð þeiiTÍ söfnun hafa sett alveg sérstætt met. Leggur félagið þetta fá nú fram til þess að koma upp barnaspítala sem lið í fyrir- liugaðri stækkun Landspítalans, en á henni verður væntanlega hyrjað á næsta ári. Aðalfundur félagsins var haldinn 20. þ. m. og var þar samþykkt einum rómi, að fé- lagið legði fram barnaspítala- ■sjóð sinn — rúml. 2 millj. kr. — til þess að koma upp barna- spítala, sem að ofan um getur. Telur stjórn félagsins því góð- ar horfur á, að ekki líði langur tími úr þessu, þar til málinu "V'erði komið í höfn. „Hringurinn“ og berklamálin. Upphaflega beindi „Hring- xirinn“ starfsemi sinni að berklamálunum og þá einkum að fjárhagslegri aðstoð við toerklasjúklinga, en grundvöll- ur þeirrar starfsemi féll burtu, er ríkið tók að sér framfærslu berklasjúklinga. Hafði félagið komið upp hressingarhæli fyrir berklaveika í Kópavogi, sem bað rak um skeið fyrir eigin reikning, en af- lienti síðan ríkinu að gjöf og hefir það verið notað fyr- ir holdsveikisjúklinga, síðan Holdsveikraspítalinn brann. Tsauðsyn á fullkomnum barnaspítala. Hringkonur gerðu sér grein fyrir hinni miklu þörf fyrir barnaspítala, og gerði félagið stofnun fullkomins barnaspítala að aðalverkefni sínu. Frá 1942 hefir öll starfsemi þess beinst að því marki að safna fé, er toyggja mætti fyrir slíkan spít- ala. Hringurinn er fámennt fé- lag, félagskonur aðeins hálft annað hundrað, og átti því allt undir undirtektum almennings hvernig fjársöfnunin mundi heppnast. En vegna vinsælda málsins brugöust engar vonir í þessu efni. Allt, sem félagið hefir gert til eflingar sjóðnumj með skemmtunum og bazarút- sölum, hefir átt vísan stuðning almennings. Margir hafa gerst styrktarfélagar sjóðsins og greitt ákveðin tillög um visst árabil, og drifið hafa að áheit og minngargjafir úr ýmsum áttum, en drýgstar hafa tekj- ur sjóðsins orðið af sölu minn- ingarspjalda við fráfall manna. Er Hringnum ljúft og skylt að þakka vinsemd og áhuga al- mennings, og þá aðallega Reykvíkinga, sem gert hefir þennan árangur mögulegan. Verðfall peninganna !>ung raun. , En þótt,. Hringkonui' hafi glaðst yfir. því að sjá Barna- spítalasjóðiruh Váxá hröðtim skrefum vegna hylli almenn- ings, þá hefir það hinsvegar verið þeim þung raun að vita það, að vegna hins sífellda verðfalls peninganna hefir á hverju ári allt það, sem í sjóðn- um hefir komið á undangengn- um árum, orðið minna virði en það var árið á undan. Var því engin furða þótt nokkur ó- þolinmæði gripi sumar Hring- konunnar og þær spyrðu sjálfa sig, hversu lengi ætti að bíða eftir einhverjum framkvæmd- um í málinu, áður en verð- bólgan æti upp alla aukningu sjóðsins eða jafnvel meira. Viðræður. Skömmu eftir stríðslokin var rætt við landlækni og ráð- herra um möguleika á stofnun barnaspítala í sambandi við stækkun Landspítalans, sem ráð hafði verið fyrir gert þeg- ar við byggingu hans, en þess- ar viðræður leiddu ekki til neinna framkvæmda þá. Vildu halla sér að Bæjarspítala. Þegar umræður hófust um að koma upp Bæjarspítala 1948 var um það rætt, hvort barnaspítalinn ætti að vera í sambandi við hann og var bæjarspítalanefndin því með- mælt. Hringkonum var líka sú lausn kærkomin, þar sem megnið af fé barnaspítala- sjóðsins var runnið frá Reykvíkingum, en þar sem aðeins yrði einn barnaspítali, mundi þó einnig aðrir landsmenn verða hans aðnjótandi. Hringkonur voru því einhuga um að halla sér að Bæjarspítalanum, svo framar- lega, að ekki væru liorfur á, að unnt væri að hrinda málinu i framkvæmd fyrr á annan liátt, því að sjálfsögðu hlýtur að verða alllöng bið á því, að svo mikil stofnun sem Bæjar- spítalinn verði kominn það á- leiðis, að þar yrði komið upp barnaspítala, en þörfin fyrir hann hinsvegar mjög aðkall- andi. Bráðabirgðaspítali kom ekki til greina. Kom nú til álita hvort möguleikar væru á að fá keypta hentuga húseign, þar sem koma mætti fyrir bráðabirgðaspítala fyrir börn, þar til fullkomnum bamaspítala yrði lcomið ppp- Það kom þó brátt í Ijós, að á því voru svo. miklir. annmark- ar, að ófært þótti að fará þá leið. Nýjar viðræður við heilbrigðisyfirvöldin. Þar sem það er fyrir löngu ljóst orðið, að brýn þörf er fyr- ir stækkun Landspítalans, sneri stjórn Hringsins sér í fyrra enn til ríkisstjórnarinnar og hreyfði því, hvort það gæti ekki flýtt fyrir stækkun Land- spítalans, ef Hringurinn legði fram barnaspítalasjóð sinn til hennar gegn því, að þar yrði komið upp barnaspítaladeild. Eftir nokkrar viðræður við heil- brigðismálaráðherra s.l. vetur tjáði stjórn Hringsins honum með bréfi dags. 27./2. þ. á., að Hringurinn væri reiðubúinn til þess að leggja fram fé barna- spitalasjóðs til byggingar barna spítala við Landspítalann eftir nánara samkomulagi. Því svar- aði heilbrigðismálaráðherra með bréfi dags 5. þ.m., þar isem skýrt var frá því, að ráðuneytið hefði ásamt landlækni og Jó- hanni Sæmundssyni yfirlækni^ athugað hvernig barnaspítaia yrði bezt fyrir komið í sam- bandi við Landspítalann og komist að þeirri niðurstöðu, að það yrði sem liður í fyrirhug- aðri stækkun spítalans. Samkomulag í aðlaatriðum. Á aðalfundi Hringsins 20. þ. m. var samþykkt í einu hljóði að fallast á þá tilhögun, sem um ræðir í bréfi heilbrigðis- málaráðherra. Þar með má telja, að fengið sé í aðalatrið- um samkomulag milli Hrings- ins og ríkisstjórnarinnar um þetta mál. Virðist barnaspítala- málið nú komið á góðan rek- spöl og von um farsællega lausn bráðlega. Treysta Hringkonur því, að þótt vandað sé til alls undirbúnings, muni bygging hefjast næsta vor. Takmark í nánd gefur byr undir vængi. Áfanga er náð og barnaspít- alinn ekki í þeirri óvissu fjár- lægð sem til þessa, en enn hlýt- ur nokkur tími að líða, þar til hann er orðinn að veruleika. Hringkonur munu því ekki hætta að starfa fyrir hann, heldur herða róðurinn 1 trausti þess, að vitundin um að tak- markinu er í nánd muni gefa þeim byr undir vangi, og starfið njóta sömu velvildar og hjálpar almennings sem til þessa. Stjórn Hringsins var endurkosin á aðalfundin- um. í henni eiga sæti frú Ingi- björg Cl. Þorláksson, formaður, frú Guðrún Geirsdóttir, vara- formaður, frú Margrét Ásgeirs- dóttir, frú Jóhanna Zoega og frú Helga Björnsdóttir, en í vara- stjórn eru frú Eggrún Arnórs- dóttir og frú Guðrún Hvann- berg. Orðsending ird Bólsturyerðinni Litið í gluggana i Bólsturgerðinni. Þar sjáið þið verulega í'alleg dagstofuhúsgögn, 1. settið sem framleitt er af hinni nýju gerð, sem margir hafa beðið eftir. — Vegna þess að settið seldist strax, verður það til sýnis aðeins yfir helgina. Tökum pantanir í svona húsgögn. Höfum 6 teg. af 1. fl. damaski, enskt ullartau og plyds. Bólsturgerðín Brautarholti 22. Sími 80388. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu á laugardög- um í sumar, þurfa að vera komnar til skrifstofunnar, Ingólfsstræti 3, eigi síðar en kl. 7 á föstudögum, vegna breytts vinnutíma sumarmánuðina. Dagbiaðið VÍSIR. Stúlkur vanar matartilhúningi, óskast í eldhús Vífilsstaðahælis strax eða ummánaðamótin. Simar 5611 og frá ld. 2 9332. WVWWWAWWWVVVWUVWVWWWWWWWWVWW KVÖLD/iahkafi' Slmabútin Sími 7299. REYKJAVÍK er ennþá fá- tæk að skemmtistöðum, þar sem létt og græskulaust gam- an situr í hásæti. Þó konn fólk- ið vel að meta slíkt, 'eins og að- sóknin að Bláu stjörnunni ber gleggstan vott um. Hún er orðin fastur liður í bæjarmeð- vitund Reykvíkinga, sjálfsag'ð- ur hlutur á hverju ári. ♦ Að þessu sinni hefir Bláa stjarnan upp á margt að bjóða, en flestum mun þó þykja mest til söngkonunnar Lulu Ziegler koraa. Að vísu er söng- rödd frúarinnar hvorki meiri né fegurri en margra annarra, sem við höfum átt kost á að hlusta á hér, bæði innlenda og útlenda. Styrkur hennar liggur, auk raddarinnar, í mjög fág- aðri framkomu og þeim „sjarma“ og tökum á áheyr- endum, sem grípur fólkið, þjappar því saman í syngjandi hóp, er gleymir áhyggjum morgundagsins vegna ánægju- kenndar líðandi stundar. ♦ Það er alls ekki hlaupið að því að kom.a okkur ís- lendingum í slíkt skap. Við er- um seinir til-að láta gleði okk- ar í-ljós og liggur nærri, að það þyki ekki viðeigandi að sýna ánægjuna með látbrögðum. Á erlendum skemmtistöðum með léttleikablæ eru látbrögð lífs- gleðinnar sjálfsagður hlutur, sem engum dettur í hug að am- ast við né taka til. ♦ Frú Lulu Ziegler syngur fyrst skínandi kvæði „Den sidste turist i Europa“ og sýnir með því, að hún vill ekki aðeins láta fólkið-gleyma tím- anum, heldur einnig flytja því boðskap, sem henni liggur þungt á hjarta. Síðan koma léttu lögin eitt á fætur öðru og loks fer hún syngjandi um sal- inn, sem forsöngvari í dægur- lögum. Gaman er að heyra, hvernig undirtektirnar verða almennari og almennari; fyrst heyrist smáhvísl frá einstaka unglingi, svo ríða hugaðir karl- menn á vaðið, og loks syngja konur í þjóðbúningi fullum hálsi, og má þá segja að sanv? koman syngi öll. ♦ Þótt þessir þa-nkar hafi einkum verið helgaðir frú Lulu Ziegler er ekki svo að skilja, að fleira sé ekki skemmtilegt í Ðláu stjörnunni, — einkum mun flestum finn- ast Alfreð Andrésson gera sín- um hlutverkum góð skil. - ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.