Vísir - 23.05.1952, Page 7
Dulrænar
frásagnir
Kaye-Smith
$ Sheila
Föstudaginn 23. maí 1952
Reimfeiki í Winnipeg*
Herra rykfrakkar
nýkomnir úr ullargaberdilne og pcplin.
r >*
Agætt úrval
strætisljós og lýsti það upp her->
bergið svo að lesbjart var inni
í því, þó að ekkert ljós væri -
kveikt.
Þegar klukkuna vantaðí
fimmtán mínútur í tólf slökktí
eg Ijósið í herberginu og var í I
þann veginn að leggjast út af,.
þegar eg leit út í gluggann„
sem var beint á móti rúmimí
og sá þá eitthvað koldimmt
koma efst á gluggann, sem smá
færðist niður eftir honum eins
og myrkt ský, þar til hann var
alveg hulinn og birtunnar frá
Ijóskerinu gætti ekki lengur,
en herbergið varð myrkt eins
og dauðs manns gröf. Og um'
leið og eg lagðist út af fannst
mér sem allan mátt draga úr
mér. Eg sá ekki neitt, en mér'
fannst að dyrnar væru opnaðar "
með hægð og gengið inn í her-
bergið beint að rúminu og
rúmfötunum svift ofan af mér
og eg tekin á loft, sem annarrii
hendi væri smeygt undir herð-
arnar og hinni undir hnésbæt-
urnar og eg borin út úr her-
berginu, en þó eigi hærra en
svo, að mér fannst tærnar
strjúkast við dúkinn, eins og
það væri lágvaxin vera, sem
hélt á mér. Eg var borin út |'
ganginn og inn í knattborðs-
stofuna og var þar farið með :
mig tvo hringa í kringum
knattborðið, afar hægt. Þaðan.
var eg borin inn í herbergl
eldastúlkunnar og svo inn i'
mitt eigið herbergi og lögð í
rúmið aftur, eins og eg hafði
áður legið og síðan breitt vand-
lega ofan á mig aftur. Og ura
leið fannst mér eg finna and-
ardrátt við kinnina og heyra
hvíslað í eyra mér þessum orð-
um:
„Eg veit, að þið eruð hrædd-
ar, en þið þurfið þess ekki. Við :
gerum ykkur ekkert illt. Hér í
þessu húsi hafa þrír menn ver-
ið myrtir yfir spilum.“
,Að þessu mæltu fannst mér! -
vera gengið út úr herberginu''
og hurðinni lokað, án þess þð ■
að sjón mín eða heyrn yrðu
þess varar.
Á sama tíma og mér fannst ;
hurðin lokast sá eg skýrt, að :
hægð, og áhyggjurnar um velferð þeirra, kvenna þeirra og
barna virtust liggja á þeim sem farg. Richard Tuktone þótti
henni mjög vænt um, þótt fundum þeirra bæri sjaldan saman.
Einhvern veginn var það svo, að hann gat varpað einhverjum
vonarbjarma á allt, þrátt fyrir áhyggjurnar út af trúmálunum,
og í nærveru hans var sem áhyggjum væri af henni létt, og
ekki skipti um neitt, ef hún gæti hjálpað náunga sínum og
verið trú rödd hjarta síns. Nú var hann að segja þeim frá því,
er faðir Thomas Pilchard í Battle var tekinn af lífi í Dorchester
vestur á landi fyrir einu ári, en hann hafði ekki fengið nánar
fregnir af þessu fyrr en nú, er einhver vina hans hafði komið
til hans fregnum um aftökuna.
„Að því er virtist var borgar-böðullinn ekki látrnn fram-
kvæma verkið, heldur var slátrari fenginn til þess, og fórst hon-
um Isað svo óhönduglega, að því er Pack Huddleton ritar, að
presturinn lét líf sitt við mikil harmkvæli.“
Ekki var hægt að bera neinum, er þama var, kveifarskap á
brýn, en það var sem hrollur færi um konumar, og Marý
Tuktone signdi sig.
„Guð blessi sál hans,“ tautaði Alice, hin unga móðir, „og það
eru varla tvö ár síðan hann sat hérna hjá okkur og mataðist,
.eftir að hafa skírt Richard litla...“
„Æ,“ kveinaði Jane Tuktone, „hver mun skíra barn mitt, er
þar að kemur?“
„Afi þess,“ sagði Richard Tuktone, „ef ekki verður hægt að
ná í neinn prest. En kannske þjáningar okkar leiði til þess, að
prestur komi til okkar. Guð mun halda verndarhendi sinni yfir
ykkur.“ '■'
Svo fór hann að tala um búskapinn og framtíðarhorfurnar,
ræktun lands í Fuggesbroke og Colespore, gripina, sem þau enn
áttu, og fugla- og dýralífið í skógunum, sem hann hafði miklar
mætur á. Þar gætu menn, sagði hann við Katrínu, öðlast meiri
vizku, en með því að lesa bækur, og með því að virða fyrir sér
stjörnurnar yrðu menn fróðari en af að .lesa stjörnufræðirit.
Hann þekkti nöfn þeirra og brautir og hann aðhylltist skoðanir
St. Austins um það, að mennirnir ættu að boða dýrð guðs, í
stað þess að miða að því, að fá vald til þess að ráða örlögum
annarra.
Pétur Andrésson,
Skóverzlun
Laugaveg 17.
Byrjið sumarið snemma
og notið
OSRAM
háfjallasol
Véla- og raftækjaverzlunin
Bankastræti 10. Sími 2852.
Tryggvagötu 23. Sími 81279.
GEYSIR H.F.
Fatadeildin.
Bókhald—Endurskoðun
Löggiltur endurskoðandi óskar að taka að sér bók-
haldsstörf fyrir verzlun, útgerð eða iðnfyrirtæki hálfan
daginn. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins sem
fyrst merktum: „Endurskoðandi — 200“.
Skrifstofur
Vinnuveitendasambands íslands
eru fluttar í Templarasund 5 (Þórshamar). Sími 1171.
Kaupi gull og silfur
Karlmanna-
strigaskórnir
með þykku gúmmísólun-
um, nýkomnir.
Þegar að morgunverði loknum reið Katrín af stað heimleiðis
og var vel ánægð yfir því, sem áunnist hafði. Hún hafði
það, sem í hennar valdi stóð fyrir Thomas Harman, og
því að Richard Tuktone gæti lægt óttaöldumar í huga konu
sinnar.
Hún var dálítið efins um það, hvort hún ætti að koma við í
Holly Crouch og segja frá því, sem gerst hafði, en komst að
þeirri niðurstöðu, að bezt væri að Tukton ætti næsta leik, og ef
fundum hennar og Harman bæri saman nú, væri eins líklegt,
að þau færu að deila, vegna steinanna. Hún ætlaði áð riða heim
til Conster.
Nei, það ætlaði hún ekki að gera. Hún háfði allt í einú komið
auga á kirkjutuminn í Leasan, sem gnæfði þar y.fir húsaþökin,
í um mílu vegar fjarlægð frá vegamótunum. Henni flaug í
hug að ríða eystri leiðina og heilsa upp á Nieholas Pecksall í
prestsetrinu. Það var rúmur hálfur mánuður síðan fundum
þeirra bar saman, og þótt þau færu hvort sína leið á sviði trú-
málanna, fannst henni allt tómlegt, ef langur íími leið án þess
ifl^WWVWVVVWVWVWVUVV
BEZT AÐ AUGLYSA1 VlSI
Kápujr-Kgátar
Sníðum kvenkápur og kjóla
eftir máli. Hóflegt verð.
SNIÐASTOFAN
Jón M. Baldvinsson.
Hamarshúsinu. Sími 6850.
Copr. 184».^.. . -.CT Dutwiimh* Jnt —Tœ 1U** T b.v.
Distr. by United Feature Syndicatc, 1.
Allar byssur og skotfæri voru
horfin. Lyklamir að hlekkjum þræl-
anna einnig. Nú var ekki mn að vill-
ast að óboðinn gestur var á ferð.
„Leysið þá,“ sagði Abdulah. „Við
höldum síðan til fangageymslanna
og sjáum hvort þeir eru ennþá á sín-
um stað.“
Þegar þangað var komið sáu þeir
félagar, að allir fangar voru á brott,
og fleiri en einn maður hefði veritS
að verki.
Þegar tveir af vörðunum komu
inn í skotfærageymsluna sáu þeir
tvo Arabana bundna við stoðina og
brá heldur í brún.
£ BuwcuykSi