Vísir - 23.05.1952, Qupperneq 8
LÆKNAB O G LIFJABÚÐIB
Vanti yCur lækni kl. 18—8, þá hringið I
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760.
irx
LJÓSATlMI
bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23.25—
3.45. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 18.15.
Föstudaginn 23. maí 1952
Slíkt leikhús vildum
við eiga heima.
Viðtal við H. A. Bröndsed forstjóra
Kgl. leikhússins.
Tíðindamaður Vísis átti stutt
viðtal við H. A. Rröndsted for-
stjóra Konunglega leikhússins í
morgun. Bröndsted lét mjög vel
af ferðinni og viðtökum þeim,
sem hann og leikararnir hefðu
fengið.
„Ferðina hefði ekki verið
hægt að skipuleggja betur en
’gert hefir verið. Við vorum
fluttir hingað með hraðskreið-
asta farartæki, sem völ er á,
flugvélinni, og fengum gott veð
ur mestalla leiðina, svo við nut-
um fagurrar landsýnar bæði í
Noregi, Shetlandseyjum og hér.
í>ví miður verð ég að fara heim
þegar á mánudag ásamt Holger
Gabrielsen leikstjóra, en við
fáum a. m. k. að sjá Þingvelli
áður. Þangað erum við boðin
á sunnudag."
„Eruð þér búin að skoða
í>jóðleikhúsið?“
„Já, við sáum það í gær og
bæði ég og leikararnir vorum
stórlega hrifnir af byggingunni
og útbúnaði öllum, það leynír
sér ekki, að þar hefir snilling-
ur í leikhúsbyggingu verið að
verki og vildi ég óska að við
ættum slíkt leikhús heima.
Eins og þér vitið leikum við
hér gamanleik Holbergs, „Det
lykkelige Skibbrud“ og tel ég
líklegt að það val sé heppilegra
en nýmóðins gamanleikur. Við
sýndum ágætan danskan gam-
anleik, „Konu ofaukið“, eftir
Knud Sönderby í Finnlandi vor-
ið 1949 og ég fann að áheyr-
endur þar skildu tæpast sam-
tölin og andann í leiknum til
hlítar, svo ég tel klassisk leik-
rit heppilegra.“
„Gæti komið til mála að sýna
íslenzkt leikrit á Konunglega
leikhúsinu?“
„Ég hefi mikinn hug á því
en hefi ekki rætt málið við
Guðlaug Rósenkranz enn. Vit-
anlega veldur málið örðugleik-
um, en úr því mætti að miklu
leyti bæta með því að birta
greinilegan leikþráð í leikskrá.
Ég tel að gestaleikir geti átt
sinn mikla þátt í að efla vina-
hug á milli þjóða. í Kaupmanna
höfn hafa margir góðir íslenzkir
leikarar dvalið um hríð og einn
þeirra Lárus Pálsson er mér
sérstaklega minnisstæður frá
leiksviði Konunglega leikhúss-
ins.
Ég harma mjög, að Anna
Borg skyldi vera veik. Hana
hefðum við viljað hafa á meðal
okkar við þetta tækifæri.“
í leikflokki þessum eru marg-
ir þekktustu leikarar Dana svo
sem Poul Reumert, Johannes
Meyer, María Garland, Ellen
Gottschalck, Lilly Broberg,
Poul Reichard og fleiri úrvals-
leikarar.
Margt er shtítjó
Krían fylgir sumrinu
heimsskautanna milli.
Hún flýgur um 19,000 km. vor og haust.
Nú er krían komin fyrir
nokkru, og hún hefir verið
eins stundvís og venjulega.
Það er þó ekki nein smáræð-
isleið, sem hún hefir farið til
þess að komast hingað, því að
kanadískur fuglafræðingur, dr.
Lewis að nafni, sem hefir gert
sér far um að kanna háttu
hennar, hefir komizt að þeirri
niðurstöðu, að krían fylgi
ætíð sumrinu, fljúgandi næstum
milli heimsskautanna tvisvar á
ári.
Þegar sumar er á norður-
hveli jarðar, finnst krían víða
um lönd á því. Þegar vetur
nálgast ’ þar, tekur hún sig
upp og hverfur, og hún stað-
næmist ekki fyrr en suður við
heimskautsbaug aftur, til þess
að sleikja sólskinið þar. Þegar
sumri tekur svo að halla þar
á nýjan leik — og vorið nálg-
ast hér — þá fer hún af stað
eg fylgir sólinni norður á bóg-
Jnn, Hún flýgur þannig um
38.000 km. á ári einungis milli
aðsetursstaða sinna.
Fuglafræðingar vita, að krí-
an er ekki vinur ísa og snjóa,
en þeir geta ekki eins vel gert
sér grein fyrir því, hvers vegna
hún fari svona langa leið því
að góðviðri getur hún fundið
annars staðar. Sumir telja, að
hún haldi svo mikið upp á
heimsskautasvæðin af því að
þar er við tiltölulega færri
fugla að keppa í leit að æti.
Aðrir líta hinsvegar svo á, að
krían sækist einna mest eftir
mosavöxnu, grýttu landi, sem
er einkum norðarlega og sunn-
arlega á hnettinum.
Dr. Lewis, sem að frama
getur, telur að krían, sem
verpir í Kanada á sumrin
fljúgi yfir til Evrópu á haustin
og þaðan suður til Afríku og
áfram. Það sé gömul eðlisávís-
un, sem láti hana fara þessa
leið, því að áður hafi verið ó-
slitið land á þessum slóðuni,
Samninguin Vesturveld-
anna ©sí Adenaners lokið.
I
Um 30 manna Iiópur fullorð-
inna félaga úr Dýrfirðingafé-
laginu í R.vík, auk nokkurra
unglinga og barna, voru að
gróðurestningu trjáplantna í
Heiðmörk í gær.
Gróðursettar voru hátt á 3.
þús. plöntur.
Félagið hefir látið reisa fána-
stöng, all myndarlega, um 9
metra háa, á hæð einni í landi
því, sem félaginu er afmarkað
í Heiðmörk og blakti þar fáni
við hún allan daginn í gær.
meðan á gróðursetningunni
stóð. Er það hugmynd félags-
ins, að sá háttur verði á hafð-
ur í framtíðinni, þegar Dýrfirð-
ingar koma saman í Heiðmörk,
hvort heldur er til gróðursetn-
ingar trjáplantna eða annarra
mannfunda. Ber fánann hátt
yfir Heiðmörk alla og sést langt
að. —
Bretar fá
meira kjöt.
Einkaskeyti frá AP.
Matvælamálin voru til um-
ræðu í þinginu í gær og lofaði
matvælaráðherrann, Lloyd
George, m. a. auknum kjöt-
skammti.
Á hinn bóginn sagði hann, að
te- og ostskammturinn yrði
naumur, er fram á sumar kæmi.
Jafnaðarmenn báru fram til-
lögu, sem fól í sér vantraust á
stefnu stjórnarinnar í matvæla-
málunum, og var hún felld með
268 atkvæðum gegn 203. Sigr-
aði ríkisstjórnin því með 64 a.t-
kvæða meirihluta. Þykja það
eftir atvikum góð úrslit fyrir
hana, því að -pð atkvæðagreiðsl
ur um einstaka liði fjárlaga-
frumvarpsins hafði hún iðulega
ekki nema 18—85 atkvæða
meirihluta.
Samnlnger senreilega irnidir-
rifaðlr á mánurdag.
Samkomulagsumleitunum stjórnarfulltrúa Vesturveldanna
og dr. Adenauers um sjálfstæði Vestur-Þýzkalands og afnám
h.ernámsins, er lokið, og búist við, að samningar verði undir-
ritaðir á mánudag. Samningarnir eiga og að tryggja samvinnu
48 milljón Þjóðverja við vestrænu lýðræðisþjóðirnar.
Undirritun á fram að fara í
fundarsal efri deildar sambands
þingsins. Þingmenn jafnaðar-
manna ætla ekki að vera við-
staddir og leitogi jafnaðar-
manna, Schumacher, sagði að
enginn Þjóðverji, sem undirrit-
aði þá, væri þess verður að
kallast Þjóðverji. Um þetta
sagði dr. Adenauer, að leitt væri
til þess að vita, að Schumacher
Stærsta skipiö, sem smíð->
að hefir verið, fullgert.
Smíði stærsta skips, sem
hingað til hefir verið smíðað á
Norðurlöndum, var nýlega
lokið í Götaverken í Gauta-
borg.
Skipið er 29.000 srriál. tank-
skip og heitir Brita Onstad. —
Skipið er byggt með' siglingar
til fjarlægra hafa fyrir augum
og hefir því verið lögð sérstök
áherzla á að gera vistarverur
áhafnarinnar vel úr garði, og
eru öllum skipverjum ætlaðir
einmenningsklefar. Belgískt
skipafélag er nú búið að panta
enn stærra skip hjá Götaverk-
en eða 34.000 smál., en stærstu
skip, sem skipasmíðastöðin
getur byggt er 45.000 smál.
Sólrílí iib'úð.....
Khöfn (AP). — Húseigandi
einn í Esbjerg hefir verið kæið-
ur fyrir húsaleigunefnd borg-
arinnar.
Leigjandi nokkur kærði
manninn, af því að hann hækk-
aði húsaleiguna að sumarlagi,
af því að íbúðin væri þá „sól-
ríkari en um vetur“.
léti sé nú sæma, að taka sér í
munri orð austur-þýzkra
kommúnistaleiðtoga.
Adenauer sagði brosandi, er
hann kom af lokafundinum í
gær, að hann væri ánægður
með samningana. Eden og
Acheson eru væntanlegir til
Bonn til að undirrita þá.
Búist við ókyrrð.
Fréttaritari Daily Herald,
jafnaðarmannablaðsins brezka,
virðist óttast að undirritunin
muni ekki fara fram hljóðalaust,
en fréttaritarar annarra brezkra
blaða í Bonn virðast ekki ætla,
að til uppþots muni koma. Flest
ætla, að Rússar og Austur-
Þjóðverjar grípi ekki til gagn-
ráðstafana, fyrr en séð verður
hvert krókurinn beygist með
taðfestingu hlutaðeigandi þings
á samningunum. — Þessa af—
stöðu tekur blaðið Scotchman,
sem bendir á, að seinasta ræða'.
Grotewohls forsætisráðherra A.
Þýzkalands, bendi til þess, að
áróður verði aðalvopnið fyrst
um sinn sem hingað til.
Evrópuráðið skipaði á fundi
sínum í Strassbourg í gær fárra
manna nefnd til þess að sam-
ræma framkomnar tillögur, m.
a. frá Eden, um störf og verk-
efni ráðsins.
Utanríkisráðherrar þeirra
sex ríkja, sem standa að hinum
fyrirhugaða Evrópuher, ræðast
við í Strassbourg í dag, um
lengd samningstímabilsins. —
Frakkar, Þjóðverjar og ítalir
vilja, að samið sé til 50 ára, en
Beneluxlöndin vilja miklu
styttri samningstíma eða 17 ár.
Danski leikflokkurinri frá Konunglega íeikhúsinu'; kom hingað
í gærkveldi. Myndin er tekin við'komuna. Tálið i ) vinstri;
Vilhjálmur Þ. Gíslason, Poul Reumert. Rósenkrans og’fru
Gröndsted leikstjóri, sendiherrafrú Bodil Begtru;\ -Holger
Gabrielsen íeikstjörl;
Vigfús Guðmunds-
son látinn.
Vigfús Guðmundsson frá
Engey lézt hér í bænum í nótt
á 84. aldursári.
Vigfús var fæddur 22. okt-
óber 1868, að Keldum á Rarig-
árvöllum, var bóndi að Haga í
Gnúpverjahreppi og síðan í
Engey á árunum frá 1909—1916
og við Engey var hann síðan
oftast kenndur. Hingað til bæj-
arins fluttist hann 1916 og hefir
búið hér síðan. Vigfús var mjög
greinagóður maður og hafði af-
skipti af mörgum þjóðþrifamál
um um ævina. Hann var lengi
í stjórn búnaðarfélaga, endur-
skoðandi verzlaná og kaupfél. í
22 ár. Vigfús skrifaði mikið um
búskap og önnur atvinnumál,
vann lengi að mælingum jarða-
bóta, var við jarðamát. landá-
skiptí Ög yfirnlat,