Vísir - 18.06.1952, Side 5

Vísir - 18.06.1952, Side 5
Miðvikudaginn 18. júní 1952 V I S I B 6 ‘Vhmw&lf Stniih: í Washington-fylki, landi þögulla skóga, hjalandi lækja og fossa. Þeiítt BMÍnnir ntjöy ú itintis- ítitj Í MtÞW&tg#• Kaliforníu, 23. 4. ‘52. Eins og dagsetning þessarar greinar ber með sér, er eg aftur é Travis-velli í Kaliforníu, eftir tveggja daga ógleyman- lega dvöl í undralandi Washin- tonríki, landi hinna þöglu skóga í norðvesturhorni Bandaríkj- anna. Það er sjálfsagt fjarska óvar- legt að fullyrða, að Washington- láki sé fegursta allra í Banda^ ríkjunum, en hitt get eg þó maður stendur niðri við Puget Sound í Tacoma. Pug'et Sound er eiginlega fjörður, sem skerst inn úr Kyrrahafi, en jafnframt eins konar sund um leið, en víða er þarna vogskorið og svipað því, sem sjá má í skerjagarð- inum norska. En þegar betur er skyggnzt, sést, að gróður er milclu meiri en í Noregi, bæði blómaskrúð og sjálfir skógarnir. Hér verða trén miklu hærri, myndarlegri og beinvaxnari en alltént fullyrt, að hvergi hefi gerist með frændum okkar <eg, enn sem komið er að minnsta kosti, séð stórbrotnara og hug- stæðara landslag í Bandaríkj- unum. Þetta er sannarlega land liinna sígrsenu, þöglu barrskóga, land þeirra, sem elska himinhá, snævi krýnd fjöll, fossandi ár og læki, land þeirra, sem kunna að meta ilmandi barrskóg mót fcláum himni. Frá Travis í Kaliforníu til McChord í Washington er ekki „nema“ 618. enskar mílur, eða innan við 1000 km., og það ligg'ur við, að maður sé orðinn svo mikill ,,flugmaður“, að maður hafi hálfgerða skömm á svo stuttri vegalengd, sem ekki tekur nema 3—4 tíma í flugvél, <eftir því, hverrar tegundar far- kosturinn er. Nei, — þá er eitt- livað myndarlegra við að þeys- ■ast frá íslandi til Massachuss- otts á rúmum 11 stundum, eða jþvert yfir Bandaríkin, frá Washington D.C. til Kaliforníu é rúmum 9 stundum. En þetta ■er auðvitað mikilmennskuslátt- ur á mér, auðvitað í gamni, en .svona er það, nú samt, enda ■umgengst maður ekkert nema flugmenn, sem eru nýkomnir frá Japan, Kóreu, Filippseyjum, Frankfurt eða íslandi. Fjar- lægðir eru orðnar fjarstæða, meiningarleysa. Hvar er Washington? En áður en lengra er haldið <er rétt að geta þess, til glöggv- xmar þeim, sem ókunnugir eru þessum hlutum, að Washington- ríki er auðvitað allt annað en Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna, sem er í austanverðu landinu, en hitt i norðvestur- liorni, eins og fyrr greinir. — Borgin Washington er ekki í neinu ríki, heldur í sérstöku „umdæmi“, sem kennt er við Coiumbia (District of Colum- bia), og venjulega er borgin nefnd Washington D.C., til öryggis og aðgreiningar frá ríkinu sjálfu. Washington ríki er við Kyrra- haf. Að norðan takmarkast það af Kanada, að sunnan af Oregon ríki, en í austri rísa tíguleg Fossafjöll, eða Cascades, eins og þau heita á frummálinu. Þetta er undurfagurt land og stór- brotið. Við fyrstu sýn minnir það manfi svo mjög á.. Noreg, að ótrúlegt má heita. Alveg <<éi3taklega fær maður þossa tiitinningu, áS-maðui' sé kom- inn að. VpcStni (ÖslófiiSi|, cr austan hafs. Algengt er hér að sjá beinvaxin grenitré 20 m. há, eða miklu meira. Skógurinn er víða undur þéttur, sýnilega aldrei verið grisjaður, né neitt hróflað við honum, þetta er því víða sannkallað „jómfrúar- land“ ósnortið manna höndum. Rainierfjallið helga. Það fjallið, sem allir Wash- ington-búar virðast elska og bera dularfulla lotningu fyrir. heitir Rainier (Mount Rainier) og sést það úr órafjarlægð, þar sem það lyftir snjófaldinum hátt yfir græna skógana, allt upp í 4500 m. hæð eða meira. Mér er tjáð, að Indíánar hafi kallað fjallið Guð sinn, en víst er um það, að yfir því hvílir dulúðug helgi, jafnvel í vitund hvítra og hversdagslegra manna á miðri 20. öldinni. Við Puget Sound stendur borgin Tacoma, merkileg verzl- unar- og verksmiðjuborg. Aðal- atvinnuvegur manna á þessum slóðum er auðvitað skógarhögg og timburvinnsla ýmisleg, trjá- kvoðuframleiðsla og pappírs- gerð. En jöfnum höndum er hér stundað aldinrækt, einkum epla, og fiskveiðar í stórum stíl. Er ekki að sökum að' spyrja, að í þessu ríki hafa ílenzt fjöl- margif Norðurlandabúar, eink- um Norðmenn og Svíar, og víða má sjá skilti í gluggum veitingahúsa, að þar fáist „smörgasbord“ eða „fiskepudd- ing“. Mikill menningar- og fram- farabragur sýndist mér á flest- um hlutum í Washington, falleg' íbúðarhús (einbýlishús), snyrti- legar götur og skrúðgarðar, myndarlegar opinberar bygg- ingar. Vinur minn, Stovall ofursti á McChord-flugvelli, ók mér um Tacoma, niður að sjó og nærri því að brúnni miklu, sem nefnist þrengslabrú (Narr- ows Bridge), sem tengir Tacoma borg við Olympiu-skaga, svo- nefndan, handan Puget Sounds. Þarna voru bráðskemmtileg einbýlishús, venjulega einnar hæðar, í einskonar „bungalow- stíl“, eins og við myndum e.t.v. nefna það, auðvitað með bd • skúr, grasflöt, blómarunnum og limgirðingu umhverfis. — Karl Johau í Tacana. Sums staðar eru húsin byggð utan í brattri brekkunni riiðuí aðtSundinu. Við námum staðar Rainier-f jall. fyrir utan eitt slíkt hús á Karl Johan Avenue. Já, gatan hét Karl Johan Avenue, og má nærri geta, hvort Norðmenn hafi ekki átt sinn þátt í þeirri nafngift, og hugsað til Karl Johan-götu í Ósló. Þarna var maður í íjörlegri skyrtu að nostra við garðinn sinn. Við stigum út úr bílnum og gáfum okkur á tal við hann, líkast því, sem við hefðum þekkt hann ár- um saman. Bandaríkjamenn eru hispurslausir, alúðlegir og glað- værir, og það var þessi maður líka. Hann sýndi okkur garð- inn sinn hátt og lág't, sagði hvaða plöntur döfnuðu bezt, sýndi okkur geysi-haglegan vökvunarútbúnað, en með því að skrúfa frá krönum hingað og þangað, var hægt að láta ííngerðan vatnsúða ýrast yfir garðinn. Var mér þetta enn ein sönnun um hugvitssemi Banda- ríkjamanna og ást á tæknileg- um útbúnaði í daglegu lífi. Síðan ókum við út úr Tacoma og stefndum í áttina til „Fjalls- ins helga“, Mount Rainiers. — Mér liggur við að halda, að Washington-búum þyki eins vænt um þetta fjalla eins og okkur Reykvíkingum um Esjuna og má nokkuð af þvi marka vinsældir þessa tignar- lega fjalls- Þetta var langur akstur, en greitt er ekið, þvi að þjóðvegir í Bandáríkjunum eru auðvitað malbikaðir og breiðir, sums staðar fjórbreiðir, eða meira. Á leiðinni bar margt fyrir aúgu. Gil og skorningar, fossar og hengiflug, eða þá að ekið var gegnum dimman, þöglan skóginn, þar sem hávax- in grenitrén birgðu alla útsýn á báðar hendur: Inni á milli trjánna gat víða að líta bjálka- hús, oft eins konar gistihús, sem orkuðu á mig eins og eins- konar töfrahús úr Grimms- ævintýrum, og mér hefði eigin- lega ekkert þótt undarlegt, þótt Raiiðhetta hefði komið þarna trítlandi með körfuna sína og barið að dyrum hjá ömmú sinni, en úlfurinn verið inhi fyrir. í heimsókn hjá nafna. Þetta var yndislegur dagur, sólbjartur og fagúr, ehda margt manna í sömu erindum og við, að komast í nánari tengsl við móður náttúru. Við áðum í veitingahúsi einu við rætur fjallsins. Þar var mikill fjöldi ungmenna, sólbrunninn og hressilegur, enda margir verið á skíðum hið efra í fjallinu. Við fengum okkur hressandi aldin- safa, en feiknin öll eru drukkin af þeirri vöru hér og raunar annars staðar í þessu landi. Svo snerum við aftur heim til flug- vallarins" en þar bjó eg eins og „kóngur í ríki sínu“. Svo undarlega vlldi til, að yfirmaður’ þessa vallar hét Smith, og var ofursti, sérlega viðkunnanlegur maður. Har.n tók sjálfur á móti mér á flug- vellinum, ásamt fleiri háttsett- um mönnum sínum, ók mér rakleiðis til næturstaðar míns, sem var ekki af verri endanum: 4 — fjögur — herbergi gg bað, búin ísskápi, útvarpstæki, dýr- indis húsgögnum, og hvers konar hressingu. Segi eg frá bessu alveg eins og var, að eg held, að þessar vistarverur hafi yfirleitt verið notaðar til þes= að hýsa g'estkomandi yfirmenn annarra flugvalla og aðra tigna gesti, og má því nærri geta, hvort eg hafi ekki með sjálfum mér kunnað vel að meta þe ;sar viðtökur. Snæddi eg fyrsta kvöldið með Smith ofursta og konu hans, sem er frönsk, á- gætri konu. Er raunar óþarft að taka þetta fram, því að hvar- vetna hefir mér verið sýnd óviðjafnanleg vinsemd hér vestra, hver sem í hlut hefir átt. En sleppum því í bili. Áfangi á leið til Alaska. McChord-flugvöllur gegnir raunverulega tvenns konar hlutverki: Hann er mikilvægur áfangastaður á flugleiðum MATS norður til Kodiak, An- chorage og fleiri staða í Alaska, svo og á flugleiðum vestur um Kyrrahaf, til Hickam-vallar á Oahu (Hawaii), Wake-, Mid- way, Okinawa-eyja Japans og Kóreu. í annan stað hefir þarna um árabil verið einn þýðingar- mesti flugvöllur sprengju- og könnunarflugvéla Bandaríkja- flughers. A McChord-velli gat að líta aragrúa stærstu flutningaflug- véla, sem nú eru notaðar, svo- nefndar C-124, geysi-belgvíðar flutningaflugvélar, tveggja hæða, sem geta borið a.m.k. 20 lestir af varningi eða allt að 240 hermenn með alvæpni. — Flugvélar þessar eru þannig gerðar, að þær opnast að neðan, fremst á vélinni, en síðan má aka upp í 'þær heilum strætis- vagni ef vill, eða 16 jeppum. Eg skoðaði eina slíka vél, og fannst mér líkast því að vera staddur í myndarlegri hey- hlöðu, þegar komið var inn í búk þessa ferlíkis. Þegar maður KVÖWjtmkeK SÚ VAR TÍÐIN, að Norðmenn og íslendingar eldu grátt silfur og mun viðskiptanna á Siglu- firði lengi verða minnst, sem dæmi upp á baráttuvilja beggja þjóðanna. Nú virðist sambúðin fara batnandi með hverju’ári. Hópur íslendinga er nýkominn heim úr ferð til Noregsstranda og lætur afarvel af förinni. Ferðalag þessara manna ætti að auka nokkuð þekkingu frænda vorra á íslandi, en hún hefir verið næsta lítil og eru dæmi, að Norðmenn hafa spurt íslendinga hvort sami guð sé á íslandi og í Noregi. ♦ En þótt sleppt sé öllu spaugi, þá er það mála sannast, að Norðmenn hafa mjög fáranlegar hugmyndir um okkur íslendinga, þótt þeim sé hlýtt til okkar. Réttast mun að segja, að Norðmönnum sé hlýtt til okkar, eins og þeir halda að ivið séum, ekki eins og við er- um. Nefndir hafa verið settar á laggirnar, til þess að athuga skólabækur norrænu þjóðanna og reyna að útrýma mestu vit- leysunum, sem þær hafa að geyma. íslendingar eiga að sjálfsögðu fulltrúa í þessurn nefndum, en því miður mun hafa orðið misbrestur á því, að íslendingarnir hafi komið til funda og.mun fjarlægð og getu- leysi um að kenna. Afleiðingin hefur hingað til verið sú, að norskar kennslubækur segja að mestu frá íslenzku þjóðlífi eins og það var fyrir 50 árum, og fýsir því suma Norðmenn að heimsækja þjóð, sem enn er á miðaldastigi. ♦ Samstai’f norskra og ís- lenzkra skógræktarmanna mun áreiðanléga hafa mikil og góð 'áhrif, hvað gagnkvæma þekkingu snerfi. Norðmennirn ir, sem hingað koma, sjá að íslendingar eru farnir að borða með hníf og gaffli, og jafnvei íarnir að byggja sér vandaðvi íbúðahús en Norðmenn eiga að venjast, og notfæra sér auðlind- ir landsins í þágu atvinnuveg- anna.. ^ íslendingarnir, sem fara til Noregs kynnast fullkomnum skógræktaraðferðum, sem eiga að geta komið okkur að miklu haldi í framtíðinni, en þess sjásfc nú glögg dæmi, að íslendingar hafa ákve'ðið að klæða landið skógi á ný. Norðmenn krækja sér árlega í tugi milljóna í er- lendum gjaldeyri með því að taka á móti ferðamönnum. ís lendingar geta margt af þeim lært í þeim efnum þótt allt sé ekki til fyrirmyndar á norsk- um gistihúsum. ♦ Auglýsingatækni Norð- manna er ágæt — t.d. aug- | lýsa þeir norskar bókmenntir ' mjög í hinum enskumælandi heimi, og er þar jafnan efstur á blaði maður að nafni Snorri Sturluson, en mynd af Norð- manninum Leifi heppna prýðir marga norska minjagripi. Hvernig væri, að við reyndum að laða til okkar nokkra ferða- menn með því að segja þeim frá íslendingum Henrik Ibsen og afreksmaninn Nansen? ♦ Tómlæti okkar, hvað landkynningu snerti, er með þeim ódæmum, að við tökum því með þögn og þolinmæði, að mestu afreksmenn okkar séu notaðir sem ferðamannaaug - lýsingar hjá annari þjóð, þótfc vinsamleg sé. Hvort sem við gerum okkur mat úr minningu þeirra sjálfir eða ekki, ættum við, ekki um aldur .og ævi að láta aðra f rær sér frægð þeirra

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.