Vísir - 19.06.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 19.06.1952, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 19. júní 1952 TI8IB B Stéttasjónarmiðið er þröngsýnt, hllfðarlaust og þjóðhættulegt. ðslís 4b£ öSvmbm ■ eistshis 4BÍ sjðEÍÍBM SÖB\ Frá þvi er elnsl&is góðs að vænía fyrir alþjóöarSsag, Það hefir verið yfirlýst stefna og mál málanna, allra þeirra ríkisstjórna, sem hér hafa verið allt frá stríðsbyrjun 1939 að vinna gegn dýrtíð og verðbólgu í landinu. Þrátt fyrir þennan góða ásetning hefir þeim öllum mistekizt þetta gjörsamlega, og verðbólgan aukist frá ári t:l árs, samtímis því, sem fjárhags- afkoma framleiðenda hefir farið síversandi allt frá stríðslokum, og lífskjör almennings á sama hátt, svo hafa og gengislækkan- ir endurtekið sig. Svo mikil brögð hafa verið að þessu að það er með miklum ólíkindum, þannig að það hefir víst engan getað órað fyrir því að svo aum- lega færi með þjóðarbúskapinn. Þegar svo aftur er litið til þeirra happa, sem þjóðinni hafa fallið í skaut á þessum sama tíma, verður þetta enn óskiljaniegra. Fyrst stórmikill stríðsgróði og síðan Marshall-hjálp, að mestu leyti í gjöfum og einnig í lán- um. Þrátt fyrir þetta hefir þjóð- in búið við þröng innflutnings- höft, og skort á mörgum nauð- synjum, og brauðfært sig á gjöfum og stórkostlegum lán- um erlendis. Það má öllum vera ljóst að hér hlýtur að vera um stórfeng- leg mistök að ræða, og að hév eru einhver þau öfl að verki, sem ekki er nægilegur gaumur gefinn, og því ekki mætt á við- eigandi hátt. Þessi öfl eru fyrst og fremst löggjöfin sjálf. Hún er maðkurinn í mjölinu. Skal hér reynt að gera nokkra grein fyrir því. Tvö sjónarmið. Til nokkurs skilningsauka er mönnum bent á að gera sér grein fyrir tveimur ósættan- legum sjónarmiðurn. Það eru sjónarmið stéttabaráttunnar og þ j óðhagssj ónarmiðið. Stéttasjónarmiðið er þröng- sýnt og eigingjarnt. Það er þetta sjónarmið sem er ráðandi í löggjöf okkar og landsstjórn síðasta aldarfjórðung, eða síðan Framsóknarflokkurinn með hlutleysi jafnaðarmanna mynd- aði stjórn 1927. Allan þennan aldarfjórðung hefir verið illa stjórnað á íslandi. Hvergi kem- ur það greinilegar fram, en í kaupdeilum og verkföllum hvað stéttasjónarmiðið er þröngsýnt, eigingjarnt og hlífðarlaust við atvinnuvegina, sem eru bjarg- ræði þjóðarinnar. Hér verður brugðið upp myndum af því. Annað dæmi ekki þýðingar- minna er skattalöggjöfin. Með kaupdeilum og sköttum er búið að lama framtak einstakling- anna, og draga fjármagnið út úr framleiðslunni og úr landinu má líka segja, svo að útgerð- irnar standa nú flestar á barmi gjaldþrots, en er haldið uppi frá ári til árs, með beinum og ó- beinum styrkjum og fyrir- greiðslum frá ríkinu, svo sem skuldaskilum, verðuppbótum, gengislækkunum, bátagjaldeyri og lánum, sem engar líkur eru til að nokkurntíma verði greidd. Efnamenn eru að’hverfa frá því að festa fé sitt í framleiðslunni. Kom það greinilega í ljós, þeg- ar nýsköpunartogararnir voru að koma til landsins. Til þess að þeir yrðu gerðir út, urðu bæjarfélögin að kaupa þá, að öllu leyti í skuld, vegna þess að einstaklingarnir voru búnir að fá sig full-reynda á útgerð, vissu sem var að það var öllu að tapa, en ekkert að vinna, og vildu eðlilega ekki festa fé sitt á þann hátt. Bæjarfélögin hafa síðan rekið þessa útgerð, undantekningalítið með tapi, sem útsvarsgreiðendur verða síðan að borga, meðan eitthvað er af þeim að taka. Þrjóti það, verður ríkið að taka að sér tap- reksturinn. — Svo báglegt er nú ástandið. Krepptir hnefar. Skal þá fyrst vikið að því, hvernig stéttarbaráttan er í framkvæmd. Sá atburður gerðist árið 1950, að maísveinar á siglingaflotan- um kröfðust kauphækkana, og til áréttingar kröfu sinni gerðu þeir verkfall. Þetta er fámenn stétt, vel launuð. Mig minnir það vera nálægt 50 manns, sem að þessu stóðu. Nú er það vitað að samgöng- ur eru lífæð þjóðarinnar, bæði fyrir atvinnulífið og daglegar þarfir einstaklingsins. Það er því mjög þægileg aðstaða, sem þessum fáu mönnum er gefin að geta sagt við þjóðina: „Ef eg fæ ekki það sem eg fer fram á refjalaust, þá'svelti eg þig tií hlýðni." — Peningana eða lífið. Það er siðalögmál stigamennsk- unnar. — Sé nú hinsvegar litið á réttindi einstaklinganna kem- ur oft og tíðum í ljós að hann er allt annar og minni en stétta- félaganna, og ljöggjöfin er ó- feimin við að ganga mjög á hann, jafnvel svo að orkar tví- mælis að ekki séu framið á þeim stjórnarskrárbrot ef ein- hverjum þykir það hagkvæmt þjóðarheildinni, eða hluta henn- ar. En istofni nokkrir menn stéttarfélag geta þeir ógnað með krepptum hnefum og haft í hót- unum, til þess að koma fram kröfum sínum, án nokkurs til- lits til þjóðarhags. Þessi „rétt- ur“ eða öllu heldur óréttur, er óspart notaður til stór tjóns fyrir þjóðfélagsheildina, svo spakleg er þessi löggjöf. Vissu- lega þarf hún að endurskoðast. Togarasjómannaverkfallið síðara. Þegar togarasjómannaverk- fallið skall á þann 20 f.m. lágu spilin þannig: Atvinnuleysi hefir verið mik- ið meðal verkamanna hér í Reykjavík í vetur, og þó meira í bæjum ' Og sjávarþorpum úti um land. Til þess að bæta hjá sér atvinnuástandið hafa mörg bæjarfélög fengið togara fyrir atbeina og milligöngu ríkisins. Til þess að sem mest atvinnu- bót mætti verða af þessum skipum, hafa þau, þegar minnst hefir verið um vinnu í landi, verið látin leggja aflann upp í heimahöfn til atvinnubóta fyrir landverkamenn, þó að það væri peningalegt tap fyrir útgerðina, móti því að sigla með fiskinn óunninn á erlendan markað. Flestar eru útgerðir þessar reknar með halla, og nýlega var frá því sagt að 17 togarar væru nú í vanskilum við stofn- lánasjóðinn, svo að hér er ekki um það að ræða að rekstraraf- koma skipanna sé það.góð að þau þoli aukinn reksturskostn- að. Kaup togarasjómanna er að jafnaði sem næst tvöföldu kaupi landverkamanna, þeirra, sem hafa stöðuga vinnu, en hjá þeim, sem hafa stopula vinnu, verður þessi munur miklu meiri. Stöðvun togaraflotans þýddi áframhaldandi og aukið at- vinnuleysi láglaunamannanna. Samt hika ekki togarasjómenn við að stofna til aðgerða, sem hlutu að skapa hreint neyðar- ástand hjá því fólki, sem á af- komu sína undir því að skipin séu gerð út. Og ekki er það verkfallsmönnum að þakka að til þess kom ekki, að gengið var að ósanngjörnum kröfum þeirra til að forðast það neyðar- ástand, sem að öðrum kosti blasti við. Það er óneitanlega mikil kaldhæðni og ábyrgðarleysi <ð mennirnir sem koma þessu á þögninni. Það er líka y8rn a stað og fyrir því standa, eru Allt er þetta framferði tákn- rænt sýnishorn þess hvað stéttasjónarmiðið er þröngsýnt, hlífðarlaust og þjóðhættuleg: Gerir litlar eða engar kröfur til sjálfs síns, en miklar til annara. Frá því er því, einskis góðs að vænta fyrir alþjóðahag. Eg öfunda ekki sjómenn af „sigrinum“. Miklu frekar vor- kenni eg þeim að vera svo á valdi óþjóðlegra skemmdai ■ verka-afla að þeir láta hafa sig til þessa. Togarasjómannaverkfallið 1950. Sumarið 1950 skrifaði eg nokkrar greinar í dagblaðið Vísi. Fyrst um verkföll almennt og skaðsemi þeirra fyrir þjóð- arhaginn og lífsafkomu almenn- ings, og svo síðar út af verk- fallinu meðan það stóð yfir, en það stóð yfir í hvorki meira né minna en 129 daga. Eg varð þess var að þessar greinar vöktu talsverða athygli, sérstaklega sú tillaga mín að gerðardómur hefði æðsta úrskurðaryald i kaupdeilum, þegar aðilar — verkamenn og kaupgreiðend- ur — geta ekki komið sér sam- an. Þó virðist það ekki hafa verið tímabært að nefna gerð- ardóm í þessum málum. Þeir sem eru tillögunni hlynntir forðast eins og heitan eldinn að láta það í ljós öðru vísi en undir fjögur eyru, en hinir sem eru henni mótfallnir, svo sem fjöldinn af „verkalýðsleiðtog- unum“, sem reyna að fita sig á því að egna stétt móti stétt, til eyðiléggingar fyrir þjóðar- haginn og afkomuöryggi ein- staklinganna, kusu heldur að eyða umræðum um málið með sinn hátt. Það reyndist því eins og að tala út í endalaust tóm- ið að minnast á það mál, ert aftrar mér þó á engan hátt frá því að gera það enn að um- ræðuefni, þegar svo sérstætt til— efni gefst sem þetta síðasta verkfall á togaraflotanum, sem_ hlýtur, eftir öllum málsatvik- um, að færa öllum þjóðhollum. hugsandi mönnum heim sann- inn um það að hér er svo mikuV alvörumál á ferðinni að ekki hægt í það óendanlega að stinga höfðinu í sandinn og láta. sem menn sjái það ekki. Það kemst ekkert öryggi og jafn- vægi í þjóðarbúskapinn mu n.. þröngsýn og eigingjörn samtök. launamanna eru einráð um það, hvaða kaupgjald í krónutölu er- greitt fyrir vinnuna án tillits tiL þess hvern arð hún gefur í aðra hönd. Launþegar grafa. ekki síður undan sinni eigin. velferð en annara, með þessari blindu baráttu. Þó að krónumu þeirra fjölgi, þá minnkar um leið verðgildi þeirra, því verður árangurinn neikvæður. Eg benti á það, þe/.ir tog- arasjómannaverkfaliinu iPlj> lauk, að það hefði þá verið búið að kosta þjóðina u;n eða. yfir hundrað milljón krónur. Fyrir þá sem stórt hugsa virð— ist þetta of smátt umtalsefni og: ekki gaumur gefandi, en þó- munar kotríki okkar um minna. Frekar en að taka nú aftur álíka skell var sá kostur tek- inn að semja, og var það ef- laust eina færa leiðin. Engu að síður er það undirbúningur undir fleiri kaupdeilur og al- mennar kauphækkanir svo og næstu gengisfellingu. Þannig. heldur hjól atburðanna áfram. að snúast meðan svo fer fram, þeir sömu, sem alltaf gera meso- ar kröfur til þess opinbera, að að sjá öllum og æfinlega fyrir nægri atvinnu. Þeir leggj i drög að því að það, sem gert er til hjálpar, verði að engu. Nauðvörn gegn arðráninu! Því er jafnan haldið fram af verkfallsleiðtogunum að verk fallsrétturinn sé nauðvörn launamanna • gegn arðráni vinnuveitenda — auðvaldinu. - Hér snýst þetta alveg við, svo það er orðin þjóðfélagsleg nauðsyn, og nauðvörn að banna með lögum þennan yfir- gang og ábyrgðarleysi, sem er að koma þjóðinni á vonar völ og gera okkur að beiningar- mönnum, líka vinnandi stétt- irnar, sem halda sig hagnast á þessu, ekki síður en aðra. Það hefir þótt góð regla að hafa vit fyrir óvitum. Hér er þess sannarlega þörf. Ekki má gleyma síðasta þæti- mum. Til þess að styrkja sem bezt aðstöðu sína, biðja sjómenn un aðstoð erlendra stéttafélaga í baráttunni gegn hagsmunura sinnar eigin þjóðar. Það er ver- ið að biðja um íhlutun erlendra aðila í hreinu innanlandsmáli! Svo lítill er þjóðarmetnaðúr þessara samtaka. Þannig er i alþjóðasamtök stéttafélaganna í framkvæmd gerð að landráða- starfsemi. Þetta er lítilmótleg asti þáttur kaupdeilunnar. Þó er þetta allt gert í krafti laga og „réttar". Hvað finnst ykkur um slíkt réttarfar? KVÖLÐjiaHkar. MARGIR HYGGNIR MENN hafa vakið máls á því að und- anförnu, að íþróttastarfsemi fari nú mjög út í öfgar, og véki af hinni upprunalegu hugsjóna- braut íþróttanna. Eiginlegur tilgangur íþrótta er sem sé ekki sá, að ná' ákveðinni stökkhæð eða lengd eða varpa kúlu lengra en allir aðrir. ♦ íþróttirnar eiga að vera tæki til þess að þroska ýmsa þá eiginleika í fari manna, sem betra' þykir að hafa en missa'— t. d. drenglyndi, snar- ræði, hugdirfsku, félagslyndi og prúðmennsku. Skefjalaus keppni og barátta, til þess að setja met, þroskar ekki þessa eiginleika nema síður sé, enda hafa methafar í íþróttum sjald- an orðið forystumenn þjóða. Með þessu er ekki sagt, að íþróttir eigi ekki fullkomin til- verurétt — þvert á móti, þær eru nauðsynlegur og sjálfsagð ur þáttur í uppeldi æskunnar, en því aðeins að þær stefni að mannbætandi marki en ekki há- marki í hverjum leik hvað sem það kostar. ♦ Nýlega hefir ný íþrótta- grein látið á sér bera, og nefnist hún starfsíþróttii’. Starfsíþróttir eiga vafalaust glæsilega framtíð framundan, því að þar er um að ræða keppni í störfum, sem bókstaflega eru eðlilega samslungin lífinu sjálfu, vonum mannanna, ósk- um og þörfum. nu. tiL ♦ Getraunastarfsemi er hafin hér á landi framdráttar íþróttum. Gizka menn þar á, hverjir muni vinna kappleiki úti í löndum eða hér og munu flestir hafa þar álíka mikið við að styðjast og ef þeir gizkuðu á hvort Moo Poo Koo í Kína kvænist Pii Sii Rii eða, Puu Suu Ruu. ♦ Það er vafalaust til of mikils mælzt, að starfs— íþróttirnar verði látnar njóta Moo Poo Koo-peninganna, erx hvernig væri að getraunaseðlar framtíðarinnar yrðu útbúnir- þannig, að almenningur hér á landi gæti haft einhvern snefiL af möguleika til að draga skyn- samlegar ályktanir í sambandi við þær — t. d. með því að lofa fólki að gizka á, hverjir muni vinna í starfsíþróttum framtíð- arinnar? ♦ íslenzku íþróttafrömuð- irnir hafa unnið mikið starf og merkilegt. Með því að safna fólkinu saman í íþrótta- félögum hafa þeir forðað því frá því sem verra er — iðju- leysi, sem stafar af algerum, verkefnaskorti. Nú bætist þess- um sömu mönnum nýtt við- fangsefni, sem sé það, að koma á drengilegri starfsíþrótta- keppni milli íslendinga og ann- arra þjóða, sem við höfum að undanförnu keppt við ýmist í frjálsum íþróttum eða knatt-> spyrnu. u j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.