Vísir - 19.06.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 19.06.1952, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 19. júní 1952 V I S I B «UWWVVUWWLWWAVWWWbWLWUVWVUWUWWVVWVWW ábyrgðina — ef til vill eiga hér margir sök, orðrómur hefir komizt á kreik og leitt til þess, sem gerðist. Þar að auki, skað- inn er skeður, eins og menn segja, og bezt að láta nú allt kyrrt liggja. Valdið yður ekki hugaróróa með því að gruna vini yðar.“ „Eða sjálfa mig.“ „Yðui', eg var ekld að tala um yður.“ „Ef það væri hann — Nicholas Pecksall .... þá er það vegna þess, að eg sagði honum .... herra Douce — þér minntust á Pecksall?“ „Eg verð að játa að mér hefir verið sagt, að hann hafi látið í té upplýsingar, en vafalaust hafa margir — “ Að baki hennar voru opnar dyr og hún hvarf inn um þær og hurðin skall að stöfum, áður en hann lauk setningunni. 38. Hún sat alein í svefnherbergi sínu, huldi andlitið í höndum sér og reyndi að hugsa.......Nicholas Pecksall, — hún hefði átt að geta sagt sér þetta sjálf .... eða var Robert Douce að Ijúga þessu upp til þess að velta sökinni á annan. Nei, rödd hans, tillit augna hans, framkoma hans öll hafði borið sann- leikanum vitni. Og hví skyldi hann Ijúga — hið sanna hlaut að koma í ljós fyrr eða síðar. Hann hafði talað um orðróm, þetta hafði þá verið á allra vitorði, — þetta var þá það, sém Nicholas Pecksall gat gert vegna haturs síns á Tuktonefólkinu — en með þessum svikum sveik hann einnig þá trú, sem enn bjó í hjarta hans — og með þessum svikum hefði hann getað valdið dauða mínum, hugsaði Katrín, og vissulega hatar hann mig ekki. Hún gat ekki trúað því, að hann vildi vera valdur að því, að hún yrði sett í fangelsi — og kannske líflátin. Hún mundi hversu hann hafði lagt að henni, að leggja sig ekki í hættu — hún hafði jafnvel fengið fyrirlitningu á öllu þessu hjali hans um öryggi. Orðrómur, sem fór um heila byggð og kannske fleiri en eina, var að öllum líkindum ósannur, hvað sem leið málshættinum „sjaldan lýgur almannarómur“. Kannske var hann í rétti sínum — kannske var honum skylt að skýra frá starfsemi trúvillinga í sókn.sinni — að minnsta kosti mundu margir ætlast til þess af honum. En hvað sem þessu leið — hún hafði ekki sagt honum daginn né stundina. Einhver annar hlaut því að hafa lagt hon- um vitneskju í té. Harman kannske. Hún vildi ógjarnan ætla honum illa, en þó fremur honum en Pechsall. Það að ef það var Pecksall var það hennar verk. Hún hafði verið ræðin um of, er hún ræddi við hann — en það var vegna þess, að hún bar fyllsta traust til hans — hún var svo viss um, að hann vildi ekki fremja illan verknað. Hann kunni að aka seglum eftir vindi og gerði. Pilatus gat hann verið, en Judas ekki.....Kannske hafði hann komist að raun um það allt í einu, að grunur hvíldi á honum, og hann hefði gripið þetta tækifæri til þess að hreinsa sig. Hún varð að fá að vita hvernig í þessu lá. Hann mundi ekki ljúga að henni, nema hann hefði allt í einu orðið háður djöfullegum á- hrifum. — Hún hljóp til hesthúsanna og bað um hest og svo þeysti hún í áttina til Starwencrowhæðar og yfir hana. 39. Það hafði góð áhrif á hana að koma á hestbak. Kyrrð og ró kom yfir hana, en hún sveif áfram, gegnum eilífðir fannst henni, við eilífa hreyfingu, til eilífrar hvíldar. — Hún vaknaði sem af draumi upp úr hugleiðingum sínum, er tumspírurnar í Leasan báru við himin. Þetta var á svölum septembermorgni og rósa- blöðin voru fokin út í veður og vind, en anganin frá stönglunum, sem enn stóðu grænir féll henni betur. Hún kom hvergi auga á Pecksall í garðinum og er hún barði að dyrum sagði ráðskonan, að hann væri í kirkjunni, við bæna- lestur. „Viljið þér bíða hér eftir honum?“ „Nei, eg ætla til hans.“ Hún gat ekki staðið kyrr, eða setið, hún varð að vera á hreyf- ingu — svo að hún gekk aftur sömu leið og hún kom, meðfram rósarunnunum, og að kirkjuhliðinu, og gekk inn í kirkjuna, en hún var ekki fyrr inn komin en hún óskaði sér þess, að hún hefði ekki komið — hinir beru, hvítkölkuðu veggir höfðu alltaf haft truflandi áhrif á hana — allt í einu kvað við hvellur klukkna- hljómur, og nú kom hún auga á Nicholas Pecksall, þar sem liann stóð hempuklæddur, hár og fölur, og hið hvíta í-ykkilín bylgj- aðist niður frá öxlum að fótum hans. Hann hélt á opinni bæna- bókinni nýju og kirkjuþjónn kom æðandi, til þess að nema stað- ar andspænis og svara bænunum. Katrín stóð hreyfingarlaus. Hún var að hugsa um hvort hann hefði komið auga á hana. Það var litað gler í gluggunum og því fremur dimmt í kirkjunni og hún stóð þar sem skugga bar á við skírnarfontinn, en þar sem dyrnar voru opnaðar var ólíklegt, að hún sæist ekki. En ef hann gerði það, því skyldi hann lesa með svona miklum hátíðleik, og er hún stóð þarna og horfði á hann varð hún fyrir einkennileg- um áhrifum, hann sýndist hærri en hann var, hann leit upp og hann las hvert orð hátíðlega, eins og þyldi hann konunglega tilskipun: Því bið eg yður og hvert yður, alla, sem viðstaddir eru, að fylgja mér, hógværir í lund og hjartahreinir, að hásæti Drottins, og hafið upp eftir mér .... -----Það brakaði, skyndilega í eikargólfinu og það var sem hinn hái, hempuklæddi maður hrykki í kufung. — — Katrín gekk út. Hún furðaði sig á, að hún skyldi hafa verið þarna svona lengi. Að lokum beið hún í herbergi, þar sem allir veggir voru huld- ir bókum, á hverju borði og jafnvel stólum hlaðar af bókum. Hún hafði nægan tíma til þess að líta í kringum sig, því að enn varð hún að bíða í tuttugum mínútur. „Katrín — elsku barn.“ Andartak var hún orðlaus — svo hlýlega hafði hann mælt. Hann heilsaði henni með handabandi og ’var sem hann ætlaði aldrei að sleppa hendi hennar. „Eg er þakklátur fyrir, að þú komst, því að eg hefði ekki haft tíma til þess að ríða til þín. Eg var í Conster í morgun, en eg vildi ekki láta vekja þið, því að eg vissi, að þú mundir vera svefns þurfi.“ „Eg — eg þurfti að finna þig.“ „Viltu ekki glas af víni? — Eg á portúgalskt vín, sem er styrkj- andi.“ Hún hristi höfuðið. Hemii þótti næstum betra að deila við hann en að verða að þola góðvild hans, eins og komið var. „Þökk, eg er nýbúin að borða. Eg þarf einskis." Hann sá, að henni leið illa, og vildi ekki leggja fastara að henni að þiggja neitt. Þau settust — hann gegnt henni, en milli þeirra var borð, sem liún lagði hönd sína á. „Eg vildi, að eg gæti huggað þig, Katrín,“ sagði hann og greip hönd hennar — og einhvern veginn yljaði það henni alveg að hjartarótum, en allt í einu mundi hún, og kippti að sér hendinni. Hann varð undrandi á svip og henni skildist, að hann hafði ekki hugmynd um hvers vegna hún var kominn. Hann hélt, að hún hefði komið til að leita huggunar í vansæmd og sorg. „Katrín, þú veizt, að eg er vinur þinn.“ Þarna bauðst henni tælcifæri, sem hún var ekki sein á sér að nota. „Eg — veit það ekki, — eg er ekki viss um það?“ Hann skipti litum. Var það vegna sektar — eða hafði hún móðgað hann? Dulrænav frásagnir „Karatl!n“. hent, þessu næst gengið á „spil- ið“ og með hávaða og orða- skvaldri, er hann skildi eigi. Tvisvar fór hann upp og var þá allt með kyrrum kjörum. En einatt þegar hann kom nið- ur heyrði hann ólætin og gekk á þessu alla nóttina. Beið hann nú niðri eftir því, að komið yrði til hans. Þegar birti af degi komu skipverjar úr landi. Sagði Höskuldur þeim fyrir- brigðið og að sér hefði ekki komið dúr á auga alla nóttina, og kvað þá mundu alla feiga, er á Karatlin væru þá eða yrðu þar eftir, og það væri af sér að segja, að hann færi af henni í dag og yrði aldrei framar á henni meðan guð gæfi sér lífið. Þeir hlógu og kváðu hann dreymt hafa. Hann bað vini sína að ganga af skútunni með sér, en þeir kváðu þetta vit- leysu og fylgdi enginn honum af henni. Síðan lagði Karatlin út og kom heilu og höldnu úr þeirri ferð inn á Seyðisfjörð, því að þaðan var henni haldið út. Þar var hún sett upp og látin standa yfir veturinn. Þóttust menn þeir, er fram hjá henni gengu, einkum á síð- kvöldum, heyra ærinn og ein- kennilegan hávaða í henni, helzt efvdimmt var og fóru af því sögur. Um vorið sigldi hún út og kom aldrei aftur inn á Seyðis- fjörð. Voru þá á henni allir sömu menn og þá, er fyrir- brigðið varð, nema Höskuldur stýrimaður og Stefán sonur séra Einars Hjörleifssondr í Vallanesi, sem er enn á lífi, þegar þetta er ritað. Aldrei spurðist framar til Karatlin, né neins af þeim, sem á henni voru. Þessa sögu sagði Hösk- uldur stýrimaður sjálfur Þór- unni Pálsdóttur ísfeld, móður Eiríks, sem skrásetti söguna, og það með, að hún yrði sér í minni meðan hann lifði. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI c & Sumu^ki: — TARZAN 1/60 Hatturinn gaf litlar upplýsingar, en vandlega vafða innan í vatnsheld - an dúk fann hann dagbókarbrot. Maður þessi hafði heitið Paige og ákvað Tarzan að leita bróður hans uppi, sem talið var að væri í haldi hjá hellisbúum. Hann, tók utan af dagbókinni, en þar stóð að hellisbúar hefðu tekið þá félaga höndum. Þar var líka slo-ifuð lýsing á leið- inni til lands hellisbúa, þar sem einn hvítur maður væri í haldi ennþá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.