Vísir - 20.06.1952, Qupperneq 4
V I S I R
Föstudaginn 20. júní 1952
DAGBL&Ð
Bitstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson,
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
'Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm Iínur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
(Heimskringla, 11. júní).
Upp úr miðri síðastl. viku
heimsóttu Winniþeg sex íslend-
ingar sunnan frá Florida. Voru
það Guðmundur Þorvaldsson,
bóndi á Brekku í Borgarhreppi,
'kona hans Guðfríður Jóhannes-
dóttir, tvær dætur þeirra hjóna
og menn þeirra. Er önnur dótt-
irin Jóhanna, gift Thorolf Smith
en hin heitir Kristín, og er mað
ur hennar Hilmar Skagfield.
Hann er sonur Sigurðar Skag-
Attundi landsfundur Kvenréttindafélags fslands stendur yfir - field, .eins elskulegasta söngvara
þessa dagana hér í höfuðstaðnum, en kvennadagsins 19. úslenzku þjóðarinnar á sinni tíð.
júní var minnst með guðþjónustu og samsæti, er konur héldu. Hilmar á nú heima í Florida,
Jafnframt gaf Kvenréttindafélagið út blaðið „19. júní“, sem ritað hefir stundað háskólanám þar
Landsfufldur kvenréttkxiafélagsms
Gestum héðan fagnað
vel í Winnipeg.
Möfföu ehiö punffuö frú Wíúríúu.
Guðmundar, eru því systra-
börn. Helgi og Guðmunaur eru
og kunnugir að fornu. Hér var
því um allstóran skyldmenna
.og kunningjahóp Borgfirðinga
að ræða, samankominn fjarri
ættjörðinni.
Thorolf Smith er fréttaritari
blaðsins Vísi. Ekki höfðum við
hér vestra kynnst honum fyrri,
að öðru en því, er eftir hann
hefir birzt í Vísi síðustu vik-
urnar um ferð hans hér vestra
og þegar vöktu eftirtekt í. blafi-
inu. Annars á blað hans inni hjá
oss Vestur-íslendingum fyrir
hvernig hinir góðu ritstjórar
er af ýmsum forystukonum, innlendum og erlendum, en efni
þess varðar bæði réttindamál kvenþjóðarinnar og hagsmuna-
mál þjóðfélagsins í heild.
Nú er af sú öldin,, er amast var við réttindabaráttu kvenþjóð-
arinnar, og brautryðjendur í baráttunni voru hafðar að háði
og narri. Allir viðurkenna nú að konur þær, sem fyrstar hóf-
ust handa í þessu efni, hafa unnið merkilegt og þjóðnýtt starf,
sem þegar nýtur fullrar samúðar og viðurkenningar. Hins-
vegar skortir enn nokkuð á að konur njóti fyllsta réttar á
borð við karlmenn og beinist barátta þeirra að því frekast að
leiðrétting verði gerð í skattalöggjöf að því er álögur varðar,
er hjónin vinna bæði fyrir kaupi utan heimilis, og ennfremur
að konur njóti sömu launa og karlmenn fyrir sömu störf og
virðist það ekki ósanngjörn krafa sé um sömu afköst að ræða.
Hitt er svo annað mál að vafasamt er, hvort heppilegt sé
að konur vinni aðallega utan heimilis, með því að annars-
vegar getur það þýtt vanrækslu í uppeldi barna, en hinsvegar
leiðir af því samkeppni um vinnuna, sem ekki er mikil fyrir
og ekki fullnægir eftirspurninni eins og sakir standa. Slíkt
val á að vera einstaklingnum frjálst og án allrar þvingunar.
Er fyrsta skilyrði þess að vænta megi heppilegs árangurs af
aukinni vinnu kvenna utan heimilis, er að þær uppfylli skil-
yrði að því er varðar alla kunnáttu og geti þannig staðist sam-
keppni um stöðurnar. Konur hafa aðgang að öllum mennta-
stofnunum og öllum störfum, þannig að ekki er hlutur þeirra
fyrir borð borinn að því leyti, og stendur það þá nokkuð í
valdi þeirra sjálfra hvert lífsstarf þeirra verður.
En konur hafa ekki gætt þess sem skyldi, að það eitt er
ekki nóg að krefjast réttinda, heldur verða þær einnig að sinna
skyldum sínum, sem felast í því að tryggja kynsystrum sín-
um almenna fræðslu. Sem dæmi mætti nefna að aðstoðar-
stúlkur á heimilum njóta ekki nauðsynlegrar fræðslu áður
enn þær ráðast í vistir og ýmsar líta þær með vanþóknun á
þann starfa og velja sér vafasamari lífsferil. Vel rækt innan-
hússtörf ættu þó að vera best metin af öllum, sem þeirra eiga
að njóta, enda skiftir mjög miklu máli hvert ,,lifibrauð“ al-
mennings er, hvernig matur er tilbúinn og framreiddur og
hverrar hagsýni er gætt í búrekstrinum, sem hvílir að veru-
legu leyti á herðum aðstoðastúlkna auk húsmóðurinnar sjálfrar.
Öll vinna er^öfug og allt starf er skemmtilegt, ef kunnátta
er fyrir hendi. Að sama skapi verða öll störf leiðinleg bresti
á kunnáttu og'.leikni og verður þá áhuginn fyrir starfinu eng-
inn. Aukin kunnátta aðstoðarstúlkna leiðir til kjarabóta fyrir
þær, sem margborgar .sig fyrir hina, sem aðstoð þeirra þurfa
að kaupa. Eitthvert mesta menningarmál, sem kvenþjóðin ætti
að beita sér fyrir, er aukin fræðsla slíkra kvenna, sem standa
nú að ýmsu leyti höllum fæti í lífsbaráttunni, og veroa ýms-
ar meinlegum örlögum að bráð sökum kunnáttu og áhuga-
leysis við störfin. Kaupstaðamenning leiðir af sér að einmitt
þessar stúlkur þurfa umönnunar og aðstoðar við, til þess að
hlutur þeirra verði gerður bærilegri og að þær uppfylli jafn-
fram þær kröfur, sem til þeirra ætti að mega gera um
lágmarkskunnáttu og umgengnisháttu. „Heilbrigðir þurfa
ekki lækningár við“ og úr vankunnáttu þeirra, sem verst eru
á vegi staddar þarf að bæta, þeim og þjóðinni allri til nyt-
semdar. Kvenréttindafélögin um land allt ættu að beita sér
fyrir námsskeiðum fyrir starfsstúlkur á heimilum, til þess
annarsvegar að veita þeim nauðsynlega fræðslu um venjuleg
störf, en auk þess allar kurteislegar umgengnisvenjur og hátt-
prýði. Myndi þá staða þeirra og starf fljótlega njóta verð-
skuldaðrar viðurkenningar allra þeirra, sem aðstoðar þeirra
njóta og teljast með mestu trúnaðarstörfum, sem góðra launa
væru verð.
Nokkuð hefur þess gætt að fulltrúar kvenþjóðarinnar hafa
verið einna ómildastar í dómum um rnisfellur í fari kynsystr-
ánna á síðari árum, en er slíkt ekki vanrækslusynd kvenþjóðar-
innar í heild. Væri meira gert fýrir unglinga, sem uppfræðslu
og' menntunar þarfnast, myndu lífshættir þeirra fljótlega færast
í heildbrigt og eðlilegt horf. Þá væri ef til vill réttast áð leggja
meginkapp á að rétta við hag þeirra, sem þess þurfa helzt með,
frekar en að berjast aðallega fyrir hinna hag, sem bezt eru settar
þótt hvorttveggja geti verið réttmætt og nauðsynlegt.
í tvö ár í bókhaldi (Chartered
Accountancy) og unnið fyrir
sér jafnframt.Fæst af okkur hér
höfðum séð hann, en hann var
hér hylltur undir eins og nafn
hans var getið og minningin um
föður hans hér vaknaði í hugum
manna.
Að heiman kom Hilmar því
ekki í þetta sinn, eins og hinir
gestirnir, hjónin Guðmundur
og Guðfríður úr Borgarfirðin-
um, er lögðu af stað frá íslandi
3. maí, og Thorolf Smith og
kona hans, er um svipað leyti
fóru vestur. — Guðmundur leit
inn á skrifstofu Heimskringlu í
gær og var það vissulega á-
nægjulegt, að hugsa til þess, að
bændur og konur á íslandi
brygðu sér nú sem ekkert væri
suður til Florida á fund skyld-
menna sinna. í Florida býr ein
dóttir þeirra hjóna, Ragnheið-
ur Pepper, gift bandarískum
manni. Það var til að finna þau,
sem borgfirzku hjónin komu
vestur og brugðu sér hingað í
bíl til að finna einnig skyldfólk
ihér nyrðra. En það er fjöl-
skylda Helga Jónssonar, húsa-
'smiðs, í Winnipeg. Ásta heitin
kona Helga og Guðfríður, kona
Guðmundar voru systur. Börn
Helga og Ástu hér og dætur
þess minntust þeirra árið 1946,
í tilenfi af ferðalöngum er þá
fóru heim, ritstjórum íslenzku
vikublaðanna að vestan. Það
var ein bezta greinin í það sinn,
er við rákumst á.
í gær var þessum Florida-
gestum fagnað með mið-
degisverð, er haldin var á Fort
Garry Hotel og Þjóðræknisfé-
lagið stóð fyrir. Séra V. Eylands
bauð gestina velkomna. Einnig
héldu ræður E. P. Jónsson rit-
stjóri, próf. Finnb. Guðmunds-
son og Thorolf Smith er þakk-
aði fyrir sig og gestina.
Þessir góðu gestir leggja af
stað í dag (11. júní) suður til
Florida, því þaðan var komið í
bíl með Hilmari, og mun þaðan
verða haldið til íslands flug-
leiðis, eins og þangað var kom-
ið.
iiistasoti
í íjármálaráiuneytínu
Hinn 18. þ.m. féllust hand-
hafar forsetavaldsins á að veita
Magnúsi Gíslasyn skrifstofu-
stjóra í fjármálaráðuneytinu
lausn frá embætti frá og með
1. júlí 1952, samkvæmt ósk
hans. Jafnframt var Sigtryggur
Klemenzson lögfræðingur skip-
aður skrifstofustjóri í- fjár
málaráðuneytinu frá og með
sarna degi að telja.
Magnús Gíslasson skrifsofu-
stjóri á mrkan starfsferil að
baki í ríkisins þjónustu og nýt-
ur vinsælda og trausts allra
þeirra, er samskifti hafa við
hann átt og honum hafa kynnst.
Ber þar til að hann er ljfmenni,
se maldrei gerir sér manna-
mun, en hefur ávalt reynt að
leysa hvers manns vanda af
samúð og skilningi. Jafnframt
hefur hann álla tíð verið af-
kastamaður mikill við störf og
nákvæmur í öllum embættis-
rekstri, stjórnsamur með
hógværð, en svo geðprúður að
hann sást ekki skifta skapi.
Munu þeir er hann þekkja bezt
og störf hans telja hann í mynd
hins ágæta og samvizkusama
embættismanns, sem almenn-
ingur getur leitað til trausts.
og halds og fengið beztu úr-
lausn mála sinna, sem hverju.
sinni er unnt að veita. Magnús
Gíslason er listelskur gáfu-
maður og ágætur lögfræðing-
ur, — einn af þessum fágætu
mönnum, sem öllu snúa á betra
veg og öllum verða til góðs.
Magnús Gíslason er fæddur
1. nóvember 1884 og þannig.
tæplega 68 ára að aldri. Lög-
fræðisprófi lauk hann við há-
skólann í Kaupmannahöfn, en.
stundaði lögfræðistörf hér í
Reykjavík á árunum 1913—
1916. en þá réðist hann í ríkis-
ins þjónustu og varð fulltrúi í
fjármálaráðuneytinu. Var hann
settur sýslumaður um skeið í
Suður-Múlasýslu og síðar Ár-
nessýslu,en skipaður var hann.
sýslumaður í Suður-Múlasýslu
2. maí 1921 og gengdi því em-
bætti til ársins 1939 er hann
gerðist skrifstofustjóri í Fjár-
málaráðuneytinu. Á Alþingi sat
Frh. a' 8. síðu.
GMAL
4
Þrastahjónin.
Sagan um hreiðrið, sem þrest-
irnir bjuggu sér undir palli
vörubíls á Akureyri hefir bor-
izt víða, og er greinilegt að
margir hafa mikinn áhuga fyrir
því, að ungarnir litlu megi
halda lífi, verða fleygir og
komast úr hreiðrinu litla, er
foreldrarnir gerðu af lítilli fyr-
irhyggju, en stunduðu þó af
kappi, og létu ekki á sig fá þótt
það væri, ásamt bíínum, á stöð-
ugu ferðalagi.
Söfnunin
vinsæl.
Undir eins og söfnunin hófst
og þess var getið, að framlög-
um mætti koma til skrifstofu
Vísis, hafa verið að berast smá-
ar og stórár upphæðir. Söfnun-
in hófst reyndar með því að
einn einstaklingur tók sig til
og safnaði um 300 krónum og
myndaði þar með sjóðinn. —
Fyrsta framlagið eftir það var
frá hróðugum föður, er gaf í
sjóðinn upphæð frá syninum,
Þresti. Síðan hafa upphseðir
verið að berast og vonandi
verður bráðlega hægt að skýra
frá því, að nóg sé koinið.
Einstakur
atburður.
Þessi atburður er alveg ein-
stakur i sinni röð, og mjög
ánægjulegt til þess að vita, að
undirtektir álmennings skyldu
strax í upphafi vera jafn góð-
ar og reyndin sýnir. Það hefði
verið mjög hrygg'ilegt', ef færa
hefði þurft hreiðrið og eiga það
þá í hættu, að foreldrarnir
hræddust sína eigin unga, yfir-
gæfu þá svo að ungarnir syltu
í hel. Nú hefir þessu máli vænt-
anlega verið bjargað fyrir til-
stilli góðra manna, sem ást hafa
á dýrum, og þá ekki sízt litl-
um fuglum.
Fuglarnir
á Tjörninni.
Vel á minnzt. Það hefir ver-
ið rætt um það, að færri- andir
séu á Tjörninni hér í Reykja
vík en undanfarin sumur. Er
ekki gott að vita hvað veldur,
en þeir, sem kunnugastir eru,
segja að margir ungar muni
hafa látið lífið í norðanáttinni
á dögunum. Enníremur munu
álftirnar eiga nokkra andar-
unga á samvizkunni. Reynist
það rétt, að álftirnar drepi litlu
andarungana, þá er það einsætt
að þær verða að hverfa af
Tjörninni, eða þeim og öndun-
um verði tryggilega stíað
sundur.
Fuglalífið á Tjörninni er
hvorki fjölbreytt né viðamikið,
en andirnar og ungarnir þeirra
eiga marga vini meðal bæjar-
búa, og þá einkum þeirra
yngstu, sem eru á svipuðu reki.
kr.
Gáta dagsins.
Nr. 169.
Með þrjátíu augum sá ég
segg,
sér þó ei með neinu,
hefir til fæðis foldar skegg
á fjórum stendur greinum.
Svar við gátu nr. 168.
Ullarkambar.