Vísir - 21.06.1952, Qupperneq 2
V I S I B
Laugardaginn 21. júní 1952
2
(ftiitl og þetta
Dag nokkurn gekk kona inn
: a ísbar og bað um 5 „ísa“. Af-
;■ greiðslumaðurinn leit hvass-
lega á hana: „Hafið þér pen-
:inga fyrir þeim?“ spurði hann.
Konan kinkað kolli mjög
undrandi. „Jæja, setjið þér þá
; peningana á borðið." Konan
fálmaði niður í töskuna sína,
•:.og er hún hafði framkvæmt
rskipunina, fór afgreiðslumað-
•arinn að fylla ísformin.
Er hann hafði lokið því, rétti
: hann konunni ísformin, hall-
; aði sér fram á borðið og sagði:
.„Jæja, Nú geri eg ráð fyrir að
þér séuð undrandi yfir því,
' hvers vegna eg lét yður setja
peningana á borðið, áður en eg
. afgi-eiddi yður. Jæja, því er
?l>anníg farið: Þér komið inn og
" 'biðjið um 5 „ísa“. Eg fylli 5
:form og rétti yður. Þér spyrjið,
hve mikið þau kosti. Eg segi
1 7.30. Þér réttið mér aftur form-
:ín svo þér getið náð í pening-
; ana. Ef til vill þarf eg að gefa
yður til baka, svo eg rétti yður
: formin aftur, svo að þér getið
■ -tekið við afganginum, og þá
■verð eg að rétta yður þau í 3.
:skiptið.“
Svo færðist bros á andlit
' hans: „Sleppum allri aukavinnu
< pg spörum tíma.“
Eg hefi tapað hundrað og
; sjötíu pundum, frá því að eg
■ sá þig síðast.
Hvernig getur það verið?
iiMér sýnist þú ekki hafa horazt.
Nei. En bóndinn er stokkinn
: frá mér.
Við vorum mjög undrandi,
þegar flutningavagninn hafði
Isomið og farið frá auða húsinu,
•aog við höfðum ekki ennþá séð
“íil ferða neins kvenmanns.
Síðdegis sama dag kom ung-
ur maður út úr húsinu, leit í
'Jkringum sig og kallaði hátt:
. .„Billy — Bill-ííí.“ Augnabliki
síðar kallaði hann aftur og í
' þetta skipti „Henry •— Henn-
::ríí!“ Enginn svaraði, svo að
þegar hann kallaði í þriðja
skipti „Dennis — Denn-íís,
; stóðst eg ekki lengur mátið.
Eg gekk yfir garðinn og
::.spurði: „Tapaðist nokkuð í
-flutningunum?" Hann leit á
■ mig og brosti góðlátlega. „Nei,
: :nei. En konan mín átti barn í
gær — dreng — og eg var bara
. að vita, hvaða nafn hljómaði
lbezt.“
Cihu Aimi tiar....
í bæjarfréttum Vísis 21. júní
H927 var þessi frétt:
. Af reksmerk j amótið
hélt áfram í gærkveldi og
■ fyrst keppt í 14 rasta hlaupi.
. Þátttakendur voru 6 og náðu
; allir tilskildum tíma. Þessir
-voru fyrstir: Sígurður Jafets-
• son á 38 mín. 17.5 sek., Sigurð-
ur Ólafsson (38 mín. 22.1 sek.)
Ingimar Jónsson (39 mín. 19.8
: .sek.), þá kepptu 17 menn í 20
xasta- hjólreiðum. Var farið frá
Vatnsþrónni upp að Baldurs-
' haga og sömu leið suður á
..íþr'óttavöll. Tólf keppendur
voru undir lágmarkstíma, en
- fimm féllu og munu reyna aft-
• nr. Tími var ekki tekinn, en
þessir urðu fljótastir: Sigurð-
: ur Halldórsson, Sigtryggur
.(Árnason. Ekki úrskurðað hver
'Var þriðji.
Til þrastarhjónanna
á Akureyri, afh. Vísi: N. N.
15 kr. Erlingur og Nanna 20.
Gömul kona 10. N. N. 10. Lítil
stúlka 5. Kona 10. Tveir dýra-
vinir 20. A. O. S. 10 kr.
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Reykjavík
16. júní til Reyðarfjarðar,
Vopnafjarðar, Akureyrar,
Siglufjarðar og ísafjarðar.
Dettifoss fór frá New York 13.
júní; væntanlegur til Rvk. um
miðnætti 21. júní. Goðafoss fór
frá Rvk. 18. júní; væntanlegur
til K.hafnar á hádegi 21. júní.
Gullfoss fer frá Rvk. á hádegi
í dag 21. júní til Leith og
K.hafnar. Lagarfoss er í Kefla-
vík; fer þaðan væntanlega um
hádegi 21. júní til Hull, Rotter-
dam og Hamborgar. Reykja-
foss fór frá Rvk. 19. júní til
vestur- og norðurlandsins. Sel-
foss kom til Bíldudals 20 júní;
fer þaðan til Patreksfjarðar,
Stykkishólms og Rvk. Trölla-
foss fór frá Rvk. 13. júní til
New York. Vatnajökull kom til
Leith 19. júní; fer þaðan 20.
júní til Rvk.
Sé hörundið ranit
og þurri
hefir NIV E A-C R E M E reynzt
framúrskarandi vel. Nivea inni-
heldur m.a. eucerit, efni sem er
náskylt eðlilegri húðfitu og hefir
sömu áhrif. — Allir, sem væta
hendurnar mikið, allar húsmæð-
ur og ailir, sem starfa úti við
með berar hendur, ættu þvi að
nota NIVEA-CREME. — Þeir,
sem það nota, komast að raun
um það, sér til furðu og ánægju,
hversu hörundið verður slétt og
þenjanlegt.
Laugardagur,
21. júní, 173. dagur ársins.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.30 Tónleikar (plötur).
— 20.45 Upplestur: „Makar
Chudra“, saga eftir Maxim
Gorki. (Einar Pálsson leikari).
— 21.40 Tónleikar (plötur). —
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
— 22.10 Danslög (plötur) til kl.
24.
Útvarpið. (Sunnudag).
Kl. 8.30—9.00 Morgunútvarp.
— 11.00 Messa í Dómkirkjunni.
(Síra Jón Auðuns dómprófast-
ur). — 15.15 Miðdegistónleik-
ar frá Akureyri: Kórsöngur og
lúðraleikur. — 18.30 Barna-
tími. (Baldur Pálmason): a)
Upplestur: Inga Hákonardóttir
les ævintýri. b) Tónleikar. c)
Bréf frá krökkunum. d) Tóm-
stundaþáttur barnatímans. (Jón
Pálsson). — 19.30 Tónleikar
(plötur). — 20.20 Samleikur á
flautu og píanó. (Ernst Nor-
mann og dr. Victor Urbancic).
— 20.40 Frá Þjóðræknisfélagi
Vestur-íselndinga: íslenzkar
landvættir; ræða flutt í Winni-
peg 2. þ. m. (Síra Valdimar
Eylands). — 21.05 Tónleikar:
„Les Sylphides“, ballettmúsik
úr verkum Chopins. (Philhar-
moniska hljómsveitin í London
leikur; Sir Malcolm Sargent
stjórnar). — 21.30 Upplestur:
Úr gamanpistlum Ludvigs Hol-
berg. (Elith Foss leikari frá
Konunglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn). — 21.45 Tónleik-
ar (plötur). — 22.05 Danslög
(plötur) til kl. 23.30.
Áheit
á Strandarkirkju, afh. Vísi:
N. N. 10 kr. A. B. 20 kr.
Hans Hátign
Friðrik IX. hefir þóknast að
sæma hæstaréttarmálaflutn-
ingsmann, Lárus Fjeldsted,
Reykjavík kommanderkors
Dannebrogsorðunnar.
HnMfáta m. 1646
Messur á morgun.
Dómkirkjan: Messa kl. 11 f.
h. Síra Jón Auðuns.
Laugarneskirkja: Messað
verður kl. 11 f. h. sunnudaginn
22. júní. Síra Þorgrímur Sig-
urðsson prédikai-.
Landakotskirk j a: Lágmessa
kl. 8.30 árd. Herra kardínálinn
syngur messu kl. 10 árd. Hann
mun ganga til kirkju kl. 9.45
frá prestshúsinu í fylgd með
Jóhannesi Hólabiskupi, klerk-
um, klausturfólki og kaþólsk-
um mönnum. Öllum er heimill
aðgangur að kirkjunni'. Þeir,
sem ekki taka þátt í skrúðgöng-
unni, eru vinsamlega beðnir að
fara ekki inn í kirkjuna fyrr en
skrúðgangan er komin inn.
Fríkirkjan: Messa kl. 2. Síra
Magnús Guðmundsson prestur
í Ólafsvík prédikar. Síra Þor-
steinn Björnsson.
Sjóbaðstaðurinn í Nauthólsvík
verður opnaður í dag. Bað-
vörður hefir í sumar, eins og
undanfarin ár, eftirlit á staðn-
um frá kl. 1—7 e. h. alla daga.
— Sjóbaðstaðurinn hefir verið
standsettur eins og tök eru á,
fjaran hreinsuð, flekar, stigar
og skýli máluð, og grasblettir
og básar slegnir. Sjóbaðstaður-
inn er hinn vistlegasti, og sjá
bæjarbúar vonandi sóma sinn
í að ganga vel um hann. —
Baðvörður verður hinn sami
og í fyrra, Karl Guðmundsson,
íþróttakennari.
Húsfreyjan.
Blaðinu hefir borizt tímarit-
ið Húsfreyjan, sem gefið er út
af Kvenfélagasambandi fs-
lands, 2. tbl. 3. árg. Meðal
greina má nefna: Neytendurnir
átta sig, eftir Grethe Holmen,
H. Á. S. ritar greinina „Við
ætlum að reisa byggðir og bú“,
þá er fræðsluþáttur, þátturinn
spurningar og svör, Ilelgi Þor-
láksson skrifar um árangur
skólastarfseminnar, þá er
smælki um Jón Trausta, frá
Laugalandsskóla fyrir 74 árum,
hannyrðir, kökuuppskriftir og
fleira.
Allt um íþróttir.
Maíhefti tímaritsins, Allt um
íþróttir, hefir borizt blaðinu,
fjölbreytt að vanda. Grein er
þar um knattspymvi, ritað er
um Ólympíuleikana, þá er
fréttabréf frá Svíþjóð, og rætt
er um vormót Í.R. Sagt er frá
hinum þýzka íþróttamanni,
Gunther Dohrow, viðtal við
Guðmund Hermannsson, og
Brynjólfur Ingólfsson ritar um
skipulagningu íþróttamóta. Að
lokum eru erlendar fréttir o. fl.
Afli togaranna.
Lokið er löndun úr Jóni
Baldvinssyni, sem var að veið-
um við Bjarnarey. Hann hafði
299,2 lestir af saltfiski og 32.4
lestir af fiskimjöli. — Egill
Skallagrímsson sem leggur upp
í frystihúsin, hafði 249,1 lest.
— Búið er að landa úr Neptún-
usi, sem var á Grænlandsveið-
um, tæplega 350 lestum, en
slatti er enn í togai-anum, sem
er nú í slipp. Neptúnus kom
með fullfermi, sem fyrr var
getið.
Ríkisskip..
Hekla er á leiðinni frá Sví-
þjóð til Rvk. Esja er á Aust-
fjörðum á norðurleið. Skjald-
breið er væntanleg til Rvk. í
dag að vestan og norðan. Þyr-
ill fór frá Krossanesi í gær
austur um land til Seyðisfjarð-
ar. Skaftfellingur fór frá Rvk.
í gærkvöldi til Vestm.eyja.
Skip S.LS.
Hvassafell er í Rvk. Arnar-
fell losar köl fyrir Norðurlandi.
Jökulfell fór frá New York 14.
þ. m. til Rvk.
Loftleiðir h.f.
Hekla fór í morgun frá
Aþenu til Róm, Genfar, Ham-
borgar og Stavanger.
Lárétt: 2 Glerílát, 6
or, 8 á skipi, 9 eggjárn, 11
meistaramót, 12 hlé, 13 lýsti,
14 ryk, 15 hressa, 16 fiskur, 17
mynt.
Lóðrétt: 1 Land við Eystra-
salt, 3 stafur, 4 hvíldist, 5 run-
an, 7 við slátt, 10 ólæti, 11 hress,
13 bóla, 15 stafur, 16 fisk.
Lausn á krossgátu nr. 1645.
Lárétt: 2 Hilmi, 6 EB, 8 sá,
9 róni, 11 öl, 12 lak, 13 err, 14
ÍS, 15 asna, 16 ösp, 17 gúrkan.
Lóðrétt: 1 Kerling, 3 ÍSÍ, 4
lá, 5 illrar, 7 Bóas, 10 nk, 11
Örn, 13 espa, 15 ask, 16 ör.
Próf í verkfræði
í Háskóla íslands. — Þessir
stúdentar hafa lokið fyrra prófi
í verkfræði: Bragi Erlendsson,
I. einkunn, 6.80 stig. Einar Sig-
urðsson, II. eink., 5.77 stig. ís-
leifur Jónsson, I. eik., 6.55 stig.
Jóhannes Guðmundsson, I.
eink., 7.37 stig. Karl Ómar Jóns-
son, II. eink., 5.85 stig. Leifur
Hannesson, 1. eink., 6.03 stig.
Rafn Jensson, II. eink., 5.42
stig. Ríkharður R. Steinbergs-
son, I. eik., 6.53 stig. Sigurður
J. Sigvaldason, II. eik., 5.27
stig. Steingrímur Arason, I.
ágætis einkunn, 7.52 stig. Þór-
hallur Jónsson, I. eink, 6.84 stig.
Hjónaband.
Gefin verða saman í hjóna-
band í dag af síra Jóni Auðuns
ungfrú Margrét Viðar (Gunn-
ars Viðar bankastjóra) og Jón
Hannesson, læknir (Hannesar
Jónssonar heitins dýralæknis).
Heimili þeirra verður að Sól-
vallagötu 59.
TiVkyniting
Irá bæjarverkfræðsngnum
í Reykjavík.
Að gefnu tilefni er vakin athygli á því, að torfrista á
erfðaíestulöndum svo og á öðru landi bæjarins er
bönnuð, nema sérstök heimild bæjai-verkfræðings
komi til.
Þeir, sem gerast brotlegir gegn fyrirmælum þessum
verða látnir sæta ábyrgð skv. lögum.
Bæjarverkfræðingur.
Bálför
Jóliannesar
úrsmiðs,
fer fram mánudaginn 23. júní og hefst með
kveðjuathöfn í Ðómkirkjunni kl. 2 e.h.
Bíóm og kransar afþakkaðir, en í þess stað
njóti þess einhver líknarstarfsemi.
Ása Norðf jörð.
NIVEA.CREME