Vísir - 28.06.1952, Síða 2

Vísir - 28.06.1952, Síða 2
V 1 S I B Laugardaginn 28. júní 1952 BÆJAR / 'réttlr Laugardagur, 28. júní, 180. dagur ársins. Helgidagslæknir er Jóhannes Björnsson, 3lraunteigi 24; sími 6489. Messur á morgun: Laugameskirkja: Messað kl. M1 f. h. Séra Garðar Svavarsson. Kaþólska kirkjan: Lágmessa :M. 8.30 árdegis. Hámessa kl. 10. Alla virka daga er lágmessa M. ,8 árdegis. Fimmtudaginn 3. júlí fer fram uppboð á ýmsum rannlendum og erlendum hús- gognum, s. s. gólfteppum, mál- ■ vérkum o. fl. í Listamannaskál- ■tanum, og hefst uppboðið kL 2 ■ ;e. h. Munirnir verða til sýnis irfyrir uppboðið, í Listamanna- . skálanum miðvikudaginn 2. ;júlí kl. 1—7 og fimmtudaginn 3. júlí kl. 9—12 e. h. Skrá yfir munina er fáanleg á málaflutn- : ingsskrifstofu Sigurgeirs Sig- urjónssonar, Aðalstræti 8. — Greiðsla fari fram við hamars- Itiögg. Fulltrúaráðsfundur. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- ..anna í Reykjavík er kvatt til •fundar kl. 5 síðdegis í dag, í •' Sjálfstæðishúsinu. Gerð verður ;grein fyrir starfstilhögun á kjördegi. Áríðandi að allir mæti og sýni skírteini við inn- .ganginn. ________ C. 'UJIlli.." , II Gistihúsið á Laugarvatni verður opnað 1. júlí. Er þar ;tekið á móti ferðafólki og gest- um til lengri eða skemmri tíma. : Þar eru einnig leigð herbergi án rúmfatnaðar handa fólki, er ; heldur kýs að sofa í svefnpok- ' UDl. t Eimskip. Brúarfoss fór frá ísafirði síð- 'degis í gær til Rvk. Dettifoss er :í Rvk. Goðafoss er í K.höfn. ■ Gullfoss fer frá K.höfn á há- • degi í dag til Leith og Rvk. . Lagarfoss kom til Hull 24. júní; : fer þaðan til Rotterdam og ; Hamborgar. Reykjafoss fór frá Dalvík 26. júní til Ólafsfjarðar : og Húsavíkur. Selfoss fór frá ■ Rvík í gær til Vestur- og Norð- r nrlandsins og útlanda. Trölla- : foss er í New York; fer þaðan ■væntanlega 2. júlí til Rvk. ÖVatnajökull er í Rvk. Heima er bezt, 7. hefti 2. árg. er komið út. Þar skrifar G. Hagalín um Þorvald bogmann, Helgi Val- týsson um silkitungu, Gísli Kristjánsson um fugláveiðar við Drangey eftir frásögn Jóns Konráðssonar í Bæ, Kolbeinn á Úlfljótsvatni skrifar svokallað- an Hrauntúnsþátt, en auk þess • eru ýmsar aðrar greinar og frásöguþættir, m. a. um Ástra- líu, geimfarir, hestavísur, Bjöm 1 Gunnlaugsson, dularfulla at- ; fourði og margt fleira. Útvarpið £ kvöld: 20.30 Tónleikar (plötur). — :20.45 Leikrit: „Heima vil eg vera“ eftir Roger Avermaete. Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Step- foensen. 21.15 Tónleikar (plöt- ur). 21.35 Upplestur. — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur) til kl. 24. Hin danska deild sáttmálasjóðs úthlutaði hinn 9. júní 1952 styrkjum til eflingar dönsk- íslenzku menningarsambandi. Styrkirnir verða greiddir á tímabilinu júní—desember 1952, og nema þeir alls 12900 krónum. Síðar verður birt hér í blaðinu hverjir hlutu styrkina. Athygli bæjarbúa skal vakin á glugga- sýningu í Málaranum í Banka- stræti þessa dagana þar sem sýnd er terazzo- og mosaik- framleiðsla nýstofnaðs fyrir- tækis „Mosailc h.f.“. Verður nánar skýrt frá starfsemi og framléiðslu þessa fyrirtækis hér í blaðinu eftir helgina. Nýlega hefir Thor Thors afhent herra Vincent Massey, ríkisstjóra í Kanada, nýtt trúnaðarbréf sitt, stílað á nafh Elisabetar II. drottningar. Agnar Kl. Jónsson, sendiherra íslands í London, hefir einnig fyrir nokkru af- hent Elísabetu II. Bretadrottn- ingu nýtt trúnaðarbréf sitt. Stuðningsmenn séra Bjarna Jónssonar. Hafið samband við kosninga- skrifstofuna í Vonarstræti 4, 2. hæð, og veitið henni allar þær upplýsingar, sem að gagni mega koma við kosninguna. Þeir, sem vilja vinna á kjördegi, eru beðnir að láta skrá sig hið fyrsta á skrifstofunni. — Sími 6784 og 80004. Skrifstofan er opin kl. 10—12 og 13—22. Þeir stuðningsmenn séra Bjarna Jónssonar, sem vilja lána bíla sína til afnota á kjördag, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu flokksins STRAX. Sími 7100. Allir stuðningsmenn séra Bjarna eru minntir á að kjósa, áður en þeir fara úr bænum. Fyrirframkosning er hafin. Fyrirgreiðslu annast kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins, sími 7104. Opin frá kl. 10 að morgni til 10 að kvöldi. Kjósiö Bjarna Jónsson. Hagur V.-ÞjéS- verja batnar. Vestur-þýzka márkið er nú í hartnær jafnháu verði og svissneski frankinn. A undangengnum 4 árum eða síðan gjaldmiðilsmálum V.-Þ. var komið á nýjan grundvöll fyrir atbeina Vesturveldanna hefir stöðugt færst í rétta átt í efnahags- og viðskiptamálum. í s.l. mánuði var útflutningur- inn sem svarar 20 milljónum stpd. meiri en innflutningurinn. Tala vinnandi manna hefir hækkað á þessum tíma um 1.4 milljón og iðnaðarframleiðlan aukist um %. — Dökka hliðin er sú, að enn hafa 9 milljónir af 48 millj. íbúa landsins ekki nógu kjarngott viðurværi, og hyggst sambandsstjórnin bæta úr því m. a. með ráðstöfunum til að almenningur geti feng- ið kjarnmeiri brauð. Verið ai reyna Q. Elísabet? London í mogun. Einkaskeyti frá AP. — Hafskipið Queen Elisabeth, sem kóm til hafnar í Bretlandi í gær, náði mest yfir 31 mílu hraða í besari ferð sinni yfir Atlantshaf. Meðalhraði í ferðinni var 29.12 mílur. Hið nýja, mikla hafskip Bandaríkjanna, „United Stat- es“, kom til New York í gær. Fjórir tundurspillar og mörg önnur skip fylgdu því upp í Hudson-ána og var mikið um fagnaðarlæti. í næsta mánuði mun United States reyna að setja met í sigl- ingu yfir Atlantshaf og vinna þar með bláa bandið. Hailó, er Stalín heima ? Fýrir noRkrum dögum kom út í Moskvu fyrsta símabókin, sem þar er gefin út um langt árabil. Er þar getið um alls 75.000 númer einstaklinga, stofnana, verzlana, fjölbýlishúsa o. s. frv. Langi einhvern til að hringja til æðsta ráðsins í Kreml, er síminn þar 6-7571. Annars má geta þess til fróðleiks, að í Moskvu búa um 5 milljónir manna, og eru símar þar þó að- eins 9—10 sinnum fleiri en hér. fleiri en hér. fcí” Innilegustu þakkir færi ég ölium þeim, sem auðsýndu samúð og hluttekningu við írálall mannsins míns. Jóais H. Guðmundssonar rítstjóra. Sérstakar þakkir færi ég Hinu íslenzka prent- arafélagi, svo og þeim vinum hins látna, er styttu honum stundir með heimsóknum í sjúkra- húsið í hinni löngu legu hans. Guðrún Halldórsdóttir. Kjördeildaskipting við forsetakför i iteykjavek 29. juní 1952. Miðbæjarskólinn: Neðri hæð: KJÖRÐEILÐ: j 1. Aagot — Ásgerður 2. Ásgríms — Björn 3. Björndís — Emma ,4. Engilbert — Guðfinnur 3. Guðgeir — Guðrún Friðriksdóttir 6. Guðrún Geirsdóttir — Halldóra Helgadóttir 7. Halldóra Jakobsdóttir — Hrólfur 8. Huld — Jóhanna Ingvaldsdóttir Efri hæð: 9. Jóhanna Jensdóttir — Jörundur 10. Kaaber — Kærnested 11. Lára — Maria Júlíusdóttir 12. María Kristinsdóttir — Ólöf 13. Orri -— Sighvatur 14. Sigmar — Sigurður 13. Sigurfinnur — Svanur 16. Svava — Vilhelmína 17. Vilhjálmur — össur Austurbæjarskólinn: Neðri hæð: KJÖRDEILD: 1. Aage — Arthur 2. Ása — Bjarni Guðnason 3. Bjarni Haraldsson — Einar Magnússon 4. Einar Ólafsson -— Geir 5. Geirlaug — Guðmundína 6. Guðrnundur — Guðrún Högnadóttir 7. Guðrún Ingimarsdóttir — Halldór 8. Halldóra — Hjördís 9. Hjörleifur — Ingveldur 10. Ingvi — Jón Júníusson Efri hæð: 11. Jón Karlsson — Klahn 12. Klara — Lárus 13. Lauíey — Margrímur 14. María — Ölöf Isleiksdóttir 15. Ölöf Jakobsdóttir — Rósinkrans 16. Rúna — Sigurbjörg Jónsdóttir 17. Sigurbjörg Kristbjörnsdóttir — Sóley 18. Sólmundur — Theresia 19. Thom — Þóra 20. Þóranna — Östrup Laugamesskólinn KJÖRDEILD: 1. Aanes — Bjarni ívarsson 2. Bjarni Jóhannesson — Föreland 3. Gabriella — Guðrún Gunnarsdóttir 4. Guðrún Hálfdánardóttir — Hjörvar 5. Hlíf — Jón Ingvarsson 6. Jón Jóhannesson — Kærnested 7. Lange — Olsen 8. Ólöf — Sigtryggur 9. Sigurást — Sörensen 10. Takacs — össurína Elliheimilið I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.