Vísir - 28.06.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB OG LYFJABÚÐIB
Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er Ingólfs Apóteki, sími 1330
Laugardaginn 28. júní 1952
LJÖSATlMI
bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23.25—
3,45. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 22,15.
Bæði um árás og rán að ræða.
MSjtiM'ffiiÉ'sítefstittBÍi() ttppiýst.
Þjóðverjar rannsaka geislaraagn
í Hveragerði í sumar.
heirhööin þar virðast hafa tnikinn
icekningatnátt til að hera.
Eins og skýrt hefir verið frá
í Vísi hlaut Árni Björnsson,
lónskáld, áverka á Bjargarstíg
aðfaranótt 14. þ. m. og hefir
legið þungt haldinn síðan.
Nú hefir komið í ljós við
framhaldsrannsókn þess máls,
Æið um árás hefir verið að ræða
í\ Árna og Tómas Albertsson,
prentara. Málsatvik eru þau, að
13. þ. m. var haldið samkvæmi
•tónlistarmanna í Þrúðvangi við
Laufásveg, og voru þeir þar
staddir Ámi og Tómas. Héldu
þeir heimleiðis síðla nætur og
slógust í för með þeim Jón Sig-
urðsson járnsmiður og Sveinn
.'Einarsson rennismíðanemi, báð-
ir til heimilis að Miðstræti 10.
Þegar þeir félagar voru
ikomnir á Bargjarstíg mun Jón
hafa ráðist að Árna og barið
Lann niður, og einnig að Tómasi
Albertssyni. Við yfirheyrslur í
málinu bar Sveinn Einarsson
'jþað, að árásin hafi verið að til-
<efnislausu. Fékk Árni við þetta
áverka mikinn, sem ítarlega
hefir verið rakinn í fréttum áð-
ur. Auk þess mun Jón hafa farið
í vasa Tómasar meðan hann lá
meðvitundarlaus í götunni, og
etolið af honum 220 kr.
Afli á togaramiðum fyrir
yestan land hefir verið ágætur
að undanförnu.
Afli hefir og verið ágætur við
Grænland, en eitthvað tregðast,
a. m. k. hjá sumum skipum í
jbili. Hvalfell sem er á veiðurn
5 salt hér við land, er væntan-
[iegt á mánudag eftir liðlega
þriggja vikna veiðiferð, með a.
»m. k. 250 lestir. — Helgafell,
gem kom af saltfiskveiðum hér
yið land nýlega, hafði sem fyrr
Jvar getið rúmar 232 lestir, en á
leið hingað lagði skipið upp 50
ftestir af nýjum fiski á ísafirði.
Helgafell fer nú til veiða við
Grænland, og siglir til Esbjerg
með aflann. — Ekki mun hafa
yerið eins margt togara á mið-
«num fyrir vestan land að und-
anförnu sem oft áður.
Jón Þorláksson býst nú
á sildveiðar. Búist er við, að
Árni Björnsson hefir legði
þungt haldinn í spítala síðan
þetta gerðist, en Tómas að
mestu náð sér eftir árásina.
Hvað er títt
utaa úr heimi?
Utanríkisráðhérrar Þríveld-
anna ræddu Þýzkalandsmál í
gær, sameiginlegt svar við
seinustu orðsendingu Rússa um
Þýzkaland, og horfur í franska
Indokína.
★
15—16 þús. Þjóðverjar flýðu
í þessum mánuði frá A.-Þýzka-
landi til V.-Berlínar og V.-
Þýzkalands, og samtals 57.000
fyrstu 5 mánuði ársins.
★
Á þriðjudag ræðir neðri
málstofan ályktunartillögu frá
jafnaðarmönnum, sem felur í
sér gagnrýni á stjórnina, fyrir
að sjá ekki um, að rætt væri
fyrirfram um jafn mikilvægar
ákvarðanir og loftárásir á orku-
ver N.-Kóreu.
Egill Skallagrímsson fari á
síldveiðar, og svo er um
Siglufjarðartogarana Elliða
og Hafliða og Akureyrartog-
arann Jörund, og þannig má
heita víst, að 5 nýsköpunar-
togarar fari á síldveiðar, en
allsendis óvíst að fleiri fari.
Ingólfur Arnarson losar
Bjarnareyjarfisk í Esbjerg, en
Skúli Magnússon er á leið það-
an og væntanlegur á mánudag.
Hallveig Fróðadóttir er farin
aftur á ísfiskveiðar. Þorsteinn
Ingólfsson er í Færeyingahöfn
að taka salt. Pétur Halldórsson
er væntanlegur frá Grænlandi
á mánudag. Jón Baldvinsson er
við Grænland og Þorkell máni
leggur brátt af stað heimleiðis.
Hann fór héðan 31. maí s.l.
Kjósiö Bjarna Jónsson.
Kjósendur!
Kjósendum skal á það
bent, að kynna sér vandlega
auglýsingu kjörstjórnar um
skiptingu bæjarins í kjör-
svæði, og að farið er eftir
búsetu manna við manntal
haustið 1951.
----.
Fór í róður
eftir strand.
Válbátiurinn Stígandi, sem
strandaði í gær út af Skaga,
náðist út um kl. 3 í gær eftir
miðdag.
Báturinn var óskemmdur og
fór hann í róður í gærkvöldi.
Þegar Vísir átti tal við frétta-
ritara sinn á Skagaströnd í
gær, sagði hann, að veður væri
þar gott en þoka. Vorið var þar
kalt, sem víðar, og skepnur
ennþá á einhverri gjöf.
----------
3000 hafa
kosih fyrirfram.
Fyrirframkosning héldur á-
fram, og er kosið daglega í
skrifstofu borgarfógeta kl. 10
—12 f. h. og 2—6 e. h., og svo á
kvöldin frá 8—10. Hafa nú um
3000 kosið fyrirfram, og 'eru
stuðningsmenn og kjósendur
séra Bjarna Jónssonar minntir
á að kjósa hjá borgarfógeta, ef
þeir skyldu vera fjarverandi á
kjördag. Nánari fyrirgreiðslu
annast skrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins, opin x dag frá kl.
10—22, sími 7104.
'' ♦-----
Hafnarfjarðarbát-
ar fara á síld.
Bátar £ Hafnarfirði búast nú
á síldveiðar.
Edda, eign Einars Þorgilsson-
ar & Co., fór í fyrradag, og er
fyrsta síldveiðaskipið úr Firð-
inum, sem fer norður.
Nokkrir bátar eru í þann
veginn að verða ferðbúnir og
munu fara um og upp úr helg-
inni og svo hver af öðrum.
Júlí kom af karfaveiðum í
vikunni með 3350 lestir.
í sumar er von á þýzkum
vísindamönnum hingað til
lands til þess að rannsaka
geislamagn á jarðhitasvæðinu í
Hveragerði, en sýnt þykir að
leirböð þar hafi mikil heilsu-
bætandi áhrif á gigt- og löm-
unarveikt fólk.
Á undanförnum tveimur
sumrum hefir Hveragerðis-
hreppur starfrækt leirböð fyrir
sjúkt fólk þar á staðnum. Var
það prófessor Jóhann Sæ-
mundsson sem hafði forgöngu
um málið og hratt því af stað,
en Magnús Ásgeirsson héraðs-
læknir í Hveragerði hefir haft
eftirlit með sjúklingunum.
Böðin hafa verið starfrækt
2 —3 mánuði hvort undan-
genginna sumra og hafa sam-
tals sótt þau um eða yfir hálft
þriðja hundrað manns. Alls
hafa verið afgreidd um 2400
leirböð á þessu tímabili.
Það eru fyrst og fremst gigt-
ar- og lömunarsjúklingar sem
sækja böðin og hafa sumir
þeirra náð miklu skjóíari og
betri bata en menn þorðu
nokkurn tíma að gera sér von-
ir um. Margir þeirra sem þarna
hafa verið telja sig hafa fengið
verulegan og varanlegan bata.
Reynslan hefir og sýnt að bat-
inn hefir verið eftir því betri,
sem böðin hafa verið fleiri.
Fólkið sem kemur í böðin til
lækninga er hvaðanæfa að af
landinu og hefir Hveragerðis-
hreppur séð því fólki fyrir
dvalarstað, sem þess hefir ósk-
að.
Böðin voru tekin í notkun í
vor um sl. helgi. Hafa margir
spurzt fyrir um þau og er lík-
legt að þar verði fjölskipað
þegar líður á sumarið.
Eins og frá er skýrt hér að
ofan er von á þýzkum vísinda-
mönnum, sennilega í ágústmán-
uði í sumar, til þess að rann-
saka geislamagn á hverasvæð-
inu í Hveragerði. Koma menn
þessir á vegum Elli- og hjúkr-
unarheimilisins Grundar, en
eins og frá hefir verið skýrt
lauslega áður mun í ráði að
byggja vistheimili’ fyrir gam-
alt fólk í Hveragerði.
Sendiherra Bslands
talaði fyrir gestina.
Landssamband norskra bænda
hélt ársþirrg sitt að Hænufossi
um sl. helgi.
Um 10,000 manns voru við-
staddir setningu þingsins, og
flutti Bjarni Ásgeirsson sendi-
herra kveðju frá erlendum
gestum og talaði einkum um
hið mikilvæga hlutverk bónd-
ans — matvælaframleiðsluna.
- ■ - ♦----
Barst 40 nL
eftir holræsi.
Sá óvenjulegi atburður skeði
á Siglufirði um hádegi í fyrra-
dag, að 3ja ára drengur rann
um liolræsi um 40 metra veg,
alla leið út í sjó.
Drengurinn, sem heitir Gunn-
laugur Jónasson, sonur hjón-
anna Jónasar Tryggvasonar og
konu hans Kristínar Baldurs-
dóttur, var að leik með öðrum
börnum á svipuðum aldri við
opið holræsi. Féll hann í ræsið
og tók vatnssvelgurinn hann og
sópaði í gegnum pípuna.
Kona, sem var nærstödd, varð
var við atburð þenna og hljóp
niður að sjónum, þar sem hol-
ræsið endaði og gat þar bjargað
drengnum. Atburður þessi skeði
út við Bakka utanvert við
Sigluf j arðarkaupstað.
Drengurinn var kaldur og
blóðugur, er hann náðist, en
leið furðu vel í gærkvöldi, er
blaðið átti tal við fréttaritara
sinn á Siglufirði.
-...♦------
Uppreistarmenn í Indokína
réðust í gær úr launsátri á
franska og Vietnam herflokka
100 kg. S.A. af Hanoi, en urðu
að flýja eftir að hafa mist tug'i
manna fallna o gsærðra.
Kjósið Bjarna Jónsson.
Góður afli fyrir vestan.
Tregðast hjá «1111111111 við Grænland.
Bílasímar stuðningsmanna sr. Bjarna Jónssonar.
Miðbæjarskólahverfi 7100 (5 lín.)
Austurbæjarskólahverfi 1050 (4lín.)
Laugarnesskólahverfi 1400 (3 lín.)
Upplýsingamiðstöð stuðningsmanna séra
Bjarna Jónssonar á kjördegi er í VR-Von-
arstræti 4. Sími 1275 (4línur)
Eflið þjóöareimingu. — Kgósið sr. fíþsrttn,