Vísir - 28.06.1952, Page 6

Vísir - 28.06.1952, Page 6
6 V I S I R Laugardaginn 28. júní 1952 Vilja, að Breti gangi næst Clark. Meðal þeirra mála, sem Al- exander landvarnaráðherra Breta hefir rætt í Washington, er breyting á yfirherstjórn SÞ. í Kóreu. Er líklegt, að þeirri kröfu Breta verði sinnt, að aðstoðar- yfirhershöfðingi Mark Clarks verði brezkur, en hann mun hafa fallist á sjónarmið Aléx- anders í þessu efni. Ennfremur ræðir Alexander miðlunartillögu í fangaskipta- málinu, en hún er þess efnis, að þeir fangar, sem ekki vilja fara til síns heimalands, fái að setjast að í einhverju öðru As- íulandi, með samþykki hlutað- eigandi ríkistjórnar. Bragðarrefur sýndur um helgina. Um lielgina gefast sennilega síðustu tækifærin til að sjá myndina „Bragðarefur“ í Nýja bíó. Hefir myndin senn verið sýnd samfellt í hálfan mánuð, og hafa menn skemmt sér vel, en einkum er leikur Orson Welles í hlutverki Sesars Borg- ia rómaðui’. 16 Eyjabátar iara á st'ltl. Vestmannaeyjabátar eru á förum norður til síldveiða og er nú ákveðið um 16 báta. 14 bátar munu fara með hring nót og 2 tveir með snurpunót. Sl. þriðjudag fór fyrsti bátur- inn norður, og var það Kári. Hinir eru að búa sig og munu fara hver af öðrum um og eftir þessa helgi. Árbók Ferðafélags- ins komin út. Árbók Ferðafélags fslands fyrir 1952 er komin út fyrir nokkru. Bókin fjallar um Stranda- sýslu og hefir Jóhann Hjaltason skólastjóri skráð hana. Þetta er 10 arka bók prentuð á mjög góðan pappír og prýdd fjölda mynda af merkum og fögrum stöðum á Ströndum norður. í inngangi bókarinnar lýsir höfundurinn landslagi sýslunn- ar í höfuðdráttum og lands- högum, byggð og eyjum, veðr- áttu o. fl. Að öðru leyti skiptir hann bókinni í 5 meiginkafla. Fjallar sá fyrsti um lönd og leiðir, annar kafli er um land- nám, þriðji kafli um Innstrand- ir, fjórði kafli um Norður- strandir og loks fjallar fimmti kaflinn um viðarreka á Strönd- um. Auk þessa er í Árbókinni stutt minningargrein um Krist- ján Ó. Skagfjörð stórkaupmann og fyrrverandi framkvæmdar- stjóra félagsins eftir Jón Ey- þórsson, svo og stutt grein um sæluhús F. f. í Landmannalaug- um eftir Pál Jónsson og loks er skýrsla félagsstjórnar og hinna einstöku deilda Ferðafé- lags íslands. Sjálfstæðisflokkurinn stendur heill og óskiptur með þeim manni, sem hann hefir heitið stuðningi sín- um. Fram vann 2 gegn 1 Fram sigraði hið þýzka úr- valslið í gærkveldi, með 2 mörkum gegn einu. Mörkin settu þeir Ólafur Hannesson og Guðmundur Jónsson. — Leiks- ins verður getið nánar hér í blaðinu síðar. Japan vlBI komast s Sþ. Ræðismaður Japana í Néw York hefir stigið fyrsta skrefið til þess að koma Japönum í fé- lagsskap SÞ. Hefir ræðismaðurinn snúið sér til Trygve Lies framkvæmd arstjóra, og óskað eftir nauðsyn legum upplýsingum og gögn- um varðandi formlega umsókn. BricEgekeppnin hálfnuð. Eins og Vísir skýrði frá um daginn, efndi Bridgefélag Rvík ur til tvímenningskeppni um rétt til sams konar keppni við sænska bridge-sveit, sem vænt- anleg er hingað síðar í sumar. Keppni þessi er nú hálfnuð og eftir þrjár umferðir standa leikar þannig: stig Guðm. Ó.—Jóh. Jóh. 360 Stefán—Vilhj. Sig. 353 Einar Þorf.—Lárus 352,5 Hörður Þ.—Gunnar 346 Zoph.—Skarphéðinn 344,5 Hermann—Jón Guðm. 343,5 Örn—Sigurhjörtur 338 Guðlaugur—Ingólfur 337,5 Ól. Haukur—Axel Ein. 335 , * Rósa ívars—Tryggvi P. 334 St. Guðjohnsen—Magnús 332 Hilmar—Jakob 331,5 Einar Ág. Gunngeir 325 Sveinn Ingv.—Ingólfur 319,5 Árni M. Benedikt 319 Jón Stefánsson—Páll 316 Hugborg—Vígdís 313,5 Guðm.—Gunnlaugur 311,5 Sigvaldi—Hinrik 307 Ragnar—Þorsteinn 306,5 Birgir—Jón 304,5 Guðni—Stefán 293,5 Sveinn—Karl 294,5 Högni—Róbert 294 Gylfi—Páll 291,5 Ingi—Aðalsteinn 290,5 Louisa—Ásta 290,5 Bárður—Hafsteinn 289 Elín—Karitas 288 Sigurður—Jóhann 281 Vilberg—Gísli 273,5 Ólafur—Guðbjartur 259 - £amkmup — Kristniboðshúsið Betania, Laufásveg 13. Sunnudaginn 29. júní. Almenn samkoma kl. 5 e. h. Markús Sigurðs- son talar. Allir velkomnir. K.F.U.M. ALMENN SAMKOMA annað kvöld kl. 8,30. Gunnar Sigurjónsson talar. Allir velkomnir. 1—2 HERBERGI og eld- hús óskast á hitaveitusvæð- inu. Tilboðum sé skilað fyrir mánaðamót á afgr. Vísis, — merkt: „305“. (669 STOFA til leigu í mið- bænum með síma og öllum þægindum til 1. október. — Sími 4505.(668 HERBERGI með eldhús- aðgangi til leigu. Laugateig 39, uppi. Uppl. eftir kl. 1. (664 STOFA til leigu. Baróns- stíg 25. Reglusemi áskilin. (661 K. R. KNATT- SPYRNUMENN! Meistarafl. og 1. fl. æfing á morgun (sunnudag) kl. 2 á grasvelli K. R. á eftir æfingunni er áríðandi fundur. Mætið vel. Þjálfarinn. íslandsmót III. fl. hefst í dag kl. 2 á Há- skólavellinum. — Þá leika Víkingar og Fram og strax á eftir Valur — Haukar. mm VIÐGERÐIR á dívönum og allskonar stoppuðum húsgögnum. Húsgagnaverk- smiðjan Bergþórugötu 11. — Sími 81830. (224 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum Gerum rlQ straujárn og önnur heimilistæki. Baftækjaverziunin Ljós ag HM h.f. Laugavegi 78. — Sími 5184. SA, sem tók kápu í mis- gripum á Skattstofunni í gær, er vinsamlegast beðinn að skila henni og taka sína kápu. (663 LEIGA STEYPUHRÆRIVÉL til leigu. Hentug við smáhús og grunna. Uppl. í síma 5619. (644 GÓÐ kolaeldavél til sölu. Bifreiðaverkstæðið, skála 2 við vatnsgeymir, Háteigsveg. (662 BARNAVAGN til sölu á' Njálsgötu 38. Uppl. 2—4 í dag. (665 BARNAVAGN á háum hjólum til sölu. Hverfisgötu 76B. (666 STORIR ánamaðkar til sölu. Litlu-Völlum við Ný- lendugötu. (667 VEIÐIMENN! — Bezta maðkinn fáið þið í Garða- stræti 19. — Pantið í síma 80494. (670 KERRA til sölu á kr. 125. Skipasund 9, uppi. (671 ELITE-snyrtivörur hafa á fáum árum unnið sér lýð- hylli um land állt. (385 FORNSALAN, Óðinsgötu 1 kaupir og tekur í umboðs- sölu allskonar notuð hús- gögn, barnavagna, útvarps- tæki, karlmannafatnað, gólf- teppi o. m. fl. — Sími 6682. Fornsalan, Óðinsgötu 1. (230 PLÖTUR á grafreitL Út- ▼egum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- ▼ara. UppL á Rauðarárstíg 26 (kjalltra). — Sími 6126. Björgunarfélagið VAKA. Aðstoðum bifreiðir allan sólarhringinn. — Efranabíll. Sími 81850. (250 UTIFUIMDUR UIH FORSETAKJOR ^verður huídinu við 3Miðbœjarskóhmn />/- 4 síðdegis í dug Magnús Kjaran, ræðismaður. Grímur Þorkelsson, skipstjóri. Emil Jónsson, vitamálastjóri. Stefán Jónsson, fréttamaður Ræðumehn verða þessir: Helga Nielsdóttir, ljósmóðir. Hjörtur Kristmundsson, kennari. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Margrét Jónsdóttir, rithöfundur. Sigurður Magnússon, framkæmdastjóri l.B.R. Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Benedikt Gröndal, ritstjóri. Fundarstjóri Kristjón Kristjónsson. StuðnSngsmenfli Ásgeirs Ásgeirssonar r r>*'

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.