Vísir - 04.07.1952, Page 1

Vísir - 04.07.1952, Page 1
42. árg. Föstudaginn 4. júlí 1952 148. tbl< Þungar horfur um þátt- töku í Ólympíuleikunum. Enn eitt mót vegna þeirra um heigina. Ef veður leyfir verður haldið frjálsíþróttamót á íþróttavell- inum um helgina til þess að gefa íþróttamönnum okkar enn tækifæri til keppni, með hlið- sjón af væntanlegri þátttöku í Olympíuleikunum í Helsinki. Kunnáttumenn um íþrótta- mál telja þó horfa heldur þung- lega um þátttöku íslendinga í Helsinki, og ber margt til. Hins- vegar hafa margir æft mjög kappsamlega undanfarið, og sumir náð býsna góðum árangri. Ásmundur Bjarnason úr K.R. þykir í ágætri æfingu enda æft tvisvar á dag að undanförnu. Hefir hann hlaupið 100 metrana á 10.6 og 200 m. á 21.9, en ekki haft nægilega keppni. Hörður Haraldsson úr Ármanni hefir verið lasinn, en er nú á bata- vegi og tekinn að stunda æf- ingar af kappi. Kunnugt er, að Torfi Bryngeirsson úr K.R., sem varð að gangast undir upp- skurð, eins og kunnugt er, er tekinn að æfa af kappi, og standa vonir til ,að hann nái fyrri árangri síðar í sumar. Örn Clausen er þegar farinn ; utan, til Virumáki í Finnlandi, en þar mun hann æfa undir tugþrautina, undir handleiðslu finnskra íþróttafrömuða. Guð- mundur Lárusson, Ármanni, hefir haft snert af beinhimnu- bólgu, en er í þann veginn að ná sér. Hins vegar má heita, að hann hafi enga keppni, en kunugir segja, að hann nái auð- veldlega tilskildum hraða. Norðlendingurinn Kristján Jó- hannsson, sem nú er bezti 5000 m. hlaupari, hefir heldur enga keppni, og því er erfitt að dæma um getu hans, en talið er, að hann myndi ná ágætum tíma í harðri keppni erlendis. Haukur Clausen, Í.R., mun á förum vetsur um haf til fram- haldsnáms í tannlækningum, og kemur því ekki til greina í ár. Gisoar torfur við Rauðunúpa. Síldar varð vart út af Rauðu- núpum í nótt ,en síldatorfurnar gisnar og erfitt að fást við þær. í morgun fréttist að Víðir úr Garðinum hefði fengið þarna 150 tunnur síldar, togarinn Jörundur hafði einnig fengið lítilsháttar síld og einhver fleiri síldveiðiskip. Ennfremur bárust fregnir um það að norskt síldveiðiskip hafi fengið á þess um slóðum 300 tunnu kast í nótt. Annars var þarna niðaþoka í nótt þótt veður væri að öðru leyti gott og hagstætt, og tafði hún og torveldaði allar veiði- aðgerðir. Norski síldveiðiflotinn er nú kominn upp að íslandsströnd- um og hefir dreift sér víðsvegar um miðin. Engrar síldar hefir orðið vart frekar á vestursvæðinu, þar sem Sæfari og Ársæll Sigurðs- son urðu hennar varir í fyrri- nótt. Ölvaður ökuþór á 120 km. hraða. í gærkveldi Ienti lögreglan í Reykjavík í eltingarleik við bíl- stjóra, sem hún hafði grunað- an um að vera ölvaður við akstur. Hóst eltingarleikurinn suð- ur í Kópavogi og var ekið með ofsahraða hingað í bæinn. Telja lögregluþjónarnir að hraðinn muni hafa komist a'llt upp í 120 km. á leiðinn af Öskjuhlíð- inni niður á Miklatorg, en á þeirri leið varð hraðinn hvað mestur. Síðan var ekið upp Eiríks- •götu og beygt suður á Njarðar- götuna en þar rakst bifreiðin á ljósastaur og lögreglan gat klófest ökuþórinn. Kom þá í ljós, að maðurinn sem ók bifreiðinni, var í rauninni farþegi og var hann eitthvað við skál. Hinsvegar hafði bif- reiðastjórinn, eða ökuhafi bif- reiðarinnar, setið líka frammí 0g hvatt hann farþegann sem sat undir stýrinu, að „spýta í“ þegar þeir urðu eftirfarar lög- reglunnar varir. Þegar bifreiðin rakst á ljós- kerið flúði ökuhafinn, eða hinn raunverulegi bílstjóri, sem hraðast á brott og var hann ófundinn í morgun. Bifreiðin sem hér um ræðir var R. 2677. Barsmiðar í knaitspyrmi. Enska knattspyrnuliðið Man- chester United lenti í harðri keppni í Mexíkó nýlega. Keppti það m. a. í smáborg sem heitir Guadalajara og sigr- aði með 2:0, en til ryskinga kom á vellinum og voru bæði dómari og enskir leikmenn barðir, svo að síðari hálfleikur var næstum óslitin handalög- mál. Keppa íslendingai í Los Angeles næsta sumar? Líkur benda til, að á næsta sumri verði háð keppni í frjáls- um íþróttum milli Norðurlanda annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Vitað er, að mikill áhugi rík- ir vestra um, að slík keppni fari fram, en þessir aðilar leiddu saman hesta sína í Os- 1 árið 1949, og áttu íslendingar þar nokkra þátttakendur, sem allir gátu sér góðan orðstír — Bandaríkjamenn sigruðu þá, eins og kunnugt er. Vísi er kunnugt um, að Frjáls íþróttasamband Bandaríkjanna hefir ritað Björn Benterud, for- seta Frjálsíþróttasambands Nor egs, sem fjallar um þessi mál, og leitað hófanna um slíka keppni í Los Angeles ánæsta sumri. Mikil síld á stóru svæði út af Garðskaga. ÆÍBSKÍff BBBÍSiÍSl b'ístiESB' í SÍÓaBSUBtl. Neitunar- valdssýkillinn í Malik. Einkaskeyti frá A.P. New York í gær. Malik einn greiddi at- kvæði gegn tillögu Banda- ríkjanna í Öryggisráði um að Alþjóða Rauða Krossinum skyldi falið að rannsaka, hvort ásakanir um sýkla- hernað hefðu við nokkuð að styðjast. Þar sem Malik beitti neit- unarvaldi til þess að hindia löglega samþykkt bar Gross fulltrúi Bandaríkjanna fram nýja tillögu þess efnis, að afstaða Rússa sýni, að þeir hafi borið fram órökstuddar, falskar ásakanir. Sagði Gross, að Rússar væru nú í stöðu sakbornings, sem í á- heym og augsýn alheims væri sakaður um fals, lýgi og róg. Talsverð veiurhæð og allmikill hiti. Veðurhæð var allmikil bæði hér í Reykjavík og sunnanlands í morgun. Samt var tiltölulega hlýtt um land allt. ' Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni voru átta vind- stig hér í bænum í morgun, og fór veðurhæðin ekki fram úr því í nótt. í Vestmannaeyjum voru 9 vindstig kl. 6 í morg- un, en þrátt fyrir veðurhæð- ina var hiti um 12 stig hér um 9-leytið í morgun, og hlýtt víða norðanlands, um 13 stig, og veður þar yfirledtt gott. 622 skip fóru um Panama- skurðinn í maí, og hefir um- férð ura hann aldrei verið meirí. Vísir átti tal við Sturlaug Böðvarsson útgerðarmann á Akranesi árdegis í dag, og sagði hann, að mælst hefði mikil síld í vestur til norðurs af Garð- skaga og væri „kökkur af síld“ á 15 mílna svæði. Vona menn, að síldin gangi inn. Hún veður ekki og getur því orðið erfitt að ná henni nema í reknet. Reknetabátar frá Ólafsvík og Grundarfirði fengu í nótt 2—3 tn. í net og þykir það ágætt. Þrír Akranesbátar eru farn- ir norður á síldveiðar, en alis fara 11 (15 í fyrra), og eru þeir sem ófarnir eru, tilbúnir, og er beðið eftir að síldveiði glæðist nyrðra. Þetta eru 65—100 lesta bátar. Annars, sagði Sturlaugur, gæti verið álitamál, hvort ekki væri rétt að senda bátana „á skak“. Aflast nú ágætlega á smábáta á Akranesi á Sviði, mið unum út af Akranesi, og hafa menn fengið 1 lest á færi á dag, og komist upp í 500—1000 kr. daglaun, og er það ekki „til að forakta“. Er sýnilega mikill fiskur í flóanum. Á Akranesi er nú fryst mikið af hvalkjöti. Er búið að frysta’ 700 lestir. Þar af voru afskip- aðar 600 lestir í Brúarfoss. Bv. Akurey, sem er nýkomin af karfaveiðum, hafði 360 íest- ir. Stálfélög beita ofríki. Einkaskeyti frá AP. Washington í morgun. Truman forseti sagði í gær, að mörg stálfélög í Bandaríkj- unum væru reiðubúin til þess að semja við verkamenn, en fengju bað ekki vegna ofríkis annarra stálfélaga. Væri hér um samtök að ræða gegn alþjóðar hagsmun- um, að sínu áliti, en ekki venju- lega vinnudeilu, og kvaðst Tru- man ekki mundu beita Taft- Hartley-lögunum. Mjög hefir dregið úr fram- leiðslu skriðdreka og annarra hergagna vegna verkfallsins og yfirvofandi er skortur á hvers konar dósamat, vegna skorts á efni í dósir. Verða áfleiðingac verkfallsins, sem nú hefir stað- ið mánuð, æ víðtækari. Rússar byrjaðir a& afsaka sig strax. Helsinki, (A.P.). — fþrótta- fulitrúi Rússa hér í borg hefir kvartað yfir aðbúð þátttakenda Rússa í Olympíuleikunum í sumar. Kvartar hann undan því, að skilyrði þátttakenda frá Rúss- landi og A.-Evrópu yfirleitt til æfinga sé mjög léleg, en eink- um sé skilyrði til hlaupaæfinga mjög slæm. Götugerð hafin á Hringbraut. Hafin er götugerð á Hring- braut, á kaflanum frá Tjarnar- götu og vfestur að Ljósvalla- götu. Eins og bæjarbúum er kunn- ugt er þetta mesta og merkasta framkvæmd og mannvirki á sviði gatnagerðar hér í bænum og hefur á undanförnum ár- um verið unnið að gatnagerð á Hringbraut frá Miklatorgi að Tjarnargötu. Á hinum nýja kafla, sem lagður verður í sumar, verður fyrirkomulag hið sama og á gatnagerðinni til þessa. Ráð- gert er að leggja torg með hringakstri á horni Hringbraut ar og Suðurgötu og nefnist það Melatorg. 8 Vinna hófst þarna s.l. þriðju- dag með flokk gatnagerðar- manna, en á næstunni verður fleirum bætt í hópinn. Ennfrem ur verður þarna unnið mikið með stórvirkum vinnuvélum. Krækir US í bláa bandið? Einkaskeyti frá A.P. —« Hafskipið „United States“ lagði af stað frá New York í gær áleiðis til Le Havre í Frakklandi með 1600 farþega og er þetta fyrsta áætlunarferð skipsins. Samkvæmt áætlun á það að vera komið til Le Havre á þriðj udagsmorgun. Brezkur blaðamaður ræddi við skipstjórann skömmu eftir að skipið lét úr höfn og spurði hann hvort tilraun yrði gerð í þessari ferð til þess að hrinda siglingameti brezka hafskipsins Queen Mary, sem er handhafi bláa bandsins. Kvað hann það vera alveg undir veðri komið hvort það yrði reynt nú eða síðar. Þrýstiloftshreyfiar eru of stórir fyrir bíla. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í Belgíu með Rover-bif- reið, knúna þrýstiloftshreyfli, hafa gefið góða raun. Bifreiðin náði 240 km. hraða fyrirhafnarlítið, en Times seg- ir, að hreyfillinn sé enn of stór til þess að hann verði algenguí á næstunni, , ’"'K"

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.