Vísir - 04.07.1952, Qupperneq 4
V I S I R
Föstudaginn 4. júlí 1952
W2:'S1S&
DAGBLAÐ
Rltatjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Fálsson.
Skriístofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Flugið á framtíðina.
Yilhjálmur Stefánsson mun fyrstur manna hafa sett fram þá
kenningu að flugleiðir framtíðarinnar myndu liggja yfir
norðurpólinn og Atlantshafið norðanvert. Vakti hann í því sam-
toandi athygli á hvaða þýðingu ísland og Grænland hefðu, sem
lendingar og öryggisstöðvar. Var flugvélatækni öll þá skemmra
á veg komin, en hún er nú, enda hefur henni einkum fleygt
fram síðustu tvo áratugina og þá ekki sízt á styrjaldarárunum.
Kenningar Vilhjálms Stefánssonar voru umdeildar í upphafi,
en nú er lýðum orðið ljóst að hann hafi rétt að mæla, enda
Jhefur hann gegnt störfum fyrir Bandaríkjastjórn, sem ráðu-
nautur í öllum þeim málum, sem varða norðurhjarann sér-
staklega.
Flestir fulltíðamenn gera sér þess fulla grein að eins
og málum háttar hér á landi, mun flugið leysa margan vanda
í framtíðinni, þegar vegbönn eru á landi og siglingaleiðir
lokast, sem ávalt getur hent, þótt á því hafi orðið óvenjuleg-
ur dráttur að veruleg ísalög yrðu við strendur eða það yrði
sótt heim af hafísnum. Hafi þjóðin yfir tækjum og tækni að
ráða eru líkindi til að ráðið verði fram úr flestum vanda, og
að í lofti verði flutningaþörf fólks og varnings. Harð-
indin á norðulV og nusturkjálkanum tvö síðustu árin hafa
reynt nokkuð á ^ölxifin í þessu efni, en flugið hefur bjargað
heilum héruðum frá horfelli og jafnvel hungri.
Eimskipafélag íslands hefur verið nefnt óskabarn þjóðar-
innar, og má telja að það sé réttnefni, enda skift mjög um
alla afkomu, eftir að sigling varð innlend og ekki þurfti að
sæta afarkjörum að því er flutninga varðaði. Eimskipafélagið
hefur verið látið njóta skattfríðinda, en af þeim sökum hefur
þ>að dafnað sæmilega og getur væntanlega staðist áföll, þótt
einhver yrðu á þessum öfganna tímum. Flugfélög þau, sem
hér starfa hafa hinsvegar engra, — eða engra teljandi fríð-
inda notið, en hafa starfað í samkeppni við fjársterk erlend
félög og farið reksturinn vel úr hendi. Hinsvegar skortír flug-
félögin fjármagn til að fylgjast með þróuninni og festa kaup
á þeim stóru og dýru flugvélum, sem stórþjóðirnar nota nú
aðallega til flutninga, en sem anðveldlega geta torveldað
framtíðarrekstur smærri flugvéla í millilandaflugi.
Full ástæða sýnist til að flugfélögin taki upp nána sam-
vinnu sín á milli, en nytu auk þess skattfríðinda og jafnvel
opinbers styrks fyrstu árin, meðan verið væri að afla hæfi-
legs flugvélaflota, sem vafalaust verður að leggja í mikið fjár-
magn á okkar mælikvarða. Ekkert land á norðurhveli jarðar
liggur jafnvel við flugsiglingum og ísland, einkum að því er
flug varðar heimsálfanna í milli. Leiguflug um lengri eða
skemmri tíma tíðkast nú mjög, sem einnig er eðlilegt, með
því að flutningaþörf þjóðanna er misjöfn og hentar þeim ekki
að eiga stærri flota en svo, að verkefni séu fyrir hann að stað-
aldri. Hefðum við yfir flugvélakosti að ráða, má gera ráð fyrir
að verkefnin gætu orðið nægjanleg, ekki síst ef stofnað yrði
hér sterkt flugfélag með erlendu framlagi, sem þyrfti ekki að
vera nein fjarstæða, ef yfirstjórn félagsins yrði hér í landi og
jafnframt miðstöð loftsiglinga þess.
í þessu efni verður þjóðin að vera vakandi og minnast
J>ess, að við höfum ekki ráð á því að sitja aðgerðarlausir,
meðan frændþjóðir okkar á Norðurlöndum sameinast til þess
að lyfta þeim Grettistökum, sem með þarf, til þess að tryggja
þáttöku þeirra í flugmálum alþjóða í framtíðinni.
Alþjóðlegar ráðstefnur.
'^7’msir fundir standa yfir hér í bænum þessa dagana, sem
efnt er til af alþjóðlegum samtökum eða norrænum. Sam-
vinnumenn sitja hér á ráðstefnu í fyrsta sinn og er það mót
alþjóðlegt. Hjúkrunarkonur frá Norðurlöndunum öllum gista
bæinn og kirkjuorganistar þaðan halda hér einnig mót sitt,
svo að nokkuð sé talið. Síðar í sumar verður hér haldið norrænt
blaðamannamót, þ. e. a. s. miðstjórnarfundur norrænna blaða-
mannasambandsins og vafalaust mætti svo lengi telja. Má
gera ráð fyrir slíkum fundum fari fjölgandi, svo sem gerist
annarstaðar í höfuðborgum Norðurlandanna, en þá ætti jafn-
framt að miða framkvæmdir við þarfirnar, þannig að skilyrði
tiJ móttöku erlendra gesta og venjulegrar fyrirgreiðslu yrðu
hér ákjósanleg. Hér í Reykjavík verður að byggja fullkomið
gistihús, — eitt eða fleiri, — til þess að fullnægja innanlands-
þörfinni á öllum árstímum, auk þess sem gera verður ráð fyrir
nukinni þörf fyrir gistihús og greiðasölu yfir sumarmánuðina.
Þetta mál hefur verið að vefjast f.yrir mönnum.nú um nokkurra
ára skeið, en framkvæmdir sitja við orðin ein.
Fagrstu k irkgu tónleihurat ir :
íslenzk kirkjutónlist.
Fimmta mót norrænna kirkju
tónlistarmanna var sett í gær í
hátíðasal Háskólans af Páli ís-
ólfssyni, formanni Félags is-
lenzkra organleikara. Síðan
fluttu aðrir norrænir fulltrúar
ávörp, og loks voru þjóðsöngv-
arnir sungný:.
Um kvöldið var fyrsti kon-
sertinn haldinn, helgaður ís-
lenzkri kirkjutónlist. Duldist
eigi, að vel hafði verið til hans
vandað, og var landinu sómi að.
Páll ísólfsson lék Chaconnu sína
um upphafið að Þorlákstíðum.
Kirkjukór Nessóknar söng tvö
lög úr óratóríu Björgvins, „Frið
á jörðu“, með undirleik dr. Ur-
jbancic undir stjórn Jóns ísleifs-
sonar. Guðmundur Jónsson söng
„Hátt ég kalla“ eftir Sigfús
Einarsson, „Friðarins guð“ eftir
Árna Thorsteinson og „Agnus
dei“ raddsett af Bjarna Þor-
steinssyni. Kór Hallgrímskirkj-
unnar söng tvö lög eftir Karl
Runólfsson og tvö eftir Þórar-
in Jónsson, Páll Kr. Pálsson lék
tvær orgelprelúdíur eftir Jón
Leifs, „ricercare“ eftir Hall-
grím Helgason og sorgarmars í
minningu hins látna forseta ís-
lands eftir Þórarin Jónsson. Þá
stjórnaði hann söngflokki Hafn
arfjarðarkirkju, er fór með tvo
gamla sálma íslenzka, „Með
gleðiraust“, raddsett af söng-
stjóranum og „Greinir Jesú um
græna tréð“, raddsett af Sig-
urði Þórðarsyni, og síðan „Lof-
ið drottin“ eftir Friðrik Bjarna-
son. Að lokum lék Páll ísólfs-
son passacagliu sína í f-moll,
sem Sinfóníusveitin lék í vor.
Öll var frammistaða einleikara,
einsöngvara, kóra og undirleik-
ara hin prýðilegasta.
Það er ljóst af þessu yfirliti,
að býsna margt er til af góðum
kirkjutónverkum íslenzkum.
Mestur sómi er þó að orgelverk-
unum, sem flutt voru, verkum
Páls ísólfssonar, sem gott var
að heyra aftur, hinum sérkenni-
legu prelúdíum Jóns Leifs, sem
of sjaldan heyrast, og hinu
fagra verki Hallgríms, sem ekki
hefir heyrzt hér áður. í sorgar
marsi Þórarins voru víða mikil
tilþrif, en hann hefir gerzt full
langorður á köflum. Annar stór
merkur þáttur voru hin gömlu
íslenzku sálmalög í nýjum radd
færslum. „Agnus dei“-brotið er
þeirra elzt, skráð á bókfell (AM
80, 8vo) á 15. öld. Raddsetning
hins mikla fræðimanns Bjarna
prf. Þorsteinssonar er því mið-
ur í litlu samræmi við
hljóma þá, sem bassaröddin í
handritinu gefur til kynna.
Miklu nær hinum gömlu tón-
um og þó furðulega hressilegar
og nútímalegar eru raddsetn-
ingar Páls Pálssonar og Sigurð-
ar Þórðarsonar. Sálmurinn
„Með gleðiraust og helgum
hljóm“ var til forna aðal-jóla-
sálmur íslendinga og mætti
gjarnan uppvekjast. Af frum-
sömdum kórverkum vekja
sálmar Karls Runólfssonar
mesta athygli, samdir af vand-
virkni og hugkvæmni með hlið-
sjón af hinum gamla stíl. Er
ánægjulegt að heyra, að fleiri
tónsmiðir snúa sér nú af alvöru
að því að vinna úr auði ís-
lenzkra þjóðlaga og sálma.
Önnur íslenzk tónverk verða,
ásamt færeyskum tónverkum,
flutt á síðasta konsert mótsins,
fimmtudaginn 10. júlí. Næstu
tónleikar verða í þessari viku
og næstu í þessari röð: danskir
í dag, finnskir 7., norskir 8. og
sænskir 9. júlí.
B. G.
Z'EISS Z
MBaŒll
Orillanglöior
BEZT AÐ AUGLYSAI VISl
Eftirtektarverð
frönsk mynd
sýnd á morgun.
Nýja bíó hefur sýningar á
nýrri franskri mynd n.k. laug-
ardag.
Hefir myndin hlotið nafnið
„Drottinn þarfnast þjóna“.
Myndin hefir verið sýnd víða 1
Evrópu og hlotið einróma lof,
og meðal annars má nefna, að
tvisvar hlaut hún verðlaun í
í kvikmyndasamkeppni í Fen-
eyjum árið 1950.
Myndin gerist á lítilli eyju
út af Bretagneskaga, og lýsir
dapurlegum örlögum eyjar-
skeggja. Fátækt er mikil á eyj-
unni, og aðal gróðavegur íbú-
anna að lokka skip í strand í
vondum veðrum, og ræna svo
öllu, sem hönd á festir, bæði
af þeim sjómönnum, er farast,
og því, er á land berst við skip-
brotið. Af þessum sökum fæst
enginn prestur til að þjóna þar
á eyjunni, og leiðir af þessu
hinn mesta glundroða.
Aðalhlutverk í myndinni
leika Pierre Fresney, sem leik-
ur Tómas, manninn, sem á að
koma í prests stað, Jean-Pierre
Mockey, en hann fer með hlut-
verk Pierres, bróður Tómasar,
og Daniel Gelin, sem fer með
hlutverk Jóseps, mannsins, sem
drýgt hefir þann glæp, er ekki
verður fyrirgefirin. Gelin er
mörgum kvikmyndahúsgestum
vel kunnugur fyrir leik sinn í
myndinni „La Ronde“; sem
Nýja bíó syndi fyrir skömmu,
en þar fór Gelin með hlutverk
skólapiltsins.
Myndin gerist á miðri 19. öld,
og er hún mjög vel leikin, og
efnið mjög frábrugðið því, sem
sést hefir hér upp á síðkastið.
Er óhætt að segja að hún sé
með beztu myndum, sem sýndar
hafa verið hér lengi, og ættu
engir þeir, er góðum kvik-
myndum unna, að verða fyrir
vonbrigðum af henni.
R.
BERGMAL
Matmálstíminn.
í fyrra var mikið um það tal-
að, hvort ekki væii rétt að
breyta talsvert til um matmáls-
tíma, svo að aðalmáltíðar yrði
neytt að kvöldi að lokinni
vinnu, en aðeins örstutt matar-
hlé haft um hádegisbilið, og
menn stýfðu þá jafnvel úr hnefa
eitthvert nesti, ef ekki væri
hægt að fá mat keyptan á
vinnustað eða alveg við hann.
Húsmæður
eiga að ráða.
Sýndist sitt hverjum eins og
gengur, en lengstum var víst
ekki hirt um að spyrja um álit
húsmæðra, þótt það kæmi þó
fram um síðir. Það segir sig
vitanlega sjálft, að þær á ekki
síður að spyrja en þá, er starfa
utan heimilisins, því að þær
bera hita og þunga matartil-
búningsins, að ógleymdum upp-
þvottinum á eftir, sem öllum
er hvimleiður, og sitt hvað
fleira kemur og til greina.
Ein rödd enn.
Nú hefir Bergmáli borizt
stutt bréf frá „verzlunar-
manni“, er hreyfir þessu máli
á ný. Hann segir m. • a. ,,....
Mér hefir stundum flogið í
hug, hvort samtök ýmissa
stétta, eins og t. d. verzlunar-
stéttarinnar, gætu ekki komið
því á með samningum, að mat-
arhlé yrði haft styttra um
sumarmánuðina en að vetrar-
lagi, svo að menn kæmust fyrr
út í sólina, jafnvel þótt um
síðdegissól yrði að ræða. Maður
verður að kúra inni — í mis-
munandi góðu verzlunar- eða
Skrifstofuhúsnæði — alla daga
nema rétt í sumarleyfinu. Eg
veit, að fjölmargir yrðu þessu
hlynntir......“
Margt kemur
til greina.
Hér kemur vafalaust margt
til greina, ef litið er á hags-
muni beggja aðila, þ. e. a. s.
bæði starfsmanns og vinnuveit-
anda, og þá ekki sízt viðskipta-
manna, að því er verzlanir
sneriir. £f. enn á að færa lok-
unartíma verzlana fram, þá liði
ekki á löngu, áður en stór hóp-
ur manna gæti ekki farið í
verzlun nema í sjálfum vinnu-
tímanum — og þá jafnvel með
frádrætti á launum.
Sólarfrí.
Mér dettur hinsvegar í hug,
að menn fengju heldur lengri
matarhlé vissa daga vikunnar,
einn eða fleiri starfsmenn sama
daginn, þegar gott er veður, svo
að þeir gæti sleikt sólskinið.
Klukkustund í viðbót mundi
gera mikin mun. Eg ræði þetta
ekki frekar að sinni, en orðið
er laust.
Gáta dagsins.
Gáta nr. 180.
Börnin skógar beit liún oft
beittum meður skafli,
lúði tönn, en túggði loft
og týndi þar með afli.
Svar við gátu nr. 179.
Tjald.