Vísir - 12.07.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 12.07.1952, Blaðsíða 1
4 42. árg. Laugardaginn 12. júlí 1952. 155. tbl<> Eiiseiftltowei* í Iroiftftboði. Dwight D. Eisenhower. ÍIO hvalir hafa veiðst. Hvalveiðarnar hafa gengið sæntilega til þessa og liöfðu í gær veiðzt 116 hvalir þegar með voru taldir þeir hvalir, sem Iivalveiðibátur var á leið með til lands. Gasftir hafa þó verið nokkru stopulli nú en í fyrra, en aftur á móti sóttu hvalveiðibátarnir lengra út í fyrra en nú. Á þess- ari vertíð hafa bátarnir þann háttinn á að þeir fara undir eins til lands, er þeir hafa veitt hval, vegna þess að kjötið er nú meira notað til manneldis, xneðal annars selt til Bretlands. Hlaut 614 við fyrstu Eisenhower hershöfðingi var síðdegis í gær kjörinn forsetá- efni republikana í forsetakosningunum í nóvember næstkom- andi þegar í fyrstu atkvæðagreiðslu á landsfundinum í Chicago. Iliaut hann 614 atkvæði c-ða 10 yfir lágmark til lögmæírar útnefningar. Taft hlaut 500 atkvæði, Warren 81, MacArthur 10 og Stassen 1 atkvæði. Það, sem réð úrslitum um, að Eisenhower sigraði þegar 1 fyrstu lotu, var það, að allir fulltrúarnir frá Miimesota, 28 talsins, snerust á sveif með honum. Þegar, er þessi úrslit voru kunn, gekk Eisenhower á fund Tafts, og ræddi við hann í við- urvist fréttámanna.. Segja þeir, að er þeir stóðu gegnt hvor öðr- um, sigurvegarinn og sá, sem ósigur beið, hafi þeir báðir tár- fellt. Taft óskaði Eisenhower inni- lega til hamingju með sigurinn og hét honum fullum stuðnirigi í kosningabaráttunni. Leiðtogar flokksins ræddu því næst við Eisenhower og spurðu hann hvern hann kysi sér við hlið sem varaforseta- efni. Aðalmeðmælendur allra þeirra, sem um var að velja sem forsetaefni, lögðu til síð- ar í gærkveldi, að Eisenhower yrði útnefndur forsetaefni og Everest fer hækkandi. 31estt ttss rera %99(þÍO feí- remjjwlegm taíið 2ÍKHO* '¥»5* Einkaskeyti frá AP. — Ziirich í gær. •Dr. Wyss-Dunant, foringi svissneska Everest-Ieiðangurs- ips, hvetur menn til að flýta sér til að klífa tindinn, því að hann fari hækkandi. ■Hann fullyrðir, að það verði er-fiðara með hverju ári að kom- ast á Everesttind af þessum sökum, því að mannlegum kröftum sé takmörk sett. Leið- angursmenn framkvæmdu margvíslegar mælingar á fjall- iriu, og komust að þeirri niður- stöðu eftir þær, að tindur Everest-f jalls væri riú orðinn 29,610 fet, en hann Jiefir jafnan verið talinn • 29,140 fet, og hefir því hækk- að um nærri 500 fet á und- • anförnum árum. Þó þyrfti, sagði dr. Wyss- Bunant, að ganga úr skugga um þessa hæð endanlega, því að þótt leiðangurinn hefði haft fimm hæðarmæla meðferðis, sýndu kannske aðeins þrír sömu hæð, en tveir aðra. Síðasta tilraun. Hinzta tilraun til að klífa tindinn var gerð 28. maí, og var hætt, er 900 fet voru eftir. Súrefnisgrímur leiðangursmana biluðu, en auk þess var veður- hæð mikil, og þrek manna á þrotum. Loks var komið svo nærri áætlunartíma monsúnsins, sem hefir í för með sér snjóflóð og mikla vatnavexti, að ekki var seinna vænna að snúa aft ur. Önnur tilraun með haustinu. Ákveðið hefir verið, að hý tilraun verði gerð til að klífa fjallið í október eða nó.vember í haust. Verður farin svonefnd syðri leið, sem einnig var farin í vor og reyndist sæmilega greiðfær, en hana fundu Bretar í fyrra. samþykkti flokksþingið það ein róma. Dwight Eisenhower hefir lagt til að Richard E. Nixon, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, verði útnefndur varaforsetaefni Repuhlikana. Var í gærkveldi búizt við að hann mndi verða fyrir valinu. Nixon er tiltölulega ungur mað ur og barðist í seinasta stríði við góðan orðstír. Eftir að fulltrúarnir frá Minnesota höfðu lýst yfir fylgi sínu við Eisenhower sner- ust fulltrúarnir á þinginu hver af öðrum til fylgis við hann unz hann hafði fengið öruggan stuðning 850 fulltrúa. Kom þá fram tillaga um að hann hlyti einróma kosningu og var sú til- laga samþykkt. Efnt til fiokks- á itcJiíu. Eínkaskeyti frá AP. — Eóm í morgun. Tveír stærstu flokkar Ítalíu efna tíl flokksþinga í þessum mánuði. Tilgangurinn er að athuga gaumgæfilega árangur bæjar og sveitarstjórnarkosninganna þ. 25. maí, og undirbúa þing- kosningarnar, sem fram eiga að fara í apríl á næsta ári. Kommúnistaflokkurinn held- ur þing sitt hér 14.—15. þ. m. og Kristilegi lýðræðisflokkur- inrft-viku síðar, 21,—23. þ. m. Þjóöverjar fieimsmetstarar Ziirich (AP). — Þjóðverjar liafa unnið heimsmeistaratitil- inn í handknattleik. Fór úrslitaleikurinn fram við Svía, og settu Þjóðverjar 19 mörk gegn 8. Þjóðverjar voru heimsmeistarar fyrir stríð. Haugasjór á miS- r I gær var hvergi veiðiveður norðanlands hvorki á mið- né austursvæðinu og Iágu flest sildveiðiskipanna í vari allan daginu. Á Siglufirði voru gríðarmörg skip í gær og eins á Raufarhöfn, en haugasjór var úti fyrir, þótt nokkuð hafi tekið að lægja þeg- ar leið á kvöldið. 11 skip komu með síld til ríkisverksmiðjanna í gær fyrir hádegi, sem þau höfðu flest fengið á Grímseyj- arsundi eða á Mánareyjarrifi. Nokkur skipanna voru talin upp í fréttum í gær, en þau voru annars þessi: Gylfi 294 mál, Pétur Jónsson 258 mál, Sigur- fari, BA, 78 mál, Vörður Th. 80, Marz 43, Helga 60, Hugrún 235, Sæfari 89, Stígandi 201, Sæfari, ís., 206, Brimnes 20. — Hjá Rauðku losuðu þessi skip: Dagný 218 mál síld og’ 133 mál ufsa, Sigurður 116 mál ufsa, Siglunesið 53 mál síld, Kristján 55 mál síld og Fagriklettur 92 mál. Eftir að skipin komu inn með afla sinn gerði versta veður Koma Græniatitbfarar Nær 100 stundir í sjúkrafSugi. Á fyrra misseri þessa árs fluítí Björn Pálsson 41 sjúkling f s.iúkraflugvéliiini. í þessum ferðum var sjúkra- flugvélin 98 klst. á flugi og flogið samtals um 16.000 km. Frá þessu er sagt í skýrslu Björns til Slysavarnafélagsins. Lent var á 2 stöðum víðsvegar á landinu, oft við erfið skilyrði, og oft lent þar sem flugvél hafði ekki komið áður. Auk þess kom flugvélin oft í góðar þarfir við flutning á fólki, sem býr á stöðum, þar sem sam- gönguskilyrði eru erfið. Slysavarnafélaginu hafa bor- ist þakkir frá mörgum fyrir hið ágæta og nauðsynlega hjálpar- .starf, sem. hér er innt af hönd- úxri. 3-faldur kafbát- ur í smíðum. Einkaskeyti frá A.P. — Haag í gær. Hafin er smíði fjögurra kafbáta, sem verða mjög frábrugðnir þeím kafbátum, sem nii eru í notkun hvar- vetna í Iieiminum, og má segja, að hér sé um byltingu á þessu sviði að ræða. Kaf- bátar þessir verða þrír sí- valningar, og er hinn stærsti fyrir áhöfn og vopnabúnað, en hinir tveir, er verða á ská niður og út frá honum, verða fyrir vélarnar, sem verða bæði raf- og dieselvélar. Hættu snjómokstrí1 vegna hríóarbyls. Unnið hefir verið að snjó- mokstri í Sigluf jarðarskarðí nótt og dag að undanförnu, og er langt komið að moka Siglu- f jarðarmegin. Ennþá er eftir að moka mik- ið sunnan skarðsins, og verður haldið áfram með mokstur þar. í gær gerði hríðarveður á skarð- inu, urðu snjómokstursmenn að hætta vinnu um skeið. í fyrri- nótt snjóaði ofan í hlíðar á Siglufirði, eins og skýrt var frá í Vísi í gær. Ekki er enn vitað, hvort Grænlandsleiðangur forezka sjó- liðsforingjans Simpsons, sem Iagður er af stað frá Bretlandi, muni koma hér við á Ieiðinní til Grænlands. Vísir átti í gær tal við Hall- grím Fr. Hallgrímsson for- stjóra, umboðsmann leiðang- urs hér, og' sagði hann, að ráð- gert hefði verið, að leiðangur- inn færi beint til Grænlands, en síðan kæmi skipið, sem hann hefir á leigu, hingað til þess að sækja vörur til hans, er áður höfðu verið fluttar hingað. Leiðangurinn er með norska selfangaranum „Tottan“, sem mun hafa Iagt af stað frá Bret- landi á mánudag. Hallgrímur sagði hins vegar, að hingað hefðu borizt bréf og símskeýti til leiðangursmanna, og virtis það jafnvel benda til, áð hann kæmi hingað fyrst, en enga til- kynningu hafði hann fengið um það í gær. Gbmuflokkur á Óiympíuleikana. Ármánn sendir myndarlegarp. glímuflokk til Ólympíuleikanna í Helsingfors. Flokkurinn fer utan á vegurn Ármanns að öllu leyti og er því óviðkomandi ólympíunefnd.. Þorgils Guðmundsson hefir æft flokkinn og fer utan með hon- um, en Jens Guðbjörnsson, form. Ármanns, er annars far- arstjóri Olympíufaranna sem. íslendingar senda til keppni. Finnar ætla að láta sýna. ýmsar þjóðlegar íþróttir á leik- unum og falla sýningar Ár- menninga innan þess ramma. í flokknum eru 11 vaskir menn, þessir: Guðmundur Ág- ústsson, Rúnar Guðmundsson, Gísli Guðmundsson, Steinn. Guðmundsson, Skúli Þorleifs- son, Grétar Sigurðsson, Einar Einarsson, Ólafúr H. Óskarsson, Pétur Sigurðsson, Ingólfur Guðnason og Kristmundur Guð- mundsson. NonræðR ráðíierrafundur hér í september. Ákveðið hefir verið að halda næsta utanríkisráðherrafund Norðurlandanna hér í Reykja- vík, og mun hairn standa dag-< ana 3.—4. septcmber n. k. ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.