Vísir - 12.07.1952, Blaðsíða 6

Vísir - 12.07.1952, Blaðsíða 6
-'S X I S I K Laugardaginn 12. júlí 1952. Fonrihvammur og Ljósafoss. StiMÍi aihugasewnd. í þættinum „Hvað viltu •vita?“, sem kom í Vísi 5. þ. m., svaraði blaðið tveim spurning- um um íslenzkt mál, er lesandi hafði varpað fram. Fjallar önn- ur um orðmyndirnar Ljósifoss og Ljósafoss, en hin um það, hvort réttara sé Fornahvammur eða Fornihvammur. Þessu er svo svarað í þættinum, en held- ur flausturslega. Slíkt er ó- verjandi, því að menn verða að gæta þess að svara spurn- Sngum eins nákvæmlega og kostur er, því að annars er allt . gagnslaust — og jafnvel verra en það. Svar blaðsins við fyrri spurn- jngunni getur gengið að nokkru, en er þó villandi að því leyti, að orðmyndin Ljósafoss í nefni- falli er einnig algeng og komin inn frá aukaföllunum, sbr. t.d. Breiðafjörður í stað Breiði- fjörður. Þar var þó talað um upprunalegu myndina í svar- ínu. Hér mun ég svo gera örsutta athugasemd við síðari spurn- ínguna. Blaðið svarar henni á þessa leið: ,,Sá hét Forni, er reisti bú að Fornahvammi, og • er því Fornihvammur rangt.“ iArinað segir ekki um þetta, og .virðist það því afgreitt mál í hendur lesendanna. En hér er þörf nánari skýringar. Ég verð að játa, að mér hefur ekki tekizt að finna heimild þá ,um þennan Forna, sem á að hafa búið í Fornahvammi, og ekki er hann nefndur í Land- námu. En hins vegar er til önnur skýring á þessu nafni, og veit ég ekki annað en þeir fræðimenn, sem um þetta hafa fjallað séu þar sammála í að- alatriðum. Þegar menn tóku að flytjast hingað frá Noregi og öðrum löndum, gættu þeir þess ekki alltaf, að staðhættir voru áð mörgu leyti aðrir en í heima- landinu. Þeir komu hingað að sumarlagi og reistu margir býli sín uppi til fjalla, þar sem sum- arhagar voru góðir. En brátt komust þeir að raun um, að vetrarríki var mikið, og hörfuðu því oft undan niður í dalina. Þá urðu auðvitað rústirnar einar eftir. Þannig álíta fræði- menn, að það hafi t.d. verið í Norðurárdal. Býli hefur verið reist, þar sem nú er Fornihvammur, og kallað Hvammur. En ábúand- inn hefur síðan orðið að hrökkl- ast þaðan undan vetrarríkinu og setjast að neðar í dalnum. Þar hefur hann svo reist bæ að nýju og kallað hann aftur Hvamm. Hefir þá gamla bæjar- stæðið verið kallað Forni- Hvammur til aðgreiningar frá hinum nýja Hvammi. Síðar hefur nafið svo haldizt, þegar byggt var aftur á rústunum. Þessi skýring á bæjarnafn- inu er mjög sennileg, enda á hún hliðstæður víða um land. Eru mörg dæmi þess í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá um 1700, og get ég nefnt hér nokkur að lokum. í Stokkseyrarhreppi eru Fornu Baugstaðir til aðgreiningar frá Baugstöðum. í Borgarfirði eru Fornu Brennistaðir og Forni Breiðibólstaður. Á Snæfellsnesi geta þeir um Fornu Fróðá, í Dalasýslu Forna Belgsdal í Saurbæ og Skagafirði Fornu Velli. Ég vona, að þetta nægi til þess að sýna, að skýring sú, sem blaðið kom með um daginn á orðmyndinni Fornahvammur er a. m. k. ekki einhlít. Með þökk fyrir birtinguna. J. A. J. BftlDGEÞATTUIt VÍSIS Mörgum er það á móti skapi að spila út frá gaffli, þ. e. Ás og D. í fyrsta slag. Það er hægt að fallast á það, að slíkt útspil þurfi að varast í litarspili, en ef um grand er að ræða gildir önnur regla, þótt sumir vari sig oft ekki á því. Eftirfarandi er tekið sem dæmi um þessa reglu og sýnir hve illa tókst til íyrir Vestur. & 8 ¥ Á-K-10-3 ♦ G-10-3 * Á-D-G-10-4 A A-D-10-7-4 ¥ 6-4 ♦ K-8-7 * 7-5-2 és 9-6-3 ¥ G-9-7-5 ♦ 6-5-4 * K-8-3 A sagði pass og S einnig, en V hóf sögn á 1A. N tvöfaldaði og S sagði 2 grönd til þess að sýna styrk sinn. Þá sagði V pass og N 3 grönd. V kom út með ¥ 6, eins og sagnhafi hafði búist við og fær S slaginn á D. Suður spilar út 4» 9 og „svín- ar“ og A tók með K. — Hann spilar út A 9 og V fékk á D, því S lét G, en A og V höfðu orðið fyrir leiktapi með því að byrja ekki á A og sögn- in örugg. A K-G-5-2 ¥ D-8-2 ♦ Á-D-9-2 A 9-6 ',V Þótt S segði 2 grönd, er sýndi örugga fyrirstöðu í A, eins og sagnir gengu, átti V að koma út í A, þótt hann yrði að spila út frá Á-D. V átti að koma út með A 7 og hefði spilið þá ver- ið tapað, hvort sem sagnhafi tók eða gaf. Þing ILO haldið í sl. mánuði. Hinn 28. júní síðastliðinn lauk þingi alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, sem haldið var í Genf. Mættir voru þar af íslands hálfu þeir Jónas Guðmunds- son, Jón S. Ólafsson, Kjartan Thors og Magnús Ástmarsson. Auk þeirra sótti Haraldur Guð- mundsson þingið sem sérfræð- ingur í tryggingamálum. Ræð- ismaður íslands var einnig þar á þinginu fulltrúunum til að- stoðar. Flutti Jónas Guðmunds- son þar ræðu af hálfu íslands. Á þinginu voru gerðar þrjár samþykktir auk nokkurra á- lyktana, og fjölluðu þær um félagslegt öryggi og almanna- tryggingar, mæðrahjálp og or- lof landbúnaðarverkafólks. Af þeim mun hin fyrsta tvímæla- laust vera talin merkust. —• Fjallar hún um tryggingar og sétur lágmarksákvæði um tryggingar almennings. Loks var eitt nýtt ríki, Líbýa, tekið í sambandið og eru aðildarríkin nú orðin 66. póstL Um völlinn fóru samtals 5,069 farþegar, 185,538 kg. af flutningi og 32,284 kg. af pósti. Pappfrspokagerðin ii.f. Vitastíg 3. Allsk. pappírspokar Z-EISS 2 piHKraa r!Éis?p trlllanglði.r röpToin Qœfan fylgir hringumaa fré SIGURÞÓR, Haíaarstræít 4 Margar gerSir fyrirltggjandt. 99 LeyncSardóinur 1 pylsunnar.44 Einkaskeyti frá AP. London ígær. Matvælaráðherra Bretlands, Lloyd George tilkynnti í gær, að kjötskammturinn yrði auk- inn og smjörlíkisskammturinn en smjörskammturinn minnk- aður frá 1. ágúst að telja. Ein af konum þeim, sem sæti eiga í neðri málstofunni, Mrs. Maugham, kvartaði yfir því, að pylsur væru ekki af þeim gæð- um, sem vera ætti og auk þess dýrar, og væru brezkar hús- mæður óánægðar yfir þessu á- standi. Krafðist hún strangara eftirlits með pylsugerð. Af hálfu stjórnarinnar var lýst vand- kvæðum á að framkvæma slíkf eftirlit, — það vaéri erfitt við- fangsefni, — og alkunnugt, að pylsan væri „einn af leyndar- dómum daglegs lífs!“ Vogabúar! Munið, ef þér þurfið að að auglýsa, að tekið er á móti smáauglýsingum í Vísi í ' * • Verzlun Arira J. Sigurðssonar, Langliolísvegi 172 Smáauglýsimgar Vísis eru ódýrastar og fljótvirkastar. Borðdúkar og borðdúkaefm. Mikil flugum- ferð í maí. Umferð var mikil lun Reykja- víkur- og Keflavíkurflugvöll í maímánuði. Á Reykjavíkurflugvelli voru alls 313 lendingar, þar af lentu ; millilandaflugvélar 15 sinnum, innlendar farþegaflugvélar 155 sinnum og einka- og kennslu- flugvélar 143 sinnum. Með millilandaflugvélum komu og fóru til Reykjavíkur 357 far- þegar, 6127 kg. af farangri, 10533 kg. af vörum og 1699 kg. af pósti. Með innlendum far- þegaflugvélum komu og fóru til Reykjavíkur 3305 farþegar, 46,505 k. af farangri, 101,165 kg. af vörum og 4,417 kg. af pósti. Á Keflavíkurflugvelli lentu 153 millilandaflugvélar og tíu innlendar vélar, og með þeim komu og fóru 101 farþegi, 4,041 kg. af vörum og 1205 kg. af VERZLC ALUMINIUM skillistar fyrir þilplötur, töpuðust af bíl á Suðurlandsbraut sl. fimmtudagskvöld. Finnandi vinsamlegast beðin að snúa sér til Vilhjálms Bjarnason- ar, Laufskálum. Sími 6095. (260 - £anikwttf ~ ALMENN SAMKOMA annað kvöld kl. 8,30. Jóhannes Sigurðson talar. Allir velkomnir. RÓÐRARFÉLAG Rvíkur. Æfing í dag, laugardag, kl. 2 og á sunnudag kl. 2 í Nauthólsvíkinni. (256 VI§IR Nýir kaupendur fá blaðfó ókeypis tit mánaðamóta. Sími 1660. LÍTIL íbúð óskast strax. Uppl. í síma 80217. (253 KVISTHERBERGI með innbyggðum skáp til leigu. Uppl. í Drápuhlíð 28, rishæð. (261 GOÐ STOFA, með hús- gögnum, í miðbænum, fæst leigð í styttri eða lengri tíma. Uppl. í síma 3033. (254 1. VÉLSTJÓRA vantar á reknetabát. Uppl. Rauöarár- stíg 30. Sími 80287. (262 Björguuarfélagið VAKA. Aðstoðum bifreiðir allan Bólarhringiim. — KranabílL Stmi 81850 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki. Raftækjaverziunin Ljós og Hiti h.f. Laugavegi 79. — Sími 5184. VIÐGERÐIR á dívönum og allskonar stoppuðum húsgögnum. Húsgagnaverk- smiðjan Bergþórugötu 11. — Sími 81830. (224 GUITAR. — Amerískur Gibson guitar í vönduðum kassa til sölu. Uppl. í síma 2608. (266 DÖMUKÁPA, stórt núm- er, og peysufatapils til sölu á Hverfisgötu 55. (265 ÞRIHJÓL, nýlegt, handa 4—6 ára barni, til sölu að Laufásvegi 14. (263 TIL SÖLU Wauxhall 14, nýskoðaður. Verð 11000 kr. Sími 81421. - (259 BARNARUM, helzt sem hægt er að leggja saman, óskast. Sími 3799. (257 LAXVEIÐIMENN. Stórir, nýtíndir ánamaðkar til sölu. Litluvöllum við Nýlendu- götu. (258 KARLMANNS reiðhjól, gott, kolakyntur ,ofn og steypujárnsklippur til sölu á Laufásvegi 50. (240 TIL SOLU tvísettur klæðaskápur (birki), borð með tvöfaldri plötu og bókahilla (eik). Lokastíg 3, hæðinni. (255 BARNAKOJUR óskast til kaups. Uppl. í síma 81382. (252 VEIÐIMENN. Ánamaðkur til sölu. Höfðaborg 72, Borg- artúnsmegin. (251 PLÖTUR á grafreiti. Út vegum áletraðar plötur k grafreiti með stuttum fyrir- rara. UppL á Rauðarárstíg 20 (kjallara). — Sími 6120.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.