Vísir - 06.08.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 6., ágúst. 1952
V f S I K
MARTHA ALRRAND:
Hón unni honum einum.
Becker lýsti upp andilt hans og skoðaði hann gaumgæfilega:
„Helvízkur hundurinn, þú hefir leikið illa á mig. En hvernig
þú fórst að því er mér ráðgáta. Eg hefi gætt þín eins og sjá-
aldurs auga míns, og samt —“
Rodasky var farinn að froðufella.
„Fyrst þú endilega vildir drepast hefðirðu átt að geta gert
þetta hreinlega. Mér hefði sannast að segja verið nautn að því
að hleypa skoti úr byssu minni í höfuð þér. Ef þú hefðir barizt
hreinlega við mig, svínið þitt, í stað þess að stelast svona aftan
að mér -—“
„Vatn, vatn —“
Becker hristi höfuðið.
„Nei, nei, karl minn, ekki veit eg, nema það fari alveg með
þig, ef þú færð vatn, því að ekki veit eg hvað þú hefir í þig
látið. Það gæti drepið þig — og svo sannarlega skaltu fá að
]ifa, til þess að eg geti endurgoldið þér bellibragðið.“
Og Becker fór til móts við annan varðmann, sem hann sendi
eftir lækninum......
Einhver beygði sig yfir hann. Svöl hönd var lögð á enni
hans og skýldi svo augum hans gegn birtunni. Paul, auðvitað
hlaut það að vera Paul. Það gæti enginn annar verið. Hann lá
grafkyrr. Hann var alveg viss um, að eftir dálitla stund mundi
Paul segja við hann, að hann skyldi engar áhyggjur hafa,
þetta væri allt í lagi. „Eg vildi, að þú færir á undan mér. Þú
mátt engan tíma missa. Eg kem á eítir og næ þér,“ hvíslaði
hann, en Paul svaraði engu. En hvað það var honum líkt að
svara engu strax. „Farðu, eg verð þér til tafar, komdu þér af
stað, eða lögreglan tekur okkur alla,“ bað hann. — Ekkert svar,
nema hin svala hönd þrýsti sem snöggvast að gagnaugum hans.
Það var eins og honum væri gefið til kynna vjð þessa snert-
ingu, að einhver væri þátttakandi í því með honum, sem hann
varð að þola.
Hann hlaut að hafa sofnað rét sem snöggvast, en ekki lengi,
því að þegar hann vaknaði voru þeir enn allir þarna, úti í fjar
lægasta horninu í rústunum fjallháu.
Þegar hann hreyfði Sig fann hann sér til mikillar undrunar,
að hann hvíldi á mjúkri dýnu og lök höfðu verið breidd yfir
hann. Hvar höfðúþeir getað stolið rúmi handa honum? Rúmi,
með svæfli, dýnu og lökum? Og á litlu borði við rúm hans var
mergð glasa — þetta borð hafði ekki verið þarna. En það var
komið þarna allt í einu. Lyfjaglös — hvar skyldu þeir hafa náð
í þau — þar sem ekki var einu sinni hægt að ná í höfuðverks-
pillur, án þess að hafa lyfseðil upp á það? Bölvaðir asnarnir,
að fara að brjótast inn í apótek, og lögreglan á hælum þeirra.
— Augu hans fylltust allt í einu tárum og hann sneri höfðinu
til hinnar hliðarinnar. Þarna var ofn. Hann hafði ekki séð ofn
árum saman. Þetta var gríðarstór ofn og það, sem var enn
furðulegra var, að það logaði eldur í honum. Hann reis upp
við dogg og allt í einu og grenjaði:
„Þið átt.uð ekki að kveikja upp í ofninum, asnarnir ykkar.
Þeir sjá reykinn og finna okkur.“
Og Paul sneri sér við. En það var þá ekki Paul, heldur maður
með hornspangagleraUgu, klæddur hvítum sloppi.
„Þér gerðuð oss sannarlega erfitt fyrir,“ sagði maðurinn í
hvíta sloppnum. „Þér hafið þjáðst mikið. Þér æptuð þangað
til við vorum búnir að dæla yður fullan af morfíni.“
Og allt í einu var Gröte kominn að rúminu.
„Reynið að jafna yður, Rodaskv,“ sagði hann. „Við förum
ekki fram á annað — í bili.“
Sim vár máttfarnari en svo, að hami gæti svarað. Læknirinn
og yfirfangavörðurinn fóru út. Sim lá hreyfingarlaus og hlust-
að á fótatak varðmannsins, sem gekk fram og aftur í göngun-
um fyrir utan.
SAMKVÆMT reglunum höfðu fangarnir rétt til þess að fá
að vera á göngu undir beru lofti hálfa klukkustund daglega.
Eftir fimm daga var Sim orðinn svo hress, að hann fekk að
fara út í garðinn, þegar enginn var þar, nema verðirnir við
hliðið. Fangelsisgarðurinn var gríðar stór, sannast að segja
nægilega stór til þess að nota mætti hann sem æfingavöll fjöl-
menns herfloltks, og ekki ólíklegt að einhver riddari fyrri tíma,
er í kastalanum bjó, hafi einmitt notað hann til þeirra hluta.
Fangelsisgarðurinn var næstum sporöskjulagaður og gosbrunn-
ur í honum miðjum, en kastalinn byggður hringinn í kringum
garðinn. Á byggingunni voru tveir turnar; vissi annar til norð-
alann og legu hans heyrði hann kallað til sín, en er hann sneri
urs, en hinn til suðurs. Þegar Sim var að virða fyrir sér kast-
sér við, sá hann yfirfangavörðinn. Hann hafði ekki rætt við
Grote síðan daginn eftir að hann raknaði við, eftir hina mis-
heppnuðu tilraun til þess að fyrirfara sér með rottueitri.
„Komið með mér,“ sagði Grote og gekk á undan yfir garð-
inn að litlum dyrum á veggnum.
Sim þótti furðulegt, að dyrnar skyldu vera ólæstar. En þegar,
er hann hafði gengið í gegnum þær skildist honum, að það var
ónauðsynlegt. Honum fannst í svip sem hann væri að ganga
beint út í loftið, svo óvænt kom það honum sem fyrir augun
bar. Ðyrnar lágu að klettasillu, en göng voru höggvin þarna í
bergið, og mittishár, grár steinveggur fyrir framan, og ef
gægzt var niður, að bergveggurinn niður að rótum mundi
mörg hundruð feta hár.
„Mér þykir tilbreytni í því að koma hingað endrum og eins,“
sagði Grote, eins og hann væri að rabba við kunningja sinn
um daginn óg veginn. „Einkanlega þegar blástur er — það
hefir góð áhrif á mann að láta fjallagoluna leika um vangann.“
Hann benti á fjallgarðinn í fjarska. Yfir tindunum var eins
og belti mjallarhvítra skýja. „Frá engu hinna fangelsanna er
annað eins útsýni og hér.
„Lítið á þessi ský, Rodasky.“
Hvorugur mælti orð um stund.
„Menn segja, að Felseck sé „gamaldags". O-jæja, það gamla
hefir sína kosti, og ekki hefir kastalinn verið í notkun lengi. I
En þegar öll fangelsi voru yfirfull minntist rikisstjórnin þessa ■
staðar óg fyrirskipanir voru gefnar um að breyta öllu innan- |
húss í samræmi við nútíma kröfur um fangelsi. Og það hefir
verið gert, að svo miklu leyti sem það er hægt. Það er þó I
meira vert um hitt, að miðað hefir verið að því, að menn yrðu J
hér fyrir bætandi áhrifum. Og eg vona, að sú verði yðar j
reynsla.“
Hann tók af sér hattinn allt í einu og klemmdi hann undir,
handleggnum. Og viridurinn feykti til hárstrýi hans. Það var
rautt. Sim veitti því áð sjálfsögðu athygli og.svip komst ekki
að önnur hugsun en þessi: „Hann er rauðhærður — rauðhærður
— rauðhærður — eins og Red, gamli félagmn minn.“
Það var einkennilegt tóm í huganum. Af því að honum hafði
misheppnazt sjálfsmorðstilraunin leið honum sem hann hefði
orðið fyrir svikum. Svikinn — ekki út í dauðann, heldur út í
lífið, þar sem ekkert var, lengur, sem átti neitt aðdráttarafl
fyrir hann. Nú var verið að teng.ia hann einhverjum böndum
við lífið — og hann hafði ætlað sér að slíta sundur þau bönd,
sem enn tengdu hann við það. Og þó gat hann enga framtíð
átt. Samt varð hann að horfast í augu við raunveruleikann.
„Mér þykir leitt,“ sagði hann loks, „að eg skyldi verða valdur
að svo miklum erfiðleikum."
Grote hallaði sér að virkisveggnum, án þess að horfa á Sim
eða svara honum nokkru þegar, en benti honum að koma nær.
Gerði Sim það og stóðu þeir nú nálægt hvor öðrum. Eins og
Grote hállaði hann sér að veggnum og eins horfði hanri um
vwwwvvvwvwwvwwwm
WWWVWWWUUUWUVWMW'
Ðulrænat
Beinagrind aft Skorra-
staft.
og biðja um fyrirgefningu fyrir
mína hönd. Ef þú gerir þetta
mun allt fara vel og þú verður
gæfumaður."
Síðan þótti vinnumanni hann.
vísa sér á leiðið. Játar hann þá.
þessu og vaknað þegar. Fer
hann nú út í kirkjugarð og á
það leiði, sem vöfan vísaði hon-
um á. Kallar liann þar hátt nafn
hinnar látnu og segir: „Hann
Guðmundur sonur þinn beiðist
fyrirgefningar á misgerð sinní.“
Þá er svarað niðri á leiðimi:
,„Það er allt kvitt fyrir guðs
skuld og þótt fyrr hefði verið.“ '
Vinnumaður fór í kirkju og
skilaði þessu til beinagrindar-
innar og fór svo inn. Þegar
komið var í kirkju um morgun-
irin sást eigi eftir nema fáein
duftkorn. Svo er mælt, að í
skrifum ldrkjunnar fyndust
nöfn þessara mæðgina og varð
þá missætti þeirra uppvíst. —
VinnumaðUr - þessi þótti síðar
lángefinn. — (Þjs. SS).
Elín að Læk.
Þegar séra Sveinn Eiríksson.
frá Hlíð hélt Ása í Skaftártungu
í Skaftafellssýslu, bjó ekkja sú
að Teygíngalæk á Brunasandi
á Síðu, sem Elín hét, gömul og
mikilsvirt vinkona séra Svéins.
Einu sinni segir hún við hann,
að biðji hann að láta Sér eigi
bregðast það, að jarðsyngja sig.
Hann kvað óvíst, að hann lifði
hana, því að engum væri heitið
langlífi. Hún sagði þó svo verða.
Prestui' lofaði að verða við bæn
hennar, ef hann lifði lengur, og
skildu þau svo. Nokkru síðar dó
Elín.
Þá hafði séra Bjarni Þórar-
insson hlotið kallið, en þau Elín
orðið litlir vinir, Óskaði hún
þess því éigi í lífinu, að hann
mælti eftir sig. Daginn áður en
jai'ða átti Elínu gerði nær al-
ófært kafalds hríðarveður, svo
að klerki sýndist eigi viðlit áð
fara austur alla Síðu að PreSts-
bakka, hve feginn sem hann
vildi efna orð sín. Hann treysti
sér þó eigi og var kyrr. í býtið
jarðarfarardaginn vaknar séra
_ TARZAftl
m
Distr. by Unlted Jfe&ture
Tarzan skreið út um gluggann og
bjó sig undir að stinga sér í hyíinn.
Samtímis þessu var Paige kominn
út á brún, og nú var eftir að hrinda
honum fram af.
Tarzan beið ekki boðanna, heldur
stakk sér þarna úr háa lofti ofan í
hylinn.
Hann koiri niður rétt við gin
ki'ókódíisins, sém srieri sér að hon-
um, én lét Paige eiga sig. ' .