Vísir - 06.08.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 06.08.1952, Blaðsíða 4
-«1 V 1 S I B Miðvikudaginn 6. ágúst 1952 sgf ** DAGBLAÐ Bititjðrar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Fálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Otgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VlSIR H.F. Ugreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línux). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. 3 Sundhöllinni. Ofeigur læknir Ófeigsson er áhugamaður um margt, svo sem kunnugt er og hugmyndaríkur um áhugaefni sín. Um þessar mundir er vinna að hefjast við endurbætur á Sund- höllinni, en ætlunin mun vera að setja þak á húsið. Vill Ófeigur læknir að húsið verði portbyggt, þannig að steypt verði lítillega ofan á veggi þá, sem umlykja hið flata þak Sund- hallarinnar. Myndi það kosta nauðalítið, en þakhæðin henta vel til ljósabaða fyrir gestina. Telur læknirinn að þarna mætti koma fyrir óbeinni útfjólublárri lýsingu, sem fólk gæti notið undir leiðsögn, en án sérstaks útbúnaðar annars, sem vant er að hafa á slíkum baðstofum, í einkastofnunum. Má geta þess að ofangreind lýsing er alsiða í Ameríku. Kostar tiltölu- lega lítið að koma tækjum fyrir, enda eru þau notuð í öllum stærri gistihúsum og mörgum stofnunum öðrum þar vestra. Læknirinn telur að almenningi sé nauðsyn á ljósböðum, ekki sízt sökum þess hve sólar nýtur hér lítið yfir vetrarmán- uðina, enda fullyrðir hann að yfir 50 af hundraði barna fái beinkröm á lágu eða háu stigi, þótt aðrir læknar dragi slíkt í efa. Öruggasta merki þessa er þó það, að slöður koma neðst í brjóstkassann, sem <^r?akast af því, að kröm riíin láta undan átaki þyngdarinnav, , .m úr slíkri beinkröm má bæta með ljós- foöðum, án kostnaðarsams útbúnaðar. Vandalaust er að koma hentugum uppgangi fyrir frá núverandi ljósbaðsskýli, og myndi slíkt ekki hafa mikinn kostnað í för með sér. Telur læknirinn vaf alaust, að ef nú verði ekki gripið til þes's ráðs að hækka þakveggina lítilsháttar, þá muni þakinu verði lyft síðar, til þess að koma slíkum ljósaútbúnaði fyrir og gera Sundhöllina þannig fullkomna „baðstofu". ] Hugmyndin er góð og vel þess verð að henni sé gaumur gefinn, en jafnframt ætti að brýna fyrir almenningi nauðsyn Ijósbaða, sem hafa mikla þýðingu almennt fyrir heilsufar í landinu. Á vetrum eru börn kvefgjörn og jafnframt eru mörg þeirra kirtlaveik, og krankleiki mun almennt vera meira á vetrarmánuðum en á sumrin. Með því að skipta aðsókn að Sundhöllinni, og ætla mönnum og konum 'fasta sundtíma, jafn- framt ljósböðunum, myndi aðsóknin vafalaust örvast svo, að stofnkostnaður við ljósböðin myndi fást fljótlega greiddur, en stjórnendur Sundhaílarinnar, eða réttara sagt bæjarstjórn Reykjavíkur, gæti ákveðið hvort nauðsyn væri á aukagjaldi Vegna ljósbaðanna. j Uiji notkun útf jólublárra geisla má það segja að öðru leyti, að vestan hafs eru þeir notaðir á ólíklegustu stöðum, til þess að hreinsa umbúðir matar og drykkjar og afstýra þannig sótt- kveikjuhættu, sem ella gæti dreifst manna á milli. Mættum við taka. slíkt til fyrirmyndar, með því að mjög skortir á að hrein- læti sé hér svo, sem æskilegt getur talist, auk þess sem heilsu- gæzlu er ábótavant, ændapingB TF*ing Bændasambands Norðurlanda hefur verið haldið hér í -*- bænum undanfarna daga, en er nú að forminu til lokið. Hinsvegar munu fulltrúar þeir frá Norðurlöndunum, sem hér eru mættir, ferðast nokkuð um Borgarfjörð og Suðurland og gefst þeim þá kostur á að. kynnast þeim stórfelldum fram- kvæmdum, sem miða að aukinni ræktun. Framræsla er hér meiri á hverju ári, en dæmi eru áður til í búnaðarsögu lands- ins, en er allt það land verður að fullu ræktað, sem nú hefur verið fram ræst, verður blómlegt um að 'lítast í flestum héruð- um landsins, sem bezt eru fallin til jarðræktar. I Við íslendingar höfum þegar sótt mikinn fróðleik til bænda- og alþýðuskólanna á Norðurlöndum, sem að gagni hefur komið við ræktun landsins, glætt hjá mönnum trú á landbúnaði og skógrækt og hrundið af stað fyrstu umbótabaráttunni í þessum efnum. En segja má að skilyrði til ræktunar landsins skapist þá fyrst fyrir alvöru, er vélamenningin ruddi sér til rúms.óg teknir voru upp hættir stórþjóðanna við framræzlu og ræktun jarðarinnar. Þjóðin ei- svo fámenn, en landið hinsvegar svo víðáttumikið, að engin skilyrði væru hér til ræktunar, sem heitið gæti, ef yélarnar bættu ekki upp mannfæðina. Sú stefna hefur rutt sér hér nokkuð til rúms að stofnuð séu nýbýli á nokkrum dagsláttum, sem ekki geta skapað mönn- um skilyrði til að lifa mannsæmandi lífi. Stórbúskapur einn, þar sem vélar koma að fullu gagni, getur átt hér framtíð, en þar getur verið urh að ræða einkarekstur eða samyrkjubúskap, eftir því sem henta þykir. Kotbúskapur leiðir til áþjánar og örbirgðar,. sem getur í framkvæmdinni vei-ið. öllu verra en þrælahald. ... WféttnhwéS úw Múnnþinai : HretwIÖrl gerðl öðru hverfti fll júníloka. HéraBshæli í undfrbúningl á Blönduósi. Blönduósi, 31. 7. '52. Vorið var eitt hið kaldasta sem komið hefur síðan 1920. Norðanhret með fannkomu til fjalla komu öðru hverju fram til júníloka. Næturfrost voru oft þann tíma, svo gróðri fór ekki fram. Tún voru víða stórskemmd af kali, sérstaklega nýræktir. Mikill snjór hélst til fjalla fram um miðjan júlí. Af þeim sökum ráku menn ekki fénað á afrétt sem venjulega, enda gróðurlaust í fjöllum, þar til hlýðnaði nú fyrir hálfum mánuði. Sláttur byrjaði ekki almennt fyrr en 18,20. júlí. Er grasvöxt- ur lítill eins og áður getur. Þó hafa óskemmd tún sprottið vei síðan hlýnaði um miðjan mán- uðinn. Á flæðiengjum verður grasvöxtur í meðallagi. Síðan veöur hlýnaði hefur verið óþurrkasamt, en bændur hafa flestir votheysgryfjur, og raunar einnig súgþurrkun, svo votviðrin hafa ekki spillt að ráði hirðingu töðunnar. Telja má aflalaust við Húnaflóa. Þrír smáir vélbátar hafa róið til fiskjar frá Höfðakaupstað, en aflað lítið og sótt því á djúp- mið. Veldur þetta atvinnuleysi og erfiðri afkomu fólks í kaup- túninu. Er þetta mesta afla- leysis ár er komið hefur um tuttugu ára skeið. Byggingarframkvæmdir eru allmiklar í héraðinu, og öllu meiri en s.l. ár. í sveitum er mest byggt af gripahúsum og heygeymslum. Á nokkrum bæj- um eru íbúðarhús einni£ í smíð- um. í undirbúningi er bygging hér aðshælis á Blönduósi. Er búist við að framkvæmdir geti hafist fyrir miðjan ágúst n.k. (Ekki 'rétt að byrjað sé að byggja eins og stóð í Tímanum nýl.). Er ákveðið að . byggja kjallara hússins í ár. Er fjárfesting á þessu ári við það bundin. — Grunnflötur hússins verður 535 fermetrar. Verður það kjállari og þrjár hæðir — fjögur góif.. Fyrst í stað verða útbúnar sjúkrastofur og íbúðir fyrir 30 vistmenn — sjúklinga og gamalmenni. En seinna má bæta við fleiri íbúðum á efstu hæð hússins. í annari álmu hússins verður læknisbústaður. • Á Blönduósi eru sex íbúðar- hús< í smíðum. — Unnið er að byggingu rafstöðvarhúss skammt frá Blönduósiviðgömlu stöðina hjá Landanesi. Verða settar nýjar vélar í stöðina er framleiða um 500 kw. eða nær tvöföld orkuaukning. Stgr. DavíSsson. Mréi: Fyrsti cricketleikurinn (Sjá Vísi 28. 7. '52). Nokkur ár fyrir síðustu alda- mót og eftir komu hingað til Reykjavíkur á hverju sumri tveir Englendingar og verzluðu hér nokkra mánuði — lengst af í húsi því, er síðar varð Her- kastalinn. — Menn þessir, á- samt Mr. Ferguson, prentara, áttu mikinn þátt í að farið var að leika knattspyrnu hér — er þá hét fótholtaleikur. — Þeir komu einnig hingað með það sem með þurti til þess að leika „cricket" og vofu oft að leikum á Melunum, á sömu slóðum og fyrsti knattspyrnuvöllur var. — ¦ Einnig man sá sem þetta ritar, ekki betur en að Ólafur Rósin- kranz, fimleikakennari Latínu- skólans, hafi byrjað að æfa þann leik, þó ekki yrði það til frambúðar. Leikurinn er því að nokkru kunnugur þó langt sé um liðið. Cricketleikur, ásamt Rugby- knattspyrnu er - þjóðaríþrótt. Englendinga, og hafa þessir leikar sjálfsagt mótað skapgerð þeirra meira en flest annað, — þ.e.a.s. ró þeirra og festu. — Mikla leikni þarf til að kasta cricketbolta, svo vel sé, enda yar lengi vel keppt í cricket- boltakasti, sem sjálfstæðri íþrótt á leikmótum, einnig hér- lendis. Man eg ekki betur en að Sigurjón Pétursson, verk- smiðjueigandi, hafi orðið fyrsti Islandsmeistari í þessari íþrótt og mun ekki hafa verið „sleg- inn út". Bystander. Námaslys af völdum jarðhræringa. Höfðaborg (AP). — Land- skjálfti orsakaði námaslys í grennd við Johanesburg í vik- unni. Hrundi gangur í gullnámu 'af völdum hræringanna og lokuð- ust átján náma menn inni. Átta hefir verið bjargað, sjö lík graf- in upp, en þriggja er enn sakn- að. Landskjálti þessi var einn mesti, sem fundizt hefir um langt skeið í S.-Afríku, og léku byggingar í Johanesburg á reiðiskjálfi. BERGMAL Góðviðrishelgi. Það var sannarlega mikið fagnaðasefni fyrir Reykvíkinga og aðra Sunnlendinga, að veð- urguðirnir voru okkur hliðholl- ir um verzlunarmannahelgina. Má heita að blíðskaparveður hafi verið allt frá föstudegi og fram til þessa dags, og helzt góða veðrið vonandi áfram. Hefir þetta orðið til þess að fjöldi Reykvíkinga kemur sól- brúnn og hraustlegur útlits úr fríinu, en mikill fjöldi manna fór úr bænum þessa daga. Fjöl- margar ferðir yoru farnar á vegum ferðafélaganna, sém venjulega skipuleggja ferðir um helgar. Var margt um manninn á öllum skemmtunum og mótum í nálægum sýslum. Flest fólk mun hafa leitað upp í Borgarf jörð, enþar voru helg- arskemmtánir að Hreðavatni, Snorrahátíð í Reykholti o. s. frv. Slæm hegðan. Það getur þó ekki verið á- tölulaust hvernig , íslenzkur æskulýður getur á stundum hegðað sér, er b'ann er búihh að hrista borgarrykið af fótum sér og kemur upp í sveit. Það er hreint eins og öll siðmenning, sú litla sem lyrir hendi var, fjúki af sumum æskumönnum og verða þeir sjálfum sér og öðrum til skapraunar. í gær var nokkuð greint frá því hvernig æskufólkið hegðaði sér að Hreðavatni, og því miður mun reykvísk æska hafa átt þar mesta sökina á skemmdum og slæmri hegðan., Ýmisleg dæmi hafa verið sögð um skríl- menninguna, t. d. það, að öl- óður Menntaskólapiltur kastaði steinhnullung í framrúðu á bíl, er kom akandi á talsverðri ferð eftir þjóðveginum hjá Hreða- vatni. Munaði minnstu að stór- slýs yrðí, en bæði gátu glerbrot skorið farþega og eins gat svo farið að ökumaður missti stjórn á bifreiðinni. Að þessu sinni varð tjónið ekki annað, en brot- in framrúða, sem var allt nóg. Naúðsyn á lögreglu. Mér finnst að skylda ætti veitingahúseigendur á þessum fjölsóttu stöðum að ráða lög- regluþ'jona til þess að halda uppi aga og reglu. Er ekkert vafamál, að væri lögregla á 'staðnum myndi margt-. ung- mennið reyna að halda sér í ; skefjum af ótta við að verða tekið í geymslu, og verða með því af allri frekaxi skemmtun. Flest þetta æskulóllc, ,er, verst | lætur á samkomum utan bæj- arins er auðvitað undir áhrif- um áfengis, en það virðist flýja bæinn til þess að geta f engið sér ærlega neðan í því með þeim afleiðingum, að það skemmir skemmtunina bæði fyrir sjálfu sér og öðrumf Forðast staðina. ' Þannig er það víða á sam- komum um helgar, að venjulegt siðað ferðafólk, sem er að ferð- ast um landið reynir að sæta lagi, að þurfa ekki að koma að kvöldi til um helgar á suma þessara staða, þar sem mest gengur æfinlega á. Það verður þó að taka það fram hér, að víða fara skemmtisamkomur prýðilega fram eins og t. d. í Reykholti um helgina. — kr. | Gáta dagsins. Nr. 207: Einn er hringur stunda stór, staddur í glettu vindi, með hlýrum tólf til férða fór, íyrr en nokkur myndi. Svar.við gátu nr..206: Legill. ¦ ft~*-V»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.