Vísir - 11.08.1952, Side 2
'2
▼ 1 8 1 B
Mánudaginn, 11. ágúst 1952.
BÆJAR
^réttif
Hitt og þetta
Vinir tveir höfðu ferðazt víða
saman, og einu sinni voru þeir
.samtímis í gistihúsi einu í
X.undúnum. Annar þurfti að
sinna viðskiptaerindum, og
flaug hinum þá í hug, að rétt
væri að gera honum grikk,
keypti tvær lifandi endur og lét
þær í baðker vinarins, en fyllti
það áður með vatni.
Þegar vinurinn kom aftur,
varð hann ærið undrandi yfir
að sjá endurnar í baðkerinu, og
kallaði á kunningjann, til þess
að sýna honum, hvernig komið
væri.
„Þær hljóta að hafa flogið inn
um gluggann," sagði maðurinn,
sem fann upp á þessu bragði.
„Já, það get eg skilið, en það
er annað, sem eg get alls ekki
skilið.“
„Hvað er það?“
„Eg skil ekki, hvernig þær
hafa farið að því að hleypa
vatni í baðkerið.“
Tónskáldið Franz Léhar sagði
einu sinni eftirfarandi sögu:
„Það er venja Sígauna, að þeg-
ar unglingur verður 15 ára,
fær hann að velja milli pen-
ings og fiðlu. Velji hann fiðluna,
verður hann tónlistarmaður, en
ef hann velur peninginn, þá
verður hann þjófur. Vilji hann
hinsvegar hvor tveggja, verður
hann tónskáld.“
jr
Astamáf Musso-
linis einkamál.
Einkaskeyti frá AP. —
Róm í gær.
Ættingjar Clöru Petaceis,
frillu Mussolinis, og ítalska
ríkið deila um eignarrétt á
300 bréfum, sem hún skrifaði
einræðisherranum. Krefjast
ættingjar hennar, sem eru
landflótta á Spáni, að þeir
eigi að fá bréfin, en hið op-
inbera gerir sömu kröfu.
Segja lögfræðingar Petacci-
fjölskyldunnar, að það sé
íráleitt að halda því fram, að
einræðisherrar taki sér hjá-
konur í þágu ríkisins, og
eigi það því engan rétt á
bréfunum.
Cihu Jihh/ VaK:.
Úr Vísi 11. ágúst 1922:
Einar Jónsson.
Þess var nýlega getið í Vísi,
að grein um Einar Jónsson
hefði birzt í „Educational
Times“ í fyrra mánuði, og von
væri á annarri í þessum mán-
uði. Sú grein er nú komin
hingað og tekur yfir heila síðu
í blaðinu. Byrjar höfundurinn
(prófessor Cowl) á því að segja
frá heimsókn sinni til Einars í
fyrrasumar og að lýsa. húsi
hans og útsýni frá því, segir
síðan helztu drættina úr ævi-
sögu Einars og lýsir honum
sjálfum í útliti, síðan skýrir
hann frá einkennum listar hans
og getur um nokkur stærstu
verkin. Að lokum birtir hann
skoðanir Einars á list, hvað
hún sé og hvað hún eiga að
vera.
Mánudagur,
11. ágúst. 224. dagur ársins.
Tímarit
Verkfræðingfélags íslands 1.
hefti þ. árg., hefur borizt blað-
inu. Af efni má nefna „6. nor-
ræna raffræðingmótið á íslandi
í júlí 1952.“ Ávarp eftir Stein-
grím Jónsson. Guðmundur
íKjartansson, Sigurður Thor-
oddsen og Gunnar Böðvarsson
ritar um „Islands geologi og
udnyttelse af vandkraft og
jordvarme". Guðmundur Kjart-
ansson: „Goelogisk oversigt.“
Sigurður S. Thofoddsen:
„Vandkraften og dens udnytt-
else.“ Ritið er prýtt mörgum
myndum.
Herra John D. Greenway
afhenti forseta íslands nýtt
trúnaðarbréf sem sendiherra
Breta á íslandi, sl. föstudag,
útgefið af H. H. Elízabetu II.
drottningu, en hið fyrra trún-
aðarbréf hans hafði verið gefið
út af H. H. Georgi konungi VI.
íslenzkar getraunir
eru nú hafnar að nýju eftir
nokkurt hlé, og liggja get-
raunaseðlar frammi hjá um-
boðsmönnum. Afhendingafrest-
ur í vetur verður til mið-
vikudagskvölds utan Reykja-
víkur, en til fimmtudagskvölds
hér í bænum.
Þórunn S. Tryggvason
efnir til píanótónleika í Aust-
urbæjarbíó annaðkvöld kl. 7,15
síðdegis. Aðgöngumiðar verða
seldir í dag hjá Eymundson,
Lárusi Blöndal, Ritfangaverzl-
un ísafoldar og í Austurbæjar-
bíó.
Yfirlitssýning
á verkum Jóns Stefánssonar, á
vegum Menntamálaráðs íslands
í Listasafni ríkisins, stendur
yfir frá 9. ágúst til 7 septem-
ber, og er opin alla daga frá
kl. 1—10 e.h. Aðgangseyrir er
krónur 5, en aðgöngumiðar,
Lárétt: 1 opnu svæðin, 6
fuglar, 8 leit, 9 skima, 10 fljót,
12 sjór, 13 tveir fyrstu, 14 dýra-
mál, 15 fraus, 16 auður blettur.
Lóðrétt: 1 grastóin, 2 voða, 3
guggin, 4 ,é;iding, 5. bíta, 7
reikaði, 11 • sl 4, 12 stórhýsi, 14
órækt, 15 tveir samhljóðar.
Lr,usíi á krossgátu nr. 1687:
Lárétt: 1 Torgin, 6 orrar, 8
sá, 9 gá, 10 ij'á, 12 haf, 13 aá,
14 mö, 16 kól, 16 skalli.
Lóðrétt: 1 torían, 2 rosa, 3
grá, 4 ir, 5 naga, 7 ráfaði, 11
rá, 12 höli. 14moa,. 15 ,kk.
sem gilda allan tíman kosta
krónur 10.
Háskólafyrirlestur.
Seán McBride, fyrrverandi ut-
anríkismálaráðherra íra, flytur
fyrirlestur í Háskólanum í dag
kl. 6,15, um stjórnmálaþróun
á írlandi. Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku.
Seán McBride,
fyrrverandi utanríkismálaráð-
herra íra, flytur almennan
fyrirlestur í Háskólanum í
kvöld um stjórnmálaþróunina
á írlandi. Fyrirlesturinn hefst
kl. 6.15, og verður fluttur á
ensku.
Thor Thors,
sendiherra íslands í Washing-
ton, er staddur hér á landi
þessa dagana, og verður til við-
tals í utanríkismálaráðuneytinu
í dag kl. 5—7.
Þegar kaupandinn gengur
fram hjá samkeppnisfærri inn-
lendri framleiðslu, er verið að
greiða út úr landinu vinnulaun
fyrir framleiðslustörfin á sama
tíma og innlent verkafólk,-kon-
ur og karlar, gengur atvinnu-
laust.
Útvarpið- í kvöld:
20.20 Tónleikar (plötur). —
20.45 Um daginn og veginn
(Hjörtur Halldórsson mennta-
skólakennari). 21.05 Einsöngur
og tvísöngur: Jóhann Konráðs-
son og Sverrir Pálsson frá Ak-
ureyri syngja; Áskell Jónsson
leikur undir). 21.25 Veðrið í
júlí (Páll Bergþórsson veður-
fræðingur). 21.40 Búnaðar-
þáttur: Frá aðalfundi Bænda-
sambands Norðurlanda (Bjarni
Ásgeirsson sendiherra, fráfar-
andi formaður sambandsins).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Dans- og dægurlög (plöt-
ur).
Frá Menningar- og
minningarsjóði kvenna.
Nýlega hefir eftirtöldum
námsstyrkjum verið úthlutað
úr Menningar- og minningar-
sjóði kvenna:
Anna Viggósdóttir, Rvík,
tannsmíði, Danm. kr. 2000. Ás-
dís Ríkarðsdóttir, Rvík, söng-
nám, Svíþjóð, kr. 1200. Guð-
munda Andrésdóttir, Rvík,
myndlist, Frakkl. kr. 1500.
Guðný Jensdóttir, Hafnarf.
söngnám, Danm. kr. 1000. Guð-
rún Friðgeirsd., Akureyri, upp-
eldisfr., Noregi, kr. 1000. Guð-
rún Ólafsd., Rvík, mannkyns-
saga, noregi, kr. 1200. Hrönn
Aðalsteinsd., Sigurjónsson.
sálarfræði, Austurr. kr. 1200,
Hulda Sigfúsd., Rvík, bóka-
varzla, Noregi, kr. 1200. Krist-
ín Finnbogad., Rvík, leiklist,
Engl., kr. 1200. Ragnhildur
Ingibergsd., Rvík, sáigrennsla,
Sviss, kr. 3000. Sigríður Krist-
jánsd., Akureyri, húsmæðrafr.,
Danm., kr. 800. Sigr. Jóhanna
Jóhannsd., Rvík, tungumál,
Noregi, kr. 1200. Soffía E.
Guðmundsd., Rvík, píanóleikur,
Danm., kr. 1000, Sólveig Arn-
órsd. S.-Þing., vefnaðarkenn-
aranám, Svíþj., kr. 2000. Val-
gerður Ámad. Hafstað, Skagaf.,
myndlist, Frakkl.,' kr. 1500.
Vilhelmina Þorvaldsd., Akur-
eyri, enska, Engl., kr. 500. Þór-
ey E. Kolbeins, Rvík, franska,
Noregi, kr. 1200. Æsa Karlsd.
Árdal, Sigluf., uppeldis- og
sálarfr., Svíþj. kr. 1200.
Hjúskapur.
9. ágúst voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Lovísa Jóns-
dóttir, Gilhaga, Bíldudal, og
Runólfur Guðmundsson, sjó-
maður, sama stað.
M.s. Katla
er í Reykjavík.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Reykjavík
um hádegi í dag til Keflavíkur,
Antwerpen og Grimsby. Detti-
foss fór frá Norðfirði 9. þ. m.
til Hull, Grimsby, Hamborgar,
Rotterdam, Antwerpen og Hull
Goðafoss fór frá Eskifirði 9. þ.
m. til Hamborgar, Álaborgar og
Finnlands. Gullfoss fór frá
Kaupmannahöfn 9. þ. m. til
Leith og Reykjavíkur. Lagar-
foss fór frá Hamborg 8. þ. m.
til Faxaflóahafna og Reykja-
víkur. Reykjafoss fór frá Ála-
borg 9. þ. m. til Borgá, Hamina
og Kotka. Selfoss fór frá Leith
7. þ. m. til Bremen, Álaborgar
og Gautaborgar. Tröllafoss er
í New York.
Veðrið.
Víðáttumikil lægð um Bret-
landseyjar. Hæð yfir Græn-
landi.
Veðurhorfur fyrir Suðvestur-
land til Vestfjarða: N. og NA-
gola, léttskýjað. Norðurmið:
NA-gola eða kaldi, úrkomu-
laust og sums staðar léttskýjað.
Veðrið kl. 9 í morgun:
Reykjavík logn, 10 stiga hiti,
Sandur A 2, 10, Stykkishólm-
ur logn, 10, Hvallátur logn,
Hornbjargsviti A 3, 7, Kjör-
vogur logn, þokumóða, 10.
Blönduós NN9 1, 8. Hraun á
Skaga NA 1, þokubakkar, 9.
Siglunes ASA 5, 9. Akureyri
A 1, 10. Grímsey ASA 3, 8.
Skoruvík NA 2, 7. Fagridalur
A 2, skúld, 7. Dalatangi A 3, 7.
Vestmannaeyjar A 2, 10.
Oft kemur það fyrir í bridge,
að sagnhafi þarf að velja á milli
tveggja lita og það dugar hon-
Sagnir fóru þannig að A og V
sögðu alltaf pass. S hóf sögn á
1 ogN sagði þá 3 ¥. Þá seg-
ir S 3 A og N 4. ¥ S 4 Gr. N 5
¥ en þá fór S í 6 ¥.
V kom út með & 10, sem S
tók með Á í borði og tók síðars
hjörtun tvö, sem reyndust skipt.
Síðan spilaði S ♦ 3svar og
fleýgði úr borðinu 1 og 1 A
S var hræddur við að „svína“
♦ , því væri ♦ K hjá V var
spilið tapað. Nú tapaði S samt
Reýkjanésviti NA 1, 10, Þing-
vellir logn, 10, Keflavíkur-
völlur NA 2, 10.
Knattspyrnuflokkur fi'á skips
höfninni á Chusan ætlar að
keppa í kvöld kl. 7 á Vals-
vellinum við knattspyrnuflokk
frá Val.
Tregir á einræðis-
vald til handa
Mossadegh.
Einkaskeyti frá A.P.
Efri deild persneska þings-
ins frestaði fundi sínum í gær
um einræðisvald Mossadegh tii
handa.
Áður hafði 9 manna nefnd
deildarinnar farið á fund
Mossadeghs og óskað breyt-
ingar.
-----»..—.
Hugstæð mynd í
Austurbæjarbíó.
Austm'bæjarbíó sýnir þessa
dagana ljómandi fallega og
hrífandi mynd, sem nefnd hef-
ir verið á íslenzku „Litli
söngvarinn11.
Efni myndarinnar er hug-
stætt, en alveg sérstaka athygli
mun söngur og hljómlist henn-
ar vekja, en þar syngur m. a.
Bobby Breen ýmis ljúf lög, en
lög Stephens Fosters veita
hverjum manni unað, en sum
þeirra þekkt hér á landi, svo
sem „Old folks at home“ o. fl.
Þá eru og sunglin lög eftir
Schubert (Ame Maria) og Flot-
ow. Hall Johnson kórinn syng-
ur í myndinni og mun það ekki
spilla ánægju tónlistarvina.
SÍAUPHÖLLUM
er mlðstöð verðbréfavlðskipt-
anna. — Síml 1710.
MMMMMMMMMMMM
BEZT AÐ AUGLYSAI VISl
um, ef hann er heppin í öðrum
litnum. Þá er undir því komið
að hann hitti á rétta litinn.
spilinu því V hafði gaffal í
Þetta var þó sagnhafa sjálfum
að kenna, því að hann hefði
auðvitað átt að fleygja tveim 4=
úr borði, en lialda tíglinum. V
mátti þá gjarnan haf ♦ K, ef
A hafði aðeins 4= Ás, því þá
getur sagnhafi fleygt einum ♦
í 4» K. Og hafi V 4» Ás, einsog
reyndist, er næsta lauf stungið
með hjarta, og þá er hægt að
reyna við tígulinn.
*
BRIDGEÞATTlIIt
*
%
VISIS
♦ 10-9-8-7
¥ 6
♦ G-4-3-2
4» Á-D-6-3
♦ A-2
¥ Á-10-9-8-3-2
♦ 10-9
♦ 10-9-8
Á 5-4-3
¥ 5
♦ K-8-7-6-5
4» G«ö-4-2
4. K-D-G-6
¥ K-D-G-7-4
♦ Á-D
4» K-7