Vísir - 11.08.1952, Side 4
'4
V I S I B
Mánudaginn 11. ágúst 1952.
DAGBLAÐ
Eltitjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIE H.F.
SMgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Allir í einum báti.
Dönsk blöð hafa rætt um það að undanförnu, að líkur væru
til að lofther A-bandalagsins fengi einhver afnot af
dönskum flugvöllum og þá jafnframt bækistöðvar þar í landi.
Almenningur 1 Danmörku hefur tekið slíkum fregnum með
xósemi hugans, og talið eðlilegt að Danir létu bandal. í té nauð-
synlega fyrirgreiðslu, enda væru hagsmunir dönsku þjóðar-
innar í húfi, ef út af bæri og illa tækist til um landvarnirnar.
Danskir kommúnistar hafa að vonum haft allt á hornum sér
vegna þessara fyrirhuguðu ráðstafana, en hefur nú borist nokk-
ur liðsauki, þar sem aðalmálgagn Ráðstjórnarinnar, blaðið
Pravda hefur nú hafið sama sönginn og ráðist á dönsku þjóð-
ina fyrir þjónkun við Bandaríkin.
Norðurlöndin öll haf ekki getað fylgst að í öllu, að því er
hervarnir landanna varðar, og stafar það í og með af legu
landanna. Svíþjóð hefur ekki gerst aðili að A-bandalaginu,
þótt slík afstaða hafi sætt mikilli gagnrýni og verið talin
■óhyggileg af ýmsum áhrifamönnum sænskum. í Svíþjóð hafa
hinsvegar gerst þau tíðindi nú nýlega, að líklegt er að Svíar
ielji nauðsyn til að standa betur á verði um öryggismál lands-
ins, en gert hefur \oiið. Víðtæk njósnamál hafa verið þar á
döfinni, sem leitt hafa til þess að hópur manna hefur verið
sakfelldur fyrir njósnir og aðra starfsemi í þágu Ráðstjórnar-
xíkjanna. Einkum hefur mönnum þessum verið ætlað að afla
upplýsingar um hervarnir landsins, sem þeir hafa gert dyggi-
lega, en svo virðist sem þeir hafi fengið fyrirmæli sín frá
sendiráði Ráðstjórnarríkjanna í Stokkhólmi.
Ráðstjórnarríkinn hafa svarað mótmælum þeim, sem
sænska ríkisstjórnin hefur borið fram, skætingi einum og
brugðist engu betur við, en er sænska flugvélin var skotin
niður á dögunum og árás gerð á aðra. Enga leiðréttingu virð-
ist unnt að fá á slíkum ofbeldisaðgerðum, og enga yfirbót er
unnt að knýja fram, þótt starfsmenn rússneska sendiráðsins
brjóti allar siðareglur slíkra stofnana í alþjóðlegum samskiptum.
Má ætla að Svíar telji nauðsyn til bera, að taka upp nánara
samstarf við vestrænar lýðræðisþjóðir, vegna slíkra atburða,
sem stefna öryggi lands og þjóðar í beinan voða.
Þá hefur það einnig gerst til tíðinda, að undanfarna mán-
uði hafa Rússar rekið ákafan áróður meðal Lappa i Norður-
Svíþjóð, sem beinzt hefur að því að Lappar „brjótist undan
hii.u sænska oki“, en stofni eigið lýðveldi að raðstjórnarhætti,
sem skal ná yfir Norrbotten í Svíþjóð, Finnmörk og Troms-
fylki í Noregi og hið finnska Lappland. Telja blöð á Norður-
löndum. að slíkur áróður miðist við stríðsundirbúning Rússa
gegn Norðurlöndum, en þeim myndi mikill styrkur að, ef þeir
uytu leiðsagna Lappanna um norðurhéruð þessara landa, sem
ofangreind flökkuþjóð þekkir allra aðila bezt. Talið er að Otto
Kuusinen, hinn finnski forseti Sovjet-Kyrjála lýðveldisins
standi fyrir áróðri þ'essum meðal Lappanna, enda boðaði hann
iulltrúa þeirra í fyrra á sinn fund og hefur þá starfsemin haft
uokkurn aðdraganda.
Norðurlandaþjóðirnar skilja nú vafalaust allar, að þær eru
í einum og sama báti að því er öryggi v -rðar, og að þeim
ber skylda til að tryggja varnir sínar svo sem verða má, til
þess að auka á sameiginlegt varnarþol, ef á þær verður ráðist.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, en ef að líkum lætur munu
Ráðstjórnarríkin ekki gera boð á undan sér, efni þau til árásar-
stríðs gegn Norðurlöndum. Þess vegna vilja Danir láta A-bandal.
í té afnot flugvalla í landi sínu, og því leggja Norðmenn höfuð-
kapp á hervæðingu og virkjagerð í norðurhéruðum landsins.
Svíar eiga erfiða aðstöðu til varnar, en þótt sænska þjóðin gerist
■ef til vill ekki beinn aðili að A-bandalaginu, mun hún skipa
sér í flokk lýðræðisþjóðanna. Svíar hafa komið sér upp sterkara
varnarkerfi, en aðrar Norðurlandaþjóðir, og þeir munu ekki
hopa á hæli að nauðynjalausu, þótt við ofurefli verði að etja.
Andi Karls tólfta og annarra hetjukonunga Svía lifir enn með
þjóðinni, þótt hún vilji búa í friði í landi sínu, en víst mun
snúist til varnar, ef inn í landið verður ráðist.
Hervarnarkerfi Vestur-Evrópu verður að efla stórlega vegna
sameiginlegs öryggis lýðræðisþjóðanna, en ýmsum virðist
nokkur seinagarigur hafa verið þar á framkvæmdum. Kunnugt
er að áhrifamenn í erlendum stjórnmálum óttast fyrirvaralausa
árás Ráðstjórnarríkjanna, jafnvel fyrr en varir. Vonir standa
þó til, að unnt reynist að afstýra slíkum átökum, en þó þvi
aðeins að ráðamenn kommúnista gerist samvinnuþýðari, en þeir
hafa verið til þessa. Þeir, sem bezt. þekkja. kommúnista treysta
þeim í engu, enda hafa koramúnistar sjálfir aídrer farið leynt
raeð, að þeir- stefna að heimsyfirráðum.
JFróttahróf úr Ærnessýslu ;
Heyskaparhorfur batna. — Um
mjölkurframleiðslu og fjárskipti.
Stóra-FIjóti 10./8. ’52.
Tíðarfar og
heyskapur.
Bændur hér um slóðir höfðu
flestir,-lokið að hirða alla töðu
um síðustu mánaðarmót. Taða
bænda er nokkuð misjöfn að
magni miðað við fyrri ár en
heyið alveg óskrælt og hið
mesta kjarnfóður. Spretta var
hér mjög léleg framan af sumri
eins og annarstaðar á landinu
og allt útlit fyrir að hinn rán-
dýri útlendi áburður mundi
nýtast illa, en þar hefur rætzt
[urðanlega úr með sprettuna,
nema þar sem um sérstök
harðbalatún er að rækta. Gras-
vöxtur hefur verið allmikill
upp á síðkastið og lítur mjög
vel út með háaslátt. Bændur
eru því margir bjartsýnir um
heyöflun á þessu sumri en þó
eru þeir til, sem telja sig þegar
sjá fram á fóðurskort nema
fækkað verði í fjósinu um einn
til tvo gripi.
Mjólkurframleiðslan.
Mjólkurverð var sæmilegt sl.
ár eða um kr. 1,94—1,96 til
bænda hér um slóðir miðað við
lítra, en mjólkin er greidd eft'ir
fitumagni sem vitað er. Nokk-
urar sölutregðu hefur gætt á
mjólk og mjólkurafurðum upp
á síðkastið og getur þetta að
sjálfsögðu haft nokkur áhrif á
mjólkurverðið á þessu ári.
Framleiðslukostnaður er þó
orðinn. svo uggvænlegur að
mörgum finnst stefnt í voða
og eru þar kjárnfóðurkaup
bænda efst á blaði. Virðist
mörgum að lítið sé gert að því
að vinna að aukningu kjarnfóð-
urframleiðslu í landinu sjálfu
og meiri fjölbreytni í fóður-
öfl\in bænda sé nauðsynleg.
Vonir þær sern bændur kunna
að hafa tengt við tilraunastöðv-
ar landbúnaðarins, búnaðar-
deild Atvinnudeildar Háskólans
skildra aðila í þessum efnum
hafa algerlega brugðizt enn sem
kómið er a. m. k. og hefur það
valdið mörgum bóndanum
mikil vonbrigði. Þó er vitað
að Klemens á Sámstöðum hef-
ur unnið hér merkilegt starf
sem því miður hefur komið
bændum að alltof litlum not-
um, en sem komið er.
Landbúnaðarráðherranum
verður líka oft að orði í ræðu
og riti þegar þessi mál ber á
góma. ,,Hér er eitthvað að“, og
þeir eru um 6000 að tölu bænd-
urnir í landinu sem taka undir
þetta með honum.
Þá eru áburðarkaup bænda
að verða óhugsanlega mikil og
eru þ.ess eigi fá dæmi hér í
sveit að einyrkja bóndi kaupi
útlendan áburð á sl. vori fyrir
um það bil 10 þús. kr. og þegar
svo þar við bætist að áburður-
inn nytist illa, einkum köfn-
unarefnisáburðurinn sökum
kulda og þurrka hlítur það að
koma hart niður á afkomu
bóndans.
Fjárskipti.
Fjárskipti fara nú fram um
nokkurn hluta Suðurlandsund-
irlendisins auk Gullbringu- og
Kjósasýslu eins og vitað er.
Var allur fjárstofninn felldur á
þessu svæði í fyri'ahaust og
verða flutt lömb norðan úr
Þingeyjasýslu á komandi hausti
í staðinn. Gert er ráð fyrir að
menn fái sem svarar 50% af
þeirri tölu sem þeir felldu í
fyrra, og munu það vera 10—-
200 lömb á hvern bónda.
Menn hugsa yfirleitt gott til
hins nýja fjárstofns,, því þptt
hér sé ekki um fé af hinum
gamla þingeyska stofni að ræða
þar sem þar fóru fram fjár-
skipti fyrir nokkrum árum síð-
an þá mun þetta vera allsæmi-
legt fé. Yfirleitt er mikill hugur
í mönnum hér í uppsveitum
Árnessýslu að koma sér upp
allsæmilegum fjárstofni, fækka
heldur kúnum og segir þetta
nokkuð til um hug bænda t.i.1
mjólkurframleiðslunnar hér á
einu aðal mjólkurframleiðslu-
svæðis landsins.
St. Þ.
Hitaveita Selfoss
reynist vel.
Meíir stariað
í eitt ár.
Hitaveitan á Selfossi hefur nú
starfað árlangt og gefið ágæta
raun.
Þegar hitaveitan var tekin í
notkun í fyrrasumar, fögnuðu
Selfyssingar mjög þessum þæg-
indum, og vonir þær, sem menn
byggðu á fyrirtækinu, hafa ekki
brugðizt. Hitaveitan nær til
jm 100 húsa austan Ölfusár
en vera má að í framtiðinni
verði húsin vestan hennar einn
ig aðnjótandi vatnsins.
Rennslið er um 20 lítrar á
sekúndu og hitinn um 80 stig.
í fyrstu reyndist vatnsmagnið
full-lítið, en síðan var borað
eftir vatni á fleiri stöðum og
var þá yfrið nóg vatnsmagn. —
Borholurnar eru í Þorleifskoti
við túnjaðarinn á Laugardæl-
um, um 2—3 km. frá Mjólk-
urbúi Flóamanna. — Kaupfé-
lag Árnesinga rekur hitaveit-
una, en sennilegt taldi oddvit-
inn á Selfossi, að hreppsfélagið
myndi síðar taka við rekstrin-
um.
BERGMAL ♦
Öskjuhlíðin.
Hvergi í nágrenni Reykjavík-
ur mun vera jafn íallegt út-
sýni yfir borgina og flóann og
af Öskjuhlíðinni, þar sem nú
standa heitavatnsgeymarnir.—
Þangað gengur iðulega fólk á
góðviðrisdögum til þess að
njóta útsýnisins, og fari mað-
ur þangað eftir hádegi á sól-
ríku sunnudegi rekst maður
þar á margt fólk, hjón með
barnavagn og kerrur, eða leið-
andi börn sín. Fyrir sunnan
og austan hæsta ,,tindinn“ eru
grasbalar, þar sem gott er að
liggja í sólskininu, og það sem
bezt er að slíkt. ferðalag kostar
litla peninga. Þarna eru menn
samt í ágætu næði, rétt eins og
þeir væru komnir langt upp í
sveit.
Þyrfti að
prýða í kring.
Mér finnst að gera mætti
ýmislegt þarna á hæðinni til
þess að gera hana enn meira
aðlaðandi fyrir bæjarbúa. Það
verður sjálfsagt ekkert á þéssii
sumri, sem senn er á förum,
en næsta sumar ætti að hefjast
handa. Eg . geri, reyndar alveg
ráð fyrir að umhverfið verði
prýtt á einhvern hátt, stefnan
er yfirleitt í þá átt nú á tímum.
Nú er verið að mála heitaveitu-
geymanna og er auðvitað að
því mikil prýði, en urrihverf's
þá ætti svo að tyrfa og gera
fallegan garð.
Veitingahús á hæðinni.
Komið hefur fram tillaga um
það, að reisa veitingahús á
Öskjuhlíðarhæð hjá heitavatns-
geymunum. Sú hugmynd er á-
gæt, en vafalaust nokkuð dýr í
framkvæmdinni. Hitt er aftur
á móti ekkert vafamál, að væri
þar veitingahús, þar sem glugg-
ar snéru til vesturs, væri það
sjálfsagður staður til þess að
fara með alla erlenda ferua-
langa, er hingað kæmu, og
sýna þeim útsýnið yfir borgina.
Slíkt veitingahús myndi einnig
mjög sótt af Reykvíkingum á
góðviðrisdögum, en hætt væri
samt við að lítil aðsókn yrði
. þar á milli. En ýmislegt, sem
minni kostnað hefði í för með
sér, mætti gera til þess að gera
lunhverfið aðlaðandi.
Laiidabrugg.
Mér hefur borizt til eyrna að
nú sé aftur farið að bera á
hinni gömlu innlenda áfengis-
framleiðslu „landanum!‘. Full-
yrt er við mig, að hann hafi
verið á boðstólum hjá Hreða-
vatni á dögunum, er mest gékk
þar á. Berast þá böndin aftur
að ýmsum öðrum en Reykvík-
ingum, er stuðlað hafa þar að
ósómanum, því tæplega hafa
Reykvíkingar komið með land-
ann með sér úr bænum. Það
hefur líka komið á daginn, að
margt manna var þar á
skemmtistaðnum frá Akranesi
og úr Borgarnesi. Og hafi sum-
ir piltanna þaðan látið dólgs-
lega. Læt eg svo staðar numið
í dag. — kr.
Gáta dagsins.
Nr. 211:
Flaug um fjöllin vestur
frárra en nokkur hestur,
úr manni, úr sauð
og ínnan úr nauti.
Svar við gátu nr. 216:
EUutúnCr.ditakk: