Vísir - 11.08.1952, Side 7

Vísir - 11.08.1952, Side 7
nyjum aor „Mér þy að íhuga ] málið yðri segja, en hver m lykta, að Rodasky hann komst að rai af því að þá var : Mánudaginn 11. ágúst 1952. V fSl B „Að næturlagi, er við dvöldumst í rústunum. Paul sagðist ávallt hafa vitað það, en ekki viljað segja mér það — því að hann hefði haldið, að eg mundi ekki lifa af veikindin, ef hann gerði það. En nú, þar sem sú hætta vofði yfir, að við yrðum allir handteknir, vildi hann segja mér það.“ „Hvers vegna —“ ,spurði hún með ákafa, „hvers vegna skyldi hann hafa sagt þér þetta einmitt þá?“ „Hann vissi, að hið eina sem máli skipti fyrir mig, var — að finna þig. Hann var hræddur við, að eg mundi grípa til ein- hvers örþrifaráðs, ef við yrðum handteknir.“ Anne leit snögglega og allhvasst á Sim. Það var sem henni rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún haliaði sér að veggnum til stuðnings. „Og svo játaðirðu á þig morðið?“ „Skilurðu ekki afstöðu mína. Mér fannst það rétt og sann- gjarnt. Þegar við heyrðum til lögreglunnar beint uppi yfir höfðum okkar kvaðst eg mundi játa það á mig.“ „Og þeir féllust á það?“ „Það var enginn tími til að ræða málið. Við fundumst and- artaki síðar. Þá gekk eg fram og játaði á mig glæpinn. Mér var sama hvort eg lifði eða dæi.“ „ÞIÐ getið ekki ætlast til þess, að eg trúi þessu,“ sagði Grote yfirfangavörður. „Það er fjarstæðukenndara en svo.“ Hann sat við skrifborð sitt og fann, áð hann varð gripinn vaxandi óþolinmæði. Gegnt honum sátu þau Rodasky og stúlk- an. Hálfri klukkustundu eftir, að hún hafði beðist leyfis að fá að tala við fangann, komu þau til hans með þessa ótrúlegu sögu um þjáningar, ást, félagslyndi og örvæntingu. „í fyrsta lagi segið þið, að Rodasky sé franskur, en ekki pólsk- ur. Hann heiti Simeon Vernon og sé fæddur 1924 í Roye við Avre, að þið hafið verið í fangabriðum í Póllandi 1941—1942, en flúið haustið 1942 og eftir það tekist að fá fölsk vegabréf. Og þér urðuð Simeon Rodasky, fæddur í Poznan. Og mér skilst, að með þessu hafi þið ætlað að komast hjá að falla í hendur Þjóðverja — eða girða fyrir, að þið yrðuð send í fangabúðir aftur, ef svo tækist til? “ „Afsakið, að eg gríp fram í,“ sagði Anne, „en eg held, að allt sem máli skiptir í þessum kafla sögunnar, sé auðvelt fyrir mig að sanna.“ „En þér sögðuð mér ekki, að í leit yðar að Simeon Vernon fenguð þér þau svör hjá frönskum yfirvöldum, að hann væri talinn dauður? Ekki hefi eg neina sannanir fyrir, að þér séuð ekki að nota nafn látins manns til þess að bjarga Simeon Rodasky?“ „Eg get auðveldlega sannað hið gagnstæða, með því að leiða vitni. Mundu þeir ekki verða að kveða upp dóm yfir honum aftur, ef hið sanna væri komið í ljós?“ „Vissulega. En hverju máli skiptir hvort hann er franskur eða pólskur? Hann? Engu. Hitt skiptir máli, að hann drap Bandarík j amann. “ Grote, rólegur, gáfulegur, gremjulegur og alvarlegar á svip, horfði á hana og mælti: „Eg skil — skil mæta vel, ungfrú Thiolat, að kona, sem er ástfanginn grípur fegins hendi allt, sem verða mætti til þess að hreinsa af allri ákæru manninn sem hún elskar. En eg verð leiða athygli yðar að því, að Vernon eða Rodasky, játaði.“ ;íEg veit, en ef hann fengi tækifæri til að skýra málið fyrir dómstóli —“ þykir leitt, að geta ekki gefið yður neina von. Reynið þetta rólega og af skynsemi. Segjum sem svo, að tekið fyrir aftur. Reynið nú að setja yður í spor sak- bornings — og í spor dómara og kviðdómenda — reynið það, svo fremi sem þér hugsið rökrétt um þetta mál. Hér er maður, sem fyrir fimm árum, játaði á sig morð, sem hann nú segir, að hann hafi ekki framið....Já, já, eg veit hvað þér ætlið að en hver mun trúa yður? Dómarinn og aðrir munu á- hafi — ásamt yður — fundið upp á þessu, er að raun um, að konan, sem hann elskaði, var á lífi, þá var svo komið, að lífið hafði gildi í augum hans, og hann vildi Verða frjáls." Hann gaf Sim hornauga og' hugsaði sem svo: Fjarstæða. Pilturinn er bilaður. En upp úr fylgsnum hugans var sem kallað væri: „Eruð þér brjálaður, maður? Reynið að vitkast, Grote. Hvern- ig getur yður dottið í hug, að þér getið barist einn gegn Hitler? Ef þér haldið áfram að hjálpa Gyðingum getur þetta ekki end- að nema á einn veg fyrir yður. Gerið eins og yður er sagt. Hver haldið þér, að þér séuð? Hyggilegast fyrir yður að halda yður saman. Hreyfingin er öflugri en svo, að litlir karlar eins og við getum streitzt gegn henni. Jafnvel Chamberlain þorir það ekki, eins og þér vitið. Gerið nú eins og eg segi, eða þér munuð brátt komast að raun um, að það er úti um yður.“ Hann fór að klóra sér í höfðinu með miklum ákafa og kleip svo í eyra sér. Hann reyndi að mæla, en kom engu orði upp í svip. Stúlkan var að tala við hanm Hún hlaut að hafa sagt heil- mikið, sem hafði farið fram hjá honum. Hún talaði alveg prýði- lega þýzku. En hún sagðist hafa lært þýzku í bernzku og full- komnað sig í málinu, til þess að standa betur að vígi í leitinni að unnusta sínum. „Ilvað sögðuð þér?“ „Eg var að leita ráða yðar.“ Þau horfðust í augu. „Hún líka,“ hugsaði hann. „í fangabúðum. Foreldrar hennai- látnir. Heimilið brennt til ösku.“ „Sannanir“, sagði hann. „Ef þið gætuð lagt fram einhverjar sannanir. Eyðið ekki fé yðar í málfærslumemi. Enginn nema refur mundi taka málið að sér. Málið fæst ekki tekið upp, nema einhverjar sannanir séu lagðar fram, annað hvort að ein- hver annar hafi drepið Bandaríkjamanninn eða — Vernon — fari í heitasta — Rodasky hefði verið viðs fjarri er morðið var framið.“ „Eg veit,“ sagði Sim. „En þótt saga yðar væri nú sönn,“ grenjaði Grote, „hver mundi trúa yður? Ef einhver félagi yðar hefði snefil af dreng- skap til myndi hann hafa gefið sig fram og talað máli yðar. Iialdið þér, að þeir myndu taka undir sig stökk og hlaupa til næstu lögreglustöðvar til að sanna sakleysi yðar, ef þér aug- lýstuð eftir þeim? Eða kannske segja: Hér er eg, hinn seki!!! Eða ef svo ólíklega færi, að ungfrú Thiolat tækist að hafa upp á einhverjum þeirra, að hann leyfði henni að taka í hönd sér og leiða sig til næsta dómara? Verið ekki svo heimsk, að ætla, að neitt sé hægt að gera.“ „Þér talið eins og þetta sé alveg vonlaust, herra yfirfanga- vörður,“ sagði Anne, reis á fætur og gekk til Sim, sem háfði gengið út að glugganum. „Það er ekki vonlaust, Sim.“ Hún hækkaði röddina dálítið, svo að hún hljómaði vel um allt her- bergið. „Það er alls ekki vonlaust. Það er bara tímaspursmál hvenær tekst að sanna sakleysi þitt. Heyrirðu hvað eg segi, Sim? Eg skal finna þá, einhvern veginn.“ Hún sneri sér aftur að Grote. „Með yðar leyfi vildi eg mega fá hjá unnusta mínum ná- kvæma lýsingu á þessum gömlu félögum hans,“ sagði hún á hinn blíðlega og kurteislega hátt, sem fór henni svo vel. „Við gætum beðið lögregluna aðstoðar við að hafa uppi á þeim — eða hvað? Eða fengið einka-leynilögreglu? Og eg vildi mega tala við lög- safiSfiSfiafififlflsflflBaafigssg Dulrænav frásagnir Gegnsýn. þar ekki dropa til. Hann bætir þá við: „Gangið þér upp á dyraloftið, þar stendur kista bónda yðar, með lykli hangandi í rjáfrinu uppi yfir. Undir kistuhandrað- anum stendur þriggja pela flaska full í axlir af einiberja- brennivíni, og er það nóg handa okkur.“ Konan roðnaði og hljóp inn,. kom með flöskuna og spurði manninn að heiti. Hann nefndi sig Óla ísfeld og spurði hvað flaskan kostaði. „Ekkert,“ mælti konan, „er hún lítils verð hjá því, að þér skylduð geta sagt til hennar.“ Ekki vildi ísfeld þiggja flöskuna gefins og borgaði hana ríflega. Kvöddu þeir svo og fóru. Mennirnir á Flateynni. Ein með elztu sögnum af ís- feld er frá Húsavík. Sagt .er, að hann sæti um vetrarkvöld á kýrmeis í bás undir baðstofu- lofti í kolbrúna myrkri. Hríð- arbylur var úti og gnúði hart á þekjunni. Allt í einu heyrir fólkið uppi á loftinu, að hann kallar klökk- um rómi: „Það leiðast þarna núna tveir bræður eftir Flateynni. Þeir eru illa staddir aumingjarnir í veðrinu því arna. Guð hjálpi þeim, vesalingunum.“ „Hvernig veiztu þetta?“ lcallaði einhver að ofan, en hann svaraði engu. En eftir fá- ein augnablik kallar hann af tur með grátstafinn í kverkunum: „Hana, þarna hröpuðu þeir báðir til dauða. Svona mundi það enda.“ Þégar ferðir hófust eftir byl- inn fréttist að' þessir tveir bræður höfðu farist í Flatey með þeim hætti, er ísfeld hafði sagt. —I.l .ll I I ■ I.III...I ..I. ■■■■..!■. I I c- SUmhúiin GADÐUR Garðastræti 2 — Sími 7299, /Z03 Paige var hræddur um að þei> myndu bera þá ofurliði. Tarzan heyrði hann kalla.og sagði við Kroog að þeir skyldu láta undan síga upp að byggingunni, þar sem gangurinn endaði. Kroog kallaði upp fýrirskipun sína og hægt og hægt létu hermenn hans undan- siga að bilinu milli tveggja bygginga. ,.U „Farið inn“, hrópaði nú Tarzan. „Verjið dyr og glugga“. En sjálfur barðist hann einsog kempa. & Sumufkh

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.