Vísir - 11.08.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 11.08.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Rvíkur Apóteki, sími 1760. LJÓSATÍMI bifreiða er frá kl. 22,50 til Næst verður flóð í Reykjavík 4,15. kl. 22,30. Mánudaginn 11. ágúst. 1952. 10. norræna iðnþingið sett á mon Átta erlendir fulltrúar sitja þingið, auk níu íslendinga. Á morgun hefst hér í Reykjavík norrænt iðnþing, hið tíundá í röðinni. Þingið sitja þrír fulltrúar Dana, einn frá Finnlandi, tveir fr'á Noregi og tveir frá Sví- þjóð, og níu frá íslandi. Hing- að komu hinir erlendu fulltrú- ar í gær, en í dag verður fund- ur haldinn í norræna iðnráð- inu, en þingið sjálft verður sett í Sjálfstæðishúsinu kl. 10 í fyrramálið. í dag fara þingfulltrúarnir til Krýsuvíkur, en um kvöldið verður snætt í Hafnarfirði í boðí bæjarstjórnarinnar. Á morgun mun þingið verða sett af Helga Hermanni Eiríks- syni skólástjóra, en hann er formaður Norræna iðnráðsins. Þá flytja þeir ræður Björn Ol- afsson viðskipta- og iðnaðar- málaráðherra og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. —- Verða lagðar fram skýrslur um þróun handiðnaðarins á Norðurlöndum síðan þing var háð í Helsingfors í hitteðfyrra. Hádegisverður verður snædd- ur í Tjarnarcafé. KI. 2 e. h. tekur þingið til starfa í Tjarnarcafé. Verður þá m. a; fjallað um lagabreyt- jngar, dag iðnaðarins á Norð- uriöndum, réttindi norrænna ^ handiðnarmanna til þess að 1 stunda vinnu sína hver í ann- i | ars landi og fleira, er varðar j stéttina. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur býður svo til kvöldverðar í Tjarnarcafé kl. 7. Þessir fulltrúar sitja þing- ið: Danmörku: Rasmus Sören- sen múrarameistari, Hróars- keldu, Melchior Kjeldsen múrarameistari, Askildrup og Erik Hansen forstjóri, Kaup- mannahöfn. Finnland: Klaus V. Vartiovaara forstjóri, Hels- ingfors. Noregur: Kaare Aass verkfræðingur, Osló og Einar Höstmark forstjóri, Osló. Sví- þjóð: Gerhard Nilsson gler- skurðarmeistari, Gávle og Hans Grundström forstjóri, Stokkhólmi. — Frá íslandi eru þesir fulltrúar: Helgi H. Ei- ríksson skólastj., Reykjavík, Einár Gíslason málarameistari Rvík, Guðm. Guðmundss. tré- smíðameistari, Rvík, Tómas Vigfússon húsasmíðameistari, Rvík, Guðjón Magnússon skó- smíðameistarg Hafnarf., Emil Jónsson verkfræðingur, Hafn- arfirði, Indriði Helgason raf- virkjam. Akureyri, Björn H. Jónsson skólastjóri, ísafirði og Eggert Jónson framkvæmda- stjóri, ritari mótsins. Margt er shritjS Flugþeraan hefur flogið yfir 2 milljónir mílna á sl. tveimur árum Ellen Murdoch er dökkhærð, fríð sýnum og 27 ára að aldri, og hefur mesta unun að því að fljúga. Hún hefur á 7 árum flogið samtals ótrúlega vegar- lengd, eða 2.080.000 milur. Þetta er rúmlega níföld veg- ariengd kringum hnöttinn, og atvinnuveitandi ungfrúarinn- ar, Pan American World Air- •ways flugfélagið, heldur því fram að hún hafi flogið meira en nokkur önnur kona í heimi. Ungfrú Murdoch álítur starf $itt eitt það skemmtilegasta, sem hægt sé að fá. f flug- freyjustarfinu hefur hún kynnzt flestum höfuðborgum heims. Hún þekkir London, Barcelona, Róm, Brussel, Frankfurt, Istanbul,- Damascus, Karachi, Johannesburg og Delhi eins vel og aðrir fæð- ingarborgir sínar. Kápur hennar og hattar eru frá París, skórnir gerðir í Róm, krókódílsskinntöskur og belti frá Bueonos Aires, írskir og portúgalskir kniplingar, .ullarfötin frá Englandi og peysan frá Skotlandi. Silfur- muni á hún frá Indlandi, fíla- beinsútskurð frá Afríku og skreyta munir þessir heimili hennar í New York. Þar er líka veggklukka frá Þýzka- landi, arabískur vefnaður og sérkennilegir munir frá Ind- landi. Murdoch er flugþerna á flugleiðinni New York—Jo- hannesburg, vinnur að meðal- tali þriðja hvern dag og hefst vinnudagurinn á flugvellinum í New York tveim stundum áður en lagt er af stað. Nokkr- um stundum síðar er numið staðar á Gander í Nýfundna- landi, en síðan tekur við At- lantshafsflugið, annað hvort til Santa Maria á Azoreyjum eða Lissabon. Það má heita að einhver frægur maður sé farþegi í hverri ferð. Murdoch flug- þerna hefur hlustað á Eleanor Roosevelt ræða um starf S. Þ. og Ray Milland lýsa næstu kvikmynd sinni. Og ennþá heldur Murdoch því fram að flugþernustarfið sé skemmti- legast. Dönsku ríkisjárnbrautirnar hafa tekið upp þá nýlundu að sumarlagi, að útbúa tvo vagna sérstaklega fyrir skemmiferðahópa. Vagnar þessir eru þó aðeins á leiðinni milli Kaupmanna- hafnar og Árósa. Vagnarnir eru með danssal og „bar“, en myndin að ofan sýnir að þeir era mjög skrautlegir af járnbrautarvögnum að vera. Egypzki herinn krefst hreinsun- ar innan stjórnmálafiokkanna. Þjóðverjar sigur- saelir í kappakstri. Þjóðverjar hafa reynzt sigur- sælir í kappakstursmótum, er þeir hafa tekið þátt í eftir styrjöldina. Víða í Evrópu og í Bretlandi ríkir mikill áhugi fyrir slíkuzn kappakstursmótum, enda reyn- ir hvert land að tefla fram vönduðustu og fljótustu bif- reiðum, sem völ er á. Þjóðverjar hafa tekið þátt í fjórum slíkum alþjóðakapp- akstursmótum og unnið fyrstu verðlaun í þremur þeirra, og átt hvorki meira né minna en ellefu af sextán mögulegum fjórum fyrstu sætunum. Á fyrsta mótinu, sem var kappakstur milli Brescia og Róm, áttu þeir annan og fjórða bíl, öðru, sem kennt er við Bern í Sviss, áttu þeir þrjú fyrstu sætin, á þriðja mótinu, við Le Mans, áttu þeir tvö fyrstu sætin og í fjórða mótinu, sem kennt er við Núrburg áttu þeir fjögur fyrstu sætin. Allar þýzku bifreiðirnar voru frá Mercedes-Benz-verksmiðj- unum, og ökuþórarnir allir þýzkir. Geta má þess, að í Bernar- mótinu ók sigurvegarinn, Karl Kling, umferðina á lang- skemmstum tíma og var meðal- hraði hans 149 km. á klukku- Naguib krefst, að sekir stjórnmála- menn verði dregnir fyrir rétt. Einkaskeyti frá AP. — Kairo í inorgun. Naguib yfirhershöfðingi hefur enn gripið í taumana og sýnt, að ekki verður látið sitja við orðin tóm, en krafist um- bóta og upprætingar stjórnmálalegrar spillingar. Fyrir hans atbeina hafa stjórnmálaflokkarnir fengið seinustu viðvörun. 11 IMota kndina til áróðurs. Einkaskeyti frá A.P. Fundur var haldinn í aðal- vopnahlésnefndinni í Pan- munjom í morgun og stóð hálfa klukkustund. Harrison hershöfðingi krafð- ist eftir nokkurt þóf frekari frestunar á fundahaldi, þar sem sýnt væri, að kommúnist- ar leituðust enn við að nota sér fundina til pólitísks frani- dráttar. Aly Maher forsætisráðherra fór frá Alexandriu í gær, þar sem stjórnin hefir sumarsetur, til Kairo, til viðræðna við Naguib, og stóð fundurinn full- ar 3 klst. Að fundinum löknum lýsti Aly Maher yfir því, að rnilli stjórnarinnar og yfirhers- höfðingjans væri enginn á- greiningur ríkjandi. Brotlegir svari til saka. Naguib ræddi við frétta- menn í gær eftir fundinn og sagði, að stjórnmálaflokkarnir yrðu að losa sig við alla þá, sem sök bæru á flokksspillingu, og ekki mætti fara þar í manngreiningarálit, og ef ekki yrði farið að þessum viðvörun- um yrðu þær framkvæmdar með valdi. Flokksræka menn skyldi leiða fyrir rétt, þar sem þeir skyldu svara til saka fyrir brot sín. Stefnt gegn Wafdistum. Aly Maher flutti útvarps- ræðu síðar um kvöldið og tal- aði mjög í sama dúr. Boðaði hann, að þeir stjórnmálaflokk- ar yrðu bannaðir eða leystir upp, sem ekki létu sér segjast við viðvaranimar. Telja frétta- menn, að viðvöruninni hafi einkum verið beint gegn Wafd- flokknum, en innan vébanda hans hafa verið gerðar tilraun- ir til flokkshreinsunar, en tek- ið með vettlingatökum á mál- unum, að áliti Naguib. Aly Maher sagði, að flokkar, sem fylgdu sömu stefnu, ættu að sameinast. Aly Maher boðaði, að eftir- liti með fréttablöðum og frétta- skeytasendingum yrði hætt. Forsætisráðherrann ræddi enn í gær við Sir Ralph Steven- son sendiherra Breta. Aly Maher og Naguib yfir- hershöfðirigi hafa boðað nýjar þingkosningar í febrúar næsta ár. Nokkur skip konvu með ufsa. Síld veiddist engin fyrir norðan um helgina, en nokkur skip komu með ufsa til Siglu- fjarðar. í gær kom Vonin Th-með 40 mál af ufsa, Marz 688 mál, Björn Jónsson 324 mál, Helga 598, Sui-prise 202 og Arnibjörn Re. 184 mál. Dagný lagði upp hjá Rauðku um 500 mál ufsa. í morgun var Akraborgin og Snæfell með reknet austur í hafi eða um 50 mílur suðaustur af Langanesi. Hefir frétzt að skip þessi hefðu fengið um Yz tunnu í net. - Ufsamálið mun tekið •fyrir nálægt 40 krónur, en síldarmál- ið er 60 kr. Reykjavíkurmótið: KR. og VikiiutfiiT í íkvöld. Knattspyrnumót Reykjavíkur liefst á Iþróttavellinum í kvöld. Hefst leikui’inn kl. 8 og keppa þá K.R. og Víkingur. — Knattspyrnumenn okkar hafa staðið sig vel í sumar, og má því búast við góðum leik, og ekki ætti veðrið að spilla á- nægjunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.