Vísir - 03.09.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB O G LYFJABÍTÐIR
Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið i
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1618.
LJÓSATlMI
bifreiða er frá kl. 21,10—5,40.
Næst verður flóð í Reykjavík kl. 17,20.
Miðvikudaginn 3. september 1952
Gagnkvætnar greiðsiur
skyldubóta á Ncriisrimshm.
fi&kh í egiieil pfBgisi I. Júnú s. i.
Hinn 1. júní sl. gekk í gildi
milliríkjasamningur íslands,
Noregs, Finnlands og Svíþjóðar
um gagnkvæmar greiðslur f jöl-
skyldubóta.
Samkvæmt þessu eiga ríkis-
, borgarar þessara landa, sem
dvelja ekki í heimalandi sínu
en í einhvefju samningsiand-
anna, rétt til fjölskyldubóta í
dvalarlandinu eftir sömu regl-
um og þarlendir menn. Ríkis-
borgarar frá
löndum, sem búsettir eru hér á
landi a. m. k. 6 síðustu mánuði,
eiga rétt til fjölskyldubóta
vegna barna sinna, sem með
þeim dveljast, eftir sömu regl-
um og hérlendir menn. Sama
gildir um íslenzka ríkisborgara
í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi.
Reglurnar um greiðslu barna-
styrkjanna eru mismunandi í
hinum samningslöndunum, og
verður hér gerð stutt grein fyr-
ir þeim:
í Finnlandi eru barnastyrk-
irnir greiddir með hverju barni
fjölskyldunnar innan 16 ára
aldurs, þ. e. einnig með fyrsta,
öðru eða þriðja barni, og nemur
7200 mörkum á ári, eða‘510 ísl.
krónum, og er greiddur án til-
lits til efnahags eða tekna for-
eldra.
í Svíþjóð. Þar gilda sömu
reglur um greiðslu, en styrkur-
inn nemur 260 sænskum krón-
um. árlega, eða 820 ísl. krónum.
í Noregi greiðist styrkurinn
með hverju bárni, sem er um-
fram eitt, nema ef sérstakar á-
stæður gefa tilefni tii, þá með.
öííum, og nemur hann 240
norskum krónum eða .. tæplega
550 ísl.
Á íslandi greiðast styrkirnir
með fjórða barni, og nema með
núgildandi vísitölu 1800 krón-
áðurnefndumíum árleSa á fyrsta verðlagsW
svæði, en 1350 á öðru verðiags-
svæði. Sé faðirinn óvinnufær,
eða aði^ar orsakir komi til
greina, þá greiðist styrkur með
ölium börnunum.
a
Verð hefur verið lækkað á
ýmsu grænmeti, bar sem haust-
uppskeran er að koma á mark-
aðinn.
Gulrætur kosta nú 5 kr. búnt-
ið, en þó er lækkunin þó meiri
á hvítkáli, sem kostaði áður kr.
8,50 pr. kg. en nú kr. 4,25 pr.
kg. Ekki er um verðlækkun á
tómötum að ræða, en verð á
tómötum hafði verið lækkað til
mikilla muna fyrr i sumar.
Forsetahjónin búa í tveim
herbergjum af 304.
Prasad Bsidlandsforsetl skflar rikissjéði
tvelm flmmtu af tekjum sísium.
við Grænland nú.
Við Grænland hefur verið
reytingsafli nú um hríð — eng-
in uppgrip, eins og þegar bezt
heíur verið.
Á tog'ara, sem véiða fyrir
Þýzkalandsmarkað hér. við
land, hefur verið rýr afli bæði
fyrir austan land og vestan,
Um togara Bæjarútgerðar
Reykjavíkur er þetta að segja
eins og sak-ir standa:
Þrír eru við Grænland, Skúii
Magnússon veiðir í ís ,en Þor-
steinn Ing'ólfsson og Jón Bald-
vinsson í salt. Þorkell máni er
væntanlegur frá Grænlandi á
morgun af saltfiskveiðum. —
Hann siglir héðan- til Esbjerg
með aflann. Ingólfur Arnarson
er þar og landar saltfiski af
Grænlandsmiðum. Pétur Hall-
dórsson fór á hádegi í dag á
saltfiskveiðar við Grænland.
Hallveig Fróðadóttir landar
í Þýzkalandi á laugardag. Jón
Þorláksson er á ísfiskveiðum
fyrir Þýzkalandsmarkað.
Fétbrefiiaðl
Ariiariiéi.
Forseti Indlands, dr. Ra-
jendra Prasda, liefir tekið for-
ystu í sparnaðarviðleitni
stjórnarinnar, með því að skila
aftur í ríkissjóð 40 af hundraði
rnánaðarlauna sinna, en þau
nema 2100 dölum, og því á hann
aðeins eftir 735 dali, er liann
hefur greitt skatta.
Dr. Prasad er fæddur í litlu
þorpi, Zeeradei, í Bihar-ríki, og
i eynir af fremsta megni að
•sníða lifnaðarháttum sínum
stakk eftir. vexti, þ.e.a.s. hann
reyriir að lifa jafn óbreyttu lífi
f 3 þeir landar hans, sem búa í
i loldarkofum.
Sú saga er sögð, að forsætis-
i áðherra Indlands, Nehru, hafi
: iálfur orðið að neyða hann til
j ess að setjast að í forsetahöll-
-i. rni, vegna þess að annað væri
ekki virðingu hans samboðið.
; jálfur hafði Prasad óskað eft-
því að mega búa í einu af
. náhúsunum sem eru á lóðinni
i . ingum forsetabústaðinn og
- -iuð láglaunuðum embættis-
tnc
:um.
I Dr. Prasad og kona hans búa
aðeins í tveim herbergjum hall-
arinriar, en í henni eru samtals
304 herbergi, en 11 önnur hafa
verið notuð handa ýmsum ætt-
ingjum hans, sem eru 16,
en þar við bætist að 23 herbergi
eru notuð fyrir gesti ríkisins.
Fimm stórir salir úr marm-
ara með gullskreytingum hafa
verið ljáðir fyrir þjóðminja-
safn, þar sem geymdir eru ind-
verskir listafjársjóðir, mörg
þúsund .ára gamlir. Fjörutíu og
sex herbergi er höfð fyrir
skrifstofur stjórnarinnar, en
hin herbergin eru eingöngu
fyrir skrifstofur starfsliðs for-
setans og birgðageymslur.
Því landsvæði umhverfis bú-
staðinn, sem ekki hefur fram að
þessu verið nýtt, hefur nú verið
breytt í akra, en tekjurnar af
þeirri rækt renna í ríkissjóð.
Sumarsetur forsetans við Simla
er nú notað fyrir skrifstofur,
og þau fáu skipti sem forsetinn
fer þangað, þá býr hann þai' í
mjög óbrotnum húsakynnum.
m
í gærdag, um sexleyfið varð
það slys við Arnarhólstún að
steinn datt ofan á mann og var
talið að maðurinn muni hafa
fótbrotnað.
Var maður þessi ásamt nokk-
urum félögum sínum að leika
sér að því að lyfta steini, en
varð fyrir því óhappi að missa
tak á honum og misti hann of-
an á sig. Var lögregla kvödd á
staðinn. og maðurinn fluttur á
Landspítalann.
í gær datt telpa á Laugaveg-
inum og meiddist nokkuð. Gat
hún ekki staðið af sjálfdáðum á
fætur og' varð að bera hana
burtu. Meiðslin eru þó ekki
talin alvarleg.
I gær var ölvaður maður tek-
inn við akstur bifreiðar hér í
bænum.
Flaug hraðar
en hljóðið
Einkaskeyti frá A.P. —
London í morgun.
Á flugsýningunni í Farnbor-
ough í gær var það mesti við-
burðurinn, er flugvél var flogið
yfir borgina hraðara en hljóðið.
Flugvélin var af gerðinni De
Havilland 110, orrustuflugvél,
sem nota má bæði sem nætur-
eða dag. orrustuflugvél. Einnig
voru sýndar þarna á flugi
sprengjuflugvélar, tveggja og
fjögurra hreyfla, sem fyrr hef-
ur verið getið. — Mikill fjöldi
aðkomufólks er á sýningunni,
Hertoginn af Edinborg flaug frá
Balmoral í Skotlandi í gær á
sýninguna en Alexander. land-
varnaráðherra flýgur þangað í
dag í helikopter.
Fjögur frjálsíþróttamót á
næstu tveim vikum.
ÍIíBt/ffg efiemdff Iþf&áéfSfýfBB’peg seS
ffemtfs hisafpað Éii ifsmals í htgaasá.
Fjögur frjálsíþróttamót standa
nú fyrir dyrum hér í Reykja-
vík og Hafnarfirði á næstunni.
Það fyrsta þeirra hefst á
morgun í Hafnarfirði kl. 7.30
síðdegis, en það er íslandsmeist
aramót drengja. Verða kepp-
endur frá 10 íþróttafélögum
víðsvegar af landinu og ver.ður
á morgun keppt í 80 m. hlaupi,
hástökki, kringlukasti og stang
arstökki. Er mjög góð þátttaka
í flestum þessara greina.
A morgun fer einnig fram
B-juniormót á íþróttavellinum
í Reykjavík. Hefst það kl. 8
síðdegis og fá aðeins þeir að
keppa sem verða 16 ára á ár-
inu og yngri. Mótinu lýkur
annað kvöld og verður keppt í
60 m. hlaupi, 600 m. hlaupi,
hástökki, langstökkl, kringlu-
kasti, kúluvarpi og 5X80 m.
boðhlaupi.
Wislndaféiag hddur
114 ársfund sínn.
Belfast (AP). — Hið kunna
brezka vísindafélag, The Brit-
islx Association for the Ad-
vancement of Science, heldur
114. ársfund sinn í Belfast.
Hill prófesor — Nobelsverð-
launaþeginn heimskunni —
setur fundinn í dag og flytur
þar vísindalegt erindi.
Um 4000 gestir og fulltrúar
frá ýmsum löndum koma á
fundinn.
um Norðfjörð.
Tveir umsækjendur eru um
Norðfjarðarprestakall í Suður-
Miilaprófastsdæmi. v
Frestur til umsóknar var út-
rnnninn í gær, og höfðu þessir
menn sótt um brauðið: Síra
Ingi Jónsson, aðstoðarprestur á
Hvanneyri og síra Marínó
Kristinsson, sóknarprestur að
Valþjófsstað.
i Um Bolungavíkurprestakall í
Norður-ísafjarðarprófastsdæmi
er einn umsaékjandi, síra Þor-
bergur Kristjánssón, settur
prestur að Skútustöðum.
Vefkamenn skjó&a
saman í minnismerki.
B. Aires (AP). — Argen-
tínskir verkamenn eiga að
greiða 150 millj. pesos til að
reisa Evu Peron minnismerki.
Hefir stjórn verkalýðssam-
bandsins óskað þess — í nafni
600,000 meðlima sinna — að
þeir fengju að leggja þetta af
mörkum til að minnast hennar.
(150 millj. pesos er ca. 160
millj. ísl. kr.).
Aðal frjálsíþróttamót lands-
ins, hið svokallaða September-
mót, átti að fara fram hér í
bænum á morgun og föstudag-
inn, en því hefur verið frestað.
þar til síðar, en fer væntanlega
fram í næstu viku. Verður senni
lega. sú breyting gerð á því að
það fari allt fram á einum degi
og verði keppnigreinum þá
fækkað í samræmi við það.
Loks er svo B-mót, sem háð
mun á íþróttavellinum dagana
15.—16. þ. m. Keppendur í mót-
inu mega ekki vera búnir að ná
600 stiga árangri (samkvæmt
gömlu stigatöflunni) í þeim
greinum sem þeir ætla að keppa
í. Fyrri dag mótsins verður
keppt í 100 m. og 1000 m. hlaupi
langstökki, hástökki, kúluvarpi
og spjótkasti, en seinni daginn
í 400 m. og 3000 m. hlaupi,
stangarstökki, þrístökki og
kringlukasti.
Áætlað var að þrjú stærstu
íþróttafélögin hér í bænum, er
hafa frjálsíþróttir á dagskrá,
en þau eru Ármann, Í.R. og K.
R., efndu til sérstaks stigamóts
sín í milli. Kæmi það þá í stað
gömlu allsherjarmótanna sem
Í.S.Í. efndi jafnan til áður fyrr.
Myndu tveir menn frá hvoru
félagi keppa í sérhverri íþrótta
grein og geta þeirra reiknuð í
stigum félaga þeirra til tekna.
En því miður eru allar horfur
á að af þessu móti verði ekki
í haust, hins vegar má vænta
þess að það verði háð að ári.
Engir erlendir íþróttagarp-
ar eru væntanlegii: til keppni
hér- á þesu ári. Stóð til boða að
fá hingað fræga þýzka íþrótta-
menn, en horfið frá því ráði.
aftur bæði vegna kostnaðarhlið
arinnar og svo líka vegna þess
að engrar verulegrar sam-
keppni var að vænta frá okkar
hálfu við þesa menn.
fundurinn hafinn.
Fundur utanríkismálaráð-
herra Norðurlanda hófst í Há-
skólanum kl. 11 í morgun.
Eins og Vísir ’ hefur áður
greint frá, sitja þeir fundinn
Ole Björn Kraft (Danmörk),
Bjarni Benediktsson, Halvard
Lange (Noregur) og Östen
Undén (Svíþjóð) auk sendi-
herra og fylgdarliðs hinna er-
lendu ráðherra, syo og starfs-
manna utanríkisráðuneytisins
hér, en þeir eru: Magnús V.
Magnússon, Hans Andersen,
Kristján Albertsson og Sigurð-
ur Hafstað.
Líklegt er, að fundinum ljúki,
annað kvöld, en í kvöld mun -
Bjarni Benediktsson utanríkis-
ráðhera og frú hans hafa boð
inni fyrir þá, er fundinn sitja
og nokkra gesti aðra.