Vísir - 11.09.1952, Qupperneq 5
Fimmtudaginn 11. september 1952
VÍSIR
Sigurðtir Magnússon:
Bardagi í Bangkok austur*
í hnefaleikum Thailendinga má beita
bæði höndum og fótum.
„Þaft er einmitt blóbið, sem gefur
leiknum gild«“
Bangkok, sunnud. 24. 9.
„Það verður ógurlega æsandi
keppni í dag,“ sagði Chung
Lung um leið og hann skóflaði
kúfaðri hrísgrjónaskeið upp í
sig. „Þið megið alls ekki láta
ykkur vanta. Það verður geysi-
gaman, og þar að auki getur
ísland ekki verið þekkt fyrir að
fara heim, án þess að hafa séð
þjóðaríþrótt okkar Thailend-
inga.“
„Ætlið þér sjálfur að horfa
á keppnina í dag, herra Lung?“
spurði eg gestgjafann.
„Hvort eg fer. Þó það nú
væri að eg færi, gamall kepp-
andi. Jú, eg fer hvern einasta
sunnudag, og eigi eg leið í bæ-
inn á föstudögum, þá stenzt eg
vanalega ekki freistinguna. Eg
er vitanlega hættur að keppa,
enda kominn undir fimmtugt,
en eg æfi samt enn. Sjáið þið
bara!“ Og Lung veitingamaður
bretti skyrtuna upp að hægri
öxl, og bæði eg og norsku hjón-
in fóru höndum um hnyklana,
og lofuðum öll þessa ógurlegu
vöðva, unz Chung Lung brosti
gleitt, strauk ermina fram, og
tók aftur til, þar sem frá var
horfið hrísgrjónunum.
„Farið þér líka í dag, frú
Lung?“ spyr eg.
Hin feitlagna, hægláta
maddama brosti góðlátlega og
sagði:
„Nei, eg fer aldrei nú orðið.
Það er ekkert að sjá, nema
áflog og blóðsúthellingar, og
konur á mínum aldri hafa ekki
gaman af slíku.“
„Hún er nefnilega hrædd
við blóð, skal eg segja ykkur,“
æpti þá eiginmaður hennar
Chung Lung, kastaðist afturá-
bak í stólnum og skellihló. —
„Ekki nema það þó. Ha, ha, ha.
Mín ágæta ektafrú hefur nefni-
lega aldrei skilið, að það er
einmitt blóðið, sem gefur leikn-
um gildi, að það er hámarkið,
þegar þeir eru báðir orðnir
óðir, alblóðugir og berjast eins
og djöflar. Hrædd við blóð á
hnefaleikum. Þvílík móðursýki!
Ha, ha, ha.“ —---------
Kapparnir ganga fram.
Klukkan er að verða fimm.
Við höfum fengið ágæt sæti,
erum í þriðju i'öð frá pallinum.
Fyrir aftan okkur er hver sæta-
röðin upp af annarri, enda er
hér eins konar hringleikahús,
þar sem setið er á bekkjum, er
fara hækkandi eftir því, sem
fjær dregur leiksviðinu, en það
er ferhyrndur pallur í miðju
hússins, og er hann afgirtur
með mannhæðar háum bönd-
um.
Geysilegur mannfjöldi er hér
saman kominn, og virðist hvert
sæti skipað, en fimm þúsund
manns geta verið samtímis hér
í Rajadammern íþróttahöllinni.
Nú fer kliður um múginn, og
eg heyri undarlega tónlist. —
Þrír menn ganga inn á pallinn.
Sá, sem fremstur fer, er klædd-
ur rauðri, ísaumaðri skikkju.
Hann er auðsjáanlega annar
þeirra tveggja, sem hér eiga að
leiða saman hesta sína, en hitt
eru aðstoðarmenn hans. Nú
staðnæmist hann á einu horni
pallsins, þar sem hann er færð-
ur úr skikkjunni og kemur þá
í ljós að hann er í rauðri
mittisskýlu, einkennisbúningi
Ban Thoeng og nú kemur hinn
með aðstoðarmennina tvo á
hælunum og hann er í blárri
skýlu. Það er Loah Lertridth.
Hinir væntanlegu keppendur
setjast, en aðstoðarmennirnir
fara höndum um þá, eins og til
þess að fullvissa sig um að hver
vöðvi sé nú albúinn þess að
heyja hina þyngstu raun. Svo
eru hanzkar reimaðir, og þá er
merkið gefið: Tilbúnir.
Þeir ganga nú fram á leik-
sviðið. Þetta eru- hvort tveggja
ungir menn, enda munu fáir
keppa eftir þrítugt. Báðir eru
þeir fremur smávaxnir, eins og
aðrir hér um slóðir, en sterk-
lega byggðir. Vefjar eru um
ökla þeim, og ná þær fram á
rist og upp á mjóalegg. Þeir
eru í stuttbuxum, annar rauð-
um en hinn bláum, og hanzka
hnefaleikamanna hafa þeir á
höndum, en fyrr var barizt hér
með hnefunum einum, og þótti
þá jafnan skammt að bíða blóðs.
Snúrur eru á aflvöðvum vinstri
upphandleggja, og eru við þær
festir litlir verndargripir.
Hnefaleikakeppni I Thailanái.
Guðirnir ákallaðir.
Báðir leggjast nú mennirnir
á fjóra fætur og beygja höfuð
alveg niður að gólfi. Þeir eru
að biðjast fyrir, ákalla nú hina
gömlu guði Hindúanna, sem
ennþá gegna því cmbætti að
gæta þessarra íþr! ttamanna,
enda þótt þeim haii að öðru
leyti verið sagt upp h.Ilustu af
landslýðnum. Hljótt cr nú 1
höllinni meðan ungu meimirnir
tveir fela guðunum ráð sitt, en
svo standa þeir upp, og þá
hagræða menn sér í sætum til
þess að vera viðbúnir, þ\ í að
nú er gamanið að byrja. Á :;rr
verður þó að stíga stríðsda
inn, en keppendurnir væntau-
legu hefja nú hopp og hafa uppi
hina afkáralegustu tilburði,
steyta hnefa í allar áttir, fetta
sig og bretta. En þessu lýkur
fljótlega. Þeir ganga fram á
mitt leiksviðið og lúta hvor
hvor öðrum, heilsast. Leik-
stjórinn gengur til þeirra og
fullvissar sig um að öllu rétt-
læti isé fullnægt. Svo gefur
hann merki. Tónlistin hefst á
ný. Mennirnir tveir taka sér
vígstöðu og nú byrja þeir að
hoppa eins og tveir óðir hanar.
Orrustan er hafin.
Lengi lifi Loali.
Þeir byrja að hnippa hvor í
annan með hnefunum, en allt í
einu stekkur Blár upp og
slæmir hægra fæti til Rauðs,
en hittir ekki. Rauður endur-
geldur þetta og lemur Bláan
svo með löppinni að bylur í, en
Blár er snar í snúningum,
stekkur að Rauð og slær hann
í andlitið, en Rauður hendist
þá á Bláan, og takast þeir nú
á, samtímis því sem þeir sparka
hvor í annan. Leikstjórinn
skilur þá, en um leið keyrir
Rauður olnboga sinn í maga
Blás, og verður hinn síðar-
nefndi af því vondur og spark-
ar í andlit Rauðs og verða báðir
nú hinir verstu og berjast af
miklum móð. Það er auðsjáan-
lega réttnefni að kalla þetta
„íþrótt hinna átta arma,“ hnefa,
olnboga, hnjáa og rista, því að
öllum þessum hernaðartækj-
um er beitt, án miskunnar, og
hér virðist allt leyfilegt nema
hrein áflog.
Hljómlistin er gerð af þrem
hávaðatækjum. Er það flauta,
simball og trumba. Þegar ■ lítið
j er um að vera á leiksviðinu
lætur mest í flautunni, en meira
ber á hinum, eftir því sem leik-
urinn harðnar, og þegar kjafts-
höggin bylja sem fastast er
bumban barin ákaflega, enda
mun það hið eina hlutverk
þessarrar eldfornu músikkur,
að æsa keppendur til dáða. —
Áhorfendur láta sitt heldur ekki
eftir liggja. Þeir hrópa eggj-
unarorð, en klappa og öskra ef
sparkað er og barið af grimmd
eða listleik.
Eg lít í leikskrána. Þar segir
m.a. svo um Bláan:
„Loah hefur hugrekki ljóns-
ins og ógnarafl fílsins, enda
hnefa- og olnbogahögg hans
ægilega úti látin.“
Þar segir svo um Rauð: „Ban
Thoeng er einn hinna frægustu
bardagaberserkja léttvigtarinn-
ar, harður í horn að taka, læðir
oft höggum á andstæðinginn af
ótrúlegri lymsku og mikilli
grimmd.“
Her eru auðsjáanlega þjóð-
hetjur að verki. En hvað var nú
þetta? Hinn lymskufulli Ban
Thoeng grípur um magann og
hnígur niður, en Loah hafði
sparkað þar í hann. Leikstjór-
inn gengur að Thoeng, þar sem
hann liggur, og telur: Einn,
tveir. Thoeng reynir að rísa á
fætur, en lyppast aftur niður.
Hann er búinn að vera og er
studdur út, en hinn ógurlegi
Loah gengur nú, sigri hrósandi,
um leiksviðið, en þá er klappað
og æpt: Bravó fyrir þér, ber-
serkur! Lengi lifi Loah!
Sveitamaðurinn
sigurglaði.
Annar þáttur hefst. Nýir
keppendur koma. Sami undir-
búningur, bænir og dans. Hér
eigast við Rauður, sem ei*
sveitamaður, talinn gríðarlega.
harðsnúinn og Blár, sem hrósað
er fyrir þráa og þolgæði, enda
virðist honum ekki af veita,
því að hann verður fyrir því
óhappi í upphafi leiks að fá
viðurstyggilegt glóðarauga, sem
verður honum auðsjáanlega til
mikilla óþæginda, en hann lem-
ur samt hressilega með höndum
og fótum, og á talsverðum vin-
sældum að fagna meðal áhorf-
enda. Lotan er á enda. Aðstoð-
armennirnir koma nú með vatn
og þurrkur. Það er helt ofan í
keppendur og utan á þá, sviti
þurrkaður, vöðvar mýktir, hug-
hreyst.
Ný lota byrjar. Nú er það.
Blár, sem hefur sóknina. Hann
reynir að brosa og láta svo líta
út, sem hann sé í bezta skapi,
en þetta er frosið glott, og það
brennur eldur úr hægra augá
hans, en hitt er nú horfið undir,
bólgukúf. — Sveitamaðurinn
Mondha fer lengi undan í
flæmingi, en allt í einu snýst
hann á hæli, slær löppina í kvið
Sod Chunes og lemur hann
samtímis á heila augað. Er þá
ekki lengur um að spyrja. Blár, -
er nú blindur og ringlaður. —•
Hann reikar út að böndunum
og húkir þar, meðan leikstjór-
inn telur. Þetta er búið. Sveita-
maðurinn sigurglaði hneigir
sig fyrir hinum fimm þúsund-
um höfuðborgarinnar, sem
öskra og klappa honum lof í
lófa. Svo strikar hann út.
Því megum við ekki öskra?
Nú hefst þriðji þáttur. Þar
eigast • þeir við Prachán, sem
barizt hefur hér tuttugu og
þrisvar sinnum og ekki tapað
nema einu sinni, og Peerapol,
sem talinn er geysiefnilegur,
einkum til fóta og olnboga,
enda er strax auðsætt, að hér
eru kunnáttumenn að verki. —■
Þeir berjast af léttleika og
mýkt. Tvær lotur líða, án þess
Kl'ÖLDjumkar.
FYRIR SKEMMSTU bar svo
við, að stórhýsi við Skólavörðu-
stíginn var málað. Þetta er auð-
vitað ekki í frásögur færandi,
eða ætti ekki að vera það. En
vegna þessa hefir Skólavörðu-
stígurinn tekið á sig annan svip,
í ásjóu hans er kominn nýr
dráttur, viðkunnaniegri í til-
breytni sinni. Það er sem sé
stórhýsið, þar sem Fatabúðin er
til húsa, sem hefir valdið þessu.
♦ Kunningi minn hafði orð
á þessu við mig, en bætti
svo við: „Ósköp er þetta ljótt“.
Eg gat ómögulega verið sam-
mála þessum harða dómi, og
lýsti meira að segja yfir því, að
það skipti minnstu máli, hvort
einhverjum fyndist húsið
„ljótt“, heldur sýndist mér að-
alatriðið verá, að það væri nú
svolítið öðru vísi á litinn en
húsin í kring og öðru vísi en það
var áður. Einkennislitur
Reykjavíkur, ekki sízt hinna
nýrra hverfa, er sem sé grár,
og meira að segja þessi rislági,
drungalegi grámi, sem er flest-
um litum hvimleiðari. Hin veg-
legu steinhús, sem upp hafa ris-
ið í höfuðborginni hin síðari ár,
eru flest grá, og það er eins og
menn vilji forðast sem heitan
eldinn að hafa einhver tilbrigði
þar á.
♦ Allir tóku eftir því á sín-
um tíma, er Hótel Borg
var máluð og Landssímahúsið
húðað ljósu lagi að framan,
þeim megin, sem að Austurvelli
snýr. Þetta hverfi gerbreytti
um svip við þessar einföldu til-
tektir. Menn geta svo deilt um,
hvort Hótel Borg sé smekklega
máluð, og sýnist þá sitt hverj-
um, en um það verður tæpast
deilt, að blærinn á húsinu hefir!
einhvern veginn orðið geð-
þekkari, meira lifandi. Eg
hlakka til þess dags, er ein-
hverjum dettur í hug áð mála:
þakið á húsi sínu blátt, eða
bleikt, eða einhvern veginn öðru:
vísi en tíðkazt hefir.
♦ Litauðgi er ekki hin
sterka hlið okkar ágæta
höfuðstaðar, og er það mikill1
skaði. Reykjavík býr nefnilega
yfir ýmsum töfrum, þegar að
er gáð, hvort heldur er um að
ræða gamla trékumbalda ii
gömlu hverfunum, eða hinar!
glæsilegu nýbyggingar í út-
hverfunum. En þegar menn
færu að hrista af sér hlekki
vanans og mála þessi hús alla
vega, yrði Reykjavík stórfalleg»
ThS. i