Vísir - 16.09.1952, Page 2

Vísir - 16.09.1952, Page 2
VÍSIR Þriðjudaginn 16. september 1952 Hitt og þetta Dýpsta olíuborun, sem gerð hefur verið hingað til, var gerð í Wyoming í Bandaríkjunum árið 1949. Hún nær 20.521 fet í jörðu niður. • A síðustu 6 árum hafa verið greiddir meiri skattar í Banda- ríkjunum en næstu 156 ár á undan. • Acheson, Morrison og Gro- myko voru einu sinni í ökuferð saman, þegar þeir komu ,þar að, er kýr stóð á veginum. Fyrst xeyndi Acheson að biðja hana að vara sig, og var mjög kurt- eis. Kýrin hreyfði sig ekki. Næst reyndi Morrison, en einnig án árangurs. Þá gekk þar til Gromyko, hvíslaði nokkur orð í eyra . hennar, og samstundis tók kýrin undir sig stökk mikið, baulaði óskaplega og var horf- in að vörmu spori. Acheson og Morrison stóðu sem steini lostnir og spurðu Gromyko, hvað hann hefði eiginlega sag't •við kúna. „Oh, eg hvíslaði bara að henni, að ef hún ekki flytti sig með það sama, þá mundi hún verða sett á samyrkjubú.“ • Fjölfarnasta fljót heimsins er Detroit-áin í Bandaríkjunum. Á þeim tíu mánuðum, sem hún er opin vegna ísa, fara fleiri skip um hana en um bæði Fanama- og Suezskurðinn sam- anlagt. ; • „Kæri meistari,“ sagði einn af aðdáendum Picassos dag nokkurn við hann. „Eg hefi aldrei getað skilið list yðar, þangað til nú fyrir skömmu síðan, að eg var á ferð með járnbrautarlest milli Lyon og Parísar, að eg leit út um glugg- ann, að skyndilega rann upp fyrir mér ljós." I 5 ®:f]Í|f§ „Kæri vinur, „svaraði Pi- casso. „En hvað það gleður mig, að náttúran er farin að hegða sér eftir mínum vilja.“ CiHtí ÁiHHÍ ftíK... í Vísi fyrir 30 árum, eða 16. sept. 1922, stóð þessi frétta- klausa: Meiri síld. Frá Hjalteyri var Vísi símað í gær, að síldveiðin þar nyrðra haldi enn áfram, þrátt fyrir kuldatíð og snjókomu. Botn- vörpungurinn „Ýmir“ aflaði í fyrrinótt 600 tunnur og vélbátar frá Siglufirði fengu 200—300 tunnur. Það mun því næst einsdæmi, að síld veiðist svo lengi. Vænt- anlega er nú líka hver síðastur, þrátt fvrir þessa hvotu. »' 9 ■ BÆJAR ^réttir Þriðjudagur, 16. sept. — 260. dagur ársins. Álagstakmörkun. verður á morgun kl. 10.45—1 12.15 í 3, hluta. Kjörskrár fyrir prestskosningarnar í nýju prestaköllunum liggja nú frammi. Fyrir Bústaðasókn í skrifstofu Kirkjugarða Reykja- víkur í Fossvogi. Fyrir Háteigs- sókn í Sjómannaskólahúsinu kl. 4—7. Fyrir Langholtssókn í Holtsapóteki kl. 9 f. h. til 6 e. h. Bústaða- og smáíbúðahverfi. Bæjarráði hefir borizt um- sókn um lóðir undir verzlunar- hús í smáíbúðahverfi frá Lúlla- búð og Kron. Kron hefur einnig sent umsókn um lóð undir verzlunarhús í Bústaðahverfi. —• Sigmundur Halldórsson, arkitekt, hefur einnig skýrt bæjarráði frá því, sem gert hef- ur verið til að hrinda í fram- kvæmd byggingu verzlunar- húss í Bústaðahverfi, og hefur bæjarráð ítrekað áskoranir sín- ar til fjárhagsráðs um að veita umbeðið leyfi til byggingar verzlunarhúsnæðis. Garðyrkjusýningin. Sýningarnefndin hefur sótt um 25—35 þús. kr. styrk vegna sýningarinnar, sem áformað er að opna 26. þ. m., svo sem greint hefur verið frá í blaðinu. Bæj- arráð vísaði erindinu til með- ferðar í sambandi við fjárhags- áætlun. Drykkjumannahælið Þórður Bjarnason kaupmað- ur hefur boðið bænum að gjöf Laugarland í Reykhólahreppi fyrir hressingarhæli drykkju- sjúkra manna. Samband smásöluverzlana hefur ritað bæjarráði bréf, þar HrcÁAifáta hk 1718 Þennan dag var líka auglýst verðlækkun á.rafmggpi .pg. til- , kynning irá Rafmagns'ýfeitú', Reykjavíkur birt þar að lútandi; j „Samkvæmt samþykkt bæjar- stjórnar verður gjald fil suðu og? hitunar um sérstakan .mæli lækkað úr 20 aurum niður ,í, 16 aura á kwst frá síðasta mæla- álestri talið. Jafnframt verða venjulegir ljós- og súðumælar leigðir héðan af. Leigan er á- kveðin 50 aura á mánuði.“ Lárétt: 1 Vitaskips, 6 skóg- arguð, 7 kný bát, 9 á fæti, 10 verkur, 12 stafirnir, 14 fanga- márk, 16 tónn, 17 loka, 19 tog- ari. Lóðrétt: 1 Refsing', 2 lyfséð- i.ll, 3 dómur, 4 fallinn í áliti, 5 lands,. 8 ósamstæðiiíý 11 hróp, 13 á fæfi, 15 grænmeti’, jlá „frufhefni. . ,, .. , Laiisnyá kfpssgátu m.,,1717,. Lárétt í Shoifur, 6'ÍBÉ!, 7 feic, 9 ró, 10 lon, Í2 nái, 14 æt, 16 Ra, 17 Pan, 19 rjúpan. Lóðrétt: 1 Skeljar, 2 ei, 3 ÍBR, 4 Frón,. 5 rjálar, 8 KO, 11 næpan, 13 ár, 15 tap, 18 na. sem mótmælt er reglugerð um starfrækslu söluturna. Kvöldskóli K.F.U.M. Innritun nemenda fer fram daglega í verzluninni Vísi, Laugavegi 1. Kjörorðið er: Fullkomið hreinlæti. — Mjólkureftirlit ríkisins. Togarar Bæjarútgerðarinnar. Þorsteinn Ingólfsson, Pétur Halldórsson og Jón Baldvins- son eru allir á Grænlandsmið- um. Þorkell máni er á leið til Reykjavíkur frá Esbjerg, þar sem hann landaði 366 lestum af saltfiski. Úr sömú veiðiför hafði togarinn landað 28 lestum af hraðfrystum flökum og 18 lestum af lýsi. Skúli Magnús- son fór á ísfiskveiðar í dag. Hann kom af Grænlandsmiðum 19. þ. m. með 262 lestir af ís- fiski og tæpar 8 lestir af lýsi. Aflinn fór mestmegnis í herzlu. Skipaútgerð ríkisins: Hekla liggur í Pasajes. Esja er á leið frá Austfjörðum til Akureyrar. Herðubreið er, á Austfjörðum á suðurleið! Skjaldbreið er í Reykjavík. ÞyrilL kemur væntanlega til Reykjavíkur í dag. Skaftfelling- ur fer frá Reykjavík, síðd. í dag til Vestmannaeyja. Baldur fer frá Reykjavík í dag til Gils- fjarðahafna. Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss er í Grimsby. Goða- foss er á Vestfjörðum. Gullfoss fór frá Reykjavík 13. þ. m. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjafoss er á Siglufirði, fer þaðan til Lysekil, Gautaborgar, Álaborgar og Finnlands. Selfoss fór frá Siglufirði 9. þ. m. til Gautaborgar, Sarpsborg og Kristiansand. Tröllafoss er í New York. Skipadeild SÍS: Hvassafell losar síld í Stokk hólmi. Arnarfell lestar salt í Ibiza. Jökulfell átti að fara frá Akureyri í gærkveldi til Homa- fjarðar. Útvarpið £ kvöld: 20.30 Erindi: Hansakaup- menn, II: Lýbika og Norður- lönd (Skúli Þórðarson sagn- fræðingur). 20.55 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. flytja létt hljómsveitarlög. — 21.25 Upplestur: Kafli úr óprentaðri skáldsögu eftir Hugrúnu (höf, les). 21.45 Eingsöngur: Victoria de los Angeles syngur (plötur). 22.09 Fréttir og veðurfregnir. Frá iðnsýningunni. 22.20 Tón- leikar (plötur). Togararxihv Fylkir er ,á leið til Esbjgrg með saltfiskfarm. Akurey , ev komin frá Þýzkala'ndi. — Nep- tunus og Marz eru væntanlfegir frá Grænlandi í vikunni. • EgiR Skallagrímsson, sepa yar .-á ieiði til Þýzkalands, og .verður áflj- anum úr honum, sem er mestb megnis karfi, landað á Akra- nesi, þar sem hann fer í vinnslu. Cementsskip til J. Þorlákssonar og Norð- mann kom hingað í morgun. Bv. Geir, sem hefir verið að veiðum fyrir vestan, er nú að landa um 300 smál. af karfa á Patreks- firði. Er hann flakaður, en úr- gangur fer í bræðslu. Mæðrafélagið heldur matreiðslunámskeið (sýnikennslu) dagana 18.—25. sept. í Austurbæjar-barnaskól- anum. Nánari uppl. í Verzl., Laugavegi 130 í dag og á morg- un. Katla er í Ibiza. Veðrið. Lægð fyrir austan land. Hæð yfir Grænlandi. — Veðurhorf- ur: Norðan hvassviðri eða stormur. Víðast léttskýjað. Faxaflói: Norðan hvassviðri eða stormur; úrkomulítið en skýjað. Henrik Sv. Björnsson ráðinn forsetaritari. Henrik Sveinsson Björnsson, sendiráðunautur í París, hefur, af forseta íslands og ríkisstjórn verið ráðinn ritari forseta Is- lands. Hann verður jafnframt starfmaður í utanríkisráðuneyt- inu að nokkrúm híúta. Henrik Sveinsson Björnsson, er fæddur 2. september 1914 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1933, cand. juris frá Há- skóla íslands 1939, aðstoðar- maður við sendiráð íslands í Kaupma'nnahöfn 1. apríl 1939, settur ritari í utanríkisráðu- neyti Dana 1. júní s.á., 1. júní 1940 fulltrúi hjá Sveini Björns- syni, sendiherra, er hann starf- aði í Reykjavík sem ráðunaut- ur ríkisstjórnarinnar í utan- ríkismálum. Hann var skipaður fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1. júlí 1941, skipaður sendi- ráðsritari í Washington 15. júní 1942, skipaður deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu 1. okt. 1944, skipaður 1. sendiráðsrit- ari í Osló 1. júlí 1947, fékk frí frá störfum 1. febrúar 1949, héraðsdómslögmaður í Reykja- vík 1949—’51, en var skipaður sendiráðunautur í París 1. sept. 1950. Kona hans er Gróa Torfhild- ur Jónsdóttir rafvirkja í Reykjavík Guðmundssonar. Heiðursmerki: RF 1952, Chr. X. frm. 1946, R'O 1947. Höggmynd Kristins Péturs- sonar af Ólafíu Jóhannsdóttur, sem reist var í Osló 1930. Sýningu Kristins Péturs- sonar lýktir á morgun. Listsýningu Kristins Péturs- sonar í veitingasölum Iðnsýu- ingarinnar lýkur annað kvöld og eru þá síðustu forvöð að sjá liana. Alls sýnir Kristinn þarna 60 olíumálverk og pastelmyndir, smærri eða stærri og' auk þess tvær höggmyndir. Myndirnar eru að öðru leyt- inu hugdettur en að hinu leyt- inu frá ýmsum stöðum, svo sem Vestfjörðum, Véstmannaeyjum, Þingvöllum, Eyjafirði og ýms- um öðrum stöðum. Margar myndanna eru nýjcir, en aðrar eru frá fyrri árum. BEZT AÐ AUGLTSAI VlSI iHraðfrysfihús byggt á Siglufirði. ? Stjórn Síldarverksmiðja rík isins hefur að fengnu leyfi at- vinnumálaráðherra ákveðið að hefjast handa um byggingu hraðfrystihúss við Síldarverk- smiðjur ríkisins í Siglufirði. Hafa Síldarverksmiðjur rík- isins fengið til umráða í þessu skyni 1 V> milljón króna af fé því, sem veitt var til atvinnu- bóta á síðustu fjárlögum. Enn fremur hefur atvinnumálaráð- herra heimilað verksmiðju- stjórninni að nota eitt af mjöl- geymsluhúsum verksmiðjarma í Siglufirði fyrir væntanlegt hraðfrystihús. Kostnaður við að reisa hraðfrystihúsið er á- ætlaður um 3 milljónir króna, auk verðmætis mjölgeymslu- hússins. Vinnur stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins nú að því að afla þess viðbótarfjár, sem með þarf til þess að fullgera húsið og að öflun nauðsynlegra fjárfestingar-, innflutnings- og gjaldeyrislejda. Áætlað er að hraðfrystihúsið geti hraðfryst 12—15 smálestir af flökum á 12 klukkustundum líonan mín, raóðir . #1®I verður jarðseít Srá' dagiim 17. septerdber Jón Þorleifsson, Jarl Jóbssoií, Elisabet ikkar og ten| W’éiasrmhpíisr Fossvogskirkju miðviku- 1352, kl. 2,30 e.h.. Kolbrún Jóusdóttir, Bergur P. Jóessou,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.