Vísir - 16.09.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 16.09.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB OG LYFJABÚÐIR Vanti yður Iækni kl. 18—8, þá hringið i Læknavarðstofima, sími 5030. Vörður er í Rvíkur Apóteki, sími 1760. Þriðiudaginn 16. september 1952 Cacfngerðar endurbætur á hús- mæðraskóluæ áti uni land« 'Wwir starfa pá Húsmæðraskólarnir á Blöndu ósi og Hallormsstað verða ekki starfræktir í veíui^ vegna gagngerðra endurbóta, sem fram eiga að fara á skólahús- unum. Þessir skólar eru með ' elztu húsmæðraskólum landsins og mfkil þörf margskonar endur- bóta, því að húsin eru rnjög farin að láta á sjá, lagnir þurfa endurnýjunar við o. s. frv. Auk þess eru nú gerðar miklu meiri kröfur en áður var um allan útbúnað og þægindi, - sem nýju skólarnir hafa upp á að bjóða ,og því ekki um annað að ræða, til þess að gömlu skólarnir geti haldið velli, að gera þá sambærilega við nýju skólana, svo að aðsókn að þeim haldist. Jafnframt er svo þess að gæta, að nýju skólarn- ir geta ekki tekið við öllum þeim fjölda húsmæðraefna, er í þá vilja fara. Viðgerðirnar munu taka eitt ár, en ráðgert er að þeim verði lokið, svo að skólarnir geti tekið aftur til starfa haustið 1953. Á Blönduósi verður byggð ný álma. Á grunnhæð verður borðsalur, en á efri hæð íbúð forstöðukonu. Opinberir húsmæðraskólar eru alls 10 á landinu, 3 í kaup- ekíki í vciur. stöðum, Reykjavík, Akureyri og ísafirði, og 7 í sveitum, og svo eru 2 einkaskólar, á Löngu mýri í Skagafirði og í Hvera- gerði í Ölfusi. Barnaskóli Mýrasýslu að komast imdir þak. Vinna við barnaskóla Mýra- sýslu við Stafholtsveggjalaug hefur gengio vel í sumar og var steypuvinnu langt komið fyrir skömmu og fullvíst, að byggingin verður komin undir þak í haust. Þá er talið, að búið verði að leiða hita .-inn í húsið fyrir veturinn. -----» Peir niega ai vísu hlusts, en... Berlín. (A.P.). — Austur- þýzkir kommúnistar mega hlusta á vestrænar útvarps- stöðvar — það er ekki refsi- vert. En hitt er refsivert, ef þeir breiða út „þær lygar, sem þar eru bornar á borð“. Sama gild- ir um lestur vestrænna blaða og dreifingu á fréttum úr þeim, að því er blaðið „Magdeburger Volksstimme“ hermir. Þjóðverjar í Indo-Kína "a »iilliða fyrir Frakka. meginstyrkur útlendingaliersins. Eftir JEAN BARRE. Saigon (AP). — Hávaxinn, Ijóshærður unglingur sat við Iilið fréttaritarans í vörubifreið, sem var a leið frá Saigon til Ðalat. ! Hann var í amerískum ein- Iiennisbúningi og sex hand- sprengjum var stungið í belti b.ans. Hann hélt á handvél- byssu. Þetta var Hans Feder-r spiel, Þjóðverji frá A.-Prúss- landi, 25 ára gamall, fyrrum fallhlífahermaður í þýzka hern- um, núverandi liðsmaður Út- I - ndingahers Frakka, er barðist í Indo-Kína. Bílalestin ók með 40 km. hraða um gil eitt. Voru í henni 41 bifreiðir og 150 m. milli j- eirra, eins og reglur mæla fyr- i’-. Allt í einu heyrast spreng- itigar framundan, bifreiðin á v idan nemur staðar, og um leið fellur við vélbyssuskothríð. ,.Fyrirsát,“ tautar Hans, stekkur ofan úr bílnum og hleypur í áttina til sprenging- r ~na. Liðþjálfinn, sem er fyrir b lnum, bannar honum að fara r hótar honum átta daga varð- haldi, ef hann hlýði ekki, Hans hikar andartak, því að hann hefur aldrei óhlýðnast skipun yfirboðara, en svo hleypur hann áfram. Eftir fjórar eða fimm mínútur heyrast nokkrar sprengingar mnan um vélbyssu- hvellina. Eg taldi sex, og þá linnti skothríðinni. Rétt á eftir birtist Hans aft- ur. Sprengjurnar eru horfnar úr belti hans og liðþjálfinn segir: „Þú færð átta daga varð- hald.“ Glaðlegur liðsforingi kemur einnig hlaupandi og gefur skip- un um, að haldið skuli áfram. Um leið snýr hann sér að Hans, segir honum að hitta sig í Dal- at og heitir honum því, að hans skuli getið í tilkynningu um viðureignina...... Hans Federspiel er einn 12,000 Þjóðverja, sem berjast gegn rauðliðum í Indó-Kína. Þeir áttu flestir heima í lönd- um, sem kommúnistar ráða nú í Evrópu. Liðþjálfinn þekkir þá vel, og hann hrósar þeim á hvert reipi. — „Þeir bregðast aldrei,“ segir hann. Þeir eru meginstyrkur Útlendingahers- ins og gefa hinum fordæmi. Sjór aðeifls í lest Hvals III. Hedið veílasrs til björguisar. Bandarísk tónlistarkona heldur píanótónleika hér. Uiigfrú Jane Carlson leikur í Austurbæjarbíó á föstudag. Hvalur III virðist ekki mik- ið brotinn, þar sem hann Iiggur á strandstaðnum undan Dægru, og verður reynt að ná sltipinu út jafnskjótt og veður leyfir. Vísir átti í morgun tal við Loft Bjarnason, framkvæmda- stjóra Hvals h.f., og tjáði hann blaðinu, að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að dæla sjó úr skipinu, en síðan verð- ur reynt að ná því út með eigin vélarafli. Enginn sjór hefur komizt í vélarúm skipsins, heldur að- eins í lest, og léttir það að sjálfsögðu björgunarstarfið, að aflvélin skuli vera í lagi. Er hafður vélbátur til taks við strandstaðinn, til þess að flytja akkeri Hvals III, þegar reynt verður að losa skipið af grunni. Ógerlegt er að reyna björg- unartilraunir fyrr en veður lægir, en í morgun var norð- vestan hvassviðri og ókleifí að athafna sig á strandstaðnum. Vegna skerja komast stór skip ekki nær strandstaðnum en sem svarar 1 sjómílu,með því að skerjótt er þarna og „ó- hreint“. Loftur Bjarnason, sem var nýkominn frá Hvalfirði, tjáði Vísi í morgun, að í bili væri ekkert hægt að aðhafast í sam- bandi við björgun, annað en að blða þess, að veðrinu slot- aði. -----♦ Gamfa lólkið skemmti sér ve! í Þingvaliaförmni Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda bauð s.l. sunnudag gamla fólkinu á Elliheimilinu Grund og öðrU gömlu fólki í ferð til Þingvalla og í Bolabás. í Valhöll þáði fólkið veiting- ar í boði félagsins og þar skemmtu undir borðum þeir Brynjólfur Jóhannesson leikari, Guðmundur Jónsson söngvari og Fritz Weisshappel píanó- leikari. Var skemmtiatriðunum forkunnar vel tekið. í sambandi við þetta má geta þess, að í Valhöll bættist Jens- ína Jónsdóttir í hópinn, en það var hún sem viltist í berja- mónum hjá Miðdal sl. föstudag. Tók hún þátt í gleðskap gamla fólksins um daginn og skemmti sér ágætlega. Ýmsar sælgætisgerðir í bæn- um gáfu þátttakendum farar- innar ýmiskonar sælgæti, en yfir 30 einstaklingar lánuðu bifreiðar, þ. á m. ráðherrar, borgarstjórinn í Reykjavík og fleiri. Hefur stjórn Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda beðið Vísi að færa bifreiðaeigendum, svo og öllum öðrum, sem á einn eða annan hátt stuðluðu að þessari skemmtiferð gamla fólksins, beztu þakkir. Næstkomandi föstudag eiga | tónlistarvinir von á góðri skemmtun, því að þá ætlar ung, bandarísk listakona, Jane Carl- son píanóleikari, að láta til sín heyra í Austurbæjarbíó. Ungfrú Carlson, sem er af sænsku bergi brotin, er vænt- anleg hingað frá Stokkhólmi, þar sem hún hefur dvalið í sumarleyfi sínu á feðraslóðum. Hún. er fædd í Hartford í Connecticut, en lauk burtfar- arprófi við tónlistarskólann í Dayton í Virginiu. Síðan var henni veittur námsstyrkur við Julliard-skóla í New York, en kennari hennar var Carl Fried- berg, kunnur píanósnillingur. Árið 1947 voru henni veitt Walter W. Naumborg-verðlaun, er þykja mjög eftirsóknarverð, Lífið usn ufsa og þorsk. Mjög hefur verið tregt um þorsk og ufsa á togara fyrir vestan land og austan að und- anförnu. Á Halanum hefur þó komið nótt og nótt, sem nokkuð hefur veiðst af þessum fisktegundum, en líflegra með karfann a dag- inn. Orsök þess, hve lélegar sölur voru í Þýzkalandi seinast, var hve mikið var af karfa, en Þjóð- verjar vilja helzt fá blandaðan fisk, þorsk, ufsa og karfa. Jaín- framt barst mikið að um þær mundir, er þessar sölur áttu sér stað. --- ♦ »■ Mossadegh hefur í hótunum. Krefst skaðabóta a£ Bretnm. Mossadegh hefur lýst yfir, að Brezk-íranska olíufélagið verði að greiða Persíu 49 milljónir sterlingspunda í dollurum, áður en Persía fallist á, að skaða- bótakröfurnar verði lagðar fyr- ir Haagstólinn til úrskurðar. Ennfremur, að félagið fallist á að fá skaðabætur aðeins fyrir vélar og aðrar eignir í Abadan. Nokkur önnur skilyrði setur Mossadegh. Gerði hann grein fyrir þessari afstöðu stjórnar isnnar á þingfundi, og fór fram á, að þingið samþykkti traust á sér. Mossadegh lét í veðri vaka, að ef ekki yrði fallist á skil- yrðin myndi Persía slíta stjórnmálasambandi við Bretland — og ef það skref yrði stigið bæri brezka stjórnin alla ábyrgð á því. en það haust hélt hún fyrstu hljómleika sína og hlaut mikið lof fyrir. Síðan hefur hún verið eftirsóttur píanóleikari í mörg- um borgum Bandaríkjanna, haldið marga hljómleika sem einleikari, en einnig leikið með hljómsveitum, meðal annars með Chicago-symfóníusveit- inni, Connecticut-symfóníu- sveitinni, í Camegie Hall í New York og víðar. Blaðadómar um leik ungfrú Carlsons hafa verið hinir lof- samlegustu, m. a. segir blaðið New York Herald Tribune, að ungfrúnni falli sérstaklega vel að flytja verk Hindemiths. Ungfrú Jane Carlson hefur verið kennari Magnúsar Blön- dals Jóhannessonar,sem er ung- ur og efnilegur Reykvíkingur á listamannsþrautinni, og hef- ur hana fýst að sækja ísland heim. Á hljómleikunum á föstudag mun hún m. a. flytja verk eftir Bach, Beethoven, Hindemith, Rachmaninoff o. fl. Hljómleik- arnir verða kl. 7 á föstudag í Austurbæj arbíó. íbúBarhús reist fyrir forstöBimianninn aö Arnarhoiti. Ákveðið hefur verið að reisa íbúðarhús fyrir forstöðumaim Arnarholtshælisins. Á síðasta bæjarráðsfundi voru lögð fram tilboð um smíði íbúðarhúss í Arnarholti, og var bæjarráði þá heimilað að taka tilboði byggingafélagsins Þórs, sem reyndist lægst. Er hér um vinnutilboð að ræða, en bærinn mun leggja til efnið. Verður þetta steinsteypt hús, 115 fer- metrar að stærð. Til þessa hefur forstöðumað- ur hælisins og fjölskylda hans orðið að búa í hælinu sjálfu, og hefur slíkt fyrirkomulag að sjálfsögðu ekki gefizt vel né talið heppilegt, og þess vegna verður nú reist sérstakt íbúðar- hús fyrir hann og fjölskyldulið hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.