Vísir - 16.09.1952, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 16. september 1932
VÍSIR
wwwomtmaiowKiooooowmta
MARTHA ALBRAWD:
Hún unni honum einum
38
mannlegur. Dökkhærður, en hárið dálítið farið að grána yfir
gagnaugunum. Virðulegnr, góðlegur niaður."
Sim hafði numið staðar. Hún heyrði glöggt þungan andar-
$
drátt hans.
„Hann vissi ekkert um Slada,“ hélt hún áfram — „ekki einu
sinni hið rétta nafn hans, og hann virtist verða hissa, er eg
sagði honum að Slada hefði verið tékkneskur. Hann vissi ekk-
ert heldur um Anton — og er það vel skiljanlegt, en þegar eg
minntist á Red Kruck sem gamlan félaga þinn, gerbeyttist
svipur hans.“
Sim hafði fært sig' nær henni og hún fann á sér, að hann
beið með eftirvæntingu framhaldsins.
„Hann sagði, að árið 1947 — síðla árs, hefði maðvir með þessu
nafni komið á sinn fund. Fliege hafði græðst allvel fé og var
þá á rússneska hemámssvæðinu, og hann lánaði Kruck fé til
þess að koma á stofn lítilli verksmiðju.“
Óþefurinn í byrginu hafði þau áhrif á hana, að henni var
orðið óglatt, og hún færði sig nær glufunni, í von um að þar
væri loftbetra, og settist þar á stein.
„Hvernig er hægt að komast inn á rússneska hernáms-
svæðið?“
„Eg spurði Fliege hins sama, og hann sagði að það væri ger-
legt, eins og allt í Berlín, en við þurfum þess ekki.“
„Hvað lagði hann til?“
„Hann stakk upp á, að við, ég og hann, skrifuðum bréf. í því
segði eg hreinskilnislega frá því, að eg væri unnusta þín og
væri að leita vitnis til að sanna sakleysi þitt. Og ef Kruck svar-
aði þyrftum við ekki að fara í neinar grafgötur Um afstöðu
hans?“
Anne dró djúpt andann.
„Og hann sagði mér, að segja, að Slada væri dauður.“
„Hvers vegna?“
„Nú, hann virtist ætia, að það væri alls ekki útilokað, að
Slada hefði drepið bandaríska hermanninn. Hann virtist undr-
andi yfir því, að þú gætir verið svo hárviss um hver morðið
framdi, þar sem þú varst ekki viðstaddur.“
Sim svaraði engu, svo að Anne hélt áfram:
„Svo bætti hann við nokkrum línum og óskaði eftir, að Kruck
kæmi til sín til þess að ræða viðskipti, svo að hann gæti fengið
leyfi til þess að fara milli hernámssvæðanna."
„Red kemur ef til vill ekki,“ sagði Sim, og komi hann kann
afstaða hans að verða svipuð og Slada. Eða svipuð og' Antons.
Einnig hann kann að óttast Paul.“
„En skilurðu það ekki, að Red þarf ekki að segja annað en að
þú hafir verið veikur — og ekki einu sinni nálægt morðstaðnum
— að Slada hafi framið morðið — og Slada er dauður. Enginn
grunur mundi falla á Paul, ef hann bæri þetta í réttinum.“
„Hann er sniðugur þessi náungi,“ sagði Sim og hló kuldalega.
„Skiptir í rauninni svo miklu máli hver drap Bandaríkja-
manninn, Paul eða Slada. Þú komst til þess að finna vitni, er
sannað gæti sakleysi þitt — en ekki morðingjann.“
Sim var þögull og Anne hélt áfram og talaði hratt og af
allmikilli hugaræsingu:
„Þetta er okkar eina von, Sim, skilurðu það ekki? Eina von
þín og mín. Nú getur aðeins verið um nokkra daga eða ef til vill
klukkustundir að ræða, þar til lögreglan nær í þig — eða hand-
tekur mig'vegna gruns um að hafa hjálpað þér. Þú verður flutt-
ur aftur til Felseck. Slada’er dauður og það er Bandaríkjamað-
urinn líka, en þú ert á lífi. Það eina, sem skiptir máli er að'
sanna, að það varst ekki þú, sem framdir morðið.“
í myrkrinu þreifaði Sim eftir enn einu epli og handlék það,
eins og hann væri að leika sér með bolta. Svo fór hann að slá
því við annað handarbak sitt — Anne heyrði það á hljóðinu.
„Það, sem eg ekki fæ skilið,“ sagði hann eftir nokkra þögn,
„er það, hvers vegna þessi Fliege, sem er okkur alókunnugur,
skyldí láta sig okkur svo miklu varða? Hvers vegna skyldi
hann —? Hvers vegna?“
„Hvers vegna játaðir þú á þig morð, sem þú framdir ekki?
Ó, Sim, hvað er dálítil hjálpsemi í samanburði við það, sem þú
gerðir fyrir vini þína? Fliege varð hrærður, þegar eg sagði hon-
um sögu þína. „Eitt einasta augnablik — eitt einasta skakkt
skref — og líf þitt er glatað,“ sagði hann. Það er til fólk, Sim,
sem er gott í sér og vill hjálpa. Kona Fliege’s dó, þegar hann
var í Rússlandi, en einkasonur hans beið bana af völdum um-
ferðarslyss, þegar bandamenn réðust inn í landið. Hann veit —
skilur — hvað það er að þjást.“
„Red kemur ekki.“
„En hann ætlar að koma. Fliege hefur sýnt mér bréf — hann
sýndi mér bréf frá honum í dag. Hann kemur á morgun.“
„Til þess að hitta Fliege, fráleitt mín vegna?“
„Hann sagði í bréfinu, að hann væri fús til þess að hjálpa
Rodasky, ef nokkur von væri um árangur, en vitanlega yrði
hann að athuga þetta og ræða —“
„Því kom hann þá ekki fyrr fram?“
„Hvernig á eg að vita það, Sim? Kannske óttaðist hann af-
leiðingar þess, að flækjast í málið. Slada var ekki dauður þá.“
„Og nú er vandalaust og áhættulaust, að kenna honum um
morðið.“
Anne lagði hendur sínar að vöngum Sims og reyndi að horfa
í augu hans:
„En við vitum ekki hvort það var fyfir Paul eða Slada, sem
þú varst að sitja í fangelsi ár á ár ofan. Við vitum aðeins, að
þér var sagt þetta. Talaðu við Red. Þú verður að tala við hann.
Kannske hann géti varpað ljósi á eitthvað. Það hlýtur enn að
vera til hugrakkt fólk.“
„Red kunni ekki að hræðast."
„Þú átt að hitta hann í húsi Fliege’s,“ sagði Anne, „eftir að
dimmt er orðið, um kl. 9. Eg kem þar líka. í þetta skipti verð
eg þar.“
Hún lagði miða með heimilisfangi Fliege’s í lófa hans.
„Og ef þetta er gildra?“
„Nei, nei. Fliege mundi aldrei — hann mundi aldrei reyna
neitt slíkt. Það er fjarstæða.“
„Jæja, segjum svo, að Fliege gerði það ekki. En er Red að
treysta? Hann gæti skipt um skoðun eins og Slada?“
„Red veit ekki, að þú kemur. Hann veit aðeins, að hann mun
hitta mig þar fyrir.“
„Eg veit ekki,“ sagði Sim og þurrkaðí af sér svitann. „Við-
horfið hefur breytzt svo óvænt. Eg þori varla að trúa, að horf-
urnar séu eins bjartar og þú segir — einmitt, er öll sund voru
að lokast —“
„Einu sinni sagðirðu við mig,“ að þær stundir kæmu, að mað-
ur yrði blátt áfram að treysta á hamingjuna. Það er engin á-
hætta — og þótt svo væri, mættum við ekki láta neins ófreist-
að. Hvað annað gætirðu gert? Það er ekki urn neina aðra leið
að ræða.“
NÓTTIN ætlaði aldrei að líðá. Engin.skíma að utan barst inn
í byrgi Sims í rústunum. Stundum heyrði hann fótatak nætur-
varðar —■ aðeins endrum og eins—- og stundum ef blásið var í
bílaflautur — í mikilli fjarlægð.
Sim mókti aðeins endrum og eins. Vaknaði alltaf fljótlega og
lá svo lengi vakandi. Hvern stundarfjórðunginn af öðrum lá
hann og horfði út í myrkrið og hugsaði um hvernig' sér mundi
Dulrænat
frásagnir
Hrafnar spa.
Eitt sinn sat eg úti í blóma-
garði og horfði á húsið, sem
var hinumegin götunnar. Sá eg
þá hvar tveir hrafnar flugu í
kross eða frá norðvestri til suð-
austurs. Héldu þeir þessu áfram,
það sem eftir var dagsins, og
þótti mér þetta undarlegt og
hafði orð á því.
„Það er einhver feigur þarna
inni,“ varð mér svarað, og
reyndist það rétt vera, því kon-
an í húsinu dó morguninn eft-
ir kl. 9.
Eva Hjálmarsd.,
Tréft sem grét.
Það var vorið 1948, sem þetta
kom fyrir mig, en eg veit enn
ekki greinilega, hvort það var
heldur draumur eða vaka.
Eg glaðvaknaði kl. 2 að nóttu
og það fór hrollur um mig, því
eg hélt að mér væri að verða
illt, en svo varð þó eigi. En allt
í einu sá eg, eins og brugðið
væri upp kvikmyndatjaldi, og
á því var undurfögur mynd, er
eg þekkti svo vel. Það var út-
sýni, sem manni birtist venju-
lega heima í Stakkahlíð, þegar
staðið var utan við gamla hlóð-
areldhúsið. Og þá sýn þekkti
eg svo mætavel. Brunnhússtíg-
urinn, brunnhúsið gamla, kvía-
bólið, lækjarbalinn og fleiri
hugþekkir staðir, sem mér
standa enn í fersku minni. Allt
í einu veitti eg því athygli, að
lítið lauftré óx á miðjum lækj-
arbalanum, óx það svo hratt, að
eg sá það vaxa. Sá eg að þetta
var eplatré. Þegar það hafði
vaxið í metershæð á að gizka, sá
eg, að það var eitthvað að trénu,
því daggardropar eða tár féllu
af hverjum blaðbroddi. En
einnig sá eg, að tréð skalf, allt
frá rót að toppi, svo tárin féllu
títt til jarðar.
„Þetta er einkennilegt“,
hugsaði eg með sjálfri mér.
„Það vex þrátt fyrir það að það
gráti. Það hlýtur að vera
veikt?“ En mér til mestu undr-
unar, sá eg, að tréð bar blóm,
Si
- TAIIZAW
izsi
Ánægjuhja! hlébarðamannanna
yfír^ því að koma Utengamönnum á
óvart breyttist brátt í skelfingaróp,
er örvadrífan dundi á þá úr öllum
áttum, og þeir féllu unnvörþum.
Hlébarðamennirnir reyndu að leita
sér skjóls, en ekkert.lát yarð á örva-
drífunni, sem dundi yfir þá eins og'
regnskúr. Brátt heyrðist kallað og
skömmu síðar gerðu Utengamenn
enn harðarí hríð, og brátt var farið
að berjast 4 návígi. Hléþarðamenn-
irnir voru :ekki enn búnir að átta
sig fyllilega á því hvað var að ske,
því það var sem Utengamenn spryttu
upp úr jörðinni, en þar eð Hiébarða-
mennirnir voru þrisvar sinnum fleiri
en Utengamenn, þá hófst ákafur bar-
dagi, og um tíma var tvisýnt um
úrslit.