Vísir - 29.12.1952, Blaðsíða 4
4
VtSIB
OAGBLAÐ
Bitstjórar: Kristján GuOiaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm Unur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan tuf.
Yfírvarp og látalæti.
Löndunarbann brezkra 'útvegsmanna á afla íslenzkra fiski-
skipa, brýtur með öllu í bága við gildandi milliríkjasamn-
inga Breta og Islendinga. Hafi mátt færa löndunarbannið í
upphafi einstaklingsframtakinu til skuldar, dylst hinsvegar
engum nú orðið, að bakábyrgðin verður að teljast góð, þar sem
brezk stjórnarvöld geta ekki lengur skotið sér undan ábyrgð-
inni. Brezkra ríkisstjórnin ber ábyrgð á framkvæmd þeirra
samninga,. sem hún eða f-yrirrennarrar hennar hafa gert við
önnur ríki, en hirðuleysi um efndir samninga, eða vanefndir af
ásetningi af hálfu ríkisstjórharinnar, verður ekki fært á skulda-
lista brezkra útvegsmanna, þótt slæmir séu og verstir brezkum
almenningi.
Þar sem sýnt þykir að brezka ríkisstjórnin hefur ekki við
framferði útvegsmannanna að athuga, og hefur það jafnvel að
yfirvarpi að aðferðir þeirra séu fyllilega lögmætar, þótt þær
brjóti í bága við alþjóðlegar samþykktir og millirikjasamn-
inga, er heldur ekki að vænta neinnar leiðréttingar, þótt samn-
ingsbundinn réttur íslenzkra veiðiskipa sé fyrir borð borinn.
Látalæti brezkra ta! anna á alþjóðafundum, þar sem mál þetta
hefur borið á góma, gefur auga leið varðandi þann ásetning
brezku ríkisstjórnarinnar, að bola íslenzkum fiskiskipum frá
brezka markaðinurn, þótt það bitni engu síður á brezkum neyt-
'endum, en íslenzkum útvegsmönnum. Verður því að telja víst,
að leiðrétting fáist ekki og brezku útvegsmennirnir fari sínu
fram enn um skeið.
Að því hefur verið vikið þráfaldlega hér í blaðinu, að í
nieira lagi sé það hæpið, er íslenzkir útvegsmenn og raunar
þjóðin í heild, byggja afkomu sína á sölu ísfisks á brezkum
markaði. Vitað er að brezkir útvegsmenn hafa ávalt haft horn
í síðu íslenzkra keppinauta, þótt aðstaðan til samkeppni hafi
að því leyti verið óhæg, að tollgreiðslur af íslenzkum fiski hafa
verið mjög' verulegar, auk annars kostnaðar, sem hefur verið
íslenzkum veiðiskipum óhagstæðari en brezkum. í lok fyrri
heimsstyrjaldarinnar ætluðu brezkir útvegsmenn að bola ís-
lendingum af markaðinum, en vegna forsjálni og dugnaðar
reynds verzlunarmanns, sem um . langt skeið hefur dvaliö
erlendis, tókst það ekki í það skiptið. Skal sú leiðindajaga
að öðru leyti ekki rakin, en setið höfum við að brezka mark-
aðinum þar til nú.
Því hefur jafnframt verið haldið fram hér í blaðinu, að
allt kapp yrði að leggja á öflun nýrra markaða,' sem og að tekn-
ar yrðu upp nýjar aðferðir við nýtingu fisks, eða a. m. k.
breytt um hlutföll verkunarinnar frá því, sem verið hefur.
Það er hægt að selja mun meiri fisk en gert er, fullverkaðan
hér í' landi, en vel má vera að til þess verði að fórna nokkru
fé og auka frjálsræði í útflutningsverzluninni, sem og skipu-
lagningu hennar víða erlendis. Þótt færustu menn hafi valist
til forystu í þessum málum, má þess vænta að meira megi gera
og neyðin kenni í því efni „naktri konu að spinna“.
Þjóðin öll verður að fylgjast vel með þróun fisksölumál-
anna, með því aö þau varða hana í rauninni miklu meir, en
útvegsmenn, sem lánsfé hafa undir höndum af hennar náð.
Engin ástæða er til að harma viðskiptalokin við Breta, en vinna
hinsvegar að því af fullu kappi, að það tjón verði bætt og ágóði
af útflutninginum aukinn, með aukinni og bættri verkun fisks-
ins hér í landi. Koma þarf fiskinum á markað sem víðast og
forða því að við verðum einu landi háð í því efni öðru frekar.
Yfirvarp og látalæti brezkra talsmanna, sem vilja skjóta sér
undan samningsbundnum skyldum sínum, verður ekki hart
undir tönninni, ef sulturinn sverfur að, en hvort svo verður er
að verulegu leyti undir okkur sjálfuni komið og velviljuðum
þjóðum, sem við eigum skipti við.
Umferðarreglur.
T umferðalögum og lögreglusamþykkt eru ýms ákvæði er
-®- miða að því að auka á öryggi vegfarenda, en þó ekki síst
þeirra, sem akstur ökutækja stunda. Fyrsta skilyrði til ör-
yggis í umíerð, er að ökutækin séu í góðu lagi, en þvinæst
verður að haga akstri svo, að bifreiðastjóri hafi fullt vald yfir
bifreið sinni. Varðar þetta bæði hraða bifreiðar, fjarlægð frá
ökutækjum eða gangandi mönnum og önnur skilyrði til um-
ferðar. Nu um jólin hafa bifreiðaslys verið tíð, einkum vegna
hálku, samíara varúðarskorti. Tíðust eru slysin þar, sem greið-
ust er umferðin, en hinsvegar sjaldnast þar, sem slysahættan
virðist mest. Geí'ur þetta auga leið um orsökina, sem oftast er of
mikill hraði bifreiða og ekjð er í o£ lítilli fjarlægð frá öðrum
faratækjum.
lylánudaginn 29. desember 1952.
Þjóðleikhústð:
SSi
Skugga-Sveinn, frumsmíð
Matthíasar skálds Jochumsson-
ar í leikritagerð, þeklvja allir,
og er óþarft um efni þess að
ræða. Á sinni tíð vakti leikrit-
ið verðskuldaða athygli, var
virðingarverð tilraun og vel séð
af þjóðinni, enda hefir leikritið
verið oftar sýnt á sviði og víð-
ar, en dæmi eru til um annað
íslenzkt ieikrit.
Sýning Þjóðleikhússins tókst
að ýmsu leyti vel að þessu
sinni; hlutverkin eru vel æfð
og hraðinn góður, en Haraldur
Björnsson hefir annazt leik-
stjórnina. Að henni má í raun-
inni ekki annað finna en það,
að val í sum hlutverkin hefir
ekki tekizt svo sem skyldi..
Haraldur Björnsson leikur
sjálfur Sigurð bónda í Dal, vel
og hófsamlega, en dóttur hans,
Ástu, leikur Guðbjorg Þor-
bjarnardóttir. Gerir hún hlut-
verki sínu full skil og syngur
mjög laglega, svo sem vera
þarf. Það verður hinsvegar
ekki sagt um stúdentana Helga
og Grím, sem þeir leika Róbert
Arnfinnsson og Baldvin Hall-
dórsson. Þeir háfa hvorugur
söngrödd, sem að kveður, en í
því sambandi ber þess að gæta,
j að höfundurinn ætlaðist til að
j í þau hlutverk veldust góðir
raddmenn öðrum fremúr, enda
! hefir ávallt verið reynt að stilla
j svo til við fyrri sýningar leik-
ritsins, þótt það hafi gleymzt
að þessu sinni. Um meðferð
þeirra að öðru leyti er ekkert
sérstakt að segja. Hún var
frambærileg, en eiginlega ekk-
ert umfram það. Valdimar
Helgason gerði hlutverki Jóns
sterka góð skil og hæfilega
ýkt, en Grasa-Gudda var prýðj-
lega leikin af Ninu Sveinsdótt-
ur. Sama má segja um son
hennar, Gvend
>v
sem Bessi
Bjarnason lék um flest ágæt-
lega, en nokkuð með öðrum
hætti en tíðkazt hefir. Gervi
hans bar helzt til um of svip
af „klovn“, sem er vafasamt,
með því að þótt Matthías hafi
að þeirrar aldar hætti, ekki
glevmt fíflinu í leiknum, er
Gvendur hans rammíslenzkt
fífl, sem á ekki að bera
,,klovns-gervi“ á sviðinu og
heldur ekki að vera algjör fá-
bjáni, svo sem handaburður
Gvendar bendir til að þessu
sinni. Ykjurnar voru óþarflega
miklar, en að öðru leyti og sem
heild var meðferði'h mjög góð og
athyglisverð. Ævar R. Kvaran
var sannur sýslumaður, svo
sém lögfræðing sæmir, en hann
lék Lárenzíus sýslumann, fas-
mikið og atkvæðasamt yfirvald,
sem einnig vildi láta að sér
kveða og á sín í að hefna. Ágæta
söngrödd hefir Ævar einnig til
brunns að bera, svo sem al-
þjóð er kunnugt, og hélt hann
mjög uppi leiknum, einkum
í „stúdenta-senunum“, sem
ella hefðu v'erið mjög svo lit-
litlar og flatneskjulegar. Þjón-
ustustúlku sýslumanns, Mar-
gréti, leikur Sigrún Magnús-
dóttir,. nokkuð ýkt en í heild
vel, enda hefir Sigrún sannað
að hún kafnar ekki undir hlut-
verki, • þótt stærra væri og
íburðarmeira. Lárus Ingólfs-
son leikur Hróbjart vinnu-
mann ágæta vel, og tekst -þar
að móta í litlu hlutverki, per-
sónu sem gleymist ekki svo
gjarna. Lárus er skopleikari
j ágætur, svo sem hann oft héfir
sýnt og sannað.
Þá eru þao útilegumennirnir
og skal fyrst fremstan telja
Skugga-Svein sem Jón Aðils
lék. Ýmsir leikendur hafa lagt
(mikinn þrótt í það hlutverk
og mikinn hávaða, en ef við
j slíkt er miðað stillir Jón -Aðils
mjög í hóf. Er meðferð hans á
hlutverkinu sú jafnbezta, sem
. eg hefi séð og ekki ýkt að ó-
þörfu, þótt æði sé hún hrjúf á
köflum, svo sem efni standa
til. Gervi Skugga-Sveins er
gott, ef frá er talið að meira
ber á dökka háralitnum en
! hærunum, sem þó er vitnað
til í leikritinu. Rúrik Haralds-
son leikur Harald, en hann er
með sama markinu brenndur
og þeir Róbert og Baldvin, að
engir þeirra hafa fengið ó-
venjulega söngrödd í vöggu-
' gjöf, en á söngnum er leikritið
Gestur Pálsson og Rúrik Haraldsson sem Ögmundur og Haraldur.
♦ BE
Það kom ónotalega við marga,
að síðasta ávaxtasendingin, sem
kom fyrir jól, skyldi seld hærra
verði í smásölu, en fyrri send-
ingar, Hefir mér borizt eftirfar-
andi bréf í sambandi við það
mál: „Mér finnst ástæða til
þess að kvarta yfir því, að
appelsínurnar, sem lcomu með
Arnarfellinu, og' skipað var
upp seinustu daga fyrir jól, svo
hægt væri að koma þeim á
markaðinn fyrir jólin, skyldu
seldar á kr. 2.50 hærra verði
kílóið en appelsínurnar, sem
áður fengust, og var þó víst
engin gæðamunur.
Hækkar
vegna skemmda.
Mér er sagt, að hækkunin
hafi stafað af því, að talsvert
hafi skemmzt við geymsluna
meðan á verkfallinu stóð, og
hafi smásalar ekki treyst sér til
þess að selja. þessa ávexti við
sama verði og fyrri sendingar,
nema annaðhvort kæmi til af-
sláttur frá innílytjendum, eða
kaupin yrðu aðeins miðuð við
óskemmda ávexti. Hvemig svo
sem samningar hafa orðið var
niðurstaðan sú, að neytendur
voru látnir taka á sig tjónið að
einhverju leyti og appelsín-
urnar víðast hvar hækkaðar
upp í kr. 8.50 pr. kg.
Ilver á að
bera tjónið?
Eg veit að möi-gum þótti
þetta ósanngjarnt, og skildu
ekki hvers vegna almenningur
ætti að bera tjónið. En hvar
sem spurst var um þetta í búð-
um var alltaf sama svario, að
appelsínurnar hefðu hækkað í
verði vegna þess hve mikið
væri skemmt. Það var skiljan-
legt að smákaupmenn vilja
ekki taka hálfskemmda kassa
af ávöxtum fyrir sama vei-ð og
óskemmda. En hver ætti þá að
bera tjónið? Ef engar sérstakar
tryggingar eru, þar sem gert er
ráð fyrir slíku tjóni, ætti inn-
flytjandinn auðvitað að taka
það á sg. P. R.“
Dreifa tjóninu.
ér gert. Þg
Engan dóm leggur Bergmál
á þetta mál, en kemur þessu á
framfæri, samkvæmt beiðni.
Mér skilzt, að engar bætur fá-
ist hjá tryggingafélögum vegna
tjóns af völdurn verkfalla, en
ekki réttlátt að innflytjandinn
beri allan skellinn. frekar ætti
að dreifa tjóninu, eins og oft
er gert. Þó mætti bæta því við,
að nokkrir smákaupmenn hafa
ekki hækkað verðið, og munu
sjálfir taka tapið, ef um veru-
legar skemmdir er að ræða í
birgðum þeim, er þeir hafa fest
kaup á. — kr.
Gáta dagsins.
Nr. 329.
Hvert er það furðulegasta
fangahús, sem Drottinn settí
einn sinn fanga í?
Svar við gátu m-. 328:
Skænisbelgur.