Vísir - 17.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 17.01.1953, Blaðsíða 8
LÆKNAR OG LYFJABÚÐIR 6’ qiFSKarap apm PBP ’IHWII LJÓSATÍMI Vanti yður lækni kL 18—8, þá hringið i W1 filf TBBL bifreiða 15,40 til 9,35. Læknavarðstofuna, sími 5030 \w « HFnoBw Flóð er næst í Reykjavík kl. 19,05. Vörður er í Lyfjabúð Iðunnar, sími 7911. • Laugardaginn 17. janúar 1953. övalarheimili aldraðra siómanna: Senn lokið að grafa fyrir grunni aðalbyggingarinnar. Næst }>ar£ íe^fi Fjárkagsráðs til að hefja stejpaiinnn. Áfengissjúklingar í Rvík skipta mörgum hundruðum Hjálparstöð vegna þeirra tók til starfa hér í bænum í fyrradag. Heita má, að lokið sé við að grafa fyrir grunni dvalarheim- Slis aldraðra sjómanna í Laug- arási. Verkið hefir gengið vel, að t>ví er Bjöm Ólafs í Mýrarhús- '.um, formaður byggingarnefnd- ar, tjáði Vísi í gær. Tiltölulega fáir menn hafa rmnið að greftinum, enda eink- uim verið um sprengingar að xæða, og unnið með stórvirkum ■verkfærum. Eftir örfáa daga er lokið við að grafa fyrir aðal- byggingu heimilisins og einu íbúðarhúsi vistmanna, sem verður áfast henni. Næst liggur fyrir að leggja vatnsæð að hinu væntanlega <dvalarheimili, en bæjaryfir- •völdin hafa ekki endanlega á- kveðið, hvemig því skuli hag- að, en sennilega verður þar um 160—170 m. langa vatnsæð að ræða. Þá liggur fyrir að fá'leyfi Ejárhagsráðs til þess að hefj- ast handa um að steypa húsið og gera fokhelt, en Björn Ólafs •telur víst, að það fáist fúslega. Síðan verður verkið boðið út. í byggingarsjóði dvalarheim- ilisins nú eru um 3 millj. kr., en nýlega hafa honum borizt stórgjafir. Er skemmst að minn- ast, að Shell gaf 25 þús. kr. á 25 ára afmæli félagsins á dög- Japanir hefja ferðir yfir Japanir og Þjóðverjar hafa mú báðir stofnað fyrsta flugfé- lag sitt eftir sftíðslokin. Japanir eru þó tasvert á und- an í þessu efni, því að þeir eru þegar komnir svo langt, að þeir aetla að hefja reglubundnar •flugferðir yfir Kyrrahaf til Bandaríkjanna í aprílmánuði. Verður flogið til San Francisco og Los Angeles um eyjarnar IVake og Hawaii. Félagið mun fá amerískar flugvélar til afnota, og í byrjun munu flugmennirnir allir verða amerískir, því að Japanir eiga ■enga flugmenn, sem færir eru um að stjórna flugvélum þeim, er geta komizt svo langa á- fanga og þarna verða flognir. Japanskir flugmenn verða þó teknir í læri, svo að þeir geti tekið við stjórn flugvélanna eins fljótt og kostur er á. Flugfélagið hefir fengið lof- ■orð fyrir tveim fjórhreyfla vél- um af nýjustu gerð frá Dougl- unum, og um áramótin gaf Sölusamband ísl. fiskrafmleið- enda 125 þús. kr. til heimilisins. Ætla að sjá Japön- um fyrir kolum. Sydney (AP). — Ástralíu- menn ætla á næstunni að auka mjög kolaframleiðslu síua og útflutning. Hafa þeir einkum í hyggju að þrefalda kolaframleiðslu við Blair Atholl í Queensland, en þar eru mestu kolalög álfunnar sem skipta hundruðum mill- jóna smálesta. Þar er ársfram- leiðslan 300,000 lestir á ári, en á að verða um milljón lesta eftir tvö ár. Vonast Ástralíu- menn til þess að geta selt Jap- önum alla viðbótina, en þeir flytja inn 6—700 þús. smál. frá austurströnd Bandaríkjanna. ■■♦---- Hertoginn fær fleiri nafnbætur. Elisabet drottning II. í Bret- landi hefur útnefnt eiginmann sinn, hertogann af Edinborg, flotaforingja, marskálk í land- hernum oe flugmarskálk. brátt flug Kyrrahaf. as-verksmiðjunum (sem smíða Skymaster-vélarnar), og verða farnar tvær ferðir fram og aft- ur milli álfanna í viku hverri. Þótt Japanir sé þekktir fyrir að bjóða varning sinn lægra verði en flestar þjóðir, munu fargjöld þeirra þó verða hin sömu og annarra flugfélaga á samsvarandi flugleiðum, þar sem þeir eru skuldbundnir til þess með aðild að alþjóðlega flugráðinu. Verður fargjaldið um það bil 650 dollarar hvora leið yfir hafið. .Japanska flugfélagið er eign einstaklinga, félaga og banka. og hóf það flugferðir innan- lands í Japan fyrir 14 mánuð- um í samvinnu við amerískt félag, en mun hætta því sam- starfi bráðlega og verða „eitt á báti“. Þegar tækifæri verður til, verða teknar upp flugsam- göngur við Bretland suður fyr- ir Asíu. Það á ekki að efla tf! upprefstar í Rússlandi. Kennan, sendiherra Banda- ríkjanna í Moskvn, flutti ræðu í gær í Fíladelfíu, og réð ein- dregið frá að stuðla að því, að íbúar Ráðstjórnarríkjanna gerðu uppreist gegn valdhöf- unum. Kvað hann tilgangslaust að í-eyna slíkt í „lögregluríki". — Hann kvað eiga að heyja bar- áttuna gegn kommúnistum þannig, að semja, ef af því mætti vænta árangurs, en aldrei nema með nægilegt vald að baki sér, til að tryggja að sam- komulag væri haldið. Nauðsyn- legt kvað hann að koma jafnan fram af festu. Veikleikamerki væru kommúnistum hvatning til nýrrar ágengni. (Kennan hefur ekki verið í Moskvu síðan í okt., er ráðstjórnin neitaði að taka við honum aftur sem sendiherra, en hann hafði þá nýlega lýst hömlum á frjáls- ræði erlendra sendimanna í Rússlandi ,og kom sú lýsing ó- þægilega við valdhafana í Kreml). Tvö bílsSys í gær. Síðdegis í gær varð barn fyr- ir strætisvagnl inni í Bústaða- hverfi, en án þess að meirihátt- ar slys hlytist af. Var það fjögra ára gömul telpa, sem lenti utan í strætis- vagni móts við húsið 29 við Hólmgarð. Barst lögreglunni tilkynning um þetta, en er hún kom á staðinn var búið að flytja telpuna heim til hennar. Sam- kvæmt frásögn foreldranna munu meiðsli telpunnar ekki hafa verið alvarleg'. Aftur á móti meiddist kona, Elísabet Jónasdóttr að nafni, allmikið á höfði er hún varð fyrir bíl á mótum Laugavegs og Nóatúns. Hún var flutt á Landspítalann. Bíllinn varð einnig fyrir miklum skemmd- um, er bifreiðarstjórinn snar- beygði bifreiðina upp í steyptan vegg til þess að reyna að forða slysi. Miklar kvartanir bárust til lögreglunnar í gær um snjókast unglinga. Á einum stað var brotinn brunaboði með snjó- og steinkasti og slökkviliðið á þann hátt gabbað. Lisfdagis i i»| óðieiikhúsi imi. í gær var frumsýning á hin- um ísl. listdansi. „Eg bið að heilsa“ í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta atriði efnisskrárinnar voru æfingar nemenda úr list- dansskóla Þjóðleikhússins, með hljómlist eftir Chopin, næst var þáttur úr ballettinum „Þyrni- rósa“, síðan ,,Eg bið að heilsa", ballett í 3 þáttum eftir Erik Ridsted með hljómlist eftir Karl O. Runólfsson. Húsið var þéttskipað og fögn- uðu áhorfendur dansfólkinu ákaft. Áfengisvarnastöð Reykja- víkur tók til starfa í fyrradag, hávaðalaust og án allrar við- hafnar, en með stofnun hennar hefur þessum málum þokað í rétta átt. Þriggja manna nefnd hafði starfað að ýmsum undirbún- ingi í þessu sambandi, og skip- uðu hana þeir Jón Sigurðssön borgarlæknir, Alfreð Gíslason læknir og Gústaf A. Jónasson skrifstofustjóri. Stöðin er til húsa að Tún- götu 5, og starfa þar tveir lækn- ar, þeir Alfreð Gíslason og Kristján Þorvarðsson, svo og frú Vilborg Helgadóttir hjúkr- unarkona. Vísir átti tal við Jón Sig- urðsson borgarlækni í morgun um þenna merka áfanga í á- fengisvarnamálum höfuðstað- arins. Hér er fyllsta þörf fyrir slíka hjálparstöð, sagði borgar- læknir, þar eð örugglega má telja, að áfengissjúklingar í bænum skipti mörgum hundr- uðum. Er hér ekki átt sérstak- lega við þá, sem verst eru farn- Vetrarsökn í undfrbúningf? Einkaskeyti frá AP. — Tokyo í gær. Líkur þykja nú miklar á því, að kommúnistar í Kóreu hyggi á vetrarsókn, og er það einkum talin sönnun þessa, að flutningar hafa farið vaxandi suður um landið síðan fyrir jól. Hafa njósnaflugmenn veitt því athygli, að flutningar með bifreiðum og járnbrautum hafa farið í vöxt upp á síð kastið, og er bað orsök þess, hversu margar árásarferðir risaflugvirki hafa verið lát- in fára síðustu næturnar. — Sóttur í kopta sipp í Hvalfjörð. Fyrir skemmstu kom heli- copter-vél, sem hefir bækistöð í Keflavíkurflugvelli, í góðar 'þarfir. - Svo var mál með vexti, að fregnir bárust að vestan um það, að faðir John Reis, her- manns, sem hafði aðsetur inni í Hvalfirði, væri mjög veikur. Var hermanninum tilkynnt þetta þegar í stað í talstöð, og sagt, að helicopter yrði sendur eftir honum. Lagði flugvélin af stað frá vellinum kl. 13.15 og var komin inn í Hvalfjörð kl. 14, og klukkustundu síðar var. Reis hermaður kominn til Keflavíkui'. Örfáum klukku- stundum síðar var hann kom- inn upp í herfiutning'aflugvél, sem flutti hann vestur um haf að sjúkrabeði föður síns. ir, eða hina svonefndu „róna“, heldur fólk, sem neytir svo mjög áfengis, að því er hætta búin félagslega og heilsufars- lega. Ætlazt er til, að læknar vísi áfengissjúklingum til stöðvarinnar, ennfremur fjöl- skyldur eða stofnanir, sem hafa mjög drykkfelda menn í þjón- ustu sinni. Á stöðinni fá þessir menn síðan þá læknismeðferð, sem bezt þykir henta í hverju tilfelli, en svo er ráð fyrir gert, að stöðin leitist við að liðsinna fólki, sem hefir fótavist og er í vinnu, til þess að sem minnst röskun verði á högum þeirra og atvinnu meðan á lækningu stendur. Annars getur stöðin vísað á sjúkrahúsrúm, ef með þarf. Geta má þess, að slíkar hjálp- arstöðvar fyrir áfengissjúk- linga hafa gefizt mjög vel, þar sem þær hafa verið reyndar, svo sem víða á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. — Síðar mun stöðin verða flutt í hina nýju byggingu Heilsuvemdar- stöðina, sem rís af grunni við Barónsstíg. „Skotfæri" má heita til Akur- eyrar. Samgöngur hafa ekki tor- veldast að ráði eða teppzt nú í éljaganginum, og eru bifreiða- samgöngur svo greiðar í vetur, það af er, að eins dæmi er. í stuttu viðtali, sem blaðið átti við Pétur Guðmundsson hjá Norðurleiðum kom það fyrir í þessum mánuði, að norður- bílunum var ekið keðjuiaust alla leið, nema keðjum var brugðið á sem snöggvast á Öxnadalsheiði. Mun slíkt eins dæmi í janúar. Ferðir norður hafa aldrei fallið niður í vetur, sem er og eins dæmi, og farnar eru 3 ferðir vikulega. Sýnir þetta, hversu tíðin hefur verið jafngóð norðan lands og sunn- an. Bílarnir, sem norður fóru í gær, höfðu „skotfæri“ allt til Öxnadalsheiðar, en færð hefur heldur þyngst þar í éljagangin- um. Komið var til Varmahlið- ar kl. 6 og til Akureyrar í gsérkvöldi. Frh. af 1. síðu. ur þeirra og hávaðann af leik barnanna. Einskis urðu þeir feðgar var- ir, sem benti til þess, að loft- steinn hefði komið til jarðar nærri bænum, en eldhnötturinn fór svo lágt, er þeir sáu haim, að hann virtist fara rétt yfir símalínúna þar hjá. — Karl. ffafa haldið uppi innanlanifsfkigi í 14 mánuði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.