Vísir - 27.01.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 27.01.1953, Blaðsíða 6
e V t S T R Þriðjudasinn 27. janúar 1053. MÉréf: Hugleiðingar um samtíð- ina og mannlega kosti. Það geta stundum verið hin- ir undarlegustu hlutir, sem brjótast um í hugarheimi okk- ar „almúga“-fólksins og okkur gengur svo illa að fá nokkur viðhlítandi svör við. Það er svo margt, sem að okkur berst dag- lega utan úr heiminum, bæði íjær og nær. Endalausar frétt- ir af heita og kalda stríðinu og öðrum stjórnmálum, frásagnir af eldhnöttum og fljúgandi diskum og blessaðar íþrótta- fréttirnar, sem við íslendingar setjum sjálfsagt heimsme1'. í. Tíminn til að hugsa er heldur ekki ýkja mikill, því útvarpíð og blöðin sjá furðanlega fyrir því að fylla upp hverja hugs- anlega eyðu, sem til fellur frá önn dagsins. Það er líka senni- lega nokkuð nauðsynlegt, því það er svo erfitt að troða áróðr- inum upp á þá, sem einhverja sjálfstæða skoðun hafa ennþá. Það getur þó að líkindum lag- ast, þegar sjónvarpið kemur, þó ekki leifi af því fyrir mann með kannske tæplega meðai- greind, að hann sjái nokkurn tíma afgangs fyrir það, án þess stórlega að vanrækja það sem fyrir er. Væntanleg stytting vinnutímans kemur þar þó vonandi til hjálpar, svo við þurfum ekki um alla framtíð að vera án þeirra menningarverð- mæta, sem sú tækni hefur upp á að bjóða. Það er svo dásam- lega eíníalt og þægilegt að geta látið allt renna fram með jöfn- um hraða og þurfa ekkert að leggja til málanna sjálfur, og mega alltaf gahga út frá því sem gefnu, að eitthvað nýtt b ori að innan stundar, til aö fy • ir- byggja óþarfa vangaveltUL vegna þess málefnis, sem í augnablikinu er á dagskrá. Það hefur löpgum verið sagt, að engin regla sé til án undan- tekningar, og er það einnig svo í því máli, sem., að framan .er lýst. Það koma einstöku sinnum fyrir þau atvik, að tn.aðuriim sjálfur verður fyrir einhverii persónulegri reynslu, og verð- ur þá að beita skynsemi sinni eftir því sem efni standa ti.1 og' hún kemst að. Getur það því leitt til eigin vangaveltna, ef næðisstund gefst, þó oft bregð- ist til beggja vona með svörin.: Ástæðan fyrir því, að eg leit- ast nú við að koma þessu á framfæri er ekki sú, gð eg ætix að fara að knýja fram svör við ^ mínum „veltum“, heldur veld- ' ur þar um þessi mannlegi eig- inleiki að, vilja miðla öðfum skoðunum sinum. Það vildi líka 1 svo (vel) til í dag; að uívarps- tækið mitt var - bilað; og þar að auki kom ekki n.ema sumt af dagblöðunum. Hafði eg þvi óvenju mikið næði til, að halla ‘ mér á legubekkinn og láta hug- | ann reika. Bar þá að því sama, ’ sem stundum áð'ur, ■ er gátur , mannlífsins urðu mér ríkastar í huga, og eins' samferðamenn- J irnir í lífinu og þeirra hagir. Maður hittir varla svo mann, að maður geri sér ekki ein- hverjar skoðanir um hann við fyrstu sýn. Sumir eru þannig, að maður laðast strax að þeim og líður vel í nærveru þeirra. Aðrir verka illa á mann og maður er því fegnastur, begar erindið við þá er lokið. Svo c.ru sjálfsögðu ótal stig þarna á milli, bæði hvað eðli og ár.rif snertir. Þá finnst manni, að sumum líði alltaf vel og séu ánægðir. Öðrum líði illa o.s.frv. Þær hugmyndir, sem eg gerði mér um þessi mál sem barn, voru í einföldustu atriðum þær, að eftir því sem maðurinn væri í betri stöðu og þá um leið hefði betri fjárhagslegri afkomu- j möguleika, hlyti honum að öðru jöfnu að líða betur og vera ánægðari. Þessi skoðun mín hefur líka alltaf stuðst við það, hve áberandi eftirsóknar- vert flestum er að komast sem „hæst“ í lífinu, og mér vitan- lega hafa uppeldis- og sálfræð- ingar ekki borið á móti þeim sannindum. Niðurstaðan er því sú: Deili eg stéttum þjóðfélags- ins niður í flokka eftir virðingu og afkomumöguleikum, eru „hærri“ ánægðari og hinír „lægri“ óánægðari. Það ætti því að vera ólíkt eftirsóknarverð- ara að umgangast og eiga við- skipti við hina fyrr nefndu. Eg vil ekki halda því fram, að eg sé orðinn gamall maður,. aðeins um fertugt. Hef því ekki hlotið mikla reynslu af lífinu, en held- ur ekki farið varhlutar af því, að ýms atvik hafí haft áhrif á skoðanir mínar í þessum efnum sem mörgum öðrum. Hefur öft orðið misbrestur á því, að reynslan hafi orðið í fullu sam- ræmi við kenninguna. Og mér er næstum óhætt að segja, að furðu oft hefur hún verið í öf- ugu hlutfalli við hana. Það voru sérstakar ástæður fyrir því, að þankaganguriini beindist í þessa átt í þetta skipt- íð. Það kóm fyrir dálítið atvtk rétt fyrir helgina, sem feilur mér ekki auðveldlega úr hug . og eg finn enga skynsamlega skýringu á. Svo er mál með vexti, að eg var svo óheppinn að eiga smá kröfu í þrotabu eitt hér í bænum. Af viðkom- andi yfirvöldum var auglýsí eftfr hugsanlegum kröfum, og hvar og fyrir hvaða tíma þær áttu að afhendast. Fór eg því á skrifstofuna og þóttist himin höndum tekið hafa, er sá fyrsti, sem eg rakst á, var einmitt rétti maðurinn. Eg spyr hánn mjög hæversklega, eins ög xnt' er lagið, hvort eg sé ekki á réttum stað með slíkt erindt. Hann kvað svo vera og býður mér strax inn til sín. Þá dreg eg upp plaggið, sem var banka- ávísun, sem aldrei reyndist neitt' til fyrir. „Hvað þýðír að koma m.eð þetta svona“, segir maðurinn. „Svona, hvernig“, segi eg. „Það verður að skrifa með því“, segir harín, og er orðinn svo byrstur, að mér fer akki að verða um sel. „Það þar f oara að skrifa með því, hvað þetta sé“. Mér fannst satt að segja, að ávísunin bæri það nokkuð glögglega með sér, hvaC hún var, þar sem hún var stimpluð og uppáskrifuð af bankanum með umsögn uni, að innstæða væri ekki fynr henni. En með því að eg er i eðli mínu mjög hlýðinn yfir- völdum og vildi strax bæta úr þessari yfirsjón, þá bað eg manninn um. pappír, svo að eg gæti skrifað þetta þegar frammi á ganginum. En hvað haldið þið að hafi skeð? „Það er enginn pappír til hér, þér getið' reynt að tala við pað frammi á hinni skrifstofunni.“ Margt getur skeð í okkar skrifstofu- og pappírslandi. Eg hröklaðist fram, því eg hélt að þetta ætlaði að fara að vera eitt hvað alvarlegt. Fann eg þar aðra skrifstofu og annan mann. Kjarkurinn var þó það mikiii eftir, að eg sýndi honum plagg- ið. Hann var ákaflega kurteis og viidi sýnilega greiða götu mína eftir föngum. Og áður en eg komst lengra með erind- ið ráðiagði hann mér að tala við annan mann um þetta. Sagði eg honum þá, að eg hefði verið að tala við hann, svo að það myndi varla bera árang'ur aft- ur fyrr en eg væri búinn að skrifa. Bað eg því manninn.um pappír, sem greiðlega var látinn í té. Þetta hefur valdið mér tals- verðum heilabrotum. Ekki það, að eg sé ekki búinn að ná mér eftir þetta sjálfur, heldur---- hvað er hér á ferðinni? — Mér hefur sjálfum staðið til boða örlítíl hækkun í mannfélags- stiganum, en eg er bara elcki viss . um að eg sé neitt gin- keyptur fyrir henní, ef það skyldi verða til þess að ýta undir mína of vanstilltu skaps- muni, sem mér oftast hefui fundist orsakast af því, hve mér hefur fundist mér ganga hægt að komast áfram í lífinu. 18. janúar 1953. Þ.E. K. B. KNATT- SPYKNU- ÐELD. AÐALFUNDUR verður haldinn í Félags- heimilinu í kvöld, þriðju- daginn 27. janúar, kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfundar- störf. :— Stjörnin. FRJALS- ÍÞRÖTTA- .DEILD í. R. -- Æfing í íþróttahúsi Háskól- ans kl. 10 í kvöld (en ekki á Hálogalandi). ILF U.R A.-D. — Saumafundur í kvöld kl. 8.30. Kaffi, fram- haldssaga o. fl. — Fjölsækið. kWé$£§° kostue9 12' Éfis*. ú MnúnuðL Síwni 1660. ST. ÍÞAKA heldur fund í. kvöld á venjulegum stað og tíma. Mjög áríðandi að félag- ar mæti. — Æ. t. TAPAZT hefur ungur köttur, blágrár, með hvítar lappir og bringu. Laufásveg’ 58. Sími 6074. (465 WATERMANNS-penni, merktur, hefur tapast. Uppl. í síma 5221. (474 BÍLSKÚR. Vellýstur og upphitaður bilskúr til leigu eða sölu. Mætti nota fyrir hreinlegan iðnað. Uppl. kl. 7-—8 í kvöld í síma 3.468. — AÐFARANÓTT sl. laug- ardags 24. þ. m. kl. 2—2.30 tapaðjst peningaveski í fólksbíl, sem ók með mann innst að Laugavegi inn í Vogahverfi. Skilist á lög- reglustöðina gegn fundar- launum. (463 HERBERGI til leigu fyrir reglusaman einhleypan karl- mann frá 1. febrúar. Uppl. í Drápuhlíð 39, uppi. (470 HERBERGI til leigu. — Laugaveg 161, niðri. (461 ÓDÝR svefnsófi: til sölu í Stórholti 24, austurenda. —■ Uppl. í síma 80610. (458 ANNAST skattaframtal. Viðtalstími kl. 5—7 daglega. Sími 81414. Pétur Lárusson, Eskihlíð 15. (457 2 AMERÍSKIR beddar, nýjar yfirbreiðslur til sölu ódýrt. Hverfisgötu 115. (462 RÁÐSKONUSTAÐA. — Kona með barn óskar eftir ráðskonustöðu hjá einum manni. Tilboð, merkt: „411“ sendist blaðinu fyrir föátu- dagskvöld. (460 ENSKUR barnavagn á háum hjólum til sölu. Ný- lendugötu 7. Sími 81123.— (459 BARNARÚM. Gott eikar barnarúm með dýnu til sölu. Verð 200 kr. Skólavörðustíg' 17 A, 2. hæð. (472 SNÍÐ UPP úr gömlu, vendi og gjöri við allskonar fatnað. Árdís, Hverfisgötu 16 A, efstu hæð. (473 TIL SÖLU skíði ásamt stálstöfum; einnig skautar á skóm nr. 38. Uppl. á Berg- staðastræti 6 B. (469 STÚLKA óskast til hús- starfa. Herbergi. Uppl. Leifs- götu 4. (466 STÚLKA utan af landi óskar eftir góðri vist allan daginn. Uppl. í síma 80874. TIL SÖLU ný kvenskiði, nýir kvenskautar með skóm, og gítar. Uppl. Hverfisgotu 58A. (464 KÚNSTSTOPP. — Kúnst- stoppum dömu-, herra- og drengjafatnað. Austurstræti 14, úppi. DÍVANAR, allar stærðir, fyrirliggjandi. Húsgagna- verksmiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. (394 ÚR OG KLUKKUR. Við- gerðir á úrum og klukkum. Jón Sigmundsson, skart- gripaverzlun, Laugavegi 8. (150 HÚSMÆÐUR: Þegar þér kaupið lyftiduft frá oss, þá eruð þér ekki einungL að efla íslenzkan iðnað, heldur einnig að tryggja yður ör- uggan árangur af fyrirhöfn yðar. Notið því ávallt „Chemiu lyftiduft", það ó- dýrasta og. bezta. —■ Faist í hverri búð. Chemia h.f. — FATA YIDGERÐÍN, Laugavegi 72. Allskonar við- gerðir. Saumum, breytum. kúnststoppum. Sími 5187, (121 ELDHÚSINNRÉTTING- AR. Viðgerðir innan og ut- anhúss. Hef vélar. .— Get skaffað efni. — Verkstæðið, Laugarnesveg 77. Heimasími 6236. (435 SAMÚÐARKORT Slysa- varnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysavarna- sveitum um land allt. — í Reykjavík afgreidd í síraa 4897. (364 SKÍÐASLEÐA-viðgerðir. — Verkstæðið, Laugarnes- KAUPUM flöskur. Sækj- um. Sími 80818. (400 veg 77. Heimasími 6236. (434 KJÓLAR fyrir afgreiðslu- stúlkur, svartir og dökkbláir, verð frá kr. 400. Einnig hvít- ar strengsvuntur og hvítir kappar. — Saumastofan Uppsölum, Aðalstræti 16. — Sími 2744. (200 Dr. juris HAFÞÖR GUÐ- MUNDSSON, málaflutnings- skrifstofa og lögfræðileg að- stoð. Laugavegi 27. — Sími 7601. (95 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐHt á raflögniím. Gerum viö straujárn og önnur heimilistæki. Rafteekjavcrzlunin Ljós og Hiti li.f., Laugavegi 79. — Sími 5184. SPEGLAR. Nýkomið gött úrval a£ slípuðum speglum, innrömmuðum speglum og speglagleri. Rammagerðin Ii.f.Hafnarstræti 17.' (252 PLÖTUR á grafreiti. Út- vegum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstig ; 26 (kjallara). — Sími 6126. . KAUPUM vel með farin karlmannaföt, saumavélar o. fl, Verzlunin, Grettisgötu 21. Sími 3562, (465 FATAVIÐGERÐIN, Ing- ólfsstræti 6, annast allar fataviðgeTðir. — Simi 6289.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.