Vísir - 05.02.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 05.02.1953, Blaðsíða 7
Fimmtúdaginn 5. febrúar 1953 ■■■^■.■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■bm ■(■■■■■■■••(•amnitn THSklAS B. CðSTAIN: Ei má sköpum renna. 95 inn var svo mikill, aS Frank furðaði sig á því, að lögreglan skyldi ekki koma og knýja dyra. La Bellilote kom til Gabrielle og bað hana titrandi röddu að fyrirgefa sér. „Þér hafið sýnt, greifafrú, að sál Frakklands lifir. Við gort- um af framkomu okkar á vígvöllunum. Þér eruð djörfust okkar allra, greifafrú.“ Nú var borið inn mikið af góðum mat og vínföngum og not- uðu hinir hálfsoltnu Bonapartesinnar sér það og var brátt mikil gleði ríkjandi. Bruce notaði tækifærið og bað þá afsaka sig um stund, því að hann þyrfti að ræða mikilvægt mál við þessa þrjá vini sína, eins og hann orðaði það og átti við Gabrielle, Frank og Sir Róbert. Við sláumst aftur í lag með ykkur innan stundar.“ Bruce leiddi þá inn í lítið herbergi, en þar sat kona föl og fáleg fyrir framan arininn. Þótt eldur logaði á arninum vafði hún skikkju þétt að sér, eins og henni væri hrollkalt. „Eg bið yður afsökunar, kæra frú, að eg hefi látið yður bíða. Leyfið mér að kynna hér tvo enska vini mína, Sir Robert Wilson og herra Francis Ellery. Þetta er greifafrú Lavalett." Frank leit með aukinni athygli á konu hins ógæfusama Bona- partesinna. Eftir útliti hennar að dæma virtist hún ekki heilsu- hraust. Hún kinkaði kolli til hvers um sig, er inn hafði komið og brosti mjög hlýlega til Gabrielle: „Eg hefi heyrt hvað þér gerðuð, væna mín. Þér komuð fram af miklu hugrekki. Guð gefi, að það verði okkur til góðs.“ Bruce dró stól að arninum handa hinum gestunum. „Hafið þér nokkrar góðar fréttir að færa okkur?“ sagði Bruce við hana. „Nei,“ sagði hún og bar vasaklút sem snöggvast að augum sér. „Engar. Eg sá Hans Hátign konunginn. Hann gaf mér enga von um sakaruppgjöf. Eg hefi margreynt að ná fundi Welling- tons og Rússakeisara, en þeir neituðu að veita mér áheyrn. Eg er smeyk um, að það sé ekki meira, sem eg get gert.“ Eftir langa þögn sagði Bruce: „Greifafrúin þarfnast mjög góðra ráða í hinum miklu erfið- leikum sínum. Og hún er hjálpar þurfi. Hafið þér nokkrar til- lögur fram að bei’a, Wilson?“ Wilson hafði horft á greifafrúna af mikilli samúð. Er Bruce þannig hafði snúið sér beint til hans mæltá hann: „Eg er smeykur um, að eg þekki ekki nógu vel neina valda- menn til þess að geta komið nokkru til leiðar.“ „Eg hefi talað við alla,“ sagði greifafrúin í örvæntingu sinni. „Hertogafrú d’Angouleme, Ricjilieu, Talleyrand — jafnvel Fouche. Það kom ekki að neinu gagni. Þeir vildu ekki hlusta 'á mig. Þeir eru búnir að skapa sér skoðun.“ „Eg harma það,“ sagði Wilson, „að eg er ekki innundir hjá Wellington og gagnslaust fyrir mig að reyna að beita áhrifum mínum þar, en það mundi muna um liðveizlu hans. Hann gæti bjargað eiginmanni yðar, ef hann fengist til þess að skipta sér af málinu, en þess er vart að vænta, að hann fáist til þess að gera slíkt, — fyrir því væri nefnilega ekki fordæmi. „Eiginmaður minn,“ sagði greifafrúin og viknaði lítið eitt, ,,hefir sætt sig við örlög sín. Hann hefir beðið mig að aðhafast ekki neitt frekara." VISIR %. vvwvwwwvwwwww ItfWWWWWWWWWWWl Dulrænav Leturlindinn. Þegar hjónin Ríkarður og Guðrún, foreldrar Þórúlfs, sem síðar bjó í Húsey í Múlasýslu, bjuggu að Galtastöðum fram í Hróarstungu, var það dag einn á engjaslætti, að þau voru þar tvö ein við heyskap hjá tjörn eða vatni, sem er þar niður frá bænum. Þegar Guðrún var ný- komin, vildi hún herða sig við raksturinn, því að slægja hafði safnazt fyrir. En þá verður hún fyrir afar sterkum áhrifum, því líkast ,sem aðsókn væri, en sterkari en hún áður hafði orð- „En það sættið þér yður ekki við?“ „Nei, nei. Eg verð að halda áfram, gera það sem eg get.“ Gabrielle sagði allt í einu með miklum ákafa: „Það verður að knýja konunginn til aðgerða í málinu. Verði fundir haldnir um málið um allt Frakkland verður hann að beygja sig.“ „Eg er þeirrar skoðunar, að franska þjóðin hugsi aðeins um eitt og vilji ekkert annað: frið,“ sagði Wilson. „Það yrði ekki hægt að vekja almennan áhuga. Ríkisstjórnin gæti og notað sér það til þess að koma fram af enn meiri harðneskju en áður.“ „Eigum við þá að sitja sem fastast og halda að okkur hönd- um?“ Frank horfði á Sir Róbert Wilson. Hann var orðinn all-óeir- inn, en virtist ekki vilja leggja orð í belg frekara. „Verður konungsfjölskyldan enn að geta farið sínu fram?“ „Það gæti alltaf komið til mála að undirbúa flótta,“ sagði Wilson allt í einu. „En það væri mikið undir greifanum sjálf- um komið hvort það gæti heppnazt. Og enn meira undir því hversu ákveðin kona hans yrði.“ Um leið og hann sagði þetta leit hann á greifafrúna. „Eg mundi gera það, sem af mér væri krafizt.“ „Mér hefir skilizt, að fanga hafi aldrei tekizt að flýja úr fangelsinu, sem Lavalette er i, að minnsta kosti ekki á síðari árum. Þetta fangelsi virðist vera sambærilegt við Tower í Lon- don. Hver er yðar skoðun, Bruce?“ „Það segir sig sjálf, að ekki er hægt að flýja úr Tower. Það'ið fyrir. enda syfjaði hana aldi- hefir enginn gert.“ j ei um Það leyti dags. Hún seg- Wilson brosti. Iir Rikarði fra Þessu, og kveðst „Hve skammt vér munum aftur í tímann. Skyldu vera 20 kií°fa að ie6£Ía si6 fyrir* Hann menn í öllu Englandi, sem muna, að fangi hefir flúið úr Tower? f se§ir henni að geia það, slægj- Og það er ekki Svo ýkja langt síðan þetta gerðist — aðeins ein an muni eiSi standa lengi fyrir öld. En flóttinn var vel skipulagður og það var kona mannsins, sem skipulagði flóttann.“ „Segið 'okkur frá því,“ sagði Gabrielle snögglega. „Þetta gerðist 1715, þegar allmargir skozkir aðalsmenn voru handteknir og hálshöggnir. Kona eins þeirra hafði ekki skap í sér til þess að sitja auðum höndum. Þetta var kona fremur veikbyggð en fögur. Rauðhærða greifafrúin var hún kölluð jafnan síðan. Annars var nafn hennar Winnifred, greifa- frú af Nithisdale. Það er lítið mannlegt af okkur að hafa gleymt afreki þessarar konu.“ „Gerið svo vel að segja okkur alla söguna.“ Aftur var það Gabrielle, sem fram í greip. „Það er löng saga, en það er hægt að segja hana í stuttu máli. Hún smyglaði kvenklæðum inn í klefa hans. Allmargar ræst- ingarkonur veittu aðstoð sína, en enginn karlmaður. Og Nithis- dale lávarður gekk rólega út úr Tower. Og hann náðist aldrei. Hann flýði til meginlandsins' og mér þykir leitt að segja, að þar lifði hann í fátækt og basli með konu sinni það, sem hann átti eftir ólifað.“ „Sorgleg, en áhrifamikil saga. Og eg er viss um, að þér hafið sagt okkur hana í ákveðnum tilgangi, Sir Róbert." Augu Gabrielle ljómuðu. Wilson varð ygldur á svip og það var eins og hann ætti erfitt með að sitja kyrr. „Ef til vill. Það mætti að minnsta kosti reyna það. Mér skilst að greifafrúin sé eina manneskjan, sem fær að koma til hans. Eg tek það fram, að eg ætlast ekki til neins af henni svipað því, sem lafði Nithsdale gerði —“ „Hún yrði að minnsta kosti að fá mikla hjálp,“ greip Gabri- elle enn fram í. „Talsvert mikla hjálp,“ sagði Wilson. „Og allt — hvert smá- atriði yrði að vera vandlega undirbúið og framkvæmt. Vagn yrði að bíða við fangelsishliðið, eða burðarstóll, sem væri enn betra, og vagn í nokkurri fjarlægð. Ef til vill væri rétt að leigja 2—3 vag'na til þess að villa mönnum sýn, ef eftirför yrði veitt. Og eitthvað yrði að gera til þess að beina athygli varðmannanna við hliðið frá þessu.“ „Eg veit ekki hvernig þið ætlið að fara að þessu,“ sagði greifa- frúin loks, „en það eitt get eg sagt, að eg er reiðubúin til hvers sem vera skal. Segið mér til hvers er ætlast af mér. En hér henni. Guðrún hafði fáséðan leturlinda um mitti sér. Hún leggst nú fyrir, en sprettir þó eigi lindanum. Steinsofnar hún þegar, en hrekkur upp jafn- harðan við það, að lindanum er sprett af henni, af ósýnileg- um höndum, og sá hún lindann aldrei síðan. Hún snarast á fæt- ur undrandi, en þar var eng- inn maður nærri nema maður hennar. Það sögðu þau bæði hjónin, að enginn sýnilegur mað ur hefði getað komizt þar að Guðrúnu, svo að hann að minnsta kosti hefði eigi orðið hans var. Þau hjón voru ráð- vönd og vel virð. (Eftir sögn margra, um 1900. Þjs.SS.). Fjársöfnun vegna bág- statts fólks á flóða- svæiunum. Rauði kross íslands hefur á- kveðið að liefja fjársöfnmi um land allt til lijálpar fólki, sem harðast hefur orðið úti á flóða- svæðunum. í gær var skotið á fundi hjá stjórn RKÍ og þar tekin sú á- kvörðun, að safna fé handa bág- stöddu fólki í Bretlandi og Hol- landi, og hefja fjársöfnunina þegar í dag. Gjöfum og fram- lögum verður veitt móttaka í skrifstofu Rauða kross íslands. (£. &tirnu$hA. - TARZAPy - BM Daginn •eftir liomu fjórir verðir til þú hafir komið hiiígað.tjl aðdre.pa: þar sem þrar hörkulegir !menn !?áiu . jniðíið. ÍHonum 'til' hægr'i Erot, uppá- dýflissunnar og spurðu eftir Tárzan. drottninguna.“ við langborð. hald drottningar, én hinn var Gem- Einn varðanna sagði: „Sagt er, að Þeir voru nú leiddir í sal mikinn, Tomos, ráðgjafi drottningar, var í not.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.