Vísir - 05.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 05.03.1953, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Fimmtudaginn 5. marz 1953 WlSIR DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skriístofur Ingólfsstræti 3. . Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Þáttaskipti í Rússiandi. T-|egar þetta er ritað,, hefur ekki verið tilkynnt um dauða -*■ Stalins, en með honum munu verða þáttaskipti í sögu kommúnismans í Rússlandi og sennilega víða um heim. Þar sem Stalin hefur verið einvaldur Rússlands um aldarfjórðungs skeið, hlýtur dauði hans að hafa þar talsverð áhrif á æðstu stöðum — svo að ekki sé tekið dýpra í árinni — og þar sem hann hefur jafnframt verið einvaldur yfir hugum fjölda manna um heim allan — þeirra, sem verið hafa undirgefnastir Moskvuvaldinu — fer ekki hjá því, að hvarf hans af sviði heimsmálanna segi til sín um langa framtíð. Það hefur verið sagt, að byltingar verði sjálfar afkvæmum sínum að bana, og mun þar átt við það, sem þeir, sem hæst rísi á tímum byltinga, falli um síðir á verkum sínum. Um Stalín verður ekki annað sagt, en að hann hafi gert það, sem í hans valdi stendur til þess að láta þetta verða að áhrínsorðum að því er snertir byltinguna í Rússlandi, því að með blessun hans hafa allir helztu forsprakkar rússnesku byltingarinnar, gömlu bolsivikarnir, er börðust við hlið Lenins, áður en stjarna Stalíns var farin að hækka verulega, horfið undir græna torfu. Helzti keppinautur hans um hásæti Lenins, Trotsky, var hrak- inn úr landi og myrtur í Mexíkó á stríðsárunum, og blandast mönnum ekki hugur um það, hver hafi raunverulega stýrt hendi morðingjans, er hjó hann banahöggið. í einræðisríkjum, þar sem líf allra annarra en sjálfs ein- valdans er einkis virði, ef þörf er fórna, hlýtur svo að fara, að haráttan um völdin sé hörð og miskunarlaus. Hver, sem náð getur tali af einvaldanum, reynir að koma sér í mjúkinn hjá honum, verða mestur gæðingur hans, bæði til þess að tryggja sér lengri lífsdaga, svo og til þess að geta fyrr eða síðar komið þeim fyrir kattarnef, sem honum eru ekki að skapi að ein- hverju leyti. Slík barátta hefur átt sér í stað í Rússlandi, hvort sem hún stendur enn eða hefur þegar verið á enda kljáð. Um það verður ekkert sagt á þessu stigi málsins, en hitt liggur í augum uppi, að þótt hausar hafi fokið á undanförnum árum í Rússlandi, eiga aðrir hausar eftir að fjúka þar í landi á komandi tímum — meðan þar verður einveldi og harðstjórn. I>ar telur hver maður það sína beztu líftryggingu, að hann hafi gert sem flesta vini sína og samstarfsmenn höfðinu styttri. Óhætt mun að gera ráð fyrir, að einvaldaskipti í Rússlandi, hvort sem þau hafa þegar átt sér stað, er þetta er skrifað — en það má ætla, þar sem Stalín kemst vart til heilsu aftur, sé hann ekki látinn — munu ekki valda neinni stjórbreytingu á högum rússneskar alþýðu. Hún er þegar í slíkum fjötrum, að vart verður á þeim hert. Spurningin er hinsvegar sú — hver verða áhrifin utan endamarka Rússlands sjálfs, austan járn- tjaldsins sem vestan? Um það verður ekki villzt, hvert er lokatakmark rússneskra kommúnista — heimsyfirráð, en hitt er óvíst, hver ráð arftaki Stalíns muni telja heppilegust til að koma áformum sínum um þau í frarókvæmd. Telur hann, að undirróður og moldvörpustarfsemi á öllum sviðum muni bera réttan ávöxt, eða telur hann, að markinu verði ekki náð nema með því að láta vopnin tala? Það er sú spurning, sem heiminn varðar mestu þessa dagana, þegar fyrirsjáanlegt er, að hús- bóndaskipti eru að verða í Kreml. RíkisábyrgB til togarakaupa. ■T|agur á Akureyri hefur fundið hvöt hjá sér til þess; að slíta nokkrar setningar úr Vísi þ. 20 febrúar sl. úr samhengi, til þess að sanna fjandskap Sjálfstæðismanna að því er varðar xíkisábyrgð til togarakaupa fyrir ýmis kauptún úti um land. Segir blaðið síðan í áframhaldi af tilyitnuninni, að Sjálfstæð- ismönnum hafi fyrst og fremst gengið það til að koma í veg 'fyrir, að togarar flyttust úr Reykjavík. Það er öllum kunnugt, sem sjá Dag, þótt ekki sé nema rmeð höppum og glöppum, að uppistaðan í stefnu þess blaðs er íjandskapur við Reykjavík. Þess vegna er ekki óvenjulegt, að aðstandendur blaðsins hugsi til þess að nokkurri gleði, að hægt væri að gera Reykjavík eitthvað til bölvunar. En vegna þess, að blaðið hleypur yfir aðalatriðið í grein Vísis, þá skal það enturtekið: Togaraútgerð yrði fátækum bæjarfélögum ofviða, «f eitthvað bæri út af, og ríkið mundi þurfa að borga brús- ann. Vísir skorar hér með á Dag að skýra einnig frá þessu —• og blaðið ætti að geta bætt því við frá eigin brjósti, að slíkir togarar gætu lent undir hamrinum, ag farið til annara staða. Hvar væri hagnaðurinn þá? . Er listateiknari, þótt lömuð sé. Viiinutr fyrir sér með |»ví að teikaia á krisialsirtiini. Ung kona í Bandaríkjunum hefir með snilldar liandbragði unnið sér sess í heimi Íistar- innar. Með brosi reynir hún að leyna því, að hún er næst- um algerlega máttlaus. Gencie Bell Cox er þrítug að aldri og hún starfar ekki að- eins til að losna úr þeim viðj- um, sem lífið hefir á hana lagt. Hún situr við teikniþorðið 6 daga vikunnar og hefir af því góða atvinnu. Sjöunda daginn hvílist hún. Sérkennileg vöðvalömun þjáir hana og varð hún farlama er hún var níu ára að aldri. Það verður að hjálpa Gencie til þess að setjast við teikni- borðið og hún verður að gæta vel að sér til þess að halda jafnvægi í stól sínum. En þeg- ar hún er byrjuð að teikna er hönd hennar bæði viss og lipur og hún töfrar fram á pappír- inn svipmiklar, sögulegar kirkjur og fagurt landslag, sem SÍðar er dregið á málmþynnur. Agætur listamaður. Ef pappírinn fer úr skorðum eða ritblýið fellur úr hendi hennar, verður hún að kalla á foreldra sina til að kippa því í lag. En þrátt fyrir það að hún er svona fötluð telur vinnu- veitandi hennar „að hún sé sá bezti postulínsteiknari, sem hann hafi nokkurn tíma þekkt“. Vinnustofur Atlas-kristallls- gerðarinnar eru heimskunnar og forstjóri hennar — Snyder að nafni — segir að starf Gen- cie fyrir þessa stofnun sé í öllu frábært. Myndir af byggingum og hlutum eru henni sendar og gerir hún af þeim blýantsteikn- ingar og sendir þær svo krist- allsgerðinni. Þegar á þær hefir verið fallizt, eru þær sendar henni og gerir hún þá af þeim pennateiknmgar. Af pennateikningunum eru svo gerð myndamót eða þær not-' aðar á annan hátt. Gertcie á heima á nokkuð af- skekktu bændabýli ásamt for- eldrum sinum, bróður og frændkonu. í fyrstu kenndi hún sér sjálf að teikna, en komst síðar í samband við teikniskóla, sem kenndi bréflega. Faðir hennar varð þá að selja múl- asna sem hann átti til að greiða kennslulaun. Starf Gencie hófst fyrir al- vöru með því að hún tók þátt í alþjóðakeppni um götuaug- lýsingu, sem Latham stofnun- in efndi tii. Var auglýsinga- teikning hennar tekin gild og er stöðugt notuð í Minneapolis, New York og á vesturströnd Bandaríkjanna. Vonbrigði í fyrstu. | Gencie fann sjálf til þess, hvernig ástatt var fyrir henni og langaði mjög til þess að sjá 1 sér farborða af eigin ramleik. 1 Hún leitaði því til Ernests Gullett, sem er ráðgjafi í vanda- ' málum þeirra, sem eru að reyna að rísa á legg eftir áföll eða alvarleg veikindi. Gullett hvatti Snyder til þess að sjá hvað Genzie gæti. | Hún s.endi teikningu ,en henni var hafnað. En henni kom ekki til hug- Framh. á 7. síðu. Symfoníufónieikarnir. Á efnisskránni á þriðjudags- kvqld var Luadún^sinfqnía,' Haydns, Leónóruforleikurinn þriðji og fyrsti píanókonsertinn eftir Tsjaíkovskí. með einleik Rögnvalds Sigurjónssonar, Róbert Ottósson sýndi styrk og fimi í stjórn hinnar inndælu og elskulegu Haydn-sinfóníu og greiddi fagurlega úr samleik stefjanna, ekki sízt í hinum glæsilega lokaþætti. Lqónóru- forleik Beethovens gerði hljóm- sveitin glögg skil, svo að þessi fegursti af fjórum forleikjum, sem meistarinn samdi við sína einu óperu, ljómaði í Öllu sinu andríki og dirfsku. Mesta athygli vakti þó ein- leikur Rögnvalds og samleikur við hljómsveitina. B-moll píanókonsert Tsjaikovskís get- ur að vísu læplega talizt með veigamestu verkum . fransk- rússneska snillingsins,. enda þó hann sé nú orðið einna bezt auglýstur i—^því yeldur- Hqlly- wood og jazzinn. Verkið er tekhiskt mjög erfitt og samið af mikilli leikni, en óvíða gætir þar þeirra innri átaka og þess Ijúfsára unaðar, sem tónskáld- ið eink.enná í síð.afi verkum. '— Að g'ieymdum nokkrum óstyrk í byrjun og nokkru ósamræmi milli einleikshljóðfærisins (sem: er ekki góður gripur) og hljóm- sveitarinnar, náði Rögnvaldur brátt föstum tökum og fullu samræmi. Tókst: honum flutn- ingurinn mjög vel, enda gei’ir verkið mestar kröfur til þeirra eiginleika, sem eru Rögnvalds mestukostir: nákvæmni (presi- ;Sjón) og' afburða tækni. Þáttur hljómsveitarinnar var hér hinn lofsverðasti, og var það ekki, hennar sök, þó að á stundum: yrði lítið úr fyrstu fiðlu sakir óheppilegri uppstillingar, þar sem píanóvængurinn „skyggði; á“ fiðluleikarana. Var öllum að: lokum fagnað innilega, hljóm- sveitarst., konsertmeistara og; hljómsjveit og, síðast en ekki sízt, ejpleikará, ímeð; miin meiri hrifningu en títt er á sinfóníu-, tónleikum, . B. G. N ú er helzt rætt um það manna á meðal, hvort samningar niimi takast við umboðsmann brezks aiiðmanns, sem sagður er hafa gert islenzkum togaraeigendum tilboð um að kaupa af þeim fislc, og sjá um löndun hans í liret- landi. Hefur um þetta yerið rætt i brezkuin blöðum, en engin a- reiðanleg vitneskja liggur fyrír um, hvernig tilboðið er, eða hvört takast megi á þenna hátt :tð k,oma islenzkum fiski aftur á markað á Bretlandseyjum. Brezk- ir togaraeigendur, sem fastast standa með löndunarbanninu á íslenzkum fiski, sæta nú mikiili gagnrýni af ýmsum aðilum i heimalandi sínu. Umríeður tíðar í þinginu. Hefur margoft verið komið inn á löndiinarbannið í neðri mál- stofu brezka þingsins, og hafa ráðherrar þrezku stjórnarinnar átt fullt i fangi með að bera af sér harðar árásir einstakra þing- manria, sem bent hafa á, hve riiik- ið óhagræði Öllum almenningi á Bretlandseyjum sé gert með lönd- unarbanninu. Utanríkisráðuneyt- ið islenzka hefur lítið lagt til málanna á opinberum vettvangi, og engar nýjar tilkynningar hafa borizt frá því um efni og orða- lag. síðustu orðsendingar brezku stjórnarinnar. En almenniugi leikur forvitni á því að niega fylgjast með þessu máli. Spjöll á skrúðgörðum. Það er sorglegt til þess að vita, hve erfiðlega ætlar að ganga að kenna æskufólki að virða þá við- lcitni bæjaryfirvaldanua að prýða þenna bæ. Hljómskólagarð- urinn við Tjörnina hefur lengi verið griðastaður ungra sem gamalla, á fögrum sólslcinsdög- um, en þangað háfa legið leiðir margra eftir vinnu, til þess að njótá sóíar og kyrrðar. Trjá- gróðtir þar hefur átt mjög erf- itt uppdráttar, og það er því mjög leitt til þess að vita, að hann skuli ekki látinn í friði. Skólabörn gð verki. „ Það er nauðsynlegt að kennar- ar í barnaslcólum og reyndar öli- um skólum brýni það óspart fyr- ir nemendum sinum að ganga ætíð vel og snyrtilega um slíka friðaða reiti og skrúðgarða þessa bæjar, þegar þeir leggja lcið sína þangað, Þeir eru sannarlega ekki of margir gróðurblettiruir i Reykjavik. En einmilt vegna þess að mikilli vinnu og miklu fé hef- ur á undanförnum árum verið yarið til að hlua að görðunum í bænum, er frckari ástæða til þess að þola ekki að óvaninn æsku- lýður spilli þar öllu. Urnferð um Túngötu. Sjúkliitgur í Landakostsspítala hefur skrifað mér bréf þess efnis, hvort ég vildi. ekki koma þvi á framfæri við umférðarnefnd, að umférð um Túngötu um nætur yrði . aigerlega bönntið. Urifférð Gáta dagsins. Nr. 378. Stigi stendur í húsi og sjö rimar í. Þar eru tvö hjón og þau hvílast aldrei. Svar viðj gátu.pr. 377: SauSskinnsskór.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.