Vísir - 05.03.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 05.03.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Fimmtudaginn 5. marz 1953 53. íbl. Landhelgis- brjótur játar. Belgískur togari, Marie José Rosette, var tekinn í landhelgi á mánudag undan Ingólfshöfða. Var staðarakvörðun gerð á skipinu næsta morgun, og far- ið raeð það til Vestrnannaeyja. Skipstjóri játaði brot sitt og var sektaður um 7500 kr. fyrir ólöglégan útbúnað veiðarfæra. Hann ákvað að áfrýja dómn- um. Skiptapí við Engiand vegna þoku. Einkaskéyti frá A.P. — Samgöhgutafir urðu enn í gærkvöldi og nótt á Englandi og við strendur landsins. Af völdum hennar hefur 4000 smálesta sænskt skip sokkið á Norðursjó eftir árekstur. Hið sænska skip hét Vigo, en hitt Senegal, ítalskt, 1600 smál. Það laskaðist lítið. — Brezkt skip bjargaði áhöfn sænska skips- ins. Veðurfar í Bretlandi mun verða svipað í kvöld og nótt, eða niðaþoka er kvöldar. tórbruni í Kaupm.höfn. Eldur í skípasmíöasíöð. þat* ssem _- * skigs E.l. cru smíðnð. Sjálfstæ&ismenn efna til happdrættis. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur ákveðið að efna til happ- drættis til ef Hngar starfi sínu. Eins og að líkum lætur krefst aukin flokksstarfsemi mikils fjár, og nú er heitið á stuðníngsmenn og velunn- ara flokksins að taka happ- drætti þcssu vel. Vinningar verða 50 að tölu, en verðmæti þeirra um 130 þúsund krónur. — Vísir mun síðar greina nánar frá happdrættinu, en afgreiðsla þess er í skrifstofu flokks- ins, sími 7100. Þetta eru ekki rússneskir hermenn, heldur 'þýzkir lögreglu- menn í A.-Þýzkalandi, sem klæðast rússneskum búningum. Hið f jölmenna lögreglulíð A.-Þýzkalands er æft eins og her væri. Rætist úr hiísnæiismáluni íslenzkra Oslóarsfúcfenta. Hafa fengið 10 herbergi í stúdenta- bænum á Sogni, skammt frá Ósló. Nýlega fluttu tíu íslenzkir stúdentar í bjartar og góðar vistarverur í stúdentabænum Sogn við Ósló. Þar hafa fengizt til fram- búðar tíu herbergi fyrir ís- lenzkt námsfólk, og hefur þetta í för með sér geysimikla breyt- Dregið hefir af Stalín. Andardráttur hans varð enn erfiðari í gær — hjartsláttur veikari. Einkaskeyti fra AP. — Moskva í morgun. Ný tílkynning, undirrituð af læknum Stalins og heilbrigðis- málaráðherranum, var birt í morgun, og var henni útvarpað til útlanda, eins og þeirri, sem birt var í gær, og einnig í heimaútvarpinu. Er hún endurtekin þar við og við, eins og fyrri tilkynningin, sem lesin var við og við allan daginh í gær. Samkvæmt hinni nýju tílkynningu varð andar- dráttur Stalins því erfiðari sem á daginn Ieið í gær og var reynt að létta undir með honum með pencillin og súrefnisgjöfum. Hjart- slátturinn er veikur og Stalin er alveg rænulaus. Sérstakar messur voru sungnar fyrir Stalin í ýmsum helztu kirkjum landsins í gær og beðið fyrir honum í öllum kifkjum. — Sendiherrum og ræðismönnum Ráðstjórnar- ríkjanna hefur verið vottuð samúð ýmissa þjóðhöfðingja, stjórnmálamanna og annara, vegna veikjnda marskálksins. Stórbruni varð í Kaupmanna- höfn í morgun. Kom upp eldur árla morguns í birgðageymslum skipasmíða- stöðvar Burmeister & Wain. Slökkvilíð borgarinnar fékk ekki við neitt ráðið og nemur tjónið milljónum króna. Ekki er víst um eldsupptök, en birgðageymslurnar urðu brátt alelda. Allt slökkvilið borgarinnar var kvatt út og mun hafa tekizt að verja næstu hús. Manntjón mun ekki hafa orðið. Þarna hefur brunnið geysi- mikið af efni, og er tekið fram, að mikið af teikningum muni hafa eyðilagst í eldinum,- m. a. uppdrætti að nýbyggingum, skipum í smíðum og öðrum, sem samið hafði verið um smíði Margir bíða tjón. Er gert ráð fyrir, að öll skipa- félög á Norðurlöndum bíði geysimikið tjón af völdum eldsvoðans, þar sem skipasmíð- um fyrir þau mun seinka, ef til vill mjög mikið. Vísir spurðist fyrir um það hjá Eimskipafélagi íslands, er þessar fregnir höfðu borizt, hvað liði skipasmíðum Bur- meister & Wain fyrir félagið. Hefur, sem kunnugt er, verið samið um smíði tveggja skipa í skipasmíðastöð þessari fyrir félagið, og er fyrir nokkru bú- ið að leggja kjölinn að fyrra skipinu, sem er 1700 lestir, en hitt verður 2500 lestir, og verð- ur kjölurinn að því ekki lagð- ur fyrr en í vor. Eins og sakir standa er ekki vitað, að þessi bruni muni snerta skip Eimskipafélagsins beint, en annars hafði E. ísl.' ekki fengið skeyti um brunann, er um þetta var spurt, og vap beðið frekari fregna. ing til batnaðar í húsnæðismál- um íslenzkra Óslóarstúdenta. Þau frú Guðrún Brunborg og Bjarni Ásgeirsson sendiherra áttu frumkvæðið að því að tryggja ísl. stúdentum þessi herbergi, en þau gengu per- sónulega í ábyrgð fyrir fyrstu afborgun af herbergjunum, 20 þús. norskra króna, sem fengin hefur verið að láni. Frú Brunb^rg er nú. komin hingað til lands, og hefur með- ferðis afbragðs kvikmynd af vetrar-olympiuleikunum í Ósló, og látið setja við hana íslenzk- an taltexta og hefur það tek- izt ágætlega. Mun frúin ætla að sýna myndina hér til ágóða fyrir húsnæðismál íslenzkra stúdenta í Ósló ,en þeir hafa til þessa verið í hinu mesta hraki í þeim efnum. Auk þess hefur frúin með sér tvær mynd- ir aðrar, en hún gerir sér v'on um að geta greitt stúdentaher- bergin með fé því, sem inn kémur við sýningar á þeim. Má sennilegt teljast, að það takist, svo dugleg sem frú Brunborg er, bg alkunna er. Hin ný)u stúdentaherbergi Frh. á 7. s. Sjómaiur hverf ur i Hafnaríirií. Sjómanns a£ togaranum Júlí er saknað í Hafnarfirði og hef ur hans ekki orSið vart frá þvi aðfaranótt miðvikudagsins. Það er vitað um ferðir þessa sjómanns, en hann heitir Sig- urgeir Gíslason til heimilis á Öldugötu 23 í Hafnarfirði, að hann fór um borð í „Júlí", sem Iá við gömlu bryggjuna í Hafn- arfirði, laust eftir klukkan 1 í fyrrinótt, en síðan hefur ekkert til hans spurzt. Jakki Sigurgeirs fannst í skipinu er farið var að hyggja að honum, en allar eftirgrensl- anir eftir honum sjálfum hafa orðið árangurslaUsar. í gær- kvöldi auglýsti lögreglan í Hafnarfirði eftir honum í Rík- isútVarpinU, en það hefur held- ur ekki borið árangur. Sigurgeir er 33 ára gamall, meðalmaður á hæð, grannvax- inn og dökkhærður. Baitkastjóri Fram- kvæmdabnnkans ráöinn. Dr. Benjamín Eiríksson hef- ur verið ráðinn bankastjóri Framkvæmdabanka íslands. Aðrir umsækjendur um stöð- una voru þessir: Björn Stefáns- son, kaupfélagsstjói-i á Horna- firði, Jón Sveinsson, fyrrv. skattadómari, Sigurður Jónas- son framkvæmdastjóri og Þórður Valdimarsson þjóðrétt- arfræðingur. Hiti T C yfir meðallagi í februar s. I. Hitinn hér í Reykjavík sl. febrúarmánuð var 1,8° C og er það 2 stigum fyrir ofan meðal- lag. Á Akureyri var hitinn í sama mánuði 0,8° C, sem er 2,8 stig- um heitara en meðalhiti febrú- armánaðar er þar. Enda þótt manni virðist si. febrúar hafa verið óvenju mildur, er hér þó ekki um neinn einstæðan hita að ræða, því á síðastliðnum 20 árum hefir febrúarhitinn orðið 7 sinn- um hærri en hann er nú og í áttunda skiptið var hann jafn hár. Heitastur varð febrúar 1932 því þá komst meðalhitinn í mánuðinum upp í 5,4 stig, enda mun það vera heitastii febrúar það sem af er þessari öld. Árin sem meiri hiti " hefir mælzt í febrúarmánuði heldur en nú, eru 1923, 1926, 1929, 1932, 1934, 1942 og 1948, en árið 1938 var sama hitastig og í ár. Úrkoman hér í Reykjavík varð í sl. febrúarmánuði helm- ingi meiri en venjulega, eða 174 mm í stað 87 mm. Á Akureyri varð úrkoman £ sl. mánuði 40 cm, en þar en meðallagsúrkoma 34 mm. Fyrsti fundur í Washington í gær. Washington (AP). — Brezktt ráðherrarnir Eden og Butley áttu í gær fyrsta viðræðufund sinn með Dulles og Humphrey; fjármálaráðherra. Viðræðufundunum lýkur á mánudag n. k. — Eden og Btul- er gegnu óvænt á fund Eisen^ howers í gær í Hvíta húsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.