Vísir - 23.03.1953, Blaðsíða 1
w.
43. árg.
Mánudaginn 23. marz 1953.
68. tbl.
Farísarfundur um efnahagsmáf.
Árangurs hans er be5i5 me5 óþreyjw.
Einkaskeyti frá AP. —
París í morgun.
Ráðherranefnd Efnahagssam-
vinnustofnunarinnar (OEEC)
kom saman til' fundar árdegis
í dag og Iýkur honum síðdegis á
inorgun, eða annað kvöld. —
Eden er forseti fundarins.
Hann og Butler, fjármálaráð-
herra Bretlands, flytja skvrslur
á fundinum um seinustu sam-
valdisráðstefnu í London og á-
rangur af henni, og um viðræð-
urnar í Washington á dögun-
um.
í London og París telja menn,
að nokkur kvíði sé í fulltrúum
meginlandsþjóðanna, því að
þær óttist að þær verði afskipt-
arfrekari en áður, þar sem í
Ijós kunni að koma, að megin-
áragnurinn af samveldisráð-
stefnunni og Washingtan-við-
ræðunum muni reynast lítill
sem enginn, að því er viðskipti
varða, en annars eru skoðanir
manna skiptar. Hefur mikið
verið um þetta skrifað í blöð
að undanförnu og kemur þar
fram, að beðið er fregna af Par-
ísarfundinum með óvanalega
mikilli óþreyju.
Framleiðsla Svía
minnkar aðeins.
St.hólmi. — Iðnaðarfram-
leiðsla Svía rýrnaði um 2 af
hundraði á síðasta ári.
Er þetta í fyrsta skipti, sem
hún minnkar siðan árið 1945.
Orsökin er m. a. sú, að gildi
gengu ný lög um orlof í iðnað-
inum, og fækkaði vinnudögum
um einn af hundraði. (SIP).
Utflutningur Svía ’52 nam
28 miíljör&um krona.
Sí.hólmi. — Bretar voru beztu
viðskiptamenn Svía á árinu
sem Ieið, en keypt var mest frá
V.-I»ýzkalandi.
Innflutningurinn nam S.9
milljörðum s. kr. (um 28 mill-
jarðar ísl. kr.), en útflutning-
urinn 8,1 milljarði. Bretar
keyptu vörur fyrir 1,3 milljarð
s. kr., en frá V.Þýzkalandi
keyptu Svíar fyirr 1,6 milljarð
kr. (SIP).
[asamband við Þykkvabæ vegna
fíóða, en kemst senniiega á í kvöid.
200 umsóknir
um [Ístamamva-
styrki.
Úthlutun til skáWa og rit-
höfunda og listamarma lýkur
í dag.
Alls bárust um 200 umsóknir
og af þeim mun um það bil
helmingurinn fá áheyrn um
styrk, en hinir strikaðir út.
Úthlutunarnefndin hefir 630
þús. kr. til umráða, að undan-
skildum þó 21.600 kr., sem Al-
þingi hefir sjálft ákveðið að
veita sem heiðurslaun til
Gunnars Gunnarssonar rithöf-
undar.
Ekki eru neinar stórvægi-
legar breytingar í aðsígi að því
er nefndarmenn hafa tjáð Vísi,
en þó mun ákvörðun hafa verið
tekin um það að veita ekki
styrk nokkrum rithöfundum og
listamönnum, sem áður hafa
notið styrks og sumir þeirra
jafnvel um langt skeið.
Myndarleg or&abókaútgáfa Ésa-
foldarprentsmiðju undanfarið.
Þýzk-íslenzk kemur út x vikniini.
frönsk-íslenzk vœntanleg í hausi
Isafoldarprentsmiðja hefur
haft með höndum myndarlega
útgáfustarfsemi orðabóka und-
anfarið.
Eins og áður hefur verið get-
ið, er nýlega út komin ensk-
íslenzk orðabók eftir Sigurð
Bogason, og bætti hún mjög úr
bxýnni þörf, þar sem hin
minni orðabók Geirs Zoega
hefur verið ófáanleg um langt
skeið.
í þessari viku er væntanleg
á markaðinn þýzk-íslenzk orða
bók Jóns heitins Ófeigssonar
yfirkennara, en Ingimar Brynj-
ólfsson hefur búið undir prent-
un. Orðabók Jóns hefur einnig
verið ófáanleg undanfarin þrjú
ár eða svo, og er því ný út-
gáfa mjög tímabær.
í haust kemur út frönsk-ís-
lenzk orðabók, sem síra Boots,
prestur í Landakoti hefur tekið
saman, og verður hún nokkru
stæri’i en hinar orðabækurnar,
sem taldar hafa verið. Eftir
sama höfund er nýlega komin
út íslenzk-frönsk orðabók, sem
er minni að vöxtum.
Áhugi almennings á íslandi
hefur jafnan verið mikill á
tungumálum, einkum þessum
þrem heimsmálum og mun þessi
útgáfustarfsemi ísafoldarprent-
smiðju því bæta úr mikilli og
vaxandi þörf.
íslendingar
greiddu fyrst
Þótt íslendingar sé minnsta
þjóðin í samtökum Samein-
uðu þjóðanna, standa þeir þó
hinum miklu framar að
mörgu leyti, og þarf ekki að
rekja það hér. Þeir hafa til
dæmis brugðið skjótt við,
þegar þeim hefur borið að
greiða tillög sín til alþjóða-
starfsemi, og það hafa þeir
enn gert nú fyrir nokkru. er
þeir, fyrstir þjóða, greiddu
SÞ tiilag sitt. Nemur það
17,680 dollurum.
■bílarfiír teknir
í notkun \ vikanni.
.>5 kcíBssE-s með
Mejkfafos'sr.
Með Reykjafossi, sem hingað
kom um helgina, voru 55 af 62
Kaiser-bílum, sem hingað koma
frá Israel. og atvi nnubílstjór-
um eru ætlaðir.
Bílarnir koma liingað saman
settir, og fullbúnir til akstui’s,
að öðru leyti en þvi, að raf-
geyma þarf að hlaða og setja
á þá króm-lista. Má því búast
við, að þessi nýju farartæki sjá-
ist hér á götunum í þessari
viku.
40 þessara bíla fara á stöðvar
hér í bænum. Af þeim fær bif-
reiðastöðin Hreyfill 29, BSR 4,
Steihdór 4, Borgarbilastöðin 2
og Bifröst 1.
Bílunum hefur þegar verið
úthlutað, en þeir verða nú
dregnii- suður í flugskýlið
mikla á Reykjavíkurflugvelli
(þar sem Cirkus Zoo var), en
þangað sækja eigendurnir þá.
Sjö bílar urðu eftir í Ant-
werpen, en þeir munu koma
með Goðafossi, sem lestar þar
þessa dagana.
Vill kaupa
12.000 húsv
Ottawa (AP). — Kanadisk-
ur kaupsýslumaður Ieitar fyrir
sér um kaup á heilli borg í
Bretlandi.
Vill hann festa kaup á alls
12,000 húsum, og verða meðal
þeirra verzlunarhús og jafn-
vel kirkja. Verða húsin flutt í
hlutum vestur um haf — smíð-
uð hjá mörgum brezkum verk-
smiðjum — og sett upp þar.
Kaupverð er um 24 millj.
punda.
Féíl út um
glugga.
S.I. sólarhring voru slÖkkvi-
Iiðsmenn tvivegis kvaddir til
þess að flytja slasaða menn í
sjúkrahús.
Síðdegis í gær varð Richard
Wagner Runólfsson verkamað-
ur fyrir bifreið á móts við Frí-
kirkjuna. Hlaut hann nokkur
meiðsl, og var fluttur í Land-
spítalann.
í nótt var slökkviliðinu til-
kynnt, að maðúr hefði fallið út
um glugga á húsi vestur undir
sjó. Ekki munu meiðsl hans
hafa verið alvarleg, en hann
hlaut skurði á augabrún og
höku, og var fluttur í Land-
spítalann.
Um elasvoða um helgina er
Vísi ekki kunnugt, og að öðru
leyti var rólegt hjá slökkvi-
liðinu.
Stér skörð myuduðust s veginn
fiangað á 3 stcðum.
Öhusá og fleiri ár kakkaíiillar, en
vaín heldtir s|atnanili í morgun.
Frá fréttaritara Vísis, Selfossi í morgun. —
Feikiia vatnsmagn var í öllum ám austanfjalls um helgina,
en var heldur minnkandi í morgun. Á Skeiðum og í Þykkvabæ
var allt á floti. I Þykkvabæ urðu skemmdir á veginum, seni
vcrið er að lagfæra. Ölfusá var bakkafull í gærkvöldi, en farið
örlítið að minnka í henni í morgun.
Eins og kunnugt er beljaði
Markarfljót út með allri Fljóts-
hlíðinni, áður en fyrirhleðslan
var gerð inn undir Þórsmörk,
til þess að beina vatninu aust-
ur til Eyjafjallanna. í Þverá
safnast nú aðallega vatn úr ám
og lækjum í Fljótshlíðinni og
niður undir Þykkvabæ samein-
ast hún Rangánum og nefnist
Hólsá. Getur hún orðið geysi-
vatnsmikil í rigningum og fer
þá fyrir ofan Þykkvabæ og
kemst allt á flot þar og rennur
áin út hjá Hávi.
Allt á floti*
Á laugardag náði flóðið há-
marki í Þykkvabæ og var allt
á floti. Stór skörð mynduðust
í veginn á 3 stöðum og var fyllt
í tvö þeirra i gær, en lokið mun
verða við að fylla upp í það
þriðja í kvöld, ef vel gengur.
Þangað til verður ófært í
Þykkvabæinn, en bændur sel-
flytja mjólkina þangað sem
bílar komast. Munu flutningar
geta hafizt eins og venjulega
á morgun.
Á Tungufljótsbrúnni fyrir of-
an Vatnsleysu tók af handrið,
sem sett var til öryggis, fyrir
nokkrum árum.
Vegir fara illa.
Miklum átyggjum veldur,
hve vegir eru að verða slæmir
eftir látlausar þíður og rign-
ingar. Ófært er að verða upp á
Land, en komist verður enn að
Pululaut við illan leik. Mun
víða verða að dytta að vegum
og bera mikið ofan í, því að
allt er að vaðast upp á löng-
um köflum.
Allt að grænka.
Austan fjalls sem annars
staðar er einmunatíð og allt
farið að grænka, og blóm byrj-
uð að springa út í görðum, en
að vonum óttast menn, að þessi
gróður verði skammlífur, ef
vorhret koma, sem alltaf verð-
ur að búast við.
Fyrir ofan Ferjukot í Borg-
Bretar auka stál-
framleiðsluna.
London — Bretar áfonna að
auka járn- og stálframleiðslu
sína á næstu árum, svo að hún
verði komin upp í 2OV2 milljón
lesta 1957.
Er þannig gert ráð fyrir, að
aukningin nema að meðaltali 1
milljón lesta frá því, sem hún
nú er, 16 V2 millj. lesta.
arhreppi var vegurinn ófær í
bili við Síkið. Rann þar yfir
veginn, sem var mjög blautur
fyrir, en vatnið sjatnaði brátt
og fór viðgerð fram fljótlega.
Vegir Þungfærir.
Vegir í Borgarfirði eru þung-
færir, en ekki kunnugt um nein.
veruleg spjöll á þeim, þrátt fyr-
ir miklar úrkomur, enda mun.
hvergi hafa komið klaki í veg,
nema þá helzt upp til dala,
en þegar holklaki er að fara úr,
er vegum hættast. Umferð um
vegina í héraðinu er ekki svo
mikil, að þeir spillist stórlega
af henni einni.
Blaðið spurðist fyrir um það
hjá Vegamálaskrifstofunni,
hvernig horfði um vegina, og
fékk þau svör, að vegir hefðu
ekki spillzt svo að umferð teppt
ist neins staðar nema þá rétt
í bili. Engar verulegar skemmd
ir hafa orðið á brúm í vatna-
vöxtunum. Þó hefur grafið frá
stöplum á 2—3 brúm, en ekki
svo, að neitt verulegt tjón hlyt-
ist af.
Vatnsmagn með
mesta móti.
Samkvæmt viðtali, sem blað-
ið átti við Ólaf hreppstjóra á
Seljalandi í morgun, var mjög
mikið í Markarfljóti í fyrradag,
og með mesta móti, en fljótið
hefði ekki valdið neinum spjöll
um, að því er kunnugt væri.
Jörð þar eystra er sem óðast
að grænka og í hlíðum og sunn-
an í móti er að verða algrænt.
Daglega rignir og veldur það
eitt, að jarðvinnsla er ekki haf-
in, að jörð er of blaut. Skurð-
grafa er að verki í Mýrdalnum.
2500 handteknir
í Kenya.
Einkaskeyti frá A.P. —*
Nairobi í morgun.
Hermenn og lögreglumenn £
Kenya hafa handtekið 2500
blökkumenn til yfirheyrslu og
eru þetta mestu skyndihandtöfc
ur bar á hryðjuverkatímanum.
í flokki þeirra, sem hand-
teknir voru, eru 1500 menn,
sem lögregluna „fýsti að hafæ
tal af“. Heilt hverfi í Nairobi.
var umkringt herliði, meðan.
handtökurnar voru framkvæmd.
ar. Þarna höfðu safnazt saman.
menn, sem flúið höfðu úr Neri-
héraði og víðar að, þar sem
mest hefur verið um hryðju-
verk. i