Vísir


Vísir - 24.07.1953, Qupperneq 7

Vísir - 24.07.1953, Qupperneq 7
Föstudaginn 24. júlí 1853. ▼ ÍSÍB CjU&iauý £Cenediltjd.óttir: A stofo finun Steinhildur var setzt upp og horfði á gömlu konuna. Aldrei á ævi sinni háfði hún séð svona spaugilega gamla konu. Hún var þarna á f.jórum fótum í rúminu eins og óþægur krakki og teppin hennar öll í einum hrærigraut, og sofið hafði Margrét með gleraugun alla nóttina, en aðeins önnur. Hvað skyldi Gróa segja, þegar hún kæmi inn? Steinhildur gat ekki stillt sig, hún hló upphátt. Aldrei nokk- urn tíma hafði hún séð nokkra manneskju með tvenn gleraugu, nema þessa gömlu konu, — og nefið var eins og skapað fyrir þau. „Naumast það liggur vel á þér núna,“ sagði Elín. „Þú hefur þó ekki verið vön því að hlæja á morgnana. Þú ættir að muna eftir konunni, sem var lögð hérna inn í nótt. Eg vissi það ekki fyrr en í morgun, að það hefði komið sjúklingur.“ „Eins og þið séuð sjúklingar," sagði Margi'ét. „O, ekki’held eg það. Ekki hefði biessaður doktorinn drifið mig hérna inn, ef þið væruð með einhverja pest. — Æ, þarna kom þá blessað glasið mitt.“ Hún kraup á hnén í rúminu, barði glasinu við nögl sér og setti tóbak á handarbakið. „Aldrei má eg án þess vera að finna af því ilminn, svo eg fái ekki slæmsku í nefið, þó hefi eg ekki verið kvillasöm um ævina, það segi eg satt. — En bíðum nú við, eitthvað vantar þó örlítið á sjónina mína.“ Gamla konan þreifaði upp á nef sér. — „Óju, eg mátti vita það. Mig vantar fremri augun mín. Allt týnist í þessu öngþveiti. Það hefði verið nær að leggja ekki Margréti gömlu í bleyti í gær.“ „Þú stakkst gleraugunum þínum undir koddann, Margrét mín,“ sagði Elín. „Sennilegt er, að eg hafi stungið augunum undir koddann. Nei, enginn skyldi nú ætla Margréti það, að hún lægi á augun- um sínum.“ Steinhildur gat ekki stillt sig um að smáhlæja. Þetta var fjörug kona. „Já, það er von þú nlægir, barn,“ sagði sú gamla og leit yfir til Steinhildar. „Það er von. Þú ættir heldur að fai'a að klæða þig og koma þér út í góða veðrið." Gróa kom inn að líta eftir sjúkling'num, sem ennþá lá í móki. Hún var kímin á svip, þegar hún leit yfir til Margrétar. „Þessi rassaköst leyfast nú ekki hér, gamla min. Þú átt að hafa lakið þitt og teppin í friði. Sjá lakið, það er rétt eins og þú sért búin að liggja við það í mánuð.“ „O, eg þarf nú ekki léreft undir mig og ofan á hérna, það get eg látið þig vita. En ekki get eg haft vit á, hvað orðið hefur af augunum mínum.“ Gróa tók lakið upp úr gólfinu, færði til teppin og bjó um, eins og það átti að vera. Þegar hún lagaði koddann, komu gleraugu gömlu konunnar í leitirnar. „Já, þarna koma þau,“ sagði Margrét alls hugar fegin. Um- yrðalaust lét hún Gróu laga sig í rúminu, setti gleraugun í há- sætið og hrukkótt andlitið ljómaði af ánægju. „Nú sé eg betur kóngurinn,“ sagði hún og lagðist fyrir aftur. Þegar læknirinn kom á stofugang, var gamla konan svo ann- ars hugar, að hún tók ekki eftir honum fyrr en hann ávarpaði hana. „Hraust eins og æfinlega,“ sagði hann og kom við hönd Mar- grétar. Hún leit svolítið seinlega á hann, en svo kom bros á andlit hennar. „Æ, það er þá blessaður doktorinn, sem er kominn. Eg þarf nú að fá fötin mín og komast til drengjanna í Vaðnesi, eftir tóbaksögn í glasið mitt.“ „Þú hefir nú kyrrt um þig hérna í dag,“ sagði hann hlýlega. „Eg skal láta tóbaksögn á glasið þitt.“ „Nei, það er ekki að tala um, doktor. Þú hefir ekki svipað því eins gott tóbak og þeir í Vaðnesi.“ „Láttu mig prófa þitt tóbak og fáðu þér korn úr mínum dós- um.“ Hann rétti henni dósirnar og tók glasið brosandi úr hendi Margrétar. „Hún er sama sem tóm, þessi glaspína hjá þér, Margrét mín, Það er rétt svo eg finn, að þetta er sæmilegasta tóbak.“ „Ekki skal mig nú furða á því, eg hefi alltaf ilmbaun í því. Sérðu hana ekki? En þitt tóbak er sterkt og lyktarlaust.“ Um leið hnerraði Margrét svo gleraugun skulfu. „Nú, er það ilmbaun í glasinu þínu? Eg hélt það væri tappi, sem þú hefðir misst í það.“ „Ónei. Eg lærði að meðhöndla neftóbakið eins og annað, þegar eg var ráðskopa hjá honum Þórð.i sáluga.-Hann kuhnj betur við að hafa það í lagi eins og annað. Eg skar nú fyrir hann líka, það reyndist óuýrara, ságði hann.“ Á meðan á samtalinu stóð hafði læknirinn látið á glasið, og þegar Margrét tók við því, bar hún það undir birtuna og gretti sig. „Það jafnar sig kannsek af ilmbauninni minni, ruddinn sá arna,“ sagði hún. Læknirinn sneri sér við og gekk að rúmi konunnar, sem kom- ið var með um nóttina. „Nú, já, já, sjáum til. Oddfríður er þá áð hressast, það grun- aði mig.“ Konan leit á lækninn, stórum, gráum, þokukenndum augum. „Hún er rétt að vakna núna,“ sagði hjúkrunarkonan. „Það hefir ekki verið svikin sprautan, sem þér gáfuð mér í nótt,“ hvíslaði konan veikum rómi. „Eg hefi ekki haft hugmynd um neitt síðan, ekki einu sinni, þegar þeir drösluðu mér hingað inn.“ „Þeir kunna nú réttu handtökin, þessir piltar sem fara með sjúkrabílinn,“ sagði læknirinn. Næstu daga þurfti Elín ekki að gráta yfir auðum rúmum eða tómleikanum á stofu fimm. Ef Margréti gömlu vantaði tóbaks- glasið sitt, átti hún það til að snúa öllu við í rúminu, hvort sem var á nóttu eða degi. Eina nóttina vöknuðu þær á stofunni við það, að gamla konan var búin að koma dýnunni á gólfið, hvað þá heldur hinu, sem ofar átti að vera. Næturvaktin varð að ganga frá svo búnu, að koma nokkru aftur í rúmið, fyrr en Margrét rak stóru tána í glasið sitt úti á gólfi. Þá settist hún á stól og tautaði við glasið: „Hvernig hefði nú fárið, ef stóra táin mín hefði ekki fundið þig, ótætið þitt? Hann er þó ekkert spaug, þurrkurinn í nefinu á mér núna.“ Hún tók í nefið, lagðist fyrir og sofnaði þegar. Ekki var því að leyna, að þeim sem fyrir voru á stofu fimm, fánhst nóg -til um fyrir'gang gömlu konunnar. Jafnvel Elínu iðraði þess, hversu innilega hún hefði beðið þess að fá bara! einhverja manneskju við hlið sér, freker en að rúmið stæði autt. i Nú þótti henni nærri liggja, að allur þessi atgángur Margrétari um nætur, gæti haft vafasöm áhrif á heilsu sína. Steinhildur tók þessum nýja þætti með gleði barnsins. Hún! breiddi lakið sitt yfir andlitið, þegar rykið úr rúmfötunumj varð til óþæginda, og sá svo í huganum, hvernig gamla konan hafði rutt öllu lauslegu úr rúminu sínu, eins og hún átti vanda til, þegar erfiðast var að finna það sem leitað var að. Dóra, sem ávallt sýndi þolinmæði, varð hálf önug yfir slík- um draslarahætti og kvað slíkan vandræðagrip eins og þessa kerlingu, aldrei hafa komið inn fyrir dyr. En ævinlega lauk þessu umróti svo, að gamla konan lagðist fyrir aftur og sVaf fram á dag. Þegar fram í sótti og Oddfríður hresstist, varð það venja hennar að kalla á Margréti á morgnana og biðja hana að gefa sér í nefið. Fyrst i stað var ekki laust við urg í gömlu konunni yfir að hún skyldi vekja sig, en bráðlega fór hún að skilja það mæta vel, að konan þurfti að fá í nefið, en lét þó ánægju sína í ljós yfir því, hvað klaufalega henni færist að notafæra sér tóbakið eftir settum reglum. Hún fekk jafnvel hugmynd um, að Odd- fríður henti því í gólfið ónotuðu. Eitt sinn varð svo mikil rimma hjá þeim út af þessu, að Vísir og Steindór Framhald af 1. síðu. um. Fyrir börn að átta ára aldrl er tekið hálft fargjald en %] gjalds fyrir börn 8—12 ára. i Upplýsingar um þessar ferðií} verða gefnar á hverjum laug-* ardagsmorgni frá kl. 9—12 ái skrifstofu Vísis (sími 1660) og farmiðar seldir á afgreiðslu! blaðsins á sunnudagsmorgnum! kl. 10—12. Lagt verður af staS kl. 2 e. h. frá Miðbæjarbarna-* skólanum og komið í bæinn aft-* ur um 7 leytið að kvÖldi. Ákveðið hefur verið að fyrstai ferðin verði í Heiðmörk á sunnudaginn og verður starfs- maður frá Vísi með í förinni til þess að leiðbeina fólki. ] Á kvöldvöknnni Jimmy Durante hitti eitt sinn Margaret Truman, og brátt barst samtal þeirra að nefinu á Jimmy. „Segið þér mer nú í alvöru,“ sagði Margaret: „Eruð þér alls kostar ánægður með nefið á yður?“ „Hvort eg er,“ sagði Durante. „Hafið þér gerí yður það ljóst, að eg er eini maðurinn í heim- inum, sem þarf ekki að taka vindilinn út úr mér, þegar eg fer í steýpibað.“ • Hinn kunni Englendingur Harold Nicholson, segir eftir- farandi sögu: Ungur maður í( sjóhernum var að ganga undir( próf, en prófdómarinn var gam- all, geðillur aðmíráll. | „Jæja, ungi maður,“ sagði ( aðmírállinn. „Getið þér þá nefntj mér þrjá mestu sjógarpá Eng- J lendinga fyrr og' si'ðar?“ „Já,“ svaraði ungi máðurinn. „Það er Drake, og það er Nelson og það er, afsakið, eg heyrði ekki nafn yðar, herra?“ • Casablanca er borg halla og skemmtigarða, en fyrir þrjátiu árum var hún aðeins lítið fiski-1 mannaþorp. íbúatalan ex um 500.000 manns. 4 Horace Coleman í Dallas í Texas var vottur. a'ð einvígi milli tveggja kunningja sinna: Hann fékk skot í báðar fætur. íU i M Bylgjulengd Ijóssins ákveður lit 'þess. ÚHU JÍHHÍ I Eftirfarandi mátti lesa í bæj- arfréttum Vísis hinn 24. júlí 1918: Frances Hyde hafði rennt á grun á Seyðis- firði á mánudaginn. Hafði bjöllustrengurinn frá stjórn- palli í vélarrúmi bilað og skip- ið því ekki látið að stjórn, seg- ir skipstjórinn í skeyti til eíg- endanna. Það var sandrif, sem skipið strandaði á, laskaðist það því ekkert og losnaði aftur af því með næsta flóði og fór frá Seyðisfirði í.gær. Sildarvart j ...lllfíí "3 - hefir nú orðið fyrir Vest- fjörðum. Fyrir helgina fekk eitt skip þar um 80 tunnur af síld og í fyrrádag fengu allir eða flestir mótorbátar ísfirð- inga eitthvað. Méstur afli á skip var að sögn 120 tunnur. Nýr vélbátur kom hingað í gær frá Sví- þjóð. Hafði hann verið hátt á annan mánuð á leiðinni, oliu- laus lertgst af. Bátúrinn heitir Leó og er eign Magnúsar Kjærnésted skipstjóra. Lúðvígs Lárussonar og fleiri. Arbók landbúnaóarms. Nýkomið er út 2. hefti IV. ár-« gangs Árbókar landbúnaðarins. Upphafsgreinin nefnisV, ,Leik mannsreynsla og leikmanns- þankar um ræktun sauðfjár a íslandi“, skemmtilega rituð og athyglisverð grein eftir fifstjóri ann. Getur hann þess í upphafi, að er þessu ári lýkur háfi á 10. árum verið skipt um fjárstofn á rneir en % hlutum landsins. „Gamall, landvanur fjárstofn hefur verið felldur, en nýr fjár- stofn fluttur inn í stað hans. Þessi merkilegi viðburður hefir. orðið til þess, að menn hafa veitt sauðfénu meiri athygli en áður, og áhugi á ræktun þess orðið almennari“. Er í grein- inni sagt margt frá reynslu manna, sem allir, er áhuga hafa fyrir sauðfjárrækt, munu hafa gagn og gaman af að kynna sér. Höfundur bendir á það í niður- lagi greinar sinnar, að menn verði að temja sér bæði ná- kvæmni og víðsýni, ef þeir vilja vera góðir fjármenn og fjár- ræktarmenn. „því að fjár- mennskan er fyrst og fremst íþrótt gáfaðs manns“. Næst er grein eftir Arne Sol- braa, „Breyta Bandaríkjamenn verðlagningu landbúnaðaraf- urða?“, þýdd, birt mönnum til fróðleiks um sjónarmið Banda- ríkjamanna. Þriðja aðalgreinin nefnist „Framtíðarhorfur í íslenzkum landbúnaði“, eftir ritstjórann. Er þar að mörgu vikið og rétti- lega á það bent, að „í landbún- aðarmálum okkar bíða ný úr- lausnarefni í tugatali, og við verður að gera þau hispurs- laust upp, ef landbúnaðinum á vel að farnast.“ Loks eru skýrslur o. fl. — Ár- bókin er gefin út af Fram- leiðsluráði landbúnaðarins. —• Frágangur er hinn vandaðastL Kjöfmiðstöð í smiðum. Um þessár mundir er verið að ljúka fyrstu byggingum kjötmiðstöðvar Reykjavíkur á vegum S.f.S. Er þar um að ræða nýtt' frystihús, 1400 férmetra, sem tekur við af frystihúsinu Herðubreið. Mun þetta nýja frystihús taka til starfa í slát- urtíðinni i haust. Fást með því rúmbetri geymsluskilyrði fýrir kjötbirgðir Reykvíkinga o. fl. vistarverur. I hinni fyrirhuguðu kjötmið- stöð, sem skipulögð hefur vefið fyrir atbeina borgarlæknis, verður skoðun og stimplun á öllu kjöti er til bæjarins berst. Allar líkur benda nú til þess að fféykvíKjngaf' þurfi eldci a5 kvíða kjötskorts eftir 1354, og gert er ráð fvrir talsvérðum útflutningi eftir þann tíma.‘ •

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.