Vísir - 29.07.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 29.07.1953, Blaðsíða 7
MiSvikudagirm 23. júlí 1953. VlSÍH C'jii&faug UenediltóJ-óttir: Á stufu fi 8 „O, eg hef nú lítið leyfi til að fara að malla einhverju ofan í þig, hjúkrunarkonan er ekki við.“ „Æ, hringdu í lækninn fyrir mig.“ „Eg á nú ekki annað eftir en fara að leita uppi lækninn. Skyldi þér ekki duga að tala við hann í fyrramálið.“ „Gefðu nú greyinu kamfórudropa eða sopa af víni, fyrst henni líður svona illa,“ sagði Oddríður. „Þá lagast nú lykkjufallið, þegar Oddríður kemur með sína vizku,“ sagði Gróa og fór út. Að vörmu spori kom hún inn aftur með drykk í glasi og lét Elínu drekka. „Þú hefur fengið martröð af þessu rölti þínu í dag,“ sagði hún glottandi. „Já, martröð. Það getur vel verið,“ sagði Elín og varð hressari í bragði. „Martröð er ekkert spaug. Einu sinni átti eg 'vanda fyrir henni.“ „Þú hefðir átt að fara eftir ráðum læknisins, hefði mér fund- izt,“ sagði Gróa, „á meðan þú skröltir hér innan dyra. Þú ættir að muna hvernig þú varst, þegar þú varst borin hingað inn.“ „Já, eg ætti líka að muna hvernig eg var,“ sagði Oddríður og gekk um gólf. „Og ekki tel eg það lækninum vitund að þakka, hvernig eg er orðin. Það er rétt minn kjarkur og kraftur, sem hefur drifið mig þetta.“ „Þú ættir nú að vanþakka, ræfillinn þinn,“ sagði Gróa og flýtti sér út. „Hún hefði nú átt að spara sér þetta, gólfþurkan sú arna. Eg vanþakka ekki. Eg á mína tryggð, þrátt fyrir allt. En eg er engin dagdraumadrós. Lífinu hefi eg aldrei lifað í neinum loft- köstulum." Oddríður reigði höfuðið og kuldaleg, grá augu henn- ar sýndu hvorki vægð né miskunn. En svipur hennar breyttist skyndilega, þegar Steinhildur kom inn á stofuna. „Þú ert komin, gæzkan,“ sagði hún hlýlega. „Alltaf á sama tíma í rúmið eins og þú værir himintungl, sem aldrei lætur skeika. — Mér finnst stundum þú munir eiga þér framtíð, Stein- hildur. Ekki eins og eg eða hún Elín, heldur eitthvað öðru vísi. Við hugsum um okkar kærasta, það er nú okkar hlið. En þú ert einhvers staðar fyrir utan það. Þó veit eg vel, að eitthvað hlýtur að vanta í þetta stranga einlífi, ef það fólk er þá alveg rétt skapað.“ Steinhildur þagði. Hún sat framan á og háttaði sig. Enginn gat séð hvort hún heyrði þetta raus. Augu hennar hvörfluðu út að glugganum. Veðrið í dag hafið verið dásamlegt. „Þið hefðuð betur getað komið út,“ sagði hún loks. „Það hefi eg nú reyndar gert, án annara leyfis,“ sagði Odd- ríður. „Eg fór hérna út fyrir og mér fannst það nú allt vera eins og eg átti von á. Allt óbreytt fyrir okkur, sem einskis getum krafizt nema að vera til. En hvað eg vildi segja, Steinhildur. Er það mjög nauðsynlegt fyrir lappirnar á þér að vera í þess- um stóru, svellþykku sokkum?“ „Hún mamma sendi mér þá, til að verjast fótakuldanum í vetur. Það er orðinn vani hjá mér að smeygja mér í þá svolitla stund eftir að eg fer upp í.“ „Já, geyið. Eg veit þú ert eins og brekóttur krakki. En hugs- aðu nú um fleira en þig. Gefðu nú karlinum mínum sokkana. Hann er með berar, skítugar lappirnar í skónum, með sár á hæl og tá.“ „Eins og stendur þarf eg þeirra ekki með, og bráðum fer eg heim,“ sagði Steinhildur og augu hennar Ijómuðu. „Ferðu heim, segirðu?“ „Já, eg þarf einskis með, nema hafa næði og halda mínar reglur.“ „Þá tek eg sokkana," sagði Oddríður. „Eg veit þeir eru mátu- legir honum Georg. Það verður víst ekki svo mikið sem eg get j fært honum, þegar við byrjum aftur að halda til.“ Hún hló ogi staúk sér um brjóstirii [ „Þú gætir nú haft það öðru vísi ef þú vildir,“ sagði Steinhildur: „Ha. Hvað er nú?“ „Já. Hann Georg elskar þig.“ Oddríður hló. „Fannstu þetta út í dag?“ i.sónei' Georg sagði mér það sjálfur, þegar hann kom uín dág- j inn. Þú stríðir honum stöðugt á þvi, að þú takir aðrá menn fram, yfir hann og það er að sökkva honum dýpra og dýpra.“ Nú varð Steinhildúr að segja upp alla söguna er þau mættust á ganginum, og ekki dró hún úr ótta hans og örvæntingu, gagn- vart þessari undarlegu konu, sem alltaf ógnaði honum með þeim töframætti, sem hún hafði á alla karlmenn. „Honum finnst eg þá svona lagleg,“ sagði Oddríður. „Já, honum finnst engin kona á við þig.“ „Hann var líka sætur áður en hann fór að drekka. Þú ættir að sjá stækkuðu myndina, sem eg á af honum. Eg geymi hana í skúffunni, svo hann viti ekki af því að eg eigi hana. — En ef hann elskar mig, eins og þú segir, þá mun eg draga myndina fram og hengja hana upp í stofukrókinn okkar.,Ekki er þar of fjölskrúðugt. Ef satt .slfgl segja |hefi,eg ekki gert mikið af því:að halda framhjá honum, en það hefux ært upp í mér skömmina hvað viðkvæmur hann er.“ Þegar Gróa kom inn nokkru seinna var Oddríður háttuð. Hún tók Gróu vel og lét sem hún sæi ekki glettnislegt tillit hennar. En 'Elín var eitthvað annarleg í augunum. Hún hafði sama sem ekkert borðað og neitaði nú að mæla sig. — Hún ætlaði að hætta þessum reglum og fara sínu fram, sagði hún Gróu. Gangastúlkan sinnti engu þessum mótmælum hennar, en bjó um hana að vanda.------En andardráttur Elínar hafði ekki verið svona stuttur og tíður í morgun er hún bjó um. „Elín, það var maður að spyrja um þig í símanum áðan,“ sagði Gróa er hún hafði lokið við að laga koddana. Elín virtist vakna við. „Að spyrja eftir niér?. Hver var það?“ „Hann sagðist heita Sveinn.“ „Ó, því hringir hann nú, en hefur ekki komið allan þennan tíma, sem eg hefi legið hér og látið mér batna?“ „Hann sagðist hafa verið svo lengi á sjónum og þeir hefðu allt- af siglt beint út með aflann til sölu. Hann bað að heilsa þér og sagðist myndi líta inn á morgun.“ „Ekki fyrr en á morgun. Eg efast um eg sofi í nótt.“ Elín hóst- aði og greip andann á lofti. „Eg reyni nú samt að bíða róleg,“ sagði hún svo. „Sveinn hefur þá ekki gleymt mér. Svona var eg slæm, eg hélt hann hefði fengið sér aðra.“ Gróa þagði. Hún horfði glöggum augum á Elínu, ýtti að henni teppunum og fór út. En Elín lokaði augunum og fann tárin leita fram á hvarma sína. Hún var svo ósegjanlega þakklát. Nú var hún sannfærð um, að Guð mundi hafa komið í mætti sínum, af því hún efaðist, að sér svo vanmáttugri þýddi að leita hans. — Hún var eitt stráið, sem lá við kali, en lífgjafinn tók eftir henni í tíma og fann leiðina að kjarna lífs hennar, sem í upphafi sinnar tilveru átti sína möguleika. — Allt sem hafði gerzt frá vöggu Elínar og fram á þennan dag myndi hverfa, — engum myndi verða það til neins góðs, þroska eða framan. Það var bara líf, sem hafði liðið eins og hver dagur er vanur að líða í mannsæv- inni, þegar ekkert er aðhafst. Elín óttaðist ekki neitt, ekki einu sinni dauðann. Ódauðleik- inn hafði svipt hana öllum ótta og það blasti við henni nýtt líf. Steinhildur svaf og fylgdist ekki með því, þegar ókunnugur maður kom inn í stofuna. Hann var vel klæddur, í ljósum sum- arfrakka með ljósa húfu í hendinni. Hann gekk hægt að rúmi Elínar og settist á stólinn, sem Gróa rétti til hans. Hann laut niður að henni og hvíslaði nafn hennar. Honum sýndist hún brosa. En hann vissi það líka, að hefði það verið bros, þá átti hann það ekki. Sveinn hafði ætlað sér að reynast henni vel. Þegar hún fengi heilsuna, ætlaði hann að taka hana heim til móður sinnar og systur og búa vel að þeim öllum þremur. Séð hafði hann þess dæmi, að einstæðings stúlkur voru ekki alltaf vel settar, og Elín átti að fá sitt heimili, ef hann hefði getað við ráðið. — En nú hafði fari hennar verið snúið við og því siglt í aðra átt. — Þannig var lífið. „Guð blessi þér nýju heimkynnin, Elín,“ hvíslaði Sveinn og laut að eyra hennar. Hann hélt niðri í sér andanum og hlustaði. — Allt lífsmark var horfið frá henni, — aðeins hin sýnilega mynd Elínar lá á koddanum. — Hann þráði að horfa á hana í hinzta sinn, en það sótti móða á augu hans. Kaupl gull ug sllfur Grímsstaðaholt Sveinsbúð Fálkagötn 2 Leiðin er ekki iengri en i þegar þér þurfið að setja smáauglýsingu í Víst — Þœr hrífa jafnan — smáauglýsingarnar í Vísi. ýþwttabálkuK Framh. á 4. síðu. ' sekúndum sléttum, en Attlesey og Thomsons, landar hans, hlupu á 14.3 og 14.5 sekúndum. •— Þá hefur Bandaríkjamaður- inn Shelton stokkið 2.02 metra í liástökki. ★ 1 ! Bob Richards, presturinn, sem nú er talinn slyngastur, stangarstökkvari heimsins, stökk nýlega 4.58 metra, og er það bezti árangur sem náðzt hefur á þessu ári. Fortune Gordien, Bandaríkjamaður, hefur nýverið kastað kringi- unni 54.76 metra. Kusnetzov frá Rússlanid setti nýlega rúss- neskt met í spjótkasi með því að kasta 76.20 metra. Á kvöldvökunm Henry Becht, enskur ölbíl- j ríkjunum, þegar nafni hans, stjóri, varð fyrir því óhappi, að sem var í sama fangelsi, átti að vatnskassinn bilaði og kæli- j verða frjáls ferða jsinna á ný. Tugjuísunda tjón af fíðrildaiirfum. Fiðrildalirfur hafa valdið taIs-« verðu íjóni í matjurtagörðum á Eyrar- vatnið lak af. Hann gerði við Hinn fyrrnefndi falsaði undir- iTérlendis einkum bilunina, hellti 21 flösku af skrift nafna síns og gekk síðanj^j.^ bjór á vatnskassann og ók á- út úr fangelsinu. fram. Istambul við mynni Svarta- hafs hélt nýlega upp á 500 ára afmæli sitt undir stjórn Tyrkja. • Maður nokkur í Memphis í U.S.A. var dreginn fyrir dóm- Úhu jíhhí Eftifarandi var í bæjarfrétt- um Vísis 19. júlí 1918. Síldveiðarnar. Frá Siglufirði var símað í ara vegna ryskinga. Dómarinn Særi að þar sé kominn ágætur hérlendis. ráðlagði honum að fara til Kór- síldarafli, t. d. kom mótorskipið | í vor hafa skordýr þessi unn- Geir Gígja hefir unnið að rannsókn á þessu á vegum búnaðardeildar Atvinnudeildap ! Háskólans. Hefir komið í Ijós. að hér er umað ræða fiðrilda- lirfur, sem nefnd eru íslands- fiðrildi, — Euxoa islandica, en skordýr þessi eru áður þekkt eu ef hann vildi berjast. j „Esther“ tvisvar inn á laugar-1 ? „Eg er nýkomin frá Kóreu, ’ daginn með á 4. hundrað tunn- herra dómari. Eg lenti í slags- , úr í hvert sinn og um 400 tunn- málum út a,f bardögunum þar,“ ' ur fékk sama skip í gær. Frá Hjalteyri var Vísi símað, að Kveldúlfsskipin Skallgrím- ur og Snorri goði hefðu komið inn í fyrrakvöld með fyrstu ið mikið tjón á Eyrarbakka. Lifur þessar naga grösin, eink- um niður við rót, én súms stað- ar hafa þær etið upp gulrótar- plöntur jafnóðum og þær. spruttu úr sandinum. Mismunandi mikið er af lirf- um þessum í görðum, en fundizfc áyaraði' maðurinn.' 9 Það eru fleiri Indverjar á Fiji-eyjum en innfæddir. Hinir fyrrnefndu eru um 140 þús. j veiðina. Hafði Skallagrímur hafa allt að 50 á hverjum fer og fer sföðugt fjölgandi, en innfæddir éru aðeins 130 þús. ® Auðveldara er að na mein veitt 200 en Snorri 150 tunnur. Veðrið er nú að breytast til batnað- ar. í morgun var 11,8 stiga hiti metra. Um þessar mundir skríða fiðrildin úr púpunum og fara upp á yfirborð jarðar, verpa, og deyja síðan. Nota má Gesarol og fleiri lyf, en mest- safa úr sítrónu, ef hún er fyrst látin liggja fimm mínútur í hér í bænum, 10,7 á ísafirði, 13 ' ur árangur næst, þegar lirfurn- heitu vatni. já Grímsstöðumj 8 á Akuréyri,jar erú smáar. Tjón þáð, seiri hafa beðið af á Grímsstöðunv 8 á Akuréyri,' ar érú smáar. í gær vun miðjan dag: vár 19 Eyrbekkingar George MacCrimmon var í stiga hiti í Eyjafirði, sólskin og, völdum þessara skordýra, vor í gæzluvarðhaldi í Ban-da- j logn. . -----* --------- [ nemur tugum þúsunda króna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.