Vísir - 14.10.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 14.10.1953, Blaðsíða 5
Miðyikudaginn 14. október 1953 ... V í SIR Engar skýrslur hefur höfundur Samborgaraþáttarins í hönd- unum, sem bent gætu til þess, hve margar skrifstofu- eða símastúlkur þessa bæjar eru nú. Vafalaust skipta þær þó þús- undiun, og hagfræðilega séð eru þær því löngu orðinn mikill þáttur í atvinnulífi bæjarins. Reykjavík hefur á tiltölulega mjög skömmum tíma færzt í nútíma horf, einnig á þessu sviði. Hér er risin upp stétt, sem verður æ fjölmennari, og svo þýðingar- mikil, að án hennar geta hin stóru heildsölufyrirtæki og opin- beru stofnanir ekki verið. Stúlkurnar, sem streyma upp i strætisvagima laust fyrir 9 á morgnana eru ekki lengur neitt tímabundið fyrirbæri hagstæðs árferðis, heldur varanlegur liður í hagkerfinu. En stúlkan á skrifstofunni gcrir fleira en að anza í síma, vélrita verzlunarbréf eða hraðrita fyrir forstjórann. Ugglaust á hún sín hugðarefni, sín framtíðaráform, sína dagdrauma, sem engan grunar, sem sér hana við vinnu sína. Hið furðulegasta fyrirbæri í lífinu er fólkið sjálft, nágrann- fan, hinar óþekktu þúsundir, sem maður þekkir ekki, en veit a£ í kringum sig, fólkið á Vestm’götuuni, Skjólunum, Klepps- holti, Teigunum eða Hlíðunum, allir þessi samborgarar okkar, sem hver hefur sínar áhyggjur, gleði- eða raunastundir. Og það hlýtur stundum að vera gaman fyrir forstjóra mikils fyrirtækis að velta fyrir sér, hver skyldu nú vera hugðarefni stúlkunnar, sem gætir símans hjá honmn eða skrifar fyrir hann á ritvél. Nú, eða hvað bókarinn fáist við í tómstundum sínum. Það er með þessu hugarfari, sem Samborgaraþáttur Vísis er skráður, en hann vill helzt ekki láta sér neitt mannlegt óviðkomandi. — I dag ætluni við að rabba við símastúlku, Kristínu Finnboga- dóttur að nafni. Hún vinnur hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, og hún á sér óskadraum, eins og aðrar stallsystur hennar í hundruðum fyrirtækja um allan bæinn. Kristín Finnbogadóttir er ein Kristín, „en við sáum eiginlega af þessum nutímastúlkum, sem vita hvað þœr vilja. Ekki má misskilja. þessi orð á þann veg, að framkoma hennar. mótist af frekju og ágengni, því að fjarri fer því. Þvert á móti sameinar hún í fari sínu kurteisi og á- ákveðið viðmót, en slíkt er jafn- an líklegt til árangurs í lífinu. Þegar ég spyr hana, sam- Jcvœmt gömlum vana, hve göm- ur hún sé, segir hún, að vel megi komast svo að orði, að hún sé „liölega tvítug“. Finnst mér fara vel á því, enda alviðtekin regia, að aldur kvenfólks sé eitt af því, sem það meðhöndlar sem leyndarmál. Svo látum við svar Kristínar gott heita, enda sann- leikanum samkvœmt. Hún er fædd í sveit, nánar tiltekið að Hítardal á Mýrum, dóttir hjónanna Sigríðar Teits- dóttur og Finnboga Helgasonar, sem þar bjug.gu, en þau létust bœði í hitteðfyrra. Um heimilis- hagi Kristínar má annars segja frá svo óvenjulegum hlut sem þeim, aö hún er eina stúlkan af tólf systkinum, og með brœðrum sínum elzt hún upp í Hítardal, sem er efsti bœr í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Þar dvelur Kristín til 16 ára aldurs, en þá fer hún í Kvenna- skólann í Reykjavík, og er þar i tvo vetur. Hana fýsir þá til a.ð lœra meira um það, sem lýtur að vefnaði og matreiðslu og öðrum kvenlegum íþróttum, e. t. v. vegna þess, hve mikið „karlaríki“ hún hafði átt viö að búa heima fyrir, og tekur að stunda nám við húsmœ&raskól- ann að Staðarfelli í Dölum. Þœr voru þar samcln 30 stulkur, sem aldrei komu úr skólanum, að heita mœtti, og höfðu litið sam- neyti við annað, jólk., Skólinn var ágætur í sjálfu sér, segir aldrei aðra karlmenn en prest- inn og fjósamanninn“, og þó að þeir séu báðir heiðursmenn, vildu þœr gjarna sjá fleiri kyn- brœður þeirra, eins og vonlegt er. Fyrir því var vistm heldur daufleg á stundum, og þá var það, fíð' Kristín tekur að fást við leiklist til gamans og dund- urs, Setur hún á svið leikrit með stailsystrum sinum, og þótti þetta liin bezta skemmtun. Var þetta upphaf þess, sem síðar verður greint frá. Það gerist næst, að Kristín leggur land undir fót, fer til Reykjavíkur og tekur að stunda leildistarnám hjá Lárusi Páls- syni. Hún er tvo vetur í leik- skóla hans og líkar prýðilega kennslan, en viðfangsefnin ná á henni æ fastari tökum. En hún verður, eins og fieiri ungar stúlkur, að fá sér eitthvað að gera, hún getur ekki iifað á leiklistarnámi. Þér unnuð við ritsímann um tima? Já, eg vár svo heppin að fá virnxu hjá ritsímanum í Reykja- vík, eða í 1020. Þar tók eg við skeytum og vann að því ein tvö ár. Það var skemmtileg vinna, lifandi og aldrei tilbreytingar- snauð. Þar unnum við í vökt- um, kl. 8—2 eða 2—9. Hins vegar ætlaði eg að sækja skól- ann kl. 5—7, og þess vegna var erbfitt að koma þessu vel fyrir. Eg ákvað því að fá mér aðra vinnu, og það tókst, hjá Sam- bandinu. Þar var ágætt að vinna, liprir samstarfsmenn og yfirboðaðar. Þarna vann eg í tvö ár, en hætti svo árið 1951, er eg fór til Englands, til leik- listarnáms þar. í haust kom eg svo aftur heim frá Englandi, og vinn nú aftur hjá Sambandinu. Segið okkur frá Englandsdvölirini. Eg var fyrst í Birming'ham. í leiklistarskóla, sem nefnist „The Training School of the Crescent Theatre“. Þetta var ágætur skóli, og til gamans má geta þess, að Magnús Pálsson leiktjaldamálari stundaði þar nám. Þarna var eg einn vetur. Eg var vitaskuld auralítil, en komst af með því að vinna hjá fjölskyldu einni fyrir fæði og húsnæði. Fyrst var eg heldur óheppin með vist, því að fjöl- skyldan sem eg var hjá, notaði mig einkum til þess að tína ætisveppi í kjallaranum, skera þá og „sör,téra“. Síðan hefi eg ekki þolað ætisveppi. Síðar komst eg til „betri“ fjölsk5ddu, sem ekki stundaði ætisveppa- rækt. Annars er Birmingham leiðinleg borg, óhrein af reyk og sóti þúsunda verksmiðju- reykháfa, en þungaiðnaður er þar mikill, eins og allir vita. (Við komum ’bkkur þó saman um, að til séu sæmileg hverfi í Birmingham, t. d. Edgbaston, en þar bjó eg í tvo mánuði end- ur fyrir löngu sem mennta- skólastrákur. En það er nú önnursaga). í London. Að lokinní dvöl í Birming- ham fói eg til London. Þar stundaði eg nám við „London Academy of Music and Drama- tic Art“, var þar sl. vetur ,og' tók próf þaðan. í London vai’ reglulega skemmtilegt að vera, þótt oft hafi fjárhagurinn vei'- ið þröngur. Annars var yfriö nóg að gera á leiklistarskólan- um. Þar var í fyrstu lögð á- herzla á að vera eðlilegur og óþvingaður í framkomu, enn- fremur kenndur framburður, framsögn og hreyfingar. Við vorum látin koma fram í ýms- um hlutverkum, og eftir þrjá mánuði í skólaleik, en þar eru viðstaddir ýmsir leikstjórar og kvikmyndatökumenn, sem eru hafa fleiri en einn jólasvein að svipast um eftir efnilegum leikurum. Þá lærði maður einn- ig sitt hvað, sem að gagni kem- ur vegna sjónvarps- og út- varps-leikrita. Eg fekk að vera með í leikriti eftir Evripídes, en forngrísk leikrit voru mikið notuð við slcólann. Ú tlend ingslegur framburður. Það háði mér vitanlega nokk- uð, einkum fyrst i stað, að eg þótti hafa útlendingslegan framburð á enskunni, eins og vonlegt var. En það varð þó j til þess, að eg fekk að leika hlutverk þýzkrar stúlku í leik- riti einu, allstórt hlutverk. Við fengum einnig að leika í fræg- urn leikritum eins og t. d. Sem yður þóknast og Kaupmannin- urn í Feneyjum eftir Shake- speare, Heilagri Jóhönnu eftir Shaw og Einkalífi Noel Co- wards, sem hér var sýnt um. daginn. Þetta var. erfitt nám, en fjarska heillandi, að mér fannst. Kristín kom frain í brezka útvarpinu meðan hún dvaldi í London. Hér sést hún við hljóðneniann. í atvinnuleit. En það kom að'því, að eg varð að verða mér úti um vinnu, og ekki var hlaupið að því. Þó vann eg fyrir mér um tíma með því að vísa til sætis í kvikmyndahúsi, ennfremur í veitingahúsi í Kensington og loks hjá stórvei’zluninni Self- ridges. Þá bar svo við um jólin í fyrra, að eg var í atvinnuleit, en gekk erfiðlega. Minnstu munaði, að eg fengi vinnu hjá aðalpósthúsinu í London, en þangað er ráðið mikið af auka- fólki um jólin. En svo datt við- komandi manni, sem ætlaði að ráða mig, í hug, að eg væri ekki Englendingur, en það verður rnaður að vera til þess að fá vinnu við þá stofnun, svo að eg varð af vinnunni, enda vildi eg ekki afneita þjóðerni rnínu. Þegar eg' kom heim, hálfleið í skapi, settist eg niður og skrif- aði Berzka útvarpinu bréf, þar sem eg sagðist vita, að það heíði einhvern þátt, sem heitir „In Town Tonight“ („Gestir í bæn- um“), þar. sem útlendinear kæmu stundum fram. Sagðisf eg vera íslendingur á ferð í Lond.on og spufði, hvor menn vildu nokkuð tala við persónu frá því landi. Svo stakk eg bréf- inu í póskassann, og gleymdi því undir eins. í brezka — útvarpinu. En viti menn, daginn eftir var mér sagt, að hringt hefði verð til mín frá BBC (brezka útvarpinu) og beðin að hrineja í tiltekið númer. Það gerði eg, og var þá sagt að koma daginn eftir. Það gerði eg vitanlega. og var svo tekin í þenna þátt hinn 29. nóvember í fyrra. Þar kynntist eg ýmsu kunnu fólki, m. a. Hildegard Knef, þýzku leikkönunni, sem leikið hefii undanfarið í myndinni „Synd- uga konan“ í Nýja Bíó. Hún er ákaflega eftirtektarverð, a. m. k. fyrir karlmenn. Hún hefir víst það, sem orðhagir menn nefna kynþokka, eða „sex“ á ensku. Bretar kalla hana núna Marlene Dietrich númer tvö. Eg var látin segja frá jóla- sveinunum heima, en það þótti þeim merkilegt, að við skyldum Ýmislegt fleira til gamans var minnzt á í þætti þessum, en fyrir 3 mínútur fekk eg 3 Gui- neur (1 Guinea er 21 shilling- ur), og það var góð borgun. Mig munaði fjarska mikið um þetta, fjárhagslega. Eignaðist góða vini. En það, sem var meira um vert var það, að við þetta tæki- færi eignaðast eg góða vini hjá BBC. Einn þeirra kom mér í samband við háttsettan mann hjá stórverzluninni Selfridges, sem minnzt var á áðan. Þar fekk eg vinnu, með fjögra punda launum á viku, en fyrir það má komast af í London þegar sparlega er á haldið. Þarna var skemmtilegt aö vimia. Yfirleitt finnst mér gaman að vinna vinna, þar sem margt er af fólki og margt að" gerast. — En hingað til lands kom eg í septemberlok sl. og’ byrjaði aftur hjá Sambandinu. Eg vona þó, að mér takist að fá tækifæri til þess að sinna leiklist eitthvað hér, þegar ein- hver verkefni fást, sem eg verð talin nothæf í. Hafið þér fleiri hugðarefni? Mér þykir fjarska gaman að tónlist, sérstaklega symfóníum. (Þegar Kristín segir þetta, horfi eg athugandi á hana, því að þetta er heldur sjaldgæft um ungar stúlkur, eins - og allir vita. En allt vii’ðist með felldu). Helzt vil eg hlusta á Beethoven, og þá einkum 9. symfóníu hans, sem mér finnst dásamlegt lista- verk. En annars er eg vita-lag- laus, því miður, en við því er ekkert að gera, og eg get skemmt mér við að hlusta á aðra leika eða syngja. Hvað finnst yður um kvenréftindi? Vitanlega finnst mér, að kon- ur eigi að' íá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar, en ann- ars þykir mér konur "gera ó- þarflega mikið að ýmislegu „brölti“ í . sambandi við hin og'.. þessi réttindi. Þetta lagast víst allt af sjálfu sér, enda er ykk- ui', karlmönnunum ekki stætt á öðru. En mér leiðist kvenfólk, sem „vesenast“ of mikið í nefndum. Svo þökkum við Kristínu rabbið, og vonura, að óska- draumur hennar um leiklist og fleira megi rætast. orrSTAF \. SVEINSSON EGGERT ULAESSEN nœscarettarlógmenn rernplarasundl S, (Þórshamarl Allskonar lögfræðistörf. Fasteignasala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.