Vísir - 26.10.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 26.10.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 26. október 1953 VÍSIR ðttaslegin eiginkona. Cftir Wzrt Í^iherti f^linekart. 33 sá hann, að eftir nokkra daga var kominn sá kafli marzmánaðar, er hann jafnan hafði mikið að starfa, og nú var ekki um annað að ræða, en koma því frá sem fyrir var, ætti hann að geta sinnt eftirgrennslunum sínum frekar. Loks var hann búinn að fá slæman höfuðverk og skellti aftur bökunum, argur og í upp- reistarhug. Um klukkan 6 fór hánn í sjúkrahúsið. Hann kveið fyrir því, að horfast í augu við Önnu — kveið fyrir að segja henni það, sem hann gat ekki komizt hjá að segja henni. Ekki aðeins það sem hann varð að segja henni um son hennar. Það var óhjá- kvæmilegt að segja henni frá þessu um peningana, sem hún hafði sparað saman hans vegna. Það var eitt eða tvennt, samt sem áður, sem hann yrði að reyna að komast að, í fyrsta lagi hvort Martha hefði nokkuð sagt henni um sjálfa sig, eða minnzt nokkuð á manninn, sem frú Hicks hafði kallað vin hennar. Anna sat upp við dogg í rúminu, þegar hann kom. Honum þótti vænt um, að enginn var á verði við dyr hennar, en hún var þreytuleg, og hjúkrunarkonan tók skýrt fram við hann, að hún mætti ekki komast í hugaræsingu. Hann var ekki fyrr kominn að rúmi hennar, er hún spurði um drenginn: „Hafa þeir fundið hann?“ „Þeir hafa rakið slóðina til Gróðrarstöðvarinnar og þar þreng- ist hnngurinn. Þeir munu finna hann, væna mín. Um 18.000 lögreglumenn hafa augun hjá sér. Og þar að auki ríkislögreglan." .„Til Gróðrarstöðvarinnar — hann hefir ekki farið þangað upp á eigin spýtur.“ „Eg er smeykur um, að þú. hafir rétt fyrir þé í því, Anna. Við enrm smeykir um, að einhver hafi farið með hann og felu- staðurinn sé á þeim slóðum. Það hlýtur að hafa verið einhver, sem hann þekkti, því að allt bendir til, að hann hafi.farið þang- að af frjálsum vilja. Hve lengi hafði hann verið í Gonnecticut- fylki?“ „Um það bil tvo mánuði.“ „Og þar áður? Hverja þekkti hann?“ Hún reyndi að vera róleg. Honum leið illa í hvert skipti, er hann varð að horfa í augu hennar. „Eg veit varla,“ sagði hún, eins og í vafa. „Nokkur börn á svipuðu reki og hann var sjálfur. Eg reyndi jafnan að hafa hann hjá mér, en eg lofaði honum að sjálfsögðu stundum út að leika sér á gangstéttinni fyrir framan húsið.“ „En hann var kunnugur fólkinu í húsinu?“ „Honum geðjaðist að Mike Hellinger. Hjónin á fyrstu hæð vinna bæði úti í bæ. Hann sá þau sjaldan. Maðurinn á hæðinni fyrir ofah — Jamison held eg', að hann heiti, hafði ekki verið þar lengi. Hann sá Billy aldrei.“ Vitanlega hlaut það að vera Hellinger. Með honum mundi hann hafa farið. Hann hafði verið dauðskelkaður, hlaupið niður stigann, — ekki gert sér grein fyrir hvað í rauninni hafði gerzt — og hlaupið í arma Hellingers. Hann gekk út að glugganum, svp að Anne gæti ekki getið sér neitt til af svipbrigðunum í andlitinu. Close hafði sagt, að Hellinger væri ekki allur þar sem hann væri séður — og hæfari til betra starfs en hann gegndi. Og hann var sterkur. Honum hefði verið það leikur að kyrkja Mörthu Simmons. En samt var gátan óráðin. Hefði hann getað ]iínLeit Og iiÉurhelt VERZL Operuó öncji l? ó (i Sigurðar Skagfield í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, sími 6124. Sálarrannsókna- félag íslands heldur fund í Sjálfstæðis- húsinu mánudaginn 26. okt. kl. 8,30. Fundurinn verður helgaður minningu látinna. Forséti flytur erindi. Ingvar Jónasson og Jón Nordal flytja tónlist. Einar Loftsson segir frá merkilegum fundum með enskum miðli í sumar. Nýir 'félagsmenn geta inn- ritað sig í félagið áður en fundurinn hefst. StjórnÍR. ék ék BMDGEÞ&TTDB V 4 4 4 VSSIS $ Lmu&wm ú »i: *s Á, G, 5 V Á, 8, 2 ♦ K, 7, 6 * Á, 8, 7, 6 * 8, 4, 3, 2 ¥ 6, 4 * 10, 8, 5 * K, D, G, 9 * D, 10, 9 ¥ 7, 5, 3 * 9, 3, 2 * 10, 4, 3, 2 *s K, 7, 6 ¥ K, D, G, 10, 9 ♦ Á, D, G, 4 * 5 Suður spilar 7 hjörtu og út kemur kóngur í laufi. Spurt er hvernig réttast sé að spila spil- ið. Það er fljótséð að 7 hjörtu eru unnin, ef spaðadrottning er hjá vestur, en til þess þarf að „svína“. Fyrir því eru jafnar líkur. En við nánari athugun spilanna er annar möguleiki, sem er sennilegri eftir líkinda- reikningi. Og byggist það á skiptingu hjartans 3—2, en líkur fyrir því eru 68 af hmidr- aði móti 28 af hundraði, að skiptingin sé 4—1. Laufás er tekinn með ás og lauf er drepið með hjarta á hendi. Hjarta- kóngur er tekinn og drottningin tekin með ás í borði. Merki báðir hjarta er spilað út laufi og það drepið með hjarta. Blindur kemst inn á tígulkóng, en síðasta laufið síðan drepið með síðasta hjarta handarinn- ar. Þá er spilað spaða 6 og drepið með ás í borði, en í hjarta 8 fellur spaða 7 af hendi, og á þá suður alla slagi, sem eftir eru. Sé hjartað skipt verður að reyna spaðann Gku Jmh/ ðat...* í bæjarfréttum Vísis hinn 26. október 1918 var m. a. þetta: Islenzkir sjónleikir. Tveir smáir sjónleikir sýndir í Iðnaðarmannahúsinu annað kvöld. Þeir heita: Bónorð Sem- ings og Gesturinn, en höfundur þeirra er Illugi svafti, og veit Vísir engin deili á honurn, svo að hann þori með að fara. Aðal- æfing var haldin í gærkveldi, og fór Vísir þá og kíkti inn á milli gluggahleranna á Iðnó og sá alla leikendurna á leiðsvið- inu. Voru það þær Guðrún Ind- riðadóttir og Soffía Guðlaugs- dóttir, Helgi Helgason og Jón Vigfússon. Ekkert heyrðist út um rifuna, en það þóttist Vísi sjá á leikendunum, að gaman mundi vefa að heyra, hvað þeir væru að segja, og ætlar þess vegna að fá sér aðgöngumiða strax í dag. Það ef ekki víst, að það verði seinna vænna. I. R. KÖRFU- KNATT- LEIKUR. Karlar: Æfing í kvöld kl. 6.50 að Hálogalandi. ÞRÓTTUR. HAND- KNATTLEIKS- ÆFING í kvöld kl. 8.30 fyrir meist- ara, I. og II. fl. — Nefndin. K. R. FRJÁLS- ÍÞRÓTTA- DEÍLD. Aðalfundur deildanna verð- ur haldinn á mánudaginn 2. nóvember kl. 8.30 í félags- heimili K. R. — Fundarefni. Venjuleg aðalfundarstörf. K. R. III. fl. Allar æfingar falla niður þessa viku. Knattspyrnudeild K. R. MAGNOS THORLACIUS hæstaréttariögmaSur MálfiutnÍDgsskrifstdfa Aðalstræti 9. — Sími 1875. RF7T m Áimi.TSA f VTSÍ C. M Suwcuqkáí Þegar komið var til ljónasléttunn- ar, lét Nemone kalla Tarzan til sín. „Það er eitt sem eg vildi gjarhan' sjé sig gera heldur en láta lífið,“ „Hvað er það?“ spurði Tarzan. „í gærkvöldi,“ sagði Nemone, „Kraup eg við kné og bað um ást þína. Nú skalt þú, Tarzan, krjúþá hér á kné og biðjasí vægðar og þá skal eg launa þér .með lífi þjnu/*, sagði hún. ákof. „Þú mundir samt láta drepá htfg.4* sagði Tarzan kuldalega. „Láttu ljön þitt komá. Kánnske eg . géti drepið það.“ aafiaitfsdí. mz sagði hún.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.