Vísir - 15.01.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 15.01.1954, Blaðsíða 8
fceir lem gerast kanpendur VÍSIS eftír j if. hver* * mánaðar fá blaðið ákeypi* tíl mánaðamóta. — Síml 1650. VlSIR er ódýrasta blaðið og H það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 16tí0 «g geriit áskrifendur. Fösíudaginn 15. janúar 1954 Tjónið af Reykjalundar- brunanum um 1150 þús. kr. Þar af vorti vörubirgðirnar röskiega 8011 þúsund krónur. Tjón af völdum brunans að Reykjalundi varð, eftir því, sem næst verður komizt, rúmlega 1.150.000 krónur. Vísir átti í morgun tal við Árna Einarsson, framkvsemda- stjóra vinnuheimilisins að Reykjaulndi, og innti hann eft- ir þessum málum. Sagði Árni, að unnið væri að skýrslugerð eftir brunann, vegna vátrygg- ingarfélaganna, sem hér eiga hlut að máli. Þegar Vísir birti fregnina um brunann um daginn, var tjónið lauslega áætlað um eða rösk- lega ein millj. króna. Við nán- ari athugun hefur komið í ljós, að tjónið er sem næst 1150 þús. krónur, eins og fyrr greinir. •— Vörubirgðir voru tryggðar fyrir 809.000 krónur, vélar fyrir 150.000, ýmsar heimilisvörur, sængurföt og þess háttar fyrir um 100.000 og skálinn sjálfur fyrir um 100.000. Vörubirgðir voru tryggðar sameiginlega, og er nú unnið að því að gera skýrslu um vör- ur þær, sem óbrunnar eru og koma til frádráttar, en þær eru tryggðar hjá Sjövátrygginga- félaginu og Vátrygging h.f. — Vélar voru tryggðar frá Bruna- bótafélaginu, en sængurföt og aðrar heimilisvörur hjá Sam- einuðum tryggingum. Skálinn (bragginn), sem brann, var í sjálfu sér lítils virði, en eins og á stóð, var mik- ill bagi að því að missa hann. Á- fast honum var annar skáli eða skúr, sem notaður var sem svefnhús verkamanna í steypu- I vinnu á sumrin. Skúr bessi 1 brann líka, og er því mikill bagi : að. Annars miðar starfmu vel áfram að Reykjalundi, eins og , Vísir sagði frá um daginn, og j mun bruninn engin áhrif hafa á framtíðaráform SÍBS-manna. Nú er unnið af kappi að því að setja niður vélar í nýfuil- gerðan vinnuskála, eins og áð- ur hefur verið skýrt frá. • Samkvæmt seinustu opin- berum skýrslum hafa 114 menn farizt af völdum snjó flóða í Austurríki, en 23 er saknað. 50 hafa meiðzt alvarlega. Alls hafa farizt af völdum snjóflóðanna 140—150 manns í 4 lönd- • um: Austurríki, Sviss, Þýzkalandi og Ítalíu. Ættingjar Beria reknir í útlegð. Nánustu ættingjar Lavr- enti Beria og yfir 40 vina- fjölskyldur hafa verið flutt- ar til fjarlægra borga í Si- biríu, að því er frétzt hefir meðal erlendra blaðamanna í Moskvu. Ekkja Beria liefir fengift starf í bænum, þar sem Biún nú dvelst, en notar nú nafn sinnar eigin ættar. Bærinn leggi til 300 þús. kr. til Faxaflóaferða. Á bæjarráðsfundi síðastlift- inn þriðjudag var lagt fram bréf frá Gísla Jónssyni alþm. varð- andi skipaferðir um Faxaflóa. í bréfinu fer Gísli Jónsson fram á það, að bæjarsjóður leggi fram 300 þús. kr. hlutafé í félag til þess að halda uppi skipaferðum milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness. Máli þessu var vísað til með- ferðar í sambandi við af- greiðslu fjárhagsáætluanr bæj- arins. Félagsvist Sjálfstæöisfé- laganna á tveim stöðum. Flugslys skammt frá Rómaborg. 16 menn biðu brá&an bana. Enn varð flugslys í gær og biðu 10 menn bana. Flugvélin hrapaði til jarðar í björtu báli. Þetta gei’ðist er flugvélin, sem var að koma frá Filipseyj- um, ætlaði að fara að lenda i Rómaborg, en þaðan átti að fljúga áfram til London. Lík- legt er, að sprenging hafi verið orsök íkviknunarinnar. Allir, sem í flugvélinni voru, fórust. — Fulltrúi Filipseyjaflugfé- lagsins er farinn til Rómaborg- ar, til þess að taka þátt í rann- sókn út af slysinu. Ovenju mlídur desember. lírkoman var 75% umfram meðallag. Stutt ávorp, en að lokum dansað Sjálfstæðishúsinu og að Hótel Borg í kvöid. Beðlð átekta í STEF- málinu. Undanfarið Jiefur verið held- ur hljótt um kröfur þær, er hið íslenzka STEF hefir gert á heiidur útvarpsstöð Bandaríkja- manna á Keflavíkurvelli. Vísir átti í morgun tal við Sigurð Reyni Pétursson lög- fræðing, sem er staðgengill Jóns Leifs tónskálds í fjarveru hans erlendis, og tjáði hann blaðinu að raunverulega væri ekkert nýtt um þetta að segja, nema það, sem fyrr var vitað, að hið íslenzka STEF mun halda fast fram kröfum sínum, ef hin bandaríska stöð ekki gengur að þeim. í bili er málið í höndum hins bandaríska STEFs, sem hefur falið hinu íslenzka systurfélagi fram- kvæmdir í málinu, að því er varðar bandaríska, verndaða tónlist. Hins vegar má geta þess, að hér er um fleiri teg- undir verndaðrar tónlistar að ræða, svo sem franska og brezka, og hafa STEF-in í þeim löndum staðið mjög fast með hinu íslenzka STEFi. Forscti Tyrklands er lagð- ur af stað í opinbera hcim- sókn til Bandaríkjanna. — Hann hefur viðdvöl í Lon- don 1—2 daga og verður þar gestur brezku stjórnar- innar. Desembermánuður var ó- venju mildur um allt land. í Reykjavík var meðaihiti mánaðarins 2.5° og er það 2.5° hærra en meðalhiti allra des- embermánaða frá 1901 til 1930, en við þau ár eru meðaltöl um hita og úrkomu miðuð. Á Ak- ureyri var mánaðarhitinn 2.8° og hefir aðeins einn desember- mánuður orðið þar hlýrri á þess ari öld, en það var árið 1933, þá var meðalhiti mánaðarins 3.7°. í meðalári' er meðalhiti desembermánaðar á Akureyri -f-1.7°. Hlýjast mun hafa verið þ. 16., þá komst hitinn á Akur- eyri upp í 13.4°, en í Reykja- vík mældist hæst 10 stiga hiti. Kaldast var fyrstu daga mán- aðarins, en þá var norðvestlæg átt ríkjandi. í Reykjavík varð kaidast -f-10.5° aðfaranótt þ. 3., en á Akureyri var kaldast nótt- ina eftir, 12 stiga frost. Eftir þennan kuldakafla fyrst í mán- uðinum var áttin oftast suð- austlæg, suðlæg eða suðvest- læg og hlýtt um allt land. Mjög úrkomu- og dimmviðrasamt var um sunnanvert landið. í Reykjavík var úrkoman 75% um fram meðallag og úrkomu Kommiínistaleti- togi strýkur. JoJhn Foster Dulles utanrík- isráðlierra Bandaríkjanna er sagður hafa verið í sólskins- skapi núna um áramótin. Hafi hann þá fengið fregnir af því, að háttsettum kínversk- um kommúnistaleiðtoga hefði tekist að flýja frá Peking, með aðstoð bandarískrar leyndar- þjónustu. Kommúnisti þessi var um tíma á bandaríska herskip- inu Merrick, sem þá var statt í Hongkong. Hann hafði með sér fulla ferðatösku af allskon- ar skjölum, sem talið er _að muni koma sér illa fyrir Mao Tse-tung, að birt verði. Bræ&ralagið í Egyptalandi sakað um samsærisáfornt. Bretar taldir meó í ráóum. Sjálfstæðisfélögin fjögur hér í bæ, Vörður, hvöt, Heimdallur og Óðinn, efna til spilakvölds í tveim stærstu samkomuhús- um borgarinnar í kvöld, Sjálf- stæðishúsinu og Hótel Borg. Spiluð var félagsvist. í fyrra varð nokkur hagnaður af skemmtunum Sjálfstæðisfélag- anna í bænum, og verður hon- um nú varið til þess að hafa vandaða vinninga í sambandi við félagsvistina. Sú kona, Sem hlutskörpust verður á hvorum stað, fær litla þvottavél, en sig- urvegarar úr hópi karla fá 500 krónur á hvorum stað. Flutt verða stutt ávörp á hvorum stað. í Sjálfstæðishús- inu tala Jóhann Hafstein alþm., frú Kristín Sigurðardóttir og Ólafúr Pálsson mælingafull- trúi. Að Hótel borg taka til máls Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri, frú Auður Auðuns og Friðleifur I. Friðriksson bíl- stjóri. — Að lokinni félagsvist- inni verður dansað. Á meðan fólk er að koma sér fyrir, verð- ur einleikur á píanó. Húsin verða opnuð kl. 8, en félagsvistin hefst kl. 8.30. Ráðlegra er að koma stundvís- lega til þess að forðast þrengsli. Allt Sjálfstæðisfólk er velkomið en aðgangur er ókeypis. A!Is hafa 450 forsprakkar í Bræðralagi Mohammeðstrúar- manna verið handteknir í Egyptalandi. Aðeins um 20 hef- ur verið sleppt aftur að yfir- heyrzlum loknum. Eignir Bræðralagsins liafa verið gerð- ar upptækar. Einn af meðlimum byltingar- ráðsins sagði í gær, að Bræðra lagið hefði haft flugumenn i flugher og landher, og áformað að steypa stjóm landsins af stóli, og rætt þau áform við starfsmenn brezka sendiráðsins í Kairo. Talsmaður sendiráðsins sagði í gærkvöldi, um þessar stað- hæfingar — að þær væru endí- leysa. Sir Ralph Stevenson sendi- herra Breta í Kairo ræddi í gær við Naguib forseta, og var þetta fyrsta viðræða þeirra eftir að Sir Ralph tók aftur við störfum, að afstöðnu veikindaleyfi. Þeir munu hafa rætt hin gömlu deilumál frekar en handtök- urnar og þau mál. varð vart alla daga mánaðar- ins nema þ. 3. Mest var úr- koman þ. 10. Sólskinsstundir í Reykjavík voru um það bil 8 í öllum mán- uðinum. Mánuðurinn var mjög snjó- léttur. í Reykjavík var alhvít jörð fyrstu fjóra dagana, en eftir það festi naumast snjó. Ekki var sérlega stórviðrasamt x mánuðinum; þó komst veð- urhæðin í Reykjavík þrjá daga upp í 10 vindstig, það var þ. 16., 29. og 30. Mikft um árekstra í gær. Vegna ísingar á götum bæj- arins í gær og óvenjulegrar hálku voru allmikil brögð að árekstrum og munu a. m. k. 14—16 farartæki hafa lent í árekstrum að því er lögreglan tjáði Vísi í morgun. Enginn þessara árekstra varð þó mikill né alvarlegur. Maður verður fyrir bíl. í gær varð maður fyrir bif- reið í Bankastr.æti, en meiðsli'. hans urðu ekki alvarleg. Rændi krakka. í gær var kært yfir manní. nokkrum, sem gripið hafði leik- fang af tveimur drengjum, er voru að leika sér með það úti á: götu. Maðurinn hélt á brott. með hlutinn, en lögreglan fann hann. niður í miðbæ og tók þar af honum leikfangið, en tók: manninn sjálfan í vörzlu sína. Eldur við Múlaveg. í gær kviknaði í skúr við Múlaveg, var lögreglan kvödd. á vettvang og slökkti hún eld- inn. Tjón varð lítið. Ekið á umferðarljós. í fyrradag var bifreið ekið á umferðarljós á mótum Snorra- brautar og Laugavegs svo að greinileg ummerki sáust eftir áreksturinn. Ekki tókst að finna þann sem árekstrinum olli. Líklegt cr talið, að aðeins annað bandaríska herfylkið, sem flutt verður frá Kóreu, verði sent heim. Er talsvert um það ritað, að það verði sent til Hawaii. þeirra og barnaböm í boðf Sjálfstæðíshússlhs. Sjálfstæðishúsið hefir mörg undangengin ár efnt til skemmt unar eftir áramótin, fyrir vist- memi á ElliBieimilisinu Grund, börn þeirra og bamabörn, og var slík skemmtun haldin á þriðjudag í Sjálfstæðisliúsinu. Gísli Sigurbjörnsson, fur- stöðumaður Elliheimilisins, hef- ir beðið beðið að færa alúðar- þakkir sínar, stofnunarinnar og allra vistmanna til Sjálf- stæðishússins, starfsmanua þess allra og hljómsveitar fyrir hið góða boð og hinn góða hug, sem til grundvallar liggur. Kvað hann þessar skemmtanir mjög vinsælar meðal vistmanna og væru þær þeim jafnan mikið tilhlökkunarefni. Á skemmtuninni voru 40ö böm og 200 fullorðnir vist- xnenn, starfslið frá EUiheimil- inu og gestir. — Skemmtunin fór hið bezta fram og varð öll- um til ánægju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.